Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Qupperneq 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.05.1909, Qupperneq 7
XXIII.. 22.-23. 91 Úr kiglióstsi, «ða afleiðingum hans, hafa 5 höin dáið í Áðal- vík í Norður-ísafjarðarsýslu, síðan á nýári. — Mannalát. 25. apríl þ. á. andaðÍ9t í ísafjarðar- kaupstað Elízabet OtteseD, ljósmóðir, 51 árs að aldri, fædd 1. febrúar 1858. — Hún var dóttir Gunnlaugs bónda Gunn- laugssonar, og ólst upp að Mýrum í Mið- firði, en fluttist síðan til Akraness, og nam þar ljósmóðurstörf. — A Akranesi giptist hún Guðm. Otte- sen, syni Péturs dbrm. Ottesen á Ytra- Hólrni, og höfðu jiau hjónin þar dálitla verzlun, og stundaði Elizabet heitin jafn framt yfirsetukonustörf, udz hún missti mann sinn (f 1900). — Eptir það dvaldi hún skamma stund á Akrano9Í, og síðan í Reykjavik, en gegndi 5 síðustu árin ljósmóðurstörfum í Isafjarðarkaupstað. Börn þoirra hjóna eru: 1. Ólafur, 18 ára. 2. Pétur, ltí ára. 3. GuðDý, 13 ára, Elizabet sáluga var gerðarleg kona í sjÓD, og lagin við ljósmóðurstörf. — 6. nóv. f. á. andaðist í Winnipeg ekkj- an Jóhanna Ketilsdóttir, fædd að Bakka- gerði í Borgarfirði í Norður-Múlasýslu 15. des 1856, og voru foreldrar hennar: Ket- ill JÓDSSon og Sesselja Jónsdóttir, er lengi bjuggu að Bakkagerði. Arið 1881 giptist hún FÍDnboga tré- smið Finnbogasyni (f 1895), og höfðu þau .Þjóðv n jin n um hríð greiðasölu i Seyðisfjarðarkaup- stað. en eptir lát manns síns var hún hjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Seyðis- firði, unz hún fluttist til Yesturheims ár- ið 1903, og bjó þar í Winnipeg. Tveir synir þeirra hjóna eru á lífi: Guttormur og Signrður, báðir í Yestur- heimi, en fóstursonur þeirra er Jón Ólaf- ur Finnbogason, kaupmaður í Reyðar- firði. REYKJAVÍK 15. mai 1009. Tlðin inndæl, hreinviðri og sólskin nær dag- lega. Túnin farin að grænka hér syðra, en kýrþó óvíða komnar út enn. Alþm. Sigurður Stefánsson var svo heppinn að fá heina ferð til ísafjarðar, með gufuskipi frá verzluninni „Edinhorg11, þinglokadaginn 8. þ. m.. og lagði því af stað þegar, er þingi var slitið. „Hólar“ kon.u austan og sunnan um land, úr fyrstu strandferð sinni 7. þ. m., og margt farþegja, þar á meðal Lárus hóksali Tómasson á Seyðisfirði. Kirkjusöng hélt hr. Sigfús Einarsson bér i dómkirkjunni laugardaginn 8. þ. m. —Þarvoru sungnir hæði samsöngvar og einsöngvar. „Skálholt11 kom 10. þ. m. norðan og vestan um iand, úr fyrstu strandferð sinni. 4. þ. m. héldu Goodtemplarar veizlu á „Hótel lsland“, og huðu þangað alþingismönnnm, er greitt höfðu atkvæði með aðfiutningsbannslög- unum. Danska varðskipið „Islands Fn 1 k“ fór héðan 12. þ. m., og ætlaði til Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur, gerði það fyrir tilmæli ráðherra, vð skjóta norðan-þingmönnunum heim t.il þeirra eða á næstu grös við heimili þeirra. Farþegar komu hingað margir með „Ská)holti“ þar á rneðal þessir, sem vér höfum heyrt getið: Gunnar kennari Gunnarsson á Hesteyri, Guðm. kaupmaður Sigurðsson á Látrum i Aðalvík, og Pétur kennari Gunrlögsson s. st., og ætla barna- kennararnir að hagnýta sér framhaldsnámsskeið fyrir kennara. Frá ísai'irði kom Jón Laxdal, fyrrurn verzl- unarstjóri, og frú hans, alflutt frá ísafirði. Frá Bíldudal kom Hannes verzlunarstjóri Stepliensen og Jón verzlunarmaður Sigurðsson, úr Flatey: sira Sigurður Jensson. (■•f Úr Stykkishólmi kom Sveinn snikkari Jóns- son, bróðir nýja ráðherrans, til að leita sér lækn- ingn. — Enn fremur EUert Jóhannesson, vélstjóri í Olafsdal, ásamt konu og barni, alflutt til Reykjavíkur. Enn fremur komu með skipinu: Guðm. tré- smiður Jakohsson, Sigurður Jósúason og skozk- ur námumaður. — Höfðu þeir verið fyrir vestan til að skoða kolin í Dufansdal. j Sveinn snikkari Jónsson, bóksali í Styltk- ishólmi, sem getið er meðal fat þegja hingað með „Skálholti11, andaðist á Landakotsspítalanum sama daginn, sem hann kom hingað. Hans verður síðar væntanlega getið nánar í blaði þessu. Uflf" Anglýsingum, sem birtast eiga í „Þjóðv.u, má daglega skila á skrifstofu biaðsins í Yonarstræti nr. 12, KeykjaviE 172 Því næst stóð hún upp, og lauk hægt upp glugganum. Óveðrinu var slotað, og tunglið óð í skýjum. „Hann verður að fá bréfiðu, tautaði hún, „og þá fer allt ef til vill vel, eins og amma sagði“. Hún gekk nú aptur að rúminu, og beygði sig ofan að ömmu sinni, er virtist sofa fast og vært; en i sama bili, heyrði hún dálítinn hávaða inni i gestaherberginu.— — Var það ekki Bob, sem vildi nú fá bréfið? An þess að hugsa sig um, hljóp hún út að glugg- anum, stökk út um hanD, og bijóp, sem fætur toguðu á- leiðis til þorpsins. Bob hafði að árángurslausu beðið þess, að Maggy kæmi aptur, en gleymdi loks ungu stúlkunni yfir visky- drykkjuDni. — Hann drakk, fór með nokkrar stökur, drakk aptur, og svona gekk all-laDga hríð. Hann varð nú æ rauðari og rauðari í andliti, og gjörðist all-þvöglumæltur. En er hann skenkti sér í síðasta glasið, rámaði hann allt í einu í, hvað fram hafði farið, st.aulaðist hægt fram að dyrunum, og tautaði: „Maggy, inndæla Maggy mÍD! — Komdu í faðm mér, og kysstu mig u En er enginn svaraði honum, gjörðist hann óþolin- móður, lauk upp hurðinni, og gekk fram í herbergið. Yarð hann þá forviða, er hann sá Maggy hvergi. „Ræka)linD!u drafaði í honum. „Maggy er hlaupin brott; hún hefir — liún hefir vélað mig!u Hann slagaði nú að rúminu, og ýtti við ‘Gritty. Heyrðu, Gritty! Hvar er Maggy — dúfan mÍD?u Gamla konan hreifðist ekki. „Heyrðu!u kallaði hann aptur, og kippti í handlegg- 169 „Já, þér hafið bakað mér þyngri sorg, en nokkurt elskandi hjartaliefir nokkrusinni orðið að sæta!u, mælti Bob sem lagði annan skilning i fátið, sem á hana kom, en rétt var. “Þér verðið að veita -mér uppreisn; -- þér verðið að bera smyrsl á sárin, og —u. „Lofið mér mér að lesa bréfiðu, greip hún fram í, er hann vatt höndinni um mittið á henni, dró hana að sér, og setti hana á stól við hliðina á sér. „Le9a það? Hafið þér enn eigi látið sannfærast? En hvað þér eruð mér íll!u „ Jú, jú — en jeg er svo forvit.in! Það er bréf, sero. einu má gilda um, og jeg skal strax fá yður það aptut!u „Með því skilyr'ý að að þér látið mig í staðinn, í launa skyni, fá koss! !ff þér heitið því, þá megið þér — hin fegursta hinna fögru — lesa bréfið!“ mælti Bob, með ákefð, og var alveg í sjöunda himni. Að svo mæltu beygði hann sig ofan að henni. Lofið mér fyrst að lesa bréfið!u rnælti hún, og ætlaðf varla að ná andamim. „En launin verð eg að fá!“ mælti Bub, og þrýsti henni, að sér. Hún stritaði lítt á móti, og hann hafði nálega kom- ið fram því áformi sídu, að ná í kossinD, er hún spratfc upp, eins og utan við sig af hræðslu. „Amma mín kallar á mig! Bíðið ögn! Jeg kem brátt aptur!“ Hún beið þess eigi, að hann svaraði, en sleit sig af honura, og hljóp inn i næsta herbergi. Bob hné þuDglamalega niður á stól, og muldraði eitthvað í barm sér.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.