Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1910, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1910, Blaðsíða 5
6 Þjóbviljinn. XXIII, 1.-2. Að umræðulokum var gengið til at- kvæða um tillögu þingmannanna, og var faún samþykkt, með 15 atkvæðum gegn 11. Tillaga þessi er svo látandi: Með því að það er álit fuadarins, 1. að landstjórnina eptir lögum um stofnun Lands- banka bresti heimild til að víkja gæzlustjór- unum frá til fullnaðar, eða skipa gæzlustjóra til langframa að fornspurðu alþingi, sem eitt hefir rétt og skyldu til að kjósa menn í þá trúnaðarstöðu 2 að slíkt vald, og þar af leiðandi ótakmörkuð yfirráð eins manns yfir bankanum, só við- sjárverð,og þannig lagað vopn gæti verið hættu- legt. vopn í hendi hverrar stjórnar S. að þjóðin eigi’örðugt með að komast að réttri niðurstöðu í málinu, meðan öll rök fyrir frá- vikningu bankastjórnar’eru ekki lögð fyrir þingið til rannsóknar, - - telur fundurinn nauðsyn- legt, að alþingi gefist sem fyrst kostur á að kynna sér allt sem bankastjórnin er sökuð um m; tr- gU.'i þess, og kjósa gæzlustjóra ef þörf krefur. Fundurinn skorar á ráðherra, að hlutast til um að kvatt verði til aukaþings hið bráð- asta. Þeir, sem atkvæði greiddu gegn til- lögunDÍ, voru þeir átta, er ætluðu sér að greiða ofan greidnri tillögu Sigurðar skóla- ! stjóra atkvæði, sem og þeir þrír, er bíða vildu reglulegs alþingis. Alyktað var, að senda ráðherra álykt- un fundarins, sem og skýrslu um fundinn. Fundurinn stóð alls yfir í 7—8 kl. stundir. V estur-í slendingar héldu síra Jóni Bjarnasyni nýskeðheiðurssamsæti í Winni- peg, ásamt frú hans, í minningar skyni um það, að þá voru liðin 25 ár, síðan er haDn tókst fyrst á hendur prestsþjón- ustu hjá fyrsta lútherska söfnuðinum í Winnijjeg. Síra Jón Bjarnason er enn preatur i nefnds safnaðar, en hefir sleppt forstöðu kirkjufélagsins fyrir nokkru. I samsæti þessu tóku þátt um fjögur hundrnð manna, og hélt hr. W. H. Paulson aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins. Sem heiðurs- og raeD]a-grip afhenti söfnuðurinn síra Jóni Bjarnasvni silfur veski, í bókarformi, og var í því geymt ávarp til bans frá söfnuðinum. — A lokinu á silfurveskinu er upphleypt mynd af kirkju fyrsta lútherska safnað- arins í Winnipeg, og neðan undir letrað frá hverjum gjöfin sé, og í hvaða skyni gefin. <S5 „Lögrótta“ getur samsætis þessa, og hnýtir þar við hörðum ákvæðisorðum um síra Friðrik Berqmann, rétt eins og rit- stjórinn ímyndi sér, að síra Jóni sé þága í því, af' því að hann og síra Friðrik greinir á í trúamálum. ^ Þetta athæfi ritstjórans er því móðg- un í garð beggja, síra Jóns og síra Frið- riks. Giraezlu.stjóra—sliipti urðu við Landsbankann nú um áramótin, með því að alþm. Hannes Þorsteinsson vildi þá eigi gogna gæzlustjóra-starfinu lengur, og ’skipaði ráðherra þá í hans stað sira Quðmund Helgason, fyrruin prófast í Reyk- holti. Hinn gæzlustjórinn er Jön skrifstofu- stjóri Hermannsson. Háyfirdömari Kr. Jönsson hef- ur mætt í Landsbankanum, síðan fógeta- úrskurðurinn, er getið er hér að framan, var uppkveðinn, til þess að gegna þar eptiriitsskyldu sinni, þ. e. kynna sér bæk- ur og skjöl bankans. Að þvi er snertir málefni [bankans, þá er atkvæðis hans, eða úrskurðar, þó aldrei leitað, enda skaut ráðherra fógeta- úrskurðinum til yfirdómsins sama daginn, er hann var kveðinn upp. — Nýjar bæk ur. --o— Kalda hjartað. — Æfintýri eptir Wilhelm Hauff. — Kjartan Helga- son þýddi. — Rvík 1909. — 80 bls 3 . — Kostnaðarmaður: Ghcchn Gtamitlelsson Æfintýri þetta er samið af þýzkum skáldsagnahöfundi,Wilhelm Hauff að nafni, er lifði á fyrri hluta síðastl. aldar. — Hefur hann samið all-mörg æfintýri, og skáldsögur, sem náð hafa allmikilli hylli. Aðal-tilgangur æfintýrs þessa, er sá, að sýna, hversu kuldinn og kærleiksleysið, drepur allar góðar, og göfugar, tilfinning- ar, og gerir veruna alveg tilfinningarlausa, að því er bágindi, og hugraunir, annara snertir, og hversu miklu betur sú vera er þvi stödd, sem ber hlýjan huga til annara, þótt við fátækt, og bág lífskjör, eigi að búa, en hin, sem að vísu býr við auð og alls nægtir, en er tilfinningarlaus sem steinninn, að því er til lífskjara ann- ara kemur. Sagan er því þörf hugvekja fyrir alla, því að það er hinn hlýi hugur vor til annara, sem fyr éða siðar leiðir til góðs, bæði fyrir sjálfa oss, og þá, sem hann beinist að. í þriðja og fjórða líð, ept- Hall Caine. — Bjarni Jonsson frá Vogi þýddi. — Reykjavík 1903. — 9i bls. 8to. — Ko3tnaðarmaðu:: Quðm Qamalí- elsson. Höfundur skáldsögu þeirrar, er hér ræðir um, Englendingurinn Hall Caine, er fæddur 1853, og enn starfandi að skáldsagnagjörð. — Hann hefur samið eigi all-fáar skáldsögur, og leikrit, og þykir einkum kveða töluvert að sumum af skáldsögum hans. Hali Caine hefur ferðast víða, þar á meðal til Marooco og íslands, og valið þaðan efni í sumar skáldögur sinar. í sögunni: „í þriðja og fjórða lið“ lýsir hann æfi drykkjumannsins, með öllu því basli og eymd, sem ofdrykkjunni er samfara, enda tilgangurion aðallega sá, að sýua, hve voðaiegt mannfélagsböl á- fengisnautnin sé, og að „drykkfeldnin“ sé „alvarlegasta athuga mál, sem mann- kynið hefir fegnizt við nokkru sinni“, eins og hverju orði er sannara. Sagan beinist eigi að eins að drykk- feldninni almennt, heldur sérstaklega að drykknfeldi kvenna, sem ^töluverð brögð eru að i ýmsum borgum á Biætlandi. Taugraveiki hefit’ stundið sér niður á nokkrum stöðum { tveim sýslum nyrðra, Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum. A verzlunarstaðnum Blönduós kvað nokkur heimili hafa verið sóttkvíuð, til að varna út- breiðslu veikinnar. Tugamál og tugavog. í konunglegri auglýsingu, sem gefin var út 27. des. síðastl., er ákveðið, að lögin frá 16. nóv. 1907 skuli nú þegar koma til framkvæmda að því leyt.i, að þogar um þær vörur ræðir, sem tollskyldar eru, skuli eingöngu notað tugamál og tugavog, að þvi or ákveðning tollgjaldanna til landsjóðsins snertir. Að því er kemur til verzlunar, og annara viðskipta, má og nota tugamál, og tugavog, ef seljanda og kaupanda kemur saman um það. Tveir meuu drukkna. 15. des. síðastl. vildi það slys til, að tveir menn drukknuðu i grennd við Alptnnesið. Menn þessir höfðu farið inn á Skorjafjörð, til að skjóta fugla, og er gizkað á, að þeim hafi hlekkzt á á skeri i grennd við Alptanes, enda þar mjös’ skerjasamt. Mennirnir voru báðir úr Hafnarfjarðarkaup- stað, og hétu Einar Pétursson og Jon Viqfússon, báðir kvæntir menn. Brot úr bátnum kvað hafa rekið sunnanvert við Hafnarfjörð, í grennd við Flekkuvík. Sauðárkrókur. Fregnir þaðan herma all-góð aflabrögð um mánaðarmótin nóv.—des. Sild höfðu menn þar þá næga til beitu. liæjarrulltniakosning á Seyðisi'irði. Kosning tveggja^bæjarfulltrúa er nýlega farin fram í Seyðisfjarðarkaupstað, og hlutu kosningu: Kr. læknir Kristjánsson og Solveig húsfrú Jöns- dóttir, alþm. frá Múla. Sjálfsmorð. Bóndi nokkur í Grímsnesi í Árnessýslu, Ólaf- ur í Norðurkoti, fyrirfór sér fyrir skömmu. Hafði hann gengið út. síðla kvölds, og banað sér á hryllilegan bátt — með hálsskurði, skammt frá bæjardyrunum. Ólafur heitinn hafði verið mjög farinn að heilsu, og hefir að Hkindum fráleitt getað borið af kvalir sinar. Bjarni Gísiason. Drukknaður á Tálknaflrði 12. júní 1908. Ægilngur ægis dynur öskraði sem þrumu hróp, ógurlegum öldum veltir allt frá Blakk og norður i Kóp. Hótar öllu bráðum bana brimi þrungið ránar djúp, hræðilegum urðar orðum yfir kveður dauðra hjúp. Þér var Bjarni þróttur laginn, þrek og allt of djarffær lund, óbilandi hetju hugur hildarleiks við úfin sund, raargt til fram vinna vildir, vannst og sýndir þor og dáð, því má lengi sveit þín sakna, sakna þín í lengd og bráð. Enn í móti ægisvaldi enginn hefur traust né megn, skapanorna skelfi rúnum skal ei nokkur komast gegn kjölstutt, fjalþunn feigðar kæna flýtur ei á dauða sjó, þar sem hel í ógnar æði undir niðri í djúpi bjó.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.