Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1910, Blaðsíða 2
14 Þjóðviljtnis þau, að kosÍDn var dr Gustav Bawg,)&fn- aðarmaður, talinn mjög mikilhæfur maður. f Dáin er nýlega Emma liiomsen, ein af nafnkunnari leikkonum Daoa. — — Svíþjóð. AðfaraDÓttina 4. janúar þ. á. gerði afskaplegt veður i Svíþjóð, og varð vindhraðinn 28 kílómetrar á sekúndunni. I veðri þessu reif tré upp með rótum þúsundum saman, í grennd við Stokk- hólm. Sá atburður gerðist nýlega í borginni Gefle, að sporvagnsstjóri skaut unnustu sina, og sjálfan sig, til bana. Unnustan hafði verið orðin leið á hon- uro, og slitnað upp úr á milli þeirra, og roisiíkaði honum það svo freklega. Aðfaranóttina 2. janúar þ. á. var fram- ídd innbrotsþjófnaður hjágullsmið í öauta- borg, og stolið ýmsum dýrgripum, sem talið er, að verið hafi 20 þús. króna virði B. janúar var brotist inn hjá Gerelf víxlara í Stokkhólmi, og stúlkan, sem þar gegndi gjaldkerastörfum, myrt, en féhirzl- an tæmd gjörsamlega. — — Bretland. 29. des. síðastl. voru Jiðin hundrað ár frá fæðingu Gladstone’s, enska stjórnmálamannsins (f 19. maí 1898), og var þess minnzt, með hátíðahöldum, hér og hvar á Bretlandi. Margar þúsundir maana heimsóttu þá og legstað hans í Westmínister Abbey. Bulgarar sendu blómsveig úr gulli, sem talinn er 15 þús. króna virði, og var það þakklætisvottur fyrir afskipti Gtlad- stone’s af frelsismáli Búlgara. 2. janúar þ. á rákust tvö brezk skip á í sundinu milli Englands og írlands — Sökk annað þeirra, og týndu þrír tugir mauna lífi. Eins og blað vort hefur áður drepið á, ætlar brezkur kapteinn, Scott að nafni að leggja af stað í suðurheimskautsleit í júlimáo. þ. á., og hefur nú brezka stjórn- in heitið því, nð leggja fram 20 þús. sterl- ingspunda til tararinnar. Scott ætlar i febrúar þ. á., að bregða sér til Noregs, til þesr að temja sér þar sleðaferðir á mótorsleða, svo að hann verði sem bezt nndir það búinn að fara um hin afar víðáttu miklu ísflæmi, sem liggja í grennd við suður-pólinn. Auðmaður nokkur, Ludvig Maud, að nafni, hefur i arfleiðsluskrá sinni áDafnað 1. Kgl íélaginu i Lundúrium 900 þús sterlings pund. 2. Háskóianum í Heidelberg jafn mikla upphæð. B. Til bókasafnsins í MimcheD 200 þús sterl. ptJ., og 4 Til borgarinnar Kassel 20 þús. sterl. pd. Þingkosningar byrjuðu á Bretlaodi 15. jan. síðasth, og befur enn eigi frézt, bversu úrslitin lisfa orðið; en telja mun mega víst, að frjálslyndi flokkurÍDD, er styður Asgm'tfe-ráðaneytíð, hafi borið sigur úr býtum. Á undan kosDÍngunum sendi Chatn- herJain gamli kjósendurn sinuum ávarp, þar sem haDD brýnir það enn að nýju fyrir Icjósendum, hve afar-áríðandi það sé, að verndartolisstefnan, sem hann hefur ] barizt fyrir að undanförnu, beri sigur úr býtum við kosningarnar, og telur heDni seint muni sigurs auðið á Bretlandi, ef nú beri undan. Spillt befur það fyrir íhaldsflokknum, að einn af atkvæða mestu þingskörung- um þeirra Balfour, fyr forsætisráðherra, var veikur, og gat því eigi tekið þátt í kosningarbaráttunni, þar sem ráðherrar frjálslyndaflokksins á hinn bóginn héldu hvern þingmálafundinn á fætur öðrum. — Belgía. I siðasta nr. blaðs vors var þess getið, að Lcopold, Belgja konungur, sem nýlega er látinn, hafi látið eptir sig all-mikla fjármuni. I tirfleiðsluskrá sÍDni hefur hann á- nafnað Vaughan barónessu, sem hann var kvæntur til vinstri handar, og börnum þeirra, all-mikið fé, og þykir erfÍDgjum hans hann hafa farið þar mun frekar, en lög heimila, og eru nú þegar hafin mála- ferli, eða talin óumflýanleg, út af reitutn konuugs. Vaughan barónessa, hefur nú komið sér ti! Parísar, með börniu, með það af lausafénu, sem verðmætast er. — Hún var dóttir frakknesk9 dyravarðar, fríðsýnum, og mælt, að henoi, og Leopold konungi, hafi fallið mjög vel. — — — Frakkland. Hitar rniklir í Suður-Frakk- landi, sem og í grennd við Miðjarðarhafið i desembermáouði. f Látinn er nýskeð CharJes Louis Philippe, nafnkunnur skáldsagDahöfundur. — Hann varð að eins B5 ára að aldri. Á járnbrautinni í grennd við Brunoy fannst i des. lík bimkastjóra ekkjunnar frú GuerÍD, og hafði verið rænt þvi, sem hún hafði á sér fémætt. Tveir monn, Grabí og Michel að nafni, hafa nú veiið hnepptir í varðhald, og hafa þeir meðgengið, að þeir hafi framið fyrgreindan glæp. Frakkneskur maður, Delagrange að nafni, sern mjög hefur fengizt við flug- tilraunir, fór 4. janúar þ. á., sem optar, upp í flugvél sinni, og tókst svo óheppi- lega til, er haon var komÍDn 30 mptra í lopt upp, að vængur á véliuni bilaði, svo að flugvélin fóll örhratt til jarðar og beið Delagrange bana. Svína-sali frá Busvil, Muff' að nafni var nýlega tekinn fastur, með því að hann hafði myrt hjón nokkur í Bísang til fjár, sem og tvo húekarla þeirra. — Spánn. Rigningar miklar, og ofsa- veður. í héraðinu Navarra, og hrundi þar fjöldi húsa. — Mælt er, að 28 meriu hafi beðið bana i óviðri þessu, og um hundr- að hlotið meiðsli. í héraðinu Orense hrund: klettasnös, og varð 27 mönnum að fjörtjóni Enn er búist við, að uppþot verði, er minnst varir, í borginni Barcelona, og er mælt, nð Weyler hershöfðingja verði þá falið, að bi-la það niður með hervaldi. Weyler \ <r hershöfðingi SpánverjH, er þeir áttu í óiriðínum við eyjarskeggja á Cuba, er lyktaði á þá leið, að ejrjan losn- aði uudaD yfirráðum Spánverja.----------- XXIV., 4.-5. Portúgal. Þar urðu nýskeð vatnavextir miklir, er ollu ýmsum skernmdum. — Skaðinn met'nn um 100 milljÓDÍr franka. I óveðrunum, sem samfara voru ofan greindum vatnavöxtum, sleit upp sjö hundruð skip, og rak tii hafs. — Mælt, að rnargir menn hafi farizt. — — — G-rikkland. 6. jaDÚar þ. á. kvikuaðií konuDgshöllinni i Aþenuborg, og brann allur miðhluti hallarinnar. Mælt er, að Georg konungur hafi þó eigi biðið neitt verulegt fjártjón, rneð því að Pprívat,a-eignir hans séu geymdar í sumarnöllinni, en það sem brann ioni í vetrarhöllinni hafi verið eign rikisÍDS. Höll úr marmara kvað Grikkir þegar hafa í huga að reisa, í stað hallarÍDnar, sem brann. — — — Austurríki — Ungverjaland. Járnbraut- arslys varð 25. des. síðastl. (á jóladaginn) í greoud við Vínarborg, og biðu 10 menn bana, en margir hlutu meiðsli. Á þingi Austurrikismanna beittu czekk- Deskir þingmenn nýlega máltöf í uok'kra daga samfleytt, talaði einn þeirra 13x/2 kl.stund í senn, annar 4J/2. og hinn þriðji í 5j/2 kl.stund, hver á eptir öðruin, o. s. frv. Þarf eigi að lýsa því, hve afar-þreyt- andi það hlýtur að vera, að verða að sitja undir slíku rausi, þingmenn flestir nógu langorðir, þó að slikt bætist, ekki ofan á. I Ungverjalandi eru ný skeð orðin ráðaneytisskipti, og heitir nýi forsætis- ráðherrann Lukacz. — Aðal-málið á stefnu- skrá hans kvað vera, að koma á almenn- um ko3nÍDgarrétti. — — — Rússland. Nýlega hefur orðíð uppvíst um 250 millj. króna sjóðþurrð í sjóði, sem ætlaður er til þess, að aDnast uin eptirlaunagreiðslu tilrússneskra hermanna. Formaður sjóðs þessa var einn af ná- frændum keisarans, og er hann nú ný- lega láticn. I síðastl. desembermánuði var hús- rannsókn gjörð í tvö hundruð húsum i borginni Kiew, og leiddi hún til þess, að um tjögur huodruð manna voruhnepp'ir í varðhald. Uin ellefu hundruð manna hvað hafa verið hnepptir í varðhald í Pétursborg nú um áramötin. í Moskva var og fjöldi manna hand- sarnaðir í des., þar á meðal ýmsir nafn- kunnir meun. Veldur þessu hinn ríki byltingahugur, sem öðru hvoru blossar upp hór og hvar hjá rússnesku þjóðÍDni, sakir gjörræðis af háliu embættismannavaldsins, óánægju með stjórnarfyrirkomulagið, o. fl. Um 50 þús. riddaraliðs kvað stjórn Rússa nýskeð hafa sent til Mandsjúríis- ins, og eru sumir að gizka á það, að þetta sé uDdirbúningur undir ófrið að nýju milli Rássu og Japana. — Væntanlega eru það þó tilgátur, sern við litið hafa að styðjast. Nú er mæll, að aðal-livatamaðurinn að morði Karpow's, ofursta, er getið var í síðasta nr. blaðs vors, hafi verið Petroff alkunuur rússneskur byitingamaður. Pretroff hefur verið dæmdur til fang- elsisvistar, eða hnepptur í varðhald, bæði.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.