Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1910, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1910, Blaðsíða 5
• XXIV., 23. 24. fc>JO£* V IL J INÍÍ 93 lotu-lauBt, og Ærpeningur staðið í húsi, siðan fyr- 'ir jólaföstu, og nær aldrei Vit farið, seui að gagni hafi kornið. Það eru því komnar rueira, en þrjátíu vikur, sem skepnur hafa verið á fullri gjöf, og sár enn eigi fyrir endann á. — Jörðin enn í dag nálega öll undir einni jökulbreiðu, og snjókólgan í lopti grúfir yfir öllu, allt til sjávar. — Norðan harð- viðris stormar; og hart frost, tivo að menn, og skepuur sárnseðir, þegar vandræðin knýja menn til að hleypa fé í fjöru um hádaginn, þar sem til hennar næst. Nokkrir menn, og þeir eigi all-táir, hafa skor- ið kýr sínar, og nokkuð af sauðfé; en almenn heyþrot eru sögð hvívetna, og þó er allur al- menningur farinn að stórskulda í kaupstaðnum, fyrir kornmat handa skepnum sinum, og verst, ef menn missa svo fénað sinn, eptir öll fóður- kaupin: Nú er byrjuð þriðja vika sumars, og ekkort sést, nema ein snjóbreiða yfir allt, harðviðri og frost. Fiskiskipin geta ekki haldizt við úti fyrin vegna stórviðra, og hörfa inn til hafna aptur, þegar komið er út fyrir fjarðarmynnin“. Norslfur konsúll. Lyfsali O. C. Thornrensen á Akureyri er skip- aður konsúll Norðmanna á norðurlandi. Kornforðabúr. Búnaðarfélag íslands hefir ályktað, að verja allt að 1000 kr. til að styrkja sýslu- eða sveita- félög, vilja upp koma kornforðabúrum til skepnu- fóður-geymslu. — Býðst búnaðaríélagið til þoss, að leggja fram ’/12—’/8 af kostnaði við byggingu skýlis undir kornið, en lœtur þau héruðin ganga fyrir, þar sem hafís getur teppt hafnir. Umsóknir um styrk þenna eiga að sendast búnaðarfélagi íslands fyrir lok nóv. þ. á. líeilsuhælið A Yiiilsstöðum. Ráðsmanns-starfið við heilsuhœlið væntanlega á Vífilsstöðum er nýlega veitt Jóm Guðmundssyni á Laugalandi. ____ ! Prestskosning ! er nýlega um garð gengin í Grindavíkurpresta- | kalli í Gullbringusýslu: — Kosningadagurinn j var 17. maí þ. á. Kosningiu fór svo, að kjörinn var cand. theol. | Brynjolfur Maqnússon, er hlaut allan þorra I atkvæða. Hinir, sem í kjöri voru, voru: síra Jdn Jö- hannessen á Sandfelli og síra Sigurður Guðmunds- son á Þóroddsstað. Fyrir ölöglega vínsölu var brytinn á „Mjölni1* nýskeð sektaður á | Eskifirði, og var sektar-upphæðin 250 kr. Arnarstapa-umboð: Sýslanin, sem umboðsmaður Arnarstapa- og Skógarstranda-umboðsjarða, er nýiega veitt sira Jóni Ó. Maguússyni í Bjarnarhöfn, fyr presti að Ríp í Skagafjarðarsýslu. ■ „fslandsglíman11. : Kappglímur um „íslandsbeltið11, verðlaunagrip i „Gret.tis“ —félagsins á Akureyri, á aðfarafram ! i Reykjavík 12. júní næstk. Flatcyrai'lœknishérað Flateyrarlæknishéraði, sem Hállddr læknir Stef- ánsson i Höfðahverfis-læknishéraði hefir fengið veitingu fyrir, er veitt honum frá 1. júlí þ. á. Fjárskaðar á Austfjörðum 7. maí síðastl. gerði afskapa-veður, og kafalds- hríð á Austfjórðum, svo að eigi var ratljóst millí húsa. í hreti þessu fennti fé á sumum bæjum, og er mælt, að hafi farist 150 fjár á Sleðbrjót, á ! annað hundrað á Hallgoirsstöðum, hundrað á Haugsstöðum, og sextíu á Skeggjastöðum á Jök- uldal. Sumt af fé þessu hafði hrakizt í Lagarfljót. — Að öðru leyti breztur enn greinilegar fregnir. Veitt lækaliéruð. Nauteyrarhérað í Norður-ísafjarðarsýslu er ný- lega veitt Sigvalda Stefánssyni, sem um tíma \ hefur gengt læknishéraði í Strandasýslu, sem | settur. Stranda-læknishérað er á hinn bóginn veitt Magnúsi lækni Péturssyni. Hatíshroði sagður utarlega á Strandaflóa. — „Isafold11 hafa borizt þær fregnir, að strandbáturinn „Vestri“ hafi lent í bafís-hroða þessum í 2—3 kl.tíma. Silfurbergsnámurnar. Með því að tíminn, sem Thor E. Tuliníus stór- kaupmaður befur leigt silfurbergsnámurnar í Helgustaðafjalli í Reyðarfirði er liðinn í lok júní- mánaðar þ. á., hefur stjórnarráðið auglýst, að senda skuli sér tilboð fyrir 14. júní næstk., að því er rekstur silfurbergsnámanna snertir. í málaferluin hefur Björn ráðherra Jónsson átt við TVyggm bánkastjóra Ounnarsson, og við Jón alþm, Ólaís- son, báða út af meiðyrðum. Mál þessi hafa nú nýskeð bæði verið dæmi í undirrétti, og var Tryggvi sektaður um ‘20Q kr., en Jón Olafsson um 150 kr., sem og dæmdic til að greiða málskostnað, en meiðyrðin öll dæmd dauð og ómerk. — Fiskiskip ferst. 10 menn drukkna. Talið er, að fiskiskipið „Gyða“ írá Bíldudal, eign milljónafélagsins svo nefnda, bafi farizt, og allir menn drukknað, með því að ekkert hefur til skipsins spurzt, síðan 22. apríl þ. á. I Skipverjar, sem voru alls tíu að tölu, kvað hafa verið heimilisfastir á Bíldudal, eða þar í grenndinni. 91 a!l-ákafur. „En hún elekar Fay ekki siður, en þú, og vill vernda hana gegn ölluin hættum. „Þú þarft ekki að efa“, mælti Baretone enn fremur, „að frú Archer er ekki eina fáfróð, eius og við erurn. — Jeg ímynda mér, að hún viti, hver hvítmunkurinn er“. „Það er ómögulegt!“ Hún hefði þá bent á hann, sem tnorðingja drengsins“. „Hún veit ef til vill eigi með vissu, að hann er morðinginn“, mælti Barstone. „Við vitum það eigi moð vissu, því að sannanir höfum við engar, að því er það snertir, að maðurinn, sem var dularbúinn, sem munkur, hafi drepið Felix“. „En sé hvít-munkurinn eigi morðinginn, hver get- ur hann þá verið?“ „Þvaður!“ mælti Barstone. „Hann er það! En nú förum við á drauga-veiðar í nótt, og leggjum af stað klukkan hálf ellefu stundvíslega“. Þeir voru svo heppnir, að nóttin var björt, og him- ininn heiður. Það var skammt yfir fljótið til klaustursins. Barstone sat við stýrið, en Gilbert reri, og reri svo rösklega, að þeir voru mjög fljótir yfir um. í tunglskininu var klausturbyggingin eyðileg. og einmanaleg, á að lita, og ljós sást hvergi í glugea, né nokkur á ferli. Þeir töldu þó ráðlegast, að róa fram hjá, með því að þeir voru hræddir um, að Jasper kynni að vera ein- ^vers btaðar á gægjum. En þegar komið var nokkuð niður eptir ánni, stýrði ^arstone beint yfir, og lentu þeir loks við stóru eikina, «em var við endann á trjágöngunum. 84 „Það vona jeg — það vona jegu, sagði Harley, og skalf í honum röddin. „En hvað sögðuð þér um vestur- álmnna?“ „Jeg stakk upp á, að láta rannsaka hana, til þess að komast að raun um, hvort nokkur hefðí falið sig þar, sem hugsanlegt væri, að framið hefði morðiðu. Það var Barstone, sem þetta mælti, og Harley leit á hann þeim augum, að líkast var því, að hann ætlaði sér, að komast eptir leyndustu hugsuDum hans. „Hvaða ástæðu höfðuð þór, til að ætla, að morðing- inn hefði falizt í vestur-álmunni?“ „Það er skoðun min“, mælti Tresham í skyndi. „Fyrir nokkrum nóttum sá jeg veru, dularbúna, sem hvít- munk, er gekk beint yfir blettinn, og hvarf inn í vest- ur- álmuna“. „ímynda eg mér, að vera þessi hafi hitt Felix í garð- inurn um miðnæturskeiðu, mælti Tresham enn fremur, „og kæft hannu. „Þór þykist hafa séð hvit-munkinn?“ mælti Harley mjög fyrirlitlega. „Slík og þvílík vitleysan! Þér hljótið að þjást af ímyndunarveikiu. „Engan veginn! Jeg hefi sóð verana!u „Og ímyndið yður, að það hafi verið vofa?“ „Nei, jeg er ekki hjátrúarfullur! Jeg er sannfærður um, að það hefir verið einhver, sem hefir hagnýtt sér munnmælin um hvít-munkiun, tíl að leynast í vestur- álmunni“, mælti Gilbert. „Hvers vegna hefir hún þá eigi vertð rannsökuð?“' mælti Barstone alvarlega. „Af' því — af því að —u

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.