Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Side 1
Yerð árgangsins (minnst, 60 arkir) 3 kr. 50 aur. erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist ýyrir júnimúmað- arlok. ÞJÓÐVILJINN. — —1= Tuttugasti og FJÓEÐI ÁEGANGUE =|-._.- =— _RITSTJOEI SKÚLI TkH ORODDSEN. =^oa£-~H— Uppsögn skrifleq ógild wma lcomið sé til útgef- anda fyrir 30. dag jfmí- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir blaðið M 25.-26. Reykjavík 9. JÚNÍ. 1910. Hvaöa mótor-steinolín á i að nota? Hvort heldur þá er eg sjálfur álít bezta, eða hina, er seljar-di segir að sé bezt 9 ■ Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg veit af eigin reynslu að tekur allri annari olíu fram, sem sé Gylfie Motor-Petroleum i ra Snandinavisk-Anierikaiisk PetroJeum A|S Kongens Nytorv 6. Köbenhavr. Ef yður langar til að reyna Gylfie mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. IkcraS á ráSharra að kyeJja til auKaþings. (Bréf frá forsetum alþingis). —o— Forsetar alþingis, Hannes Þorsteinsson, fyr ritatjóri, og Kristján hayfirdómari Jónsson, sendu ráðherranum 4. júní síð- astl. svo látandi bréf: ^Við undirskrifaðir forsetar efri og neðri deildar alþingis höfum meðtekið áskorun til yðar, ráðherra Islands, frá ýmsum alþingismönnum um, að þér gerið ráðstafanir til þess að aukaalþing verði haldið svo fljótt i sumar, sem unt er, til þess að taka til meðferðar hið svokall- aða Landsbankamál o. fl. Eptir beiðni þingmanna sendum við yður hér með þessar áskoranir, en þær eru frá Ágúst Flygenring 3. kkj. þm. Eggert Pálssyni i. þm. Eangárv.sýslu, Einari Jónssyni 2. þm. Eangárv.sýslu, Eiríki Briem 2. kkj. þm. Hannesi Hafstein 1. þm. Eyjafj.sýslu, Hannesi Þorsteinssyni 1. þm. Árness, Jóh. Jóhannessyni 2. þm. N.-Múlasýslu, Jóni Jónssyni 1. þm. N.-Múlasýsln, Jóni Jónssyni 1, þm. S.-MÚlasýslu. Jóni Magnússyni þm. Vestmannaeyja, Jóni Olafssyni 2. þrn. S. Múlasýslu, Júlíusi Havsteen 1. kkj. þ. m., Kristjáni Jónssyni þm. Borgarfj.sýslu, Lárusi H. Bjarnason 5. kkj. þ. m. Pétri Jónssyni þm. S.-Þingeyjarsýslu, ' Stefáni Stefánssyni 6. kkj. þm. Stefáni Stefánssyni 2. þm. Eyjafj.sýslu, Steingrími Jónssyni 4. kkj. þm. Áskoranir í sömu átt trá þingmönn- nm Skagfirðinga, Ólafi Briem og Jósep Björossyni, og frá þingmanni Mýra- manna, Jóni Sigurðssyni, hafa yður áður verið sendar beina leið, sbr. og 2. meðfylgjandi síœskeyti. Eru þannig komnar áskoranir um aukaþing til yðar frá 8 efrideildar- þingm. og 13 neðrideildaiþingmönnum. Ennfremur viljum við geta þess, að á- skoranir sama efnis um aukaþingshald í sumar hafa verið samþykktar á al- mennum kjósendafundum í Seyðisfjarð- arkjördæmi og Akureyrarkjördæmi og víðar. Allir beiðast þingmennirnir þess, er áskoranir hafa sent, eð þeir fái eem ^yrst svar upp á málaleitanir þeirra, °8 búumst við við, að svarið verði aent til okkar undirskrifaðra. Eeykjavík, 4. júní 1910. rtstgán Jónsson. Hannes Þorsteinssov. Til ráðherra íslandsL Þar sem skammt er enn um liðið, hef- ur hann enn eigi svarað bréfi þessu, að heyizt hafi, en gerir það óefað mjög bráðlega* iukaþings-áskorunin. -<x$x>- Eins og getið er um hér að framan, hefir ráðherra borizt áskorun þess pfnis, að kveðja til aukaþings á yfirstandandi sumri, og sést af bréfi forsetanna, að það er meiri hluti núverandi alþingismanna, sem þessa æskir. Hverju ráðherra svarar málaleitan þess- ari, hefir enn eigi heyrzt, en fréttist vænt-* anlega mjög bráðlega. Ritstjóri blaðs þessa hefir litið svo á, 89m æstar umræður, er orðið hafaumað- gjörðir ráðherra i Landsbankpmálinu, og kappið á báðar hliðar, myndi valda því, að árangurslaust væri, að senda ráðherra slíka áskorun, þar sem hann myndi telja aukaþing óþarft, og aldrei sinna neinni áskorun, er þar að lyti, hverir sem á hann kynnu að skora. Tírninn sýnir nú, hvað rétt var í þessu. Að snúa sér beint til konungs, og ætíast til þess, að hann kveðji til tuka- þings, hvað sem ráðherra segir, þykir oss eigi viðfeldin aðferð, enda leiddi fráleitt tii neins, þar sem allar stjórnarathafnir konungs verða, sem kunnugt er, að fram- kvæmast á ráðherrans ábyrgð. Nú er og þegar orðið svo áliðið, tim- inn til næsta reglulegs alþingis, sem hefst 15. febrúar næstk., farinn svo óðum að styttast, að litlu munar úr þessu, þótt reglulegs alþingis sé biðið. Hugir manna eru nú og teknir að sef- ast, æsÍDgin orðin minni, en í fyrstu En þó að þessar hugleiðingar bafi valdið því, að ritstjóri blaðs þessa hefir leitt það hjá sér, að eiga þátt í áskorun- inni um aukaþing, eða hvetja til hennar í blaði siuu, virðist oss þö rétt, og sjálf- saqt, að ráðherránn bregðist vel við áskor- nninni, þar sem hún er fram komin. og verði við óskum meiri hluta þingsins, sem kunnugt er orðið, að hafa eigi all-litinn þjóðarvilja við að styðjast. Teljum vér víst, að það yrði þjóðinni yfirleitt mun ‘betur að skapi, en hitt, að virða áskorunina að vettugi. Á binn bóginn göngum vér þó alls eigi grufiandi að því, að sú verði niður- staðan, að ráðherranum þyki eígi næg á- stæða tíl þess, að kveðja til aukaþings. En fari svo, ætti áskorunin þó að minnsta kosti að leiða til þess, að sam- komu næsta reglulees alþÍDgis verði eigi frestað, eins og ráðherra hefir haft í huga. Næsta alþÍDgi verður að koma saman á lögákveðnum tíma, 15. febrúar næstk. Að því ætti þá eigi siður meiri hlut- inn, en minni hlutinn á alþingi að stuðla.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.