Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.08.1909, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.08.1909, Side 2
150 ÞjÓÐYILJiNN. XXIII., 38. ins, enda lætur Sameinaðafélagið aldrei hafa sig til slíks. Tuliníus ber það líka til baka, að hann sé fús á það. Hann segir: Is- lendingar eiga eptir að sanna það, að þeir hafi betra af að verzla við aðra en okkur og svo ættu þeir að vera okk- ur þakklátari en svo fyrir lánstraust og góð viðskipti, að þeir fari að hlaupa til anuara. Annars vonum við að aldrei komi til þessa, því þeir fá aldrei erlend gufuskipafélög nema fyrir ofurfé, enda mundu þau tapa á þvíu. Þessi bréfkafii sýnir hve mikill mis- skilningurinn og vanþekkingin á íslenzk- um málum er hjá mörgum Dönum, að telja t. d. manni það til vanvirðu að hann sem foringi flokks skorar á flokks- menn að leggja nokkuð af mörkum til þeas að styrkja baráttu flokksins, sem vitanlega er gert í öllum löndum. Þessi úlfa þytur út úr Hamborg- arferðunum er líka mjög einkenni- legur, það virðist þó ekki nema sann- gjarnt að vér íslendingar viljum hafa osa sem hagkvæmastar samgöngur og verzl- un; og. eins og kunnugt er hefir „Thore“ nú tekið að sér að fara ferðir til Ham- borgar, svo að ummæli Tuliníusar virð- ast er á það er litið all-einkennileg. iönsk politík. —o— Frá því hefir áður verið skýrt hér í blaðinu, að ríkisþingið danska kom sam- an til aukafundar að afloknum nýjum kosningum í júnímánuði og átti að reyna að fá hervarnarmálinu til lykta ráðið, en nú er svo komið að allar líkur eru til að menn geti ekki komið sér saman um neitt. Ráðaneyti Neergaards sagði þá af sér um síðustu mánaðamót, er sýnt var að það gæti ekki komið sínum vilja fram, og fyrstu dagana af ágúst átti konungur tal við ýmsa merka danska stjórnmála- menn um ástandið þar á meðal foringja allra flokkanna, sem orðnir eru 6 í fólks- þinginu, því að umbótaflokkurinn hefir nú loks klofnað á þá leið að Neergaards- liðarmr hafa sagt sig úr honum, en J. C. Christensem er þar eptir með 27 menn, en Neergaardsliðar hafa myndað sérstak- an flokk ásamt 2—3 lausamönnum og eru þeir 11 saman. Áður en Neergaard sagði af sér reyndi hann á ýmsa lund að miðla málum, en það reyndist árangurslaust með öllu, það er, hvort Kaupmannahöfn eigi að vera víggirt landmegin og hvað sterk sú girð- ing eigi að vera, sem er aðal-deiluefnið. Það var með öllu óvíst er „Sterling1* fór frá Höfn hver verða myndi eptirmað- ur Neergaards, en síðan hafa borizt tvö skeyti um þetta mál, eru þau svo hljóð- andi: Khöfn 10. ágúst. Friis er falið að mynda nýtt ráða- neyti. Khöfn 14. ágúst. Friis hefir gefist upp við að mynda nýtt ráðaneyti. Holstein Ledreborg greifi hefir verið kvaddur til þess. Hans fyr- irætlun er að láta hin gömlu landvirki standa eina tylft ára. Landvarnarvinir hafa tekið höndum saman við Christen- sen. Frestað að útvega hermálaráðgjafa. Friis sá er nefndur er í skeytunum, er lénsgreifi Mogens Christian Friis, for- ingi hinna frjálslyndu íhaidsmanna í lands- þinginu. Hann er hervarnarmaður mikill og vill víggirða Kaupmannahöfn bæði land og sjávar inegin. Hann hafði lýst því yfir að hann myndi því að eins tak- ast stjórnina á hendur að hann væri viss um að geta leitt hervarnamálið til við- unanlegra lykta, en það hefir hann ekki getað fengið tryggingu fyrir, sem heldur ekki er von, eins og flokkum er háttað í fólksþinginu og fyrir því hefir hann gefist upp. — Líkurnar til þess að hon- tækist að koma málinu gegnum þingið virðast og allt af hafa verið litlar, þar sem hann einmitt er miklu harðariívíg- búnaðarkröfunum en Neergaard, en til- lögur hans strönduðu á mótspyrnu meiri hluta fólksþingsins einmitt fyrir þá sök að þær þóttu ganga of langt í herbúnað- aráttina, en hins vegar virðast úrslit til- rauna Friis greifa full sönnun þess að Kaupmannahöfn verði ekki víggirt land- megin frekar en orðið er. Holstein-Ledreborg, sem nú hefir ver- ið falið að mynda ráðaneyti, er líka greifi, en að öðru leyti gagnólíkur Friis. Hann er einn af þeim fáu aðalsinönnum í Danmörku, sem vinstri mönn- um iylgja að málum, og meir að segja var hann einn af af foringjum þeirra þá er baráttan var hörðust, en að síðustu þótti honum vonlaust um að rönd yrði reist við ofríki hægrimanna, einkum af því að ýmsir vinstrimenn voru farnir að linast i sóknum, og dró hann sig þá út úr politík og lagði niður þingmennsku með þeim ummælum að hann myndi láta stjórn- mál afskiptalaus með öllu úr því, og hef- ir hann gert það til þessa. Hann er orð- inn gamall maður, varð sjötugur í vetur sem leið. Um stefnu hans er ekki gott að segja neitt með fullri vissu af upp- lýsingunum í skeytinu. Að sjálfsögðu hlýtur hann um hin verulegu atriði — víg- girðingu Kaupmannahafnar — að vera á gagngert annari skoðun en Friis og Neergaard, enda bendir það til þess þar sem hann vill láta leggja landvíggirðing- una sem nú er niður að 12 árum liðnum eD þeir vildu báðir auka hana, en það gæti bent til að hann væri líkra skoðun- ar og J. C. Christensen, sem eÍDmitt enga landvíggirðingu vill hafa, en hinsvegar segir í skeytinu að landvarnarvinir (o: hægrimenn og Neergaardsmenn) hafi tekið höndum saman við J. C. Christensen, og eptir því að dæma ættu þeir að hafa fall- ist á tillögur hans, þvi að hann lýsti því yfir í ríkisþingÍDU bæði í nefndaráliti og og undir umræðum að hann viki enga ögn, en hvort Holstein greifi getur geng- ið að þeim skoðunum, er harla óvíst, en hinsvegar erfitt fyrir hann að komanokkru fram standi þeir í móti. í stuttu máli sagt er ómögulegt að átta sig á horfun- um í málinu, enda sjálfsagt mjög á reiki hvað ofan á verður, þó líklegast sé að málinu verði ekki til lykta ráðið sakir ósamkomulags. Qetur og verið að hið nýja ráðaneyti reyDÍ að rjúfa þing aptur og sjá svo hverju fram vindur. Jafnað- armeon og gjörbreytingaroenn krefjast þess, að nú sé hervarnarmálið lagt á hill- una að sinni, þar sem sýnilegt sé að fram úr því verði ekki ráðið að svo stöddu, og vilji þeir láta þingið snúa sér að því að endurskoða kjördæmaskipunina, sem er bæði úrelt og óréttlát, og efna því næst til nýrra kosninga, þá en ekki fyr sé hægt að fá vitnezkju um hinn sanna vilja þjóðarinnar í landvarnarmálinu. Ekki er það þó ósennilegt að það haf- ist upp úr því að Holstein Ledreborg kemst til valdanna að vinstriflokkurinn rétti heldur við og verði samhentari en áður, hann hefir á siðari árum klofnað og gengið úr sér og all-mikill hluti hans töluvert nálgast hægrimenn, ef Holstein greifi gæti stöðvað þá breifingu væri strax mikið unnið. Og að hann væri ein- mitt maður til þess að safna vinstrimönn- um saman er ekki ólíklegt, þvi að sjálf- sögðu nýtur sá rnaður, er barist hefir jafn ötullega þegar mest reið á, mikillar virð- ingar og trauts meðal kjósenda er vinstri stefnunni fylgja. En það er eins og áður er sagt ómögu- legt að fullyrða hvernig úr þessu politíska óstandi rætist, sem ríkt hefir í Danmörku síðan uppvíst varð um glæpi Albertís. Eptir að ofanrituð grein var rituð og sett, hefir enn borizt símskeyti: Kaupmannahöfn 16. ágúst. Ledreborg yfirráðgjafi, og hefir ekki annað ráðgjafaembætti, Neergaard, fjár- málaráðgjafi, Christensen, landvarnarráð- gjafi, fólksþingsmaður Thomas Larsen, samgöngumálaráðgjafi. Aðrir kyrrir. Af þessu virðist mega ráða að verið sé að leitast við að koma á samkomu- lagi með Christensen og hervarnarvinum. gufuskipasamningurinn. Hann var að vísu ekki undirskrifaður þegar s/s Sterling fór frá Kaupmannahöfn, en þó hafa borizt nákvæmari fregnir um hvernig honum er varið með þvi skipi, að því er „ísafold* skýrir frá. Millilandaferðirnar verða 46, en ekki 48 eins og í símskeytinu stóð. Tala þeirra hefir símritast skakkt. Strandferðabátarnir verða 3. Einn fer milli Reykjavíkur og Fáskrúðsfjarðar að líkindum, hinir milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar annar vestan og hinn austan um land, þeir bátar eru báðir með kælirúini. Hamborgarferðirnar verða 4 Horfurnar um skiptingu styrksins voru þær að Sameinaða gufuskipafólagið fengi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.