Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.03.1910, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.03.1910, Síða 4
52 ÞjÓÐ VIL.jINW. XXIV., 13.-14. Margir þjóðhöfðingjar hafa keypt afar-háar Hfsábyrgðir. — Umberto, fyrrum Ítalíukonungur, R&, er myrt- ur var, var Jiftryggður fyrir 7'/« mijjón dollara, g núvorandi ítaliukonungur hefir tryggt Jif s tt fyrir 3l/a mili.j: dollara. * * * Þó ekki séu nema fáar lífsábyrgðir svona háar þá er það engum vafa bundið, að hinar mjög svo almennu lifsábyrgðir i Ameríku, eru einn meg- inþátturinn i þv/, að gera fólk vel efnum búið. Þegar maður fram af manni tekur við lífsá- byrgðarfó eptir ættingja sína; þá hlýtur að safn- ast fé, sé ekki því ver á lialdið. Lifsáhyrgð í áreiðanlegu íélagi er beztaeígn og tryggasta, sem alþýðufólk á, eða getur átt Hún kostar tiltölulega lítið, og má haga svo til, að greitt sé áriegt gjald æfilangt, og myndast þá á þann hátt varasjóður — sem ekki er mögu- legt að skerða, eða nota til eyðslu — til styrkt- ar fjölskyldu, eða ættingjum að manni látnum. En þó að þetta sór algildur sannleiki; þá er þó opt erfitt, að fá fólk til þess að gera sér hann ljósan. Lifsábyrgðarfélögin í Ameríku leggja afar- xnikið kapp á, að fá menn til að líftryggja sig og hnfa í því skyni marga sendimenn (agenta) í ferðalógum, enda verður þeim mikið ágengt. Ef gamla orðtakið: „Þrýstu þeim tii að koma“ á nokkursstaðar við, þá á það við, þegar um Hfsábyrðir ræða. Mörg íslenzk ekkjan i Ameríku, á beinlinis lífsábyrgð manns síns, það að þakka, að hún og börn hennar fóru ekki á vonarvöi, þegar mannsins missti við. Og i mörgum tilfellum var mönnum „þrýst“, til að kaupa lifsábyrðgina En hvað gera ísiendingar i þessa átt? Hver einasti Isl. ætti helzt að vera iítryggð. ur svo að íslendingar gætu með tímanum orðið ilnuð þjóð, og efnahagur þeirra farið jafnt vax- andi. En er ekki of lítið starfað að þessu? Blöðin ræða ekki þetta nauðsynjamál, og aug- lýsingar um það sjást naumast, bvað þá að menn ferðast um landið í þeim erindagjörðum, að iíf- tryggja fólk og brýna fyrir því nauðsynína á því. Lög síðasta þings um líftrygging sjómanna, er mikilsvert spor í lifsábyrgðaráttina! en þar er farið of gætilega í sakirnar. Lífsábyrgðin befði þurft að vera að minnsta kosti helmingi hærri. Állt alþýðufólk líftryggt! Það ætti að verða eitt af herópum vorra aldar. A. Snjóilóðið í Ytri-Skálavib. Gleggri fregnir hafa nú borizt, að því er snjó- flóðið i Skálavik ytri i . Norður-ísafjarðarsýslu snertir. Það var að kvöldi dags 1. marz síðastl., er snjóflóðið féll, og skall, sem örskot,yfir tvö býli að Breiðabóli í Skálavík ytri, svo að bæirnir brotuuðu, og fóru í kaf í snjónum. Bðndinn á öðru býlinu, Sigurður Quðmunds- 8oa að nafni, var að ganga út úr bænum, er snjóflóðið féll, og varð í milli hurðar og dyru- stafs, og fannst hann þar örendur. Kona hans, Jnhanna Hálfdánsdóttir, sem bjarg- að varðjásauat fjórum börnum, eptir fjörutiu kl. tirna, var í rúmi; ásamt börnunum, og varð þeim það tii Hfs, að stór skápur stóð hjá rúminu, og stóð fyrir, er bæjarsúðin fóll niður. — En nærri má geta, hvernig æfi hún, og börnin, hafa átt, ineðin þau voru þarna inni byrgð. Fimmta barn þeirra hjóna, er fórst í snjó- flóðinu, var i rúmi hinu. megin í baðstofunni, og varð undir súðinni, með því að þar hlífði eigi skápurinn. Hríðarbylur var nóttina uæstu, og daginn eptir fram á kvöld, svo eigi varð fyr komizt yfir heiðina, sem er milli Skálavikur og Bolung- arvíkur, til þess að leita hjálpar En að morgni þriðja dags inarzmánaðar, brut- ust Bolvíkingar, all-fjölmennir. yfir heiðina, tii þess að leita þeirra, er fyrir snjóflóðinu höfðu orðið, og tókst þá að bjarga konunni, og börn- unum sem fyr segir, og fundust þá og jafn framt lik Siqurðar, og barns bans, og Ara Fétufssonar og Lnvísu, konu bans, er á hinu býlinu bjuggu. Lauganesspítaiinn. Ráðsmaður holdsveikraspítalans i Lauganesi er skipaður Einar Markússon, fyr kaupmaður og umboðsmaður í Ólafsvik. Það er stjórn holdsveikraspítalans, en eigi ráðherra, sem sýslan þessa veitir. Kenusla i sjðinannafrteði. Hról/ur skipstjöri Jakob^so i á Ísaíirði hefur í vetur veitt þrem piltum á ísafirði tilsögn í sjó nannafræði tveggja mánaða tíma. Piltarnir hétu: Eiríkur Einarsson, Relgi Ket- ilsson og Kristján Bergsson. A Eyrababka er i ráði, að byrjað verði mjög bráðlega að gefa út blað, sem sérstaklega ræðir málefni þau, er héruðin á Suðurlands-undirlendinu varða. Prentsmiðjan, sem hagnýtt var í Hafnarfirði, meðan „F’jallkonan11 var gefin þar út, flyzt i ofau greindu skyni til Eyrabakka. Frá ísatirði eru helztu tíðindi: Síðan um miðjan jauúar- armánuð getur tæpast heitið, að á sjó hafi gefið enda fisklaust, hafi það borið við, að á sjó hafi verið farið. 28. febr. síðastl. var nfskaplegt óviður, og sjógangur mikill, og rak þá á land sex báta, sem lágu á höfninni, og brotnaði einn þeirra að mun, mócorbáturinn „Guðbjörg“, fonnaður líáll- dór Samúelsson. —Sumir hinna bátanna slcemmd- ust og nokkuð. Nokkrir bátar, sem á höfninni voru, og stóð- ust veðrið, urðu og fyrir nokkrum skemmdum i ofviðri þessu, Býsliirundur Vestnr-lsfirðingn var haldinn að Þingeyri 21.—22. febr: þ. á: Fundurinn tjáði sig því meðmæltan, að veitt yrðí 4 næstu fjárlögum fé til þess að leggja 31 og þetta er orsökin til þess, að sagt er, hann sé enn á sveiirii hér í klaustrinu. í>að er mæit, að hann gangi aptur, til þess að l.eita að bóknm klaustursins, og koma Dafni sínu aptur á nafna- skrána. Vofan hlýtur að vera furðu vitgrönn“, mælti Harley háðslega. „A hún ekki að vita, að hér er nú ekki frBmar klaustur? Jeg hafði vænzt þess, að vofan þin væri ögn «kynsamari“. „Ku hvað varð um dótturin»?“ spurði Tresham. „Hún giptist forföður vorum Aylmer Farley“, svar- aði Fay, og sakir skyldleikans, beiddi hún konung, að gefa sér klaustrið, þar sem Inger, faðir hennar, hafði dvalið". rNú — frú Harley hefir þá feDgið að vita, aðlnger var faðir henDar?“ „Já“, svaraði Fay, „en þá var langt, um liðið. — Það fundust skjöl, sem sýndu, bvorrar ættar hún var, og þar 8eui henni var kunnugt um sorgar atburðinn, sem hér liafði gjörzt, skildi hún, bvernig i öllu lá. En hvít-munkurinn gengur hér enn Ijósum logunum. „Heimskuleg hjátrú er þetta“, mælti Harley, reiðilega. “Það er enginn hjátrú, pabbi“, svaraði Fay, auð- sjáanlega sannfærð. „Þ.>ð sést Ijós borið þar úr eirium glugganum í annan um nætur“. rÞví hefi egeinuig tekið eptir“, mælti Öilbert, „en auðvitað hefir það verið eitthvað af heimafólkinu“. „f’að er senmlegt“, mælti Harley blátt áfram. „þó að pg hafi bmnað því að fara þang^ð, því nð jeg vil að sjálfsögðu eigi styðja að því á neinD hátt, að hjátrúin 40 per minnast á morð, 02 velti því fyrir mér, með skelf- íngu, hver það gæti verið, sem myrða ætti. Jasper nefndi kvennmann! Hvaða kvennmaðnr v&r það? Þessum spurningum verð eg að láta ósvarað. Tíminn leiðir sannleikann í Ijós. St°ndur þetta ef til vill í einhverju sambandi við fortið Harley’s ? VII. KAPÍTULI. Shemmtilegar samrœður. „Nú, Tresbam?-4 mælti Parcy Barstone, er hann hafði tyllt sér makindalega í hægindustól. „Hvernig geðjast þér að Dýju stöðunci?“ Þ’tta var í daglegu stofunni hans Gilberts, og klukk- an var ný slegin ellefu. Bjrstone hafði komið heim til sín daginn áður, og brá sér strax daginn eptir til Tresham’s til þess að vita, hvemig honum liði. Ef til vill hofir hann og jafn framt langað til þess, að fá að sjá Fay. Harley, sem mat UDga maoninn mikils, sakir þess hve fjö’legur hanu var, biuð honum, að sitja með sér að miðdegisverði; og þáði Barstone boðið, en afsakaði þó, livemig bann væri til fara. Allt kvöldið sólaði hann sig í broshýru ungfrúar- innar, og þegar Harley togaði hann nauðugan með sér

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.