Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.03.1910, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.03.1910, Page 4
40 Þjóbviljijín XXIV., 10.-11 ar, hafa ýmsir beðið stórkostlegt tjón i efnalegu tilliti; þó mun það vera mest hjá Hálfdáni Hálf- dánarsyni og Sigríði Ossursdóttur í Búð. Þar eyðilagðist nálega allt: Ihúðarhús þeirrn, inn- anstokksmunir og matbjörg; fjós, er stóð ofan- vert við bíeinn, eyðilagðist algerlega ofan af þrem kúm og einu geldneyti; varð skepnunum bjargað með naumindum. Pjárhúshtaða var þar uppi á túninu, eign Sigríðar ekkju Össursdóttir, og fór algerlega ofan af henni. l'járhús, er stóð áfast við blöðuna, stóðst þó ósköpin, því að hlöðu- veggirnir tóku úr. — Enn fremur fórst alger- lega skúr, er var áfastur við Búðarbúðina; og tveir hjallar. Timburskúr, er var þar réttfyrir utan, skekktist, og snjóflóðið fór inn um dyrn- ar á búð Hálfdánar Hálfdánarsonar, alveg upp í stiga. Maður úr Búðarbænum var rétt slopp- inn upp stigann, þegar það skall inn á eptir honum. Fyrir utan búð Helgu ekkju Jóakimsdóttur fór alveg til grunna áfast skipabyrgi, — voru í því þrír bátar, er allir eyðitögðust; átti hún einn en annan hinna áttu þeir Páll Pátsson og Jóh, Magnússon, og þann þriðja átti Sigurður Páls' son húsmaður hér. — Enn fremur fór hjallur geymsluhús og saltskúr Páls Pátssonar með öllu’ sem var í þeirn; nema fiskstafli hans er að miklu leyti eptir. — Loks tók snjóflóðið alveg niður að veggjum fjárhúshlöðu, er stóð uppi átúninn. — Fjárhúsið fórst ekki í snjóflóðinu. Flóðið fór svo nœrri húsi þeirra bræðra Halt- dórs og Jóakims, að það fór alveg yfir stein- steypufjós, er stendur rétt við húsið. Féll flóðið alveg upp að dyrunum á ytri enda ibúðarhúss- ins, en sakaði hvorugt til muna. Er það álit manna, að hefðí þessi álma flóðsins ekki klofnað um steinsteypufjósið, þá myndi vorbúð þeirra bræðra hafa farið sömu ferð sem hinar, enda sakaði hana töluvert. Þeir bræður áttu tvo timb- urhjalla rétt utanvert við búð sina, og fórust þeir með öllu. Þótt hér sé nú talið nokkuð af því tjóni. er fólk hefur biðið við þetta hörmulega tilfelli, þá er hitt eins vist, að æði margt er ótalið. Vettvangurinn fyrst í morgun var all-ægi- legur; hálfar búðirnar í sjónum og brakið moð allri fjörunni, en sum líkin þar innan um föst ! á nöglum eða flækt í veiðarfœrum. í dag j voru mokaðar upp allar tóftirnar og snjóhtaupið j með sjónum: og að öðru leyti lagfært það er | hægt var, meðan dagur entist. Margir Isfirð- ingar fóru it eptir strax og tíðindi þessi spurð- ust, og unnu surnir kappsamloga. íbúar Hnífsdals eru um þrjú hundruð og er manntjónið tíklega hlutfaltslega, að farist hafi it> hver maður; er það því eigi furða, þótt í und- ir svíði. Snjóflóðið hefur farið geysihratt, því jafnskjótt og auga var rent úr innra hluta þorpsins, er skruðmngurinn heyrðist þangað; voru búðirnar komnar í kaf og sópaði snjóflóðið efri hluta þeirra langt fram á sjó, Snjóflóð hafa áður komið fyrir í Hnífsdal, þó eigi hafi tíð verið, og hafa tvö þeirra gjört skaða, svo að mér sé kunnugt. Fyrra snjóflóðið var 1673, að því er segir i annálum Magnúsar Magnússonar sýslum., og tók þá af hjáleiguna Búð með öllu sem í var, utan mönnum. ásamt öllum hjöllum, nema einum. Fyrir 86 árum eyðilagðist einnig i snjóflóði Augnavellir, býli framanvert við bæinn að Hrauni Fórust þar 8 manns , en bóndinn, sem einn náð- st lifandi, andist eptir tvo daga við mikil harm- kvæli. Snjóflóð þetta varð réttum aldarfjórðungi opt- ir snjóflóðið mikla á Vestdalseyri í Seyðisfirði, j sem var 18. febr. 1885 — og líklega á sama tíma; talið þar um kl. 8, en síðan hefur ! klukkan verið færð fram, svo að tíklega heíur þetta verið sama örlagaþrungna augnablikið. Þar fórust 24 menn, þar af 5 börn, og 16 ibúð- arbús, og er þess enn minnst á Seyðisfirði. Smáatvik tvö all-kynleg komu fyrir, og þykir hlýða að skýra frá þoim: Uppeldisdóttir Þorláks Þorsteinssonar fannst í búðardyrunum með biblíusögurnar í hendinni; hafði hún auðsjáanloga verið að bíða eptir tolpu úr hinum búðarblutanum til þess að verða henni samferða í skólann. Halldór Halldórsson (föðurbróðir G-uðrn Páls- sonar beykis á Isafirði), er lengi bjó í Arnardal og nú er i Búð, 84 ára gamall, os hefur nú verið blindur i undir 20 ár, svaf meðan ósköpin dundu yfir og var alveg óskaddaður og vel málhress, er komið var niður að honum í snjónum. — Seg- ist karl eigi fyrri vitað hafa, en sajór hafi komið í munn sér“. Ráöherra Islands Og félag ísl. studenta i K.höfn. A fandi í féiagi islenzkra stúdenta í Kaupmannahöfa var 12. febr. þ. á. sam- þykkt svolátandi Fundarályktun Fundurinn telur það augljóst, að ráðherra B. Jónsson hefir moð ummælum sinum og lof- orðum til Danastjórnar, sérstaklega viðvíkjandi starfi viðskipt.aráðanautsins, að vettugi virt sjálfstæðisstefnu Islendinga og bakað henni tjón — og skorar því á binn núverandi meiri hluta alþingis, er nefuir sig sjálfstæðisfiokk, að lýsa sig ósamþykkan þessu atferli ráðberrans. Aðal-tíilefnið til fundarályktunar þess- arar virðist hafa veiið bréf ráðherra til danska utanríkisráðherrans, sem að við- skiptaráðanautnurn lýtur, og getið er á öðrurn stað í þessu nr blaðs vors. Um pambandsmálið hefir dr. Knud Berlín, sein var ritari sambaadslaganefnd arinnar, nýlega ritað grein í tímaritið „Gads danske Magazin1*. 15 an aðal-bygginguna er blómgarður, með grænum gras- Teinum og gömlurn trjám. Herbergi min eru í austurálmu hússins, er liggur niður að ánni, og úr gluggunum sést vestur-álman. sem er beint á móti. í henni býr enginn, þar sem húsið er ofstórt, mið- að við fólksfjöldann, aera þar býr. Þar eru þvi slár fyrir dyrum, og engin gluggatjöld fyrir ghiggunum. Það er sagt, að þar eigi vofan heima — munkur frá miðöldunum, sem engan frið fii i gröf sinni. Mér hefir einatt verið annt um, að grennslast eptir, hvað til grundvallar lægi, að því er slíkar kynja-sögur enertir, og því hefi eg opt athugað vestur-álmuna um miðnæturskeið, en árangurinn orðið sá einn, að eg hefi orðið kvefaður. 'Jeg er þvi hættur að gefa vestur-álmunni auga. Hvit-munkurinn — svo er vofan nefnd — er rnælt, að hafi beyki-stöð sína í messuhúsinu. Þegar gengið er í álmuna, seru eg bý í, verður að fara urn göng, sem liggja gegnum þvert húsið, út í blóm- garðinn. En gegnum blómgarðinn liggur krókóttur akvegur, alla leið að hliðinu, sem vaDalega er tvílæst, eins og Har- ley byggist við, að einhver kynni að ráða á hann að honum óvörum. Fyrir framan vestur-álmuca var fagur gangur, með eikitrjém til beggja handu, og lú hann niður að ánm Trén voru útsprungin, og slyggðu því að nokkru leyti á gráa steinhúsið, sem að baki þeira var. Frá blettinurn lágu tröppur ofan að ánni: en hinu 24 „Þetta er voðalegt!“ mælti hún. hvernig er mað- ur þá?“ „Ja — það er nú ekki sem auðveldast, að lýsa því“. „Eruð þér þá þreyttur, og kvaliuD?“ spurði hún. „Missið þér matarlystina? Getið þér sofið um næfur? Eruð þér ekki á vakki fyrir utaD gluggann hennar á nótt- unni, og eruð að nefna nafnið hennar?" „Aldrei hefi eg nú verið svo langt leiddur!“ svaraði Gilbert, brosandi, með þvi að haon þóttist skilja, að þessi huesun hennar stafaði frá eiuhverri skáldsögunni, sem hún hefði le9Íð. „Jeg held. að karlmenn geri sig eigi þaDnig að athlægi nú á dögum“. „Ekki vil eg nefna það því nafni“, mælti Fay, all- æst. „Það ber einmitt vott um mikla, og eÍDlæga ást! En hvað þér getið verið harðbrjósta, hr. Tresham. að tala svona! Þér gætuð þá ekki lagt lífið í sölurnar, vegna stúlku? Jeg vildi, að einhver elskaði mig svo heitt!“ „Ekki mynduð þér nú vilja, að hann gerði alvöru úr því“, svaraði Tresham. Þau voru nú lent, festu bátinn, og gengu á land. Kvöldsólin varpaði gullnum loga á himininD, og tylltu þau sér á bekk til þess að njóta hlýjunnar í veðr- inu, og náttúrHfegurðarinnar. Felix, sem auðsjáanlega bafði þráð komu þeirra, flýtti sér ti! þeirra, lagðist þegjandi í grasið, og hvíldi böfuð- ið í kjöltu systur sinnar. „Ertu þreyttur, kæri Felix?“ mælti hún, og strauk höudinni ura hárið á honura. „Já, jeg er mjög þreyttur“, svaraði hann, all-9org- bitinn. „Segðu mér sögu, Fay!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.