Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1909, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.04.1909, Síða 4
76 Þjóbviljinn, XXTIT, 19. KarlmenD greiða í sjóðÍDn 1 kr. 50 8. árlega, on kvennmenn 75 aur. Gjaídskyldir til ellistyrktarBjóðeins eru allir, karlar og konur, sem eru fullra 18 ára og ekki yfir 60 ára, nema þeir, er nú skal greina: a. Þeir, sem njóta sveitarstyrks. b. Þeir, sem fyrir ómaga eða ómögum eiga að sjá, sem og þeir, er fyrir heilsubrest eða af öðrum ósjálfráðum ástæðum eigi geta unnið fyrir kaupi, ef þessir menn hvorirtveggja að á- liti hreppsnefndar eru fyrir fátæktar sakir ekki færir um að greiða gjaldið, enda greiði ekkert aukaútsvar. e. Þeir, sem sæta hegningarvÍDnu. d. Þeir, sem hafa tryggt sér fó til fram- færslu eptir 60 ára aldur, að upphæð 150 kr. á ári að minnsta kosti. Styrkur úr sjóðnum veitist i október- mánuði árlega, fyrir eitt ár í senn, og má ekki vera undir 20 kr, og ekki yfir 200 kr. XVI. Lög imi viðauka við lög 14. <le«. 1877, uxn ýmis- leg atriði, er snerta íiski- veiðar á opruini skipum og leg ÍO. n<>v. 1905, nin við- auka við neíntl lög. Ákveðið, að greind lög skuli og ná til þiljaðra mótorbáta, sem ganga íYest- mannaeyjum, og eru ekki stærri,- en nemi 16 smálestum. XYII. Lög nni að stofna slökkvilið i Hafnariirði. Allir kaupstaðarbúar, sem til þess eru áiitnir hæfir, skyldir að mæta 4 sinnum á ári við æfÍDgar slökkviliðsins, sem og að koma til bruna, er eldsvoða ber að höndum. — Man iijilíit. Látinn er í Reykjavik 20. apríl þ. á. Sigurður Jónsson, fyrrum fangavörður, og RiHHIIIRIRfllRHIIIHIIIlBillNIREIIHIIEIERIKBI Otto Monsteds danska smjörlíki erbezt. Biðjið kaupmanninn yðar um þessi merki: ,SöIey£ ,Ingólf ur' ^Hebla4 eða ,tsaf olds. HeBmmKiwiiHiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiniiiiiiiiHiiS hafði hann gegnt þeirri stöðu við hegn- ingarhúsið i Iteykjavík meira en þrjátíu ár, en fékk lausn árið 1907, og veitti alþingi honum þá nokkurn ellistyrkí viður- kenningarskyni. 9. Jön, verzlunarmaður á Eyrarbakka, og 10. Þorvcddur, húsgagnasmiður í Reykja- vík. Sex af börnunum eru seinni konu börn. Foreldrar Sigurdar heitins voru: Jón ritstjóri Qudmundsson, er lengi var al- þingismaður, og útgefandi blaðsins „Þjóð- ólfur“, sem kuunugt er, og kona hans Hdlmfrídur Þorvaldsdóttir, og nam Sig- urður beykisiðn á rnanndómsárum sínum. — Hann var tvíkvæntur, og lifir seinni kona hans, María að nafni, af sænskum ættum. Þessi börn Sigurðar eru á lífi: 1. Hólmfrídur, gipt Maríasf Guðmunds- sjmi, verzlunarmanni á ísafirði. 2. Þurídur, verzlunarstjóri i Reykjavík. 3. Sigrídur, eigandi kaffi- og matsölu- hússins „Skjaldbroíðu í Reykjavík. 4. Ágúst, yfirprentari í „ísafoldar“-prent- smiðju. 5. Haraldur, vexzlunarmaður í Reykja- vík. 6. Kristín, gipt Helga verzlunarmanni í Reykjavik. 7. Amalía, gipt Sigurði verzlunarmanni Þorsteinssyni í Reykjavík. 8. María, gipt Vigfúei klæðskera Guð- brandssyni í HaÍDartirði. Sigurður sálugi var dugnaðar- og fyr- hyggjumaður, og ótrauður bindÍDdisvinur árum saman. Hann dó snögglega af hjarta9lagi. REYKJAVlK 24. april 1909. Agætis veðrátta hefir haldizt, sem einmánuð- allan, og 22 [). m.heilsaði sumarið mjög þýðlega og hlýindalega. 16. þ. m, voru gefin i hjónaband ungfrú Þórunn Kristjánsdóttir og Hörring danskur náttúrufræðingur. „Laura“ lagði af stað béðan til útlanda 21. þ. m. Stúdentar o. fl. héldu dansloik í Iðnaðarmanna- húsiuu aðfaranóttina sumardagsins fyrsta, til að kveðja veturinn, og fagna komu sumarsins. Ungmennafélag Reykjavikur hélt fjölbreytta skemmtisamkomu 15. þ. m. —Dr. Björn Bjarna- son frá Viðfirði talaði þar um íþróttir. í Ágóðanum verður varið, til að koma á fót sundskála við Skerjafjörð. Prentsmið.ia Þjóðviljans' 154 Baðið styrkti mjög taugar hans, rak burt höfuðverk- inn og hann varð léttari á sér. Þegar hann kom til stöðvarhússÍDS, leit hann á veð- urfregnir, sem borizt höfðu frá Washington. „Við eigum von á óveðri, undirliðsforingi, norðaust- an ofsa hvassviðri. — Dragið upp óveðursmerkið!“ mælti hauD, og gat tæpast haldið augunum opnum af þreytu. Síðan fór hann inn í herbergi sitt, og kastaði sér í fötunum upp í rúrnið. Þótt hann væri hraustur, þoldi hann þó eigi áreynzlu þá, er hann hafði haft síðasta sólarhringinn, og sofnaði hann nálega þegar mjög vært. XIV. kapituli Frank vaknaði eigi, fyr en seinni hluta dags, og leið þá vel, aDdlega og líkamlega, og þóttist nú fær í flestan sjó. En þegar hann fór að hugsa um, hvað hefði dregið hann að Maggy, gat hann ei að sór gert, að hrissta höf- uðið. — Ástin hafði gripið hann snögglega, og óvænt, án þess hann fengi við ráðið, eða gæti losað sig, enda sætti hann sig vel við það. Hann taldi réttast, að koma því til leiðar, að Maggy færi burt úr eyjunni, og í þessu skyni ætlaði hann — í samráði við hana —, að hefja bónorðið sem allra biá'ast ef til vill þegar morguninn eptir. — Efaði hann eigi, . ð Raffles myndi gjalda jákvæði við, og sjá sér hagnað að inægðunum, enda þótt honum hlyti að vera lítið um liðs- 155 foringjann, þar sem hann var einn í tölu varðstöðvar- manna. En Maggy taldi hann hyggilegast, að koma fyrir hjá föður sínum, unz hann yrði sjálfur kvaddur heim aptur. Hann hafði þá og óbundnari hendur, er hún var farin, og Raffles hlaut að sjá hættuna, sem yfir vofði, og koma sér undan í tima, enda var það allt annað, en skemratilegt, að verða að hafa tengdaföður sinn í varð- haldi. Hann vildi komast hjá þvi, að baka Maggy sorg, en hitt gat hann eigi varið fyrir samvizku sinni, að skjóta tollsvikurunum, og strandræningjunum, undan maklegri hegningu. Það var þegar orðið áliðið dags, er Frank gekk of- an í varðherbergið. — Þar sat Turner við gluggann, og var að lesa, en skotraði augunum þó öðru hvoru út um glugannn, til þess að gá að, hvort ekkert yrði að hrafn- inum sínum, því að Myers og Berry, er sátu á ábreiðu fyrir utan húsið, voru að erta hann. Hafði Berry bundið snærisspotta um ketbita, er hrafninn var að blægjast í, en kippti endanum að sór í hvert skipti, er krummi æltaði að kroppa i kjötbitann. Hentu þeir mjög gaman að krumma, og hlógu dátt tr hann missti af kjötinu. En er Frank kom út, gleymdi Berry i svip, að gefa gætur að hrafninum, svo að honum tókst að hrifsa kjöt- bitann, og fijúga brott með hann all-rogginn. Myers stóð upp, og bauð liðsforingjanum, að setjast á ábrelðuna, en hann þáði það eigi, heldur tyllti sér á kleltasnös.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.