Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1910, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1910, Blaðsíða 7
XXIV 23.-24. .Þ.ióðvtí.jjnis'. yo Steinolíumótorinn Skandia er beztnr mótor i fiskibát8, sterkur einbrotinn og léttur, en þó ódýr eptir gæðum.. Báinn til í Lysekil mek. verkstads A/S. í Svíariki, sem er stærsta mótora- og bóta- verksmiðjan á No>rðurlöridum. Afbragðs fiskibátar úr tró og stáli. Öli tilboð og upplýsÍDgar gefur einkasalinn fyrir Island og Færeyjar: Jakob Gunnlögsson. Kobenhavn K. Hjálmar heitinn var tvíkvœntur. — Hét fyrri kona hans Eygerður Eyjólfsdóttir, Guðmunds- sonar frá Eyjahakka í Húnavatnssýelu, og varð þeim alls þriggja harna auðið, og er nú að eins eitt þeirra á lifi, Agnar, bóndi i Htah. Seinna kvæntist Hjálmar sálugi Auðhjörgu Bjarnadóttur. kynjaðri úr Gullhringusýsl u, og eignuðust þau ekki barna. Árið 1883 fiuttist Hjálmar heitinn til Amer- íku, og dvaldi fyrsta árið í Pembina í Norður- Dakota, en færði sig síðan til Utah, mormóna- landsins, og bjó þar til dánardægurs. Meðan Hjálmar sálugi var hér á landi, lagði hann stund á smáskammtalœkningar, en lærði skóara-iðn í Ameríku, og sinnti henni þar nokk- uð. „Hjálmar var skýr og greindur í hotra lagi“, segir i blaðinu „Heimskringla11, 31. marz þ. á: „og unni hókum, og öllu bókmenntalegu, um- fram marga aðra“. Hjálmar heitinn var fatlaður, hafði kreppt- an fót, og varð þvi að ganga við hækju. Bana mein Hjálmars var lungnatœring, sem j hann andaðist úr, eptir 15 vikna þjáningarfulla legu: 5. marz þ: á. andaðist að Souris i Norður- Dacota húsfrú Amy Flóra Halldórsson. Hún var fædd 25. júli 1882. og voru foreldr- ar hennar: Magnús Stefánsson og Valgorður Jóns- dóttir, systir sira Friðriks Bergmann. Árið 1899 giptist hún eptirlifandi manui sín- uin Halldóri B. Halldórssyni, hróður Magnúsar læknis Halldórssonar í Ameriku, og var þeim eigi barna auðið, Halldór maður Amy sálugu er ritstjóri blaðs- ins „Souris MessengerL Amy sáluga hafði þjáðst af langvarandi heilsu- leysi, áður en bún andaðist. 81. marz þ. á, andaðist í "Winnipeg íCanada ekkjan Sigríður Taylor, 86 ára að aldri. Hún var tvígipt. — Fyrri maður hennar var Sveinn skrifari Þórarinsson, og eru eynir þeirr q? sira Jón Sveinsson, kaþólskur prestur í Ordrup á Sjálandi, og Friðrik málari Sveinsson í Canada. Soinni maður Sigríðar sálugu var enskur; svo sem eptirnafnið hondir til. 10. fcbrúar þ. á: audaðist að Brekku í Gufu- dalssveit í Barðastrandarsýslu Halldór Hallgr. Bjarnason. Hann var fæddur að Kvennabrekku í Dala- sýslu 27. ág: 1839, og voru foreldrar hans: BÍra Bjarni Eggertsson í Garpsdal, Bjarnasonar land- læknis, og Guðrún Grimsdóttir. Halldór sálugi var kvæntur Rannveigu Þor- steinsdóttur, prests i Gufudal, og hjuggu þau mestan húskap sinn að Gróunesi i Gufudalssveit og varð alls þriggja barna auðið, og lifir nú að eins eitt þeirra: Guðrún, gipt Andrési Ólafssyni að Brekku i Gufudalssveit. Hitt og þetta. Ameríski milljóna-eigandinn Otto H. Rahu keypti nýlega tvö aíar-dýr málverk. Annað málverka þessara var eptir hollenzka málarann Remhrandt (f, 15. júlí 1606 — dáinn 4. okt. 18691, og heitir „Gyðinga-stúdentinn“.— Málverk þetta keypti hann fyrir 600 þús: rigs- mörk, eða tæpar 540 þús. króna. Hitt málverkið, eptir málarann Frauz Kals, keypti hann fyrir tvær milljónir rigsmarka (tæp- ar 1.800,000 kr.). — Auðmaðurinn Pierpont Morgan hafði viljað fá það keypt fyrir rúmar 14 hundruó þúsund krónur. REVKJAVÍK 28. maí 1910. Miid tíð undanfarna daga, og jörð þegar far- in nokkuð að grænka. „Gamhetta11, aukaskip frá Thore-félaginu kom hingað frá útlöndum 19. þ. m. Hlutafélagið „Mjölnir11 hér i hænum, sem starfað hefur að steinsteypu, er nýlega orðið gjaldþrota, og verða reitur þess því seldar á uppboði. 89 Barstone var, þar setn hnnn gerði allt, til að hjálpa vini sínum; enda þótt hann sjálíur, sem bar ást til ungfrú Fay, stæði nú mun betur að vígi, eD áður, þar sem Gril- bert hafði verið vísað burt úr klaustrinu. HanD hætti alveg að hugsa um Fay, bauð Tresham að búa hjá sér, og breytti alveg gagnstætt því, er eigin hagsmunir hans bentu honum á. Tresham kunni fyllilega að íneta þetta, og þáði því boð hans, settist að á búgarði Barstone's. Percy gerði allt, til að gera honum lífið sem þægi- iegast. Gilbert hafdi allan hugann við það tvennt, og kom- eptir þvi, hver hefði myrt Felix, og að vernda Fay gegn háska, er yfir henni kyDni að vnfa. I þessu skyni hafði hann leitað liðsinnis Barstone’s og tóku þeir nú ráð sin saman. „Við verðum nú að fara að gjörast njósnarmenn“, ^oselti Barstone, „og veit eg þó sizt; hvað til bragðs skal taka. „Jú, littu nú á: Fyrst verðum við að komast eptir, ^ver hefur dularklæðzt, sem hvít-munkur“. „Það er nú hægra ort, en gjört“, svaraði Barstone. ’ib’ú segir, að þessi óþekkti maður leynist í vestur-álm- 11nni, en þar sem lögreglumenn hafa rannsakað hana, og unskis orðið vísari, hygg eg, að þet.ta leiði ekki til neins“. rJeg hygg að þú hafir rétt að mæla“, mælti Gil- bert. og stnndi við. En einhver lilýtur það þó að vera i vestui-álmunni, því að hvað étti Jasper aDDars að vilja þangað, með böggulinn. — Þú getur roitt þig á það, að i honum var matur og drykkur; sem og Ijósmeti handa þessum óþekkta manni“. 86 „Harley er mér óskiljanlegur“, mælti hann við Bar- stone, er þeir biðu eptir úrskurði Hkskoðunarmannanna. „Haon elskaði son sídd, og vill, sem eðlilegt er, komast eptir, hversu dauða hans hafi að borið, og þó reyndi málfærsluuiaður hans — óefað eptir hans skipun — að gjöra allt, til að aptra mér frá að segja nokkuð“. „Að minni hyggju ímyndar Harley sér, að þú vit- ir of mikiðu, mælti Barstone, sem gramdist, hversu farið hafði verið með vin haDS. „Jeg sé glöggt“, svaraði Tresham, all-ákafur, „að við Harley getum nú ekkert átt frekar saman að sælda, og meira að segja — að milli okkar hefst barátta. — Læt eg ósagt, hvor anuan sigrar; en eg verð að vera við öllu búinn“. „Hvað ætlarðu þá að gjöra, Tresham?“ „Það skal eg segja þér. — Jeg ætla að komast að því hver myrt hefir Felix, og því næst — ganga að eiga Fay. — Eins og atvikin leyfa“. „Eu þú verður að hafa það í huga, að hún er enn ekki orðin myndug“, svaraði Barstone. „Jeg veit það“, svaraði Gilbert, „en geti eg eigi fengið samþykki föður hennar, neyði eg hann, til að gefa það“. „Æ“, sagði Barstone, hugsandi. „En spurningin er hvort okknr hefur ekki skjátlazt, að því er til vestur- álmunnar kemur. — Hún hefur verið rannsökuð, og eng- inu árangur orðíð“. „En :u að síður er eg þó odu sömu skoðunar, sem fyru, mælti Gilbert „Vofan svo nefnda hefur falizt þar“. „Þú ímyndar þór, að hún hnfa falizt þar, en ekki að hÚD sé þar núna“, mælti Barstone. „En um þetta.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.