Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1910, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó'ð VILJINN. voru aflabrögð yfirleitt í betra lagi, bæði á þilskip, vélabáta og aðra opna báta. Umkvartanir þó talsverðar um það, hve sjávarótvegurinn beri sig ílla, að því er þilskipin snertir, sem og vélabátana eð nokkru leyti, og það eigi að eins frá hálfu útgerðarmannanna, heldur og frá hálfu hásetanna, enda veltur hér mest á fiskverðinu. Að því er snertir ver/lunina, var bún landsmönnum lítt hagstæð, og olli því einkum, að saltliskux* var í mun lægra verði, en árið áður: málfiskur á 68 kr skM.. smáfiskur á 42 kr., lanqa á 40 kr. og ísa á 32 kr. — T 11 var á hÍDn bóginn í mun hærra verði, en árið áður, og var það landbænd- unum nokkur hjálp. Yerð á útlerwiri nuuðsynja- vöru fremur hátt, svipað því, er verið | hafði árið áður. — í heilbrigðislegu tilliti var liðna árið ; landsmönnum yfirleitt bagstætt. Meðal merkis-atburða verður það ein- att talið, að á liðna árinu var reist heilsu- hæli handa berklaveikum á Yífilsstöðum, í grennd við Hafnarfjarðarkaupstað, að tilstuðlan „Heilsuhælisfélagsins14, þó að eigi sé að vísu enn svo langt á veg kom- ið, að það sé tekið til starfa. Enda þótt farsóttir gengju engar, svo að brögð yrðu að, varð liðna árið mörgum þó engu að siður sorgar-ár, er venzla- mönnum, eða vinum, urðu á bak að sjá, og [skal hér getið örfárra nafnkunnra manna, er á gamla árinu ÖDduðust. Ur flokki lœrdra manna dóu: Guðm. Jæknir Schevmg á Hólmavík (f 24. janúar). — Eyjolfur prestur Jónsson í Árnesi (f 1. júlí). — Síra Einar Þórðarson á Bakka (-/• 6. kg). — Björn augnlæknir Ólafsson í Reykjavík (f 19. okt.j. og Haligrímur biskup Sveinsson (f 16. des.). Úr fiokkí leikmanna önduðust: Sigurður faDgavörður Jdnsson (f 20. apríl). — Sigurður hreppsnefndarmaðnr .Jfínsson i Deild á ÁlptaDesi (f 21; apríl). — Sveinn snikkari og hóksali Jbnsson i Stykkishólmi (f 10. maí). Skúli hóndi Þorvarðarson i Austurey, fyrrum þingmaðurÁrnesinga (f 3. júlí). —Þðrður hafn- sögumaður Jfínsson Ráðagerðif 20 júlí. Jewsdhrm. Jðnsson á Hóli i Dalasýslu (/- 5. ág.). — Kristj- án Albertsson, kaupmaður og sýslunefndarmað- ur á Suðureyri (f 22. júlí). — V. Bache, fram- kvæmdarstjóri Orum og Wulff’s verzlana, á Fáskrúðsfirði (f 27. júli). Pétur Narfason, fyrr- um hóndi á Kóngshakka (f 12. ág.). — Erlind- ur gullsmiður Maqnússon í Reykjavík (f 26 nóv.). — Arma.nn verzlunarstjóri Bjarnason frá Sandi (f 4. des.). — Fétur hœjargjaldkeri Pét- ursson (f 16. des.). Meðal nafnkunnra kvenna, er lótust síðast1. ár, skulu hér nefndar: Ekkjan María Jónsdbtlir, móðir Pálma skóla- kennara PáJssonar (f 26. marz). — Elísabet ljósmóðir Ottesen á ísafirði (f 25. apríl). — Prú Soýia Bichter í Stykkishólmi (f 8. sept.). — Erú Ida Jútía Halldórsdóttir á Útskálum (f 12. okt.). Ymsir dóu og flelri, sem eptirsjá var að, þótt hér sé eigi nafngreindir. Arið, sem leið, urðu og sl.vsfariri Dokkrar, bæði á sjó, og landi, og mun blað vort hafa getið þeirra fles tr a, ef eig XXIY., 1.--2 allra, og látum vér nægja, að vísa til þess sem þar er sagt. Nokkrar misfarir aðrar urðu'og á gamla árinu, svo sem húsbrunar, skemmdir a ofviörum o. f 1., en þó fremur með minna móti, sem betur fór. í sögu bindindishreifingarinnar hér á á landi var liðna árið merkisár. 10. jan. greint ár minntist'G-oodtempl- arreglan þess, að þá hafði hún starfað hér á landi, með sí-vaxandi árangri, i 25 ár- Samþykkt aðfluttningsbannslaganna, og kgl. staðfesting þeirra, er og þýðing- j armikill stór-atburður. sem lengi mun geyma minningu ársins 1909. Að því er peninga-ástæður landsmanna á umliðna árinu snerti, voru þær i bág- ara, eða þrengra, lagi, og olli þvi eigi að eins það, að bankarnir voru tregir á lán— um, og létu sér amrt um, að draga úr skuldunum, heldur og það, að mun örð- ugra var nú um sölu sjávar-afurða fyrir peninga, en verið hafði árÍD áður. Bankavextirnir, sem í ársbyrjun voru 6°/0) lækkuðu þó á árinu niður í ð1/^0/^. I bókmenntalegu tilliti gerð- ist það sögulegast, að út komu kvæða- bækur eptir Stefán G. Stephansson, Húldu, Jónas OuÖlaugsson, Johann Gunnar Sigurðs- son og Jbn Hinriksson, sem og skáldsögur optir Emar Hjörleifsson og Ouðm. Magnús- son. Frá bókmenntafélaginu, og þjðóvina- 19 eigi trúa því, að Ellen væri sek, og var ekki laust við að dróttað væri að henni, að hún ætti sjálf einhverja hlutdeild í glæpnunA Nokkrum dögum síðar, en frú Argyle barst ofan greint skjal. var benni, skýrt frá því, að maður væri kom- jnn, er vildi hitta hana að máli. „í>að er málfærslumaður!“ mælti hún við gamla ráðsmanninn, er staddur var inni í herberginu hjá henni- „Hann heitir Edvarð Poe! Kannist þér eigi við nafnið?“ Will Sideler hélt sig hafa heyrt það, en mundi eigi hvar, eða hvernig því vék við. Okunnugi maðurin kom nú inn, og kannaðist ráðs- maðurinn þá þegar við, að þar var kominn UDgi maðurÍDn, er þegið hafði húsaskjól, og beina í Aberdeen-höllinni vetrarnóttina sælu. „Æ, eruð það þér!“ mælti hann glaðlega. „Mér þykir vænt um að þér hafið eigi gleymt oss! En nú er breytÍDg á orðin, siðan þér gistuð hér! Þér hafið að lík- indum heyrt getið þeirra sorgartíðinda, sem hér hafa dun- ið yfir?“ „Mér er það full kunnugt“, mælti ungi maðurinn. „Og erindi mitt er, að bjóða liðsinni mitt, sé þess óskað u Hann sneri nú málinu að frú Argyle, og sagði henni í fám orðum, í hvaða skyni hann væri kominn. „Jeg vona að þér skoðið þetta ekki sem sletti- rekuskap af mér“, mælti hann. „Það er einkum eitt, sem hefir komið mér til þess, að bjóða yður hjálp mina. — Jeg legg engan trúnað á, að systir yðar hafi framið gl»p þann, sem hún er sökuð um. — Þó að allir trúi þvi, geri eg það ekki! Það eru djöfulleg klækjaráð, sem gegn. 20 henni hafa verið brugguð, og hefi eg með fám orðum leyft mér að lýsa skoðun minni í skjali, sem eg sendi. yður.“ nÞér hafið þá samið það!“ svaraði frúin. „Mér þótti gaman að lesa það.“ „En eg læt ekki staðar munið við það, frú Argyle! Hér þarf skjótra aðgjörða! Um fram allt, vorður systir yðar að fá einhvern, sem heldur uppi vörn i máli henn- ar! Viljið þér stuðla að því að hún kjósi mig?“ „Það geri eg fegins hugar!“ Prónni þótti vænt um komu málfærslumannsins, og og bar fullt traust til haDS. — Henni faunst bún allt i einu hafa eignazt vin, sem og veslings Ellen. Prúin ritaði nú undir skjal, sem málfæslumaðurinn hafði haft með sér í fyr greindu skyni, og dvaldi hann þar síðan stundarkorn. Frúin skýrði honum frá því, hve einmanalegt líf sitt væri, síðan hún varð ekkja, og hve ánægjulegt líf sitt hefði verið, meðan hún dvaldi á feðrastorð sinni, Indverjalandi. Ungi málfærslumaðurinn greip fram í, all-óþolin- móður. „Segið mér heldur eitthvað um það, sem gerðist voða-nóttinau, mælti han. „Jeg held einatt, að þá komi eitthvað í ljós, sama hve litilfjörlegt atvik það væri, sem sannað geti sakleysi systur yðar, og haft meiri þýðingu,. en nokkurn óviðriðinn geti gruDað. — Munið þér ekki eptir einhverju, sem þá vakti sérstaklega atbygli yðar?tt „Ekki neitt áþreifanlegt; en —u „Þér þagnið! Trúið þér mér eigi?u mælti málfæslu-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.