Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Side 4
88 ÞjÓÐVILJÍNN Væntanlega kemst sú tilhögun þá á síðar. Stjórn landsbankans. Sú varð að lokum niðurstaðan á al- þingi, að bankastjórar verða tveir frá næstk. nýári, og gæzlustjórar tveir, sem verið hefir. Það var efri deild, sem halda vildi í gæzlustjórana, en ekki hafa í þeirra stað lögfræðis-ráðanautinn, sem neðri deild hafði samþykkt. Bankaráð íslaDdsbanka. Fulltrúar í bankaráð íslandsbanka voru á fundi sameinaðs alþingis kosnir 6. maí: 1. Ati Jönsson, ritstjóri, til aðal-fundar bankans 1912 í stað Jóns Jónssonar frá Múla, er fer úr bankaráðinu i ár. 2. Maynús Blöndáhl alþm., til aðal-fundar 1913, í stað Sigfúsar Eymundssonar, er fer úr bankaráðinu að ári. — Núverandi stjórnar-andstæðingar vildu koma að Jöni í Múla, en mistókst, sem við mátti búast, eins og flokkaskiptingu þingsius nú er háttað. • Milliþinganefnd í bankamálum. Neðri deild alþingis samþykkti, eptir tillögu svo nefndrar „peningamálanefnd- ar“, er einnig nefndi sig „vandræðanefnd“, þingsályktun þess et'nis, að skora á stjórn- ina, að skipa 5 manna nefnd rnilli þinga, til að íhuga bankamál landsins, og koma skipulagi á þau, gera tillögur um sam- vinnu bankanna, og starfsvið, og séu í nefndinni sinn maður úr hvorum bank- anum, og þrír aðrir. Endurskoðunarmenn. Iandsreikn;r.ga. voru kosnir: Hannes ritstjóri Þorsteinsson og Skúli Ihoroddsen, Kaua neðri deild hinn fyrnefnda, en efri deild hinn síðar talda. Endurskoðunarmenn landsreikninga ættu að vera þrír og kosnir hlutfallskosn- ingu, svo að báðir þingflokkar tækju að því leyti þátt í endurskoðuninni. Kemst væntanlega á, er stjórnarskrar- breyting verður gjörð. Gæzlustjóri söfnunarsjóðs. var í einu hljóði endurkosinn i efri deild Jnlíus amtm. Havsteen, og þakkaði hann kosninguna. irlit sskr d mála á alþingi 1909. —o— (Skýrslu-ágrip þetta las forseti sameinaðs alþingis á þinglokafundinum í sameinuðu þingi 8. maí þ. á.) I. Stjórnarfrumvörp: a) samþykkt og afgreidd sem lög . . . 14 b) felld 3 «9 ekki útrædd 2 Alls 19 11. Þingmannafruinvörp: a) samþykkt og afgreidd sem lög . . 42 b) felld 19 c) tekin aptur 4 d) ekki útrædd 13 Alls 78 XXIII., 22.-23. iil. jhingsályktunartillögur: aj samþykktar og afgreiddar í þingsá- lyktunarformi....................20 b) samþykktar, en ekki afgreiddar í því formi............................12 e) felldar...........................2 d) teknar aptur .................. . . 3 e) ekki útræddar.....................2 Alls 3!) ~ IV. Fyrirspurnir bornar upp........................2 V. Rökstuddnr dagskrár bornar upp.......................10 Lagafrumvörp, sem borin hafa verið upp á alþingi, hafa því alls verið 97, og af þeim hefir þingið afgreitt 53, sem lög, auk þess er sam- þykktar hafa verið 20 þingsályktanir, sem fyr segir. Þjöðvinafélagsfundur var haldinn í þingsal neðri deildar 7. maí siðastl. Forseti félagsins, Iryqgvi bankastjóri Ounnarsson, skýrði frá hag félagsins, og lagði fram reiknÍDga þess fyrir árin 1907 og 1908. Stóð hagur félagsins við lok ársins 1908 á þá leið, að skuldir þess við forseta sinn voru alls 3111 kr. 52 aur., en inni- eign hjá gjaldkera, og í sparisjóði 672 kr. 95 a. — Utistandandi átti félagið hjá ýmsum um 1000 kr., en bóka-eign þess var metin 3784 kr. 53 a. virði. Reikningarnir höfðu verið endurskoð- aðir af endurskoðunarmönnum félagsins Júlíusi amtm. Havsteen og Sighvati banka- stjóra Bjarnasyni, er eigi höfðu fundið neitt athugavert við þá, og voru þeir á fundinum samþykktir í einu hljóði. Forseti félagsins var endurkosinn: Tryggvi bankastjóri Ounnarsson, 36 atkv. þá var kosinn vara-forseti: Björn alþm. Kristjánsson, 20 atkv. 166 „Þér mynduð gjöra mér mikinn greiða, yndislega Maggy, ef þér Dotuðuð litlu fingurna, til að hræra í glas- inu mínu, og sykruðuð mér nautn þess, sem í því er með návist yðar“. „Það skal eg gjama gjöra!“ svaraði Maggy, ánþess nokkurt hik væri á henni. „Þér eruð engill, stjarna þessarar eyjar, svo sem mér hefir lengi verið kunnugt um“, mælti Bob, hrifinn, er bugði, að hjálpfýsi henni kæmi af því, hve ástúðleg- ur henni þætti hann vera. „Ó! Að þér hefðuð aldrei misskilið hið trygglynda hjarta mitt!“ mælti haDn. „En bætið nú ögn af visky-i í glasið mitt! Mér þykir ósköp gott, að hafa drykkinn nógu styrkan! Og aldrei hefir hjartað í mér barizt, þótt kvenDlegur yndisleikur hafi borið fyrir augu mér, fyr en eg sá yður! — Það veit trú mín! Eu hvað höndin er feykilega smágjör, og unaðsleg!“ Að svo mæltu þreif Bob í höndina á henni, og þrýsti á hana kossi, og tók Maggy því öllu með stillingu „Þér eruð að eins að gera að gamni yðar, hr. Bob!“ mælti hún, bro9ti framan í hann, og settist niður gegnt honum. „Alvaia, hrein og bein alvara“. mælti Bob. „Það sver eg við allt, sem heilagt er. — Skál! Hjarta-drottD- ingin mÍD!“ Að svo mæltu tæmdi hann glasið í einum teyg, og færði stólinn sinn nær Maggy. „Heimtið sönnun þess að eg elski yfur! Reynið mig!“ „I hvaða erindum komuð þér hingað í dag?“ spurði Maggy, og fyllti glas hans að nýju. „Erindið var nú lítilfjörlegt; og eigi þees vert, að á 175 vísu all-fjarri landi, og var hann kominn í hvarf við klett- inn, er Frank seri sér í þá áttina, og beindi kíkinum þang- að, er hann bjóst við, að fallbyssubáturinn sæist fyrst. Báturinn lenti nú fyrir sunnan Kitty-Hawk-klettinn, og er mennirnir voru komnir upp úr bátnum, settu þeir bann og gengu síðan rakleiðis til þorpsÍDS. Skömmu síðar fór að verða enn meiri ys og þys í Nagshead. — Ljós sáust borin fram og aptur, og tnenn stóðu í hópum fyrir utan hreysin, unz allur þorri þorps- búa nam staðar hjá húsi Zeke Konks, og heyrðist Frauk hann jafn vel heyra mannamálið. Það hlaut að vera eitthvað, og það meira, en minna, um að vera, og Frank varð æ áhyggjufyllri. „Þetta fer að verða alvarlegt“, mælti hanu við sjálf- an sig. „Sjómenn virðast týgja sig til áhlaups!“ En miðnætti var enn eigi komið, og fallbyssubátur- inn gat eigi komið fyr en kl. 1, og til þess tíma gátu fjórir menn eigi varið stöðvarhúsið, ef um alvarlega árás var að ræða. — Ef eigi tækist af tilviljun svo heppilega til, að fallbyssubáturinn kæmi fyr, þá var allt í voða, og við búið, að Morris skipherra sæi að eins öskuhrúgu, þar sem stöðvarhúsið hafði staðið. Ungi liðsforinginn beit á jaxlinn. — Hann óttaðist að visu ekki dauðann, en þegar hann hugsaði um Maggy fékk hann þó hjartslátt. Svona leið nú hálftími, og einatt virtist ókyrrleik- inn í Nagshead vera að aukast; en það furðaði Frank, að avo var að sjá, setn þeir hefðu eigi orðið á eitt mál sátt- ir, því að hann sá nokkra af þeim, er staðið höfðu hjá húsi Zeke Konks, hverfa að húsabaki, og vissi hann síð- l

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.