Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.04.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.04.1910, Blaðsíða 6
62 ÞJÓB'VILJINN. XXIV., 15.—16. Sýslanin veitist frá 15. okt. þ. á:, o% eru árs- launin 1000 kr. Urasóknarbréfin sendist til ráðherra. Þúsund ára al'mæli Skag-afjarðar. A sýsiufundi, sem haldinn var nýskeð í Skaga- firði, var taiað um, að vel færi k því, að þúsund ára afmælishátíð Skagafiarðar yrði haldinn á komandi sumri, er biskupsvígsla vígslubiskups U-eirs Sœmundssonnr fer fram að Hólum. Nefnd var kosin, til að íhuga mál þetta ná- kvæmar. Um strand „Lauru“ hafa nú bon'zt nokkru greiniiegri fregnir, en getið or hér að framam All mikið iif vöruin var í skipinu, bæði til hafna á Húnaflóa, og á Vestfjörðum, og hafa orðið fyrir meiri og minni skemmdum, enda olli það og nokkru, að íll veður votu, er vörum var náð í land, svo að vörurnar blotnuðu. Að aptan kvað „Laura“ standa upp á skeri, en fremri hlutinu i sjó, og er botninn mjög brot- inn, og engar líkur taldar til þess, að við hana verði gert. Björgunarbáturinn „Geir“ kom með nokkuð af vörunum til Reykjavíkur, en að öðru leyti verða vörurnar, sem og skipið sjál.ft, selt nyrðra á stranduppboðii Goitfredsen, sem var skipherra á „Lauru“, verður fyrir norðan, unz stranduppboðið er um garð gengið, on aðra skipverja kom björgunar- báturinn „Geir“ með til Reykjavíkur; Ekki er talið líklegt, að „Laura“ brotni meira en þegar er orðið: Mælc er, að „sameinaða gufuskipafélagið“ hafi eigi sjálft vátryggt „Lauru“ — félagið hef- j ur haft sérstakan sjóð tií vátryggingar skipum I sínum — holdur hafi hún verið i sjóábyrgð hjá öðru ábyrgðarfélagi. Irlitt Og l>ettíl. Arið, sem leið, varð uppskeran í Danmörku nokkru lakari, en tvö næstu árin áður (árin 1907 og 1908). Alls eru afurðirnar síðastl. ár taldar 552. milljóna króna virði, og er það 85 milljónum króna minna, on árið 1908, og 61. millj. króna minna, en árið 1807. Af afurðunum 1909 eru korn-tegundir taldar 237 nullj. króna virði, róitar-ávextir 151. millj. krónu virði, hey metið 84 millj. króna, og ýmis konar hálm-tegundir 80 millj. króna virði. Norski tónlagasmiðurinn Christicui Lédcii hefur nýskeð, með aðstoð Knud Rasmussen’s, dansks Grænlandsfara, gefið út sjot.íu grœnlenzk sönglög. Lögin hafa þeir látið Grœnlendinga syngja fyrir sig, og hljóðgeymi („fonograf‘6 henda hljóð- in, og hafa þeir síðan raddsett lögin. Mannalát. 12. febrúar þ. á. andaðist að Sveina- tuDgu i Norðurárdal húsfreyjan Helga, Quð- mundsdöttir, kona Eyjólfs Jóhannssonar, er Iifir hana. Hafði Eyjólfur og kona hans brugðið búi fyrir nokkru, og sezt að í Sveina- , tungu, hjú Jóhanni bónda i Sveinatungu, í syni þeirra : Meðal annara barna þðirra eru: Sam- j son, fyrruui kaupmaður á Isafirði, og Sæ- mundur heitinn Eyjólfsson búfræðingur, er síðast var kennari við lærða skólann í iR ykjavík. Eins og stuttlega var drepið á í 12. nr blaðs vors þ. á., andaðist bændaöld- unguriun J'on Halld'orsson á Laugabóli á Langadalsströnd í Norður-ísafjarðarsýslu að heimili eínu Laugabóli 2. marz þ á. | Jón heitinD Halldórsson var fæddur að Hvítanesi í Ogurhreppi í Norður-ísa- tjarðarsýslu 5. nóv. 1828, og voru foreldr- ar hans: Halldór Halldórsson, síðast bóndi i Hörgshlið í Vatnsfjarðarsveit í Norður- ísafjarðarsýslu, og kona hans Kristin*Haf- liðadóttir, HafiiðasoDar. Arið 1854 kvæntist Jón flulidórsson eptirlifandi ekkju sinni Gluðrúou Þórðar- dóttur, Magnússonar á Liugabóli, og bjuggu þau siðan stórbúi að Laugabóli í freka hálfa öld. Nokkur siðustu árin, er heilsan var tek’n að þverra, hafði Jón heitinn þó að eins nokkrum hluta jarð- arinnar til ábúðar, en hólt búi til dánar- dægurs. Alls varð Jóni sáluga Haildórssyni og koDu hans tíu barna auðið, og eru nú að eius þessi fimm á lífi: 1. Halldór búfræðÍDgur Jónsson, bóndi að Rauðauiýri á Langadalsströnd. — Hall- dór er ekkjurnaður, og hét kona hans iDgibjörg Jónsdóttir. 2. Jón bóndi Jónsson í Tröllatungu, kvænt- ur Sigríði Jónsdóttur frá Hjöllum í öufudalssveit, systur Ara alþm. Jóns- sonar. 3. Þóiður bóndi Jódssod á Laugabóli. — Hann var fyr kvæntur Sigríði Jónsdótt- ur frá Meluin í Hrútatirði og kvæntist í annað skipti, að henni látinDÍ, Höllu Eyjólfsdóttur Bjarnasonar trá Kleifum í Gilsfirði. 4 Valgerður Jónsdóttir, gipt Kristjáni bónda Þorlákssyni í Múla á Langadals- strönd. 45 „Vitleysa! Hurðin er negld aptur! Það hefir Harlej' sjálfur sagt“. „Þá befir hann logið! Jasper kom inn um dyrnar, og jeg gekk út um þær“. „EinkeDnilegt er þetta“, tautaði Barstone. „Hvað skjddi Harley gaDga til, að 9egja það, væri það ósatt. Nú, en þegar Jaspor var kominn inD, hvað gerðist þá?“ „Þá lagði bann hyrði sina frá sér, kveikti, og fór að tala við sjálfan sig“. „Þú?mátt trúa þi í, að þetta er ómögulegt“, evaraði Barstone. „MaðurÍDn er mállaus, ella hefði hann komið upp nm sig. — Og því ætti hann að vera mállaus?“ „Það er nú einmitt það, sem eg vildi fræðast um!“ „I ranD og veru er þetta mál, sem eDgum kernur við“, mælti Barstone, og yppti öxlum. „Rétt er nú það“, mælti Gilbert. „Þú bendír mér á, að jeg sé að skipta mér um það, sem ekki komi mér við! Getur verið, en eg hygg það þó vera rétt gert af mér. — Það var sagan um vofuna sem fyist vakti for- vitni mína eD nú hygg eg, að sú saga byggist á ein- hverju öðru, en mig grunaði“. „Og hvað ætti það nú að vera?“ „Glæpur, Barstone!“ Barslone spratt upp, og starði á vin sídd, svo sem væri hann óttasleginn. „Hvað áttu við, er þú nefDÍr glæp?“ mælti hann. „Hvað kemur þér til þess, að ímynda þér að — — “ „Það, sern Jasper sagði i bænahúsinu“, svaraði Gil- bert, og tók pappírsræmu út úr vasabókinni sinni. „Hér er það skrifað, sem hann segði: Ef eg aptraði því cigi yrði hún óefað rlr< pinn. En það skal ekki verða“. 50 hvernig í öllu lagi, og hvers vegni Barstone liti eigi til hennar E.tt kvöldi var dansað í salnum, og stóð Tresham í einu hornÍDU, og horfði á dansinn, fremur aogurbitin n. Ungfrú Carr kom þá til hans 02 rnæ'.ti: „Hví dansið þér ekki, hr. Tresham?“ „Af því að mig langar ekki tíl þess“, svaraði Tres- ham kurteislega. „Það segið þér nú að eins af því, að þér eigið ekki kost á, að dansa við þá, sem þér viljið.“ Gdbert roðnaði, en af því hanD var farinn að kynn- aBt uugfrú Carr, svaraði hann þó hlægjandi: „Jeg held, að yður skjátlÍ9t“. „Nei! Oss stúlkunum skjátlast ekki í þeim efnum.“ „Hvaða efnum?“ „Reynið ekki að ieynast fyrir mér, hr. Tresham“, svaraði ungírú Carr. „Mig furðar og ekki á þvi. - — Húd er fnð stúlka, lifandi eptirmyndin bennar móður sinnar, sem var fríðust kona, sem eg hefi séð“. „Þekktuð þér frú Harley?“ spurði Tresham, all-á- kafur, og reiddist alls ekki þvi, sem hún hafði sagt. „Já, jeg sá hana fyrir tiu árum, þegar jeg var ejálf ung, og blómleg, bafði fimm um trítugt“, mælti UDgfrú Carr. „Húd átti þá heima hérna, og leið mjóg ílla“ „Og hvað amaði að henni“. „Þér ætlið þá að fara að komamértil þess, að lepja í yður hneixlÍ6SÖgnr“, mælti ungfrú Carr, all-íbygginn. „Þið var maður, Dexter kapteinn sem Harley kenndi afbrýðiseemi gegD, og hennar svo megDrar, að haDn brá sér til Triest, með konu sinni. — Þar fæddist Pelix, og dó hún er hún átti hann“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.