Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1909, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1909, Page 3
XXIII., 20. Þjóbvilj inn 79 fregnir frá alþingi;. —cOo— XI. Bátakvíarstæði við Hrísey. Stefán í Fagraskógi ber fram í neðri deild þingsályktun þess efnis, að skora á landstjórnina, að hlutast til um, að verk- fræðingur verði sem fyrst, á kostnað lands- sjóðs, látinn skoða, og gjöra áætlun um kostnað á bygging bátakvíar við Hrísey á Eyjafirði. Farmgjöld af aðfluttum vörum. Meiri hluti tollmálanefndar neðri deild- ar (Björn Kristjánsson o. fl.) ber fram frumvarp um ofan greint efni, og segir svo i 1. gr.: rAf hverjum 100 pundum eða minni ^þunga af vörum með umbúðum, sem flutt- ar eru til landsins, og ekki eru sendar i pósti, skal greiða 25 aura farmgjald i lands- sjóð. Þegar vara, sarokvæmt farmskrá eða hleðsluskírteini er talin eptir rúm- máli, skal greiða 15 aura gjald fyrir hvert teningsfet. Af timbri skal þó að eins greiða 3 aura fyrir hvert teningsfet og af rúðugleri 5 aura af hverjum 100 pund- um. Af salti, kolum, tigulsteinum, sementi og kalki skal ekkert gjald greiðau. Um það, hvort mál þetta nær fram að ganga á þessu þingi, verður enn eigi neitt fullyrt. Aðflutningsbannsmálið. I efri deild hefir Ari Jónsson borið fram breytingartillögu í þá átt, að lögin komi eigi til framkvæmdar, fyr en 1. jan- úar 1915 (í stað 1. janúar 1912). Enn fremur leggur hann það til, að 10. gr. frumvarpsins verði svo hljóðandi: „Þær áfengisbirgðir, sem einstakir menn kunna að hafa í vörzlum sínum 1. jan. 1915 er ekki skylt að flytja burt úr landinu En eigendur þeirra skulu skyld- ir að gefa lögreglustjóra vottorð að við- lögðum drengskap um hverjar og hve miklar birgðir þeir hafi. Slíkt vottorð skal síðan gefa um hver áramót um hverj- ar og hve miklar birgðir séu eptir óeydd- ar, unz birgðirnar eru þrotnar. Áfengi það er hér ræðir um, má aldrei flytja burt af heimili eiganda, nema hann flytji sjálfur búferlum eða það sé áður gert óhæft til drykkjar. Efri deild vísaði málinu til nefndar við 2. umræðu í deildinni. — Sóknargjöld. Nefndin í neðri deild, er fjallað hefir um liumvíirp um ofan greint efni, sem áður hefir verið getið um í blaði voru, og efri deild hafði samþykkt, þykir eigi ráðlegt, að málið verði afgreitt, sem lög, frá yfirstandandi alþingi, og ber fram til- lögu um það, að fullnaðarúrslitum máls- ins sé frestað. Tveir nefndarmanna (Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson) vilja láta alla, sem ekki eru þjóðkirkjutrúar, vera lausa við sókn- argjöld, sem og virðist sjálfsagt. Hinir nefndarmennirnir eru (Ól. Br., Björn Kristjánsson, Einar Jónsson, Jóh. Jóh., og Magn. Blöndal). Háskólanám Islendinga. Dr. Jón Þorkelsson ber fram svolátandi þingsályktunartillögu í neðri deild: Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina: 1. að legga fyrir alþingi, áður en væntan- legur háskóli hér á landi tekur til starfa, frumvarp til laga um það, að eigi hafi aðrir rétt til embætta á landi hér en þeir, er tekið hafa próf við haskóla landsins í þeim námsgreinum, sem þar eru kenndar, að svo miklu leyti sem næg þekking í þeim greinum er skil- yrði fyrir að fá slík embætti, þó svo a, að eigi nái ákvæði þetta til þeirra manna, sem tekið hafa fullnaðarpróf í þessum námsgreinum við Kaup- mannahafnarháskóla áður en 3 ár eru liðin frá því að háskóli hér á landi tekur til starfa, og b, að undantekning hér frá megi þó veitingarvaldið gera með ráði háskóla ráðs vors, að því er snertir kennara- embætti við háskóla landsins sjálfan: 2. að leyta enn af nýju, samkvæmt þings- ályktun frá 1905, samninga við yfir- stjórn Kaupmannahafnarháskólaum það, að nokkur hluti af námsstyrk þeitn, sem islenzkum stúdentum er þar ætlaður, verði, jafnskjótt og háskólastornun hér á landi tekur til starfa, fenginn háskóla vorum til umráða til styrktar íslenzk- um stúdentum og kandidötum við há- skóla vorn og erlenda háskóla“. Háskólaajóðurinn. Nefnd sú, er ko9Ín var í neðri deild, til 160 ir veitt því eptirtekt, að tilraun hafði verið gjörð til þess, •að reyria að sprengja stöðvarhúsið í lopt upp. „En þeir, sem séð höfðu Ijósglampann uppi á klett- -inum, hlupu til Zeke Konk’s, og sögðu honum, að svo 'væri að sjá, sem menn í stöðvarhúsinu væru að gefa ein- ihverjar vísbendingar með flugeldum. Tveir menn stóðu þó við opinn glugga, og störðu út í myrkrið, og var annar þeirra Bill. “íákyldi það hafa tekizt?“ spurði Bill, er eigi sást frainar neinn Ijósglampi uppi á klettinum. „Jeg veit ekki“, svaraði hinn. „Við verðum að sjá hvað setur! Eða ætlarðu að fara þangað upp eptir?u Nei, engan veginn!u „Það virtist fremur ógerðarlegt“, mælti hinn, er hann hafði þagað um hríð. „Jeg býst ekki við, að það hafi valdið rniklu tjóni, Bill. — Púðrið var of lítið, eins og jeg sagði þér!u Það kom angistarsvipur á andlitið á Bill. „Gamli maðurinn verður ær, er hann fréttir, að við höfum að nýju ráðizt í verk, sem eigi tókst til fullnustu!" mælti Bill lágt við lagsbróður sinn. „En því skal eg trúa þér fyrir, að sjái jeg stöðvarhúsið standa óhaggað í fyrramálið, fer eg til Raffles, og læt hann skjóta mér yfir rrm til Osceola. — Jeg á þar ættingja, sem eg gjarna vil heimsækja“. „Mér hefir dottið sama i hug!u mælti Jack Parrel, og brosti viðbjóðslega. „Jeg á þar einnig ættingja, og síðan i gær hefir mér verið íllt í vinstri fæti. — Það atafar af gigt, og loptbreyting er mér holl. — Jeg býst við, að eg verði þér samferða, Bill!u 157 Frank var mjög glaðlegur, og blátt áfram, hver sem í hlut átti. En er samræðurnar voru sem fjörugastar, tók hús- ið að skjálfa og nötra, hlerarnir hrutu frá gluggunum, og rúðubrotin þutu um herbergið, en reyk, og neistaflug lagði inu um götin. Aliir spruttu upp, náfölir af hræðslu, og vissi eng- inn, hvað vahla myndi. Það var óhugsandi, að eldingu heíði lostið niður, því að enn lagði reykjarmökkinn, og neistaflugið, inn í herbergið. Frank áttaði sig fyrst, og grunaði, hvernig í öllu lagi. Hann þreif handöxi, með því að eigi var annað vopn hendi nær, og rauk út úr húsinu. Hinir þutu út á eptir honum, og greip hver það, er hendi var næst. Tumer, sem var stilllur, og jafnlyndur, þótt ungur væri, var eini maðurinn, er tók ljósker og skammbyssu. En er þeir komu fyrir húsendann, og þangað, er gluggarnir höfðu mölvast, sáu þeir einkennilega sjón. Upp úr jörðinni komu víða — eins og úr gjósandi oldgýg — smá-eldkúlur, er bárast með vindinum að húsinu. „Púður!u æpti Berry, og rak fótinn i eina eldkúluna. „Þeir hafa ætlað sér, að sprengja húsið i lopt upp, þorp- ararnir!“ Frank beygði sig niður, þreif eldbrand, er neistar flugu úr í allar áttir, og kastaði honum niður fyrir klett- inn. — Berry og Tumer gjörðu eins, og tókst þeim þvi brátt að slökkva eldinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.