Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1909, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1909, Page 1
Verð ðrgangítins (minnst 60 arlrir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 ler. 50 aur., og I Ameriku ioll.: 1.50. Bsrgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓDVILJINN. ;|= Tuttusasti oö þeiðji Aegangub. = : RITSTJORI: SKtJLI THORODDSEN. =|»c*8—>- I JJppsögn skrifleg ðgild nema komið sð til útgef- anda fyrir 30. dag júní- I mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðíð. M 56 Reykjavík, 18. DES. 1909. XJtlöntíL. Helztu tíðindi, er borizt hafa frá út- löndum, eru: Danmörk. Ka/iZe-ráðaneytið hefir nú lagt fyrir fólksþingið frumvarp um fjölg- un fólksþingsmanna, og er þar ákveðið, að þeir verði eptirleiðis 127, í stað 114, sem nú er. f 19. nóv. þ. á andaðist leikkonan frú Margrét Nyrop-JSielsen, fædd 1876. — Hún var um tíma Jeikkona á kgl. leik- húsinu, en síðar á öðrum leikhúsum í Kaup mannahöfn. f Aðfaranóttina 21. nóv. síðastl. and- aðist P. S. Kröyer, einn af helztu mái- urum Dana. — Hann var norskur að móð- erni. — Hann var jarðsettur 28. nóv. í kaupstaðnum Skagen á Jótlandi, við hlið- ina á Jeiði skáldsins Drachmann, enda höfðu þeir báðir haft mætur á sjómönn- unum á Skaganuin o. fl. þar. Kröyer var fæddur 24. júlí 1851, og hafði verið taugaveiklaður síðustu ár æf- innar, og gat því síður sinnt máJarstörf- um, eD ella. Eins og blað vort hefir drepið á, þá er nú áformað, að ríkisréttur Dana dæmi um afskipti fyrverandi ráðherra, J. C. Christensen’s og Berg's, af Albertímálinu, og hyggst Zahle-ráðaneytið o fl. á þenna hátt að geta hnekkt áliti þessara mót- stöðumanna siuna. — Hafa verið tínd til fjögur kæru-atriði, að því er J. C. Christ- ensen snertir, en eitt á hendur Sigurði Berg, og virðast öll ærið sraávægileg, hvað sem úr þeim kann að takast að gera. Að því er fyrgreinda málshöfðun gegn J. C. Christeneen og S. Berg snertir, skal þess getið, að umbótaflokkurinn, sem þeir teljast til, mun hafa ætlað sér, og greiða atkvæði gegn málshöfðuninni, en gerði það þó að tilmælu þeirra, að greiða eigi at- kvæði, þar sem talið var víst, að hitt yrði hagnýtt í pólitískum tiigangi. Um 15 milljónir króna kvað gjald- þrot, eða fjártjón, Albertí’s alls nema, að því er vitnazt hefir við réttarrannsókn- irnar. — Hafði hann einkum tapað miklu fé á hlntabréfum í gullnámum, og þá leiðzt út í ýmis konar fjárpretti, til að fleyta sér áfram. Bæjarstjórn Kaupmannahafnar kaus nýekeð borgarstjóra, og var P. Knudsen, bæjarfulltrúi og fólksþingsmaður, kosinn. Hann er einn af helztu forvígismönnum jafnaðarmanna, og munu ýmsir íslend- ingar hafa heyrt hans eetið, því að hann var einn þeirra, er sæti átlu í millilanda- nefndinni. Noregur. Stórþing Norðmanna hefst i næstk. janúarmánuði, og verða þá þeg- ar stjómarskipti. — Hverjir þá taka við stjórnartaurounum, mun þó enn eigi full- ráðið. f 22. nóv. þ. á. andaðist í borginni Miinchen á Þýzkalandi norski málarinn Otto Sinding, fæddur 1842.--Bróðir hans er Stefán Sinding, nafnkunnur mynda- smiður. 27. nóv. þ. á var tekin til almennings nota ný járnbraut, sem lögð hefir verið milli Christianíu og Bergen. — Nefnist braut þessi háfjallabrautin, og nýtur þaðan mjög fagurs útsýnis, og má telja víst að að fjöldi skemmtiferðamanna fari þá leið til að kynnast fjallendinu. Flutti Hákon konungur ræðu, er braut- in var vígð, og minntist þá meðal ann- ars norska skáldsins Björnstjerne Björns- son’s sem um hríð hefir verið mjög veikur og nú dvelur i Parisarborg. — Svíþjóð. Gistihús brann nýskeð í Skara, og brunnu þar inni tvær stúlkur. — Skað- inn er metinn 230 þús. króna. í nóv. áttu lögfræðingar nokkrir frá Norðurlöndum fund með sér í Stokkhólmi, og var fundar efnið, að ræða um, að koma á samræmi i löggjöf Norðurlanda í ýms- um greinum, eins og ríkin t. d. hafa sömu mynt o. fl. — Fund þenna sóttu nolilrrir af helztu lögfræðingum Svía, Dana og NorðmanDa. Þýzkaland. Tveir þýzkir loptfarar fórust nýeteð í grennd við borgina Fiume í Ungverjalandi. — Hafði loptfarið bil- að, og þeir lemstrast til bana, er þeir féllu til jarðar. f Aðtaranóttina 80. nóv. siðastl. and- aðist í Bad Kreuth augnlæknirinn Karl Iheodor, hertogi í Baiern, fæddur 1839. Hann var bróðir Elísabethar, keisara-frúar í Austurríki, sem myrt. var fyrir nokkr- um árum. — HaDn hefir ritað ýmislegt er að augnlækningum lýtur, og þótti nýt- ur augnlæknir. — Hafði fyrst fengizt við hernaðarstörf, en fékk óbeit á þeim, og tók að stunda læknisfræði. Ríkisþing þjóðverja hófst 1. des. sið- astJ., og las Vilhjálmur keisari sjálfur upp boðskapinn til þingsins. Áformað er, að keisari bregði sér til Miðjarðarhafsins í næstk. febrúar á skipi sínu „Hohenzollern“, og komi þá við í Jerusalem, borginni helgu í Gyðingalandi. Uppvíst er nýlega orðið um all-mikla fjárpretti af hálfu þeirra manDa, er selt hafa varning til hersins í Kiel. —------- Frakkland. Maður nokkur frá Algier, reyndi ný skeð að myrða frakkneska her- málaráðherrann, Brun að nafni, en særði i þess stað Verand hershöfðingja Morðinginn hét Ptobin Endelsi, og vddi hann hefna þess, að honum hafði verið vikið frá sýslan, og þóttist órétti beittur. Síðan frú Steinheil var sýknuð í morð- málinu, sem getið var í síðustu útlendu fréttum í blaði voru, hafa henni boðizt eigi all-fáir ríkir biðlar, að því er henni segist frá. Mælt er að stjórn Frakka ætli að fara þess á leit við þingið, að veittar séu 500 milljónir franka til herskipasmiða, ætlast til, að smiðuð séu 19 ný herjkip á næstu þrem árum. — — — Rússland. Stjórn Rússa hefir ákveð- ið, að senda skip í næstk. apríl frá Vladi- vostoek, borg á austurströnd Síberíu, norð- ur fyrir Asiu, til þess að vita, hvorteigi megi koma á skipagöngum þá leiðina til Norðurálfunnar, sé farið norðarlega. Uppvíst er orðið, að síðuatu árin hef- ir verið stolið að meðaltali, sem svarar 100 þús. rúblna af fé því, sem ætlað var til hersins, og hefir milijóna-eigandinn Alafosew og Poliakow hershöfðingi, verið teknir fastir, sem valdir að þjófcaðinuro. Kvennmaður varð ný skeð málfærslu- maður í Pétursborg, og er það í fyrsta skipti sem stúlka hefir komizt í þá stöðu á Rússlandi, en er hún átti að flytja mál fyrir rétti í fyrsta skipti, varð dómsfor- setinn svo gramur, að hann þaut út úr dómsalnum. Nicolaj keisari hefir ný skeð leyft Persa- keisaranum, sem ný skeð var sviptur rík- isstjórn á Persalandi, að setjast að í höll einni í grennd við Odessa, og mun hann því telja sér styrks von frá Rússum, ef atvikum hagar svo, að hann fær aptur brotizt til valda á P-rsalandi, sem fáa mun þó fýsa, slík hryðjuverk, sem hann hefir verið þar við riðinn. Á Finnlandi hefir þing nýlega verið rofið, og eiga nýjsr kosningar að fara fram 1. febrúar næstk. Mun tilefnið til þiugrofsins vera það, að þingið hafnaði stjó narfrumvarpi um 20 millj. rígsmarka tillag til rússneska hersÍDS, þótti slík tillaga koma í bága við grundvallarlögin. Nýlega samþykkti og finnska þingið (landdagurinn) áskorun til Nieolaj keisara þess efnis, að leggja fyrir þingið frum- varp í þá átt, að bæta kjör Gyðinga á Finnlandi, þar sem Gyðingar hafa enn hvorki atkvæðisrétt i politiskum málum, né í sveitamálum, á Finnlandi. —--------- Ungverjaland. Þ»r ru ráðaneytisskipti í vændum, og hefir Stefáni Tisza verið falið, að gangast fyrir u>yndun nýs ráða- neytis. — — — Tyrkland. 15. nóv. síðastl. var þing Tyrkja sett, og gat soldán þess í boðskap sínum til þÍDgsins, ^ ð tionum væri það fast í huga, að tryggja sem bezt þing- bundna stjórn, koma • íöfnuði rnilli tekja og útgjalda, auka her og flota, og gera hervarnarskylduna almennari, en nú er.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.