Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1909, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1909, Qupperneq 3
XXIII. 12., ÞjÓÐ VIL JINN. 41 Skarðshreppur, Sauðárkrókshreppur, Staðarhreppur og Eípurhreppur. Lækn- issetur á Sauðárkróki. "2. Eeykjahérað: Seiluhreppur, Lýtings- staðahreppur og Akrabreppur. Bróf Jóns skjalavarðar. Dr Jón Þorkelsson skorar á landstjórn- ina, að grennslast eptir, hvort eigi séu í I vörzlum skiptaréttur þess, er fjallaði um dánarbú Jóns sál. Sigurðssonar skjala- varðar, og konu hans, Ingibjargar Ein- arsdóttur árið 1879 bréf eða skjöl búinu tilheyrandi, og ganga þá eptir, að land- inu verði skilað þessu. Sóknargjöld. Jósep Björnsson o. fl. bera fram í efri •deild frv. þess efnis, að prestíund (af fóstu og lausu), offur lausamannsgjald lambsfóður og dagsverk skuli af- numið frá fardögum 1909. Hver rnaður, karl eða kona, 15 -ára, eða eldri, sem telst til bjóðkirkjunn- ar, greiði 1 kr. 50 a. árlega í prestlauna- | sjóð. | Enn fremur er og ákveðið, að kirkju- j tíund (af fasteign og lausafé), kirkjugjald 1 -af húsum, ljóstollur, lausamannsgjald legkaup, og skylduvinna sóknarmanna við kirkjubyggingu, skuli afnumið frá fardögum 1909. I sóknuir, þar sem söfnuður hefir tek- ið að sér umsjón og fjárhald kirkna, skal ■og frá sama tíma afnuminn kostnaður við kirkjusöng, til kirkjugarða, við prests- kosningu, og borgun til safnaðarfulltrúa. Allur framantalion kostnaður greiðist úr sjóðum kirkna. Hver maður, karl eða kona, 15 ára, eða eldri, er til þjóðkirkjunnar telst, greiðir til kirkju 75 aura árlega. I sóknum, þar sem söfnuður hefir eigi tekið að sér umsjón og fjárhald kirkna, ákveður landstjórnin kirkjugjaldið. Sóknarnefndir annast um innheimtu gjaldanna, gegn 6°/0 innheimtulaunum. Nýtt lœknishórað. Þingmenn Sunnmýlinga vilja, að Norð- fjarðar og Mjóafjarðarhreppar verði gerð- ir að sérstöku læknishéraði, er nefnist Norðfjarðarhérað. Felt frumvarp. Frv. stjórnarinnar um heimild, til að selja Arnarhólslóðina fyrir iægra verð, en áð- ur er lögákveðið, var fellt í neðri deild 11. raarz, œeð 14. atkv. Stjórnarmenn fylgdu ráðherra allir, en fáir uðrir. Frumvarpið þótti mundu valda verðlækkun á lóðum manna í Eeykjavík. Útgáfa skólabóka. Stefán skólameistari vill, að landstjórn- in skipi 5 manna nefnd, er annist um að samdar verði, og útgefnar, hentugar skólabækur í fræðigreinum þeim, sem kenndar eru í hinum æðri almennu mennta- skólum landsins. — Ber hann fram þings- ályktunartillögu í efri deild í greinda átt. Námstimi í kennaraskólanum. Frv. frá Sig. Sigurðssyni fer fram á, að skólinn byrji fyrsta vetrardag, og endi siðasta vetrardag. Nýir verzlunarstaðir. Bjarni frá Vogi ber fram frv. um lög- gilding verzlunarstaða: 1° í Hjallanesi í Staðarfellslandi í Dala- sýslu. 2° í Skarfstaðanesi við Hvammsfjörð í Dalasýslu. Stofnun hæztaréttar á íslandi. Dr. Jón Þorkelsson ber fram frv. um stofnun hæztaréttar á íslandi, og skal hann skipaður fimm dómendum, en landsyfir- réttur þá jafnframt lagður niður. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Jón í Múla ber fram í neðri deild þings- ályktun þess efnis, að skora á stjórnina, að leggja fyrir næsta alþingi frv. um að- skilnað ríkis og kirkju. V er zlunarlöggj öf. Sig. Stefánsson ber fram í efri deild I þingsályktun þess efnis, að skora á stjórn- ina, að taka verzlunarlöggjöf landsins til rækilegrar íhugunar, sérstaklega að þvi er snertir réttindi hérlendra kaupmanna og verzlunarfélaga, rétt manna, karla sem kvenna, til verzlunar í kaupstöðum, lög- gilturn verzlunarstöðum og sveitum, sem og rétt til lausakaupaverzlunar og um- boðssölu, og leggja frv. fyrir næsta alþingi. Innlend vindlagjörð. Þingmenn Eeykvíkinga vilja nema úr gildi laga-ákvæði um gjald af inn- lendri vindlagjörð. 124 Frank, sem þótti gaman að mikilmennsku talinu í Bob. rAð þvi er vindla snertiru, rnælti Bob. „höfum vér eina tegund, sem skarar fram úr öllu, sem nokkur hefir á boðslólum". Að spo mæltu rét.ti hann að Frank nokkra kassa. „Hér er regalía-vindill, sem vér höfum fengið beint frá (Huvana —“ „Einmitt! Fáið þið þá beint þaðan?“ mælti Frank, og einblíndi á unga manninn. „Já, það gerum vér!“ svaraði Bob mjög sakleysis- lega. BVér stöndum í mjög nánu sambandi við eitt af stærstu verzlunarhúsunum í New-York, og eigum hlut í einu af skipum þeim, er það notar til vöruflutninga. — Litið á þessa vindla! Eru þeir ekki fyrirtak? Yér á- byrgjumst, að iþeir brenna vel, og gefa góðan ilm. — 'Geðjast yður þessi tegund —?“ rJá! Hvað kosta þeir?“ Tuttugu og níu krónur, herra minn! Það er ótrú- lega lágt verð, þegar litið er á gæðin. — Við fengum góð kaup á þeim, og því getum við selt þá svona ódýrt, svo að um samkeppni við oss getur alls ekki verið að ræða“. „Jeg efast eigi um það! Viljið þér enn fremur búa nokkrar dósir af niðuisoðnum matvælum, fiski og ávöxt um, og ljá mér pappír, penna og blek, af því aðjegþarf að skrifa nokkrar línur“. nMér er það mjög ljúft!“ svaraði Bob, og kom með það. „Þókoast yður nokkuð annað?“ „Ekki í dag!“ „Þóknast yður ekki, að líta á brjÓ6tsykurstegund- )irnar?“ mælti Bob, reða þá að fá yður kvennmann?“ 121 „Hvað ætlarðu að gera við þau?“ Það færðu að vita seinna!“ svaraði Bill, og glotti „Það verður notað i góðum tilgangi!“ ,Hm — ekki sýnist mér það á þér!“ mælti Eaffles. rEn hvað um það! Mig skiptir það engu! Hve mikið viltu fá?“ „Jeg ímynda mér, að tíu til fimmtán pund nægi.“ „Það er gott!“ Eaffies stó nú út í bátinn, og vatt upp segl, og báturinn hélt nú yfir Albemarle-sundið. XI. kapituli. Bærinn Osceola liggur í skógarrjóði, og eru þar um fimmtíu timburhús. — Kirkjan sem er ómálað timburhús er í miðjum bænum; göturnar er forugar, og lítt stein- lagðar, og ganga einskonar trjágöng þvert yfir þær. Sól var hátt á lopti, og Twysten kaupmaður stóð í dyrunum á vörugeymsluhúsi sínu, með höndur í buxna- vösum, og vindil í hægra munnvikinu, og horfði á nokkra fugla, sem voru að slægjast eptir skrokk að sjálfdauðum stórgrip. Twysten hafði þó auðsjáanlega hugann við annað, og var yfir honum einhvers konar ókyrrð. — Hann stó ýmist fastara i þenna fótinn, eða hinn, hélt áfram að totta vind- ilinn, þó að löngu væri dautt í honum, strauk annari hendinni um höku sór, en stangaði úr tönnum sér með hinni, með va9ahnífnum sinum. Bob sat á búðarborðinum, dinglaði löppunum, og las í bók, sem kann virtist hafa mikla skemmtun af.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.