Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Blaðsíða 2
98 ÞJÓÐVILJINN. XXIV., 25.—‘26. Svar* ráðherra. Eptir það, er greinin „Aukaþings-á- skorunin“, sem prentuð er hér næst á undan, var full sett í blaði voru, barst oss „ísafol(lu, 8. júní þ. á., þar sem birt er svo látandi bréf frá ráðherranum: „Báðherra íslands Reykjavík 8. júní 1910. Þið hafið, hr. alþingismenn, sent mér með heiðruðu bréfi 4. þi m. áskoranir frá ýmsum þingmönnum, auk ykkar sjálfra, um að eg geri ráðstafanir til þess, að aukaþing verði haldið i sumar svo fljótt sem unt er, til þess að taka til meðferðar svokallað Landsbanka- mál o. fl. LandsbankamáJ þetta mun vera stjórn- arúrskurður 22. nóv. f. á. er víkur þeim frá, stjórnendum Landsbankans, sem þá voru, samkvæmt 20. gr. Jaga 18. sept. 1886 um heim- ild til að vikja forstjórum bankans frá um stundarsakir, þegar ástæða þ.ykir til. Þetta „o: fl.", sem stendur i bréfinu, er mér ókunnugt um, hvað er eða getur verið. Þeir binir „ýmsu þingmenn11, er sent hafa áminnstar áskoranir, eru hinir konungkjörnu þingmenn allir 6 og 12 þjóðkjörnir, auk þess er simskeyti fylgir í sömu átt frá hinum 18., þingmanni Mýramanna, Þar nœst getur bréfið um og sendir sim- skeyti frá 1 þingmanni, 1. þingm. Skag- firðinga, sem skýrir að eins frá fundarhaldi er hann og samþingismaður hans hafi gengist fyrir í vetur, (8. jam) um þetta- máJ, og að samþykkt hafi verið þar aukaþingsá- skorun til stjórnarinnar; en nefnir ekkort um það, hvort hann sjáifur eða samþingismaður hans, annarhvor eða báðir, fylgi enn fram slikri áskorun, eptir þá miklu og margvíslegu frek- ari vitneskju, er þeir hai'i fengið síðan. Loks iætur bréfið þess getið, að áskoranir saroa efnis, um aukaþingshald í sumar, hafi verið samþykktar á almennum kjósendafund- nm i nokkrum kjördæmum. og virðist vera þar með gef’ð í skyn; að tilmælin um auka- þing muni styðjsst við almennan þjóðarvilja. í tilefni af þessari málaleitnn skal það tekið fram, 1. að eg Jít svo á, sem það væri lítt verjandi, að fara að baka þióðinni þann mikla kostn- að, sem af aukaþingi leiðir, til þess eins, að eiga við bankamálið nokkrum mánuðum fyr en reglulegt alþing kemur saman og að sjálfsögðu fjallar um málið: 2. að eptir minni skoðun er enn síður ástæða til að verða við þessari áskorun, er þess or gætt, að mikið vantar á, að belmingur þjóð- kjörinna þingmanna hafi sent áskorun um þetta efni. En atkvæði binna konungkjörnu þingmanna munu flestir kannast við, að ekki Bé hœgt að taka til nokkurra greina svo sem vott um þjóðarvilja; 8. að því fer harla fjarri, að mér hafi borizt í hendur nokkur skilríki þess, að meiri hluti þjóðarinnar sé sammála beiðruðum bréfrit- urum, þótt kunnugt sé, að tilraunir bafa verið gerðar um land allt til að fá yfirlýs- ingar í þá átt. Virðulegir bréfritarar hafa jafn vel ekki fyrir sér yfirlýstan vilja meiri hluta kjósanda í kjördæmum sjálfra þeirra. Úr ýmsum kjördæmum hafa meira að segja komið fram mótmæli gegn aukaþingi, og sögð von á þeim enn víðar að, auk þess sem vitnast hefur ýmislegt það um tildrög og undirbúning sumra áskoranaskjalanna, er virðist geia þau harla marklítil. Meðal annars hafa komið úr einu kjördæmi, Mýra- sýslu, mótmæli gegn aukaþingi frá floiri kjósendum en þingmaðurinn þar hefir fyrir sig að bera til stuðnings málaleitun sinni. Af framnngroindum ástæðum tilkynnist _ykkur hér með og félögum ykkar, að eg sé mér alls ekki fært að 'verða við margnefndri áskorun um aukaþingshald í sumar. Björn Jónsson. Hr. alþingismenn Kristján Jónsson og Hannes Þorsteinsson, forsetar efri og neðri deildar alþingis 1909“. Hér er þá sýnt, að vér höfum orðið eigi mjög ógetspakir um úrslit mólsins hjá róðherranum. Útlönd. —O— Til viðbótar síðustu útlendu fréttun- um í blaði voru. skal enn getið þessara tiðinda: Útíör Játvarðar konungs. Útför Játvardar konurigs YII, keisara Indverjalands, fór fram í Lundúnum 20. maí þ. á. Nokkra hríð, áður en útförin fór fram var lik konungs látíð standa uppi í há- sætissalnum í Buckingham-höllinni, og var koDungs-kórónan látin liggja á lík- kistulokinu, og hermenn úr lífverðinum látnir standa á verði hjá kistunni. Mælt er, að kvöldið áður, er um 200 þús. manna höfðu komið inn í höllina, til að skoða líkkistu konungs, hafi þó mannþyrpingin, er enn ætlaði sér að kom- ast þar inn, eða safnast hafði saman, fyr- ir forvitnissakir, náð alls yfir 8 enskar mílur á leDgd. Daginu, er útförin fór fram, var bönn- uð öll vagnferð um göturnar, sem lík- fylgdinní var ætlað um að fara, og safn- aðist þar svo mikill mannfjöldi, að mælt er, að um fiinm enskar mílur vegar hafi líkfylgdin orðið að fara gegnum þétta mannþröng, enda henni auðvii»ð ætluð braut, múgnum haldið til beggja hliða, enda sizt skortur lögreglnmanna, til að sjá um, að svo væri. Næatir á eptir líkkistunni riðu keisarar, konungar, og konungaættmenni. — Mátti þar líta: Vilhjálm, Þýzkalands keisara, Friðrik VIII., Dana konung, Hakon, Nor- egs konuDg, Georg, Grikkja konung, Al- fonso XIII., Spánar konung, Albert kon- \ ung í Belgíu, Manuel, Portugals konung, Ferdínand, Bolgara keisara, Faslnmí, prinz frá JapaD, og tyrkneska krónprinzinu. — | Fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, var og j Hoosevelt, fyrverandi forseti Bandamanna við staddur. í líkfylgdinni er gizkað ó, að alls hafi verið um tvær milljónir manna, og var troðningur svo mikill, að sumir tróðust undir, og hlutu meiðsli. — Hiti var og mikill um daginn, og sýktust því sumir í mannþyrpingunni, svo að mælt er. að j um 8 þús. manna hafi orðið að flytja í I sjúkrahús borgarinnar. Eins og fyr segir riðu keisarar, kon- ungar o. fl. næstir á eptir likkistunni, en þá fóru tólf vagnar, og í þeim konnng- borið kvennfólk o. fl., svo sem Alexandra, ekkja Játvarðar konungs, rússneska keis- ara-ekkjan, systir Alexöndru, María Feo- dorowna, Mary, kona Greorgsj’Breta kon- ungs, o. fl. o. fl. Geta má nærri, að margt af stórruenn- um Breta, ráðherrar, lávarðar, þingmenn, biskupar, klerkar o. fl. hafi og verið í líkfylgdinni, auk fjölda hátt settrajmanna úr land- og sjóher Breta, úr lífvarðar- sveit konungs o. fl. o. fl. Frá Kriteyingum. Þjóðfundur, er þar hófst í maírnán. þ. á., byrjaði störf sín á þann liátt, afr þingmenu allir, nema Muhamedstrúarmenn sóru Georg, jGrikkja konungi, hollustu- og trúnaðar-eiða, enda ’þótt' eyjan lúti valdi Tyrkja. Stjórn Tyrkja kærði athæfi þetta þeg- ar fyrir fulltrúum stórveidanna, og fengu það svar, að tiltæki þjóðfundarmannanna á Krít bæri að eins að skoða, sem mark- leysu, og reiddust kristnir þingmenn á Krít þá svo svari þessu, að þeir rákujjþá þingmenD, sem Muhamedstrúar oru, af þingi. Borgin Cartago i Costa Ríca eydd af jax*ðsU:iá,lítiim. 4. maí þ. á. eyddist borgin Cartago í Costa Rioa í Mið-Ameríku að mestu leyti í jarðskjálftum. Borgin stendur nálægt eldfjallinu Irazu, sex þúsuDd fet yfir sjávarmál, og hefir hún áður eyðzt af jarðskjálfcum. — Það var árið 1841. Yið jarðskjálftana 4. maí þ. á féllu nær öll hús i borginni, stóðu að eins ept ir Dokkur smærri húsanna. Meðal húsanna, sem hrundu, voru tiu kirkjur, og svo nefnd „friðarhölD, sem Carnegie, auðmaðurinn mikli, hafði látið reisa, og gefið ríkjadómi Mið-Ameríku, og sem nú er mælt, að hann muni á sinn kostnað láta reisa að nýju. íbúarnir í Csrtago voru alls 12* þÚ9. að tölu, og kvað,;18C0 þeirra hafa týnt lifi, en allur þorri hinna, er lífs fkomust af, stóðu uppi húsnæðislausir. I síðastl. aprilmánuði ollu jarðskjálft- ar einnig all-miklu tjóni í Costa Ríca lýðveldinu, svo að skammt hefir orðið högganna milli. XjJtför I 5joi*os( jer-riíí Björnson’s. Eins og áður hefir verið getið um i blaði voru, var norska skáldið Björnstjerne Björnson staddur í Parísarborg, er hann, aDdaðist, og var lík hanslþví flutt þaðan til Noregs, jog á leiðinni komið við í Kaupmannahöfn. Til Kaupmannahafnar sendu Norðmenn, herskipið „Norgeu. til að sækja líkið þang- að, og fór fram viðhafnarmikil sorgar- athöfn í Kaupmannahöfn, er líkið var flutt frá járnbrautarstöð borgarinnar út í norska herskipið. — Zahle, forsætisráð- herra Dana, hélt ræðu, og Hagerup, sendi- bena Norðmanna i Kaupmannahöfn, tjáði þakkir, fyrir hönd noisku þjóðarinnar. Þá var og eigi síður mikið um við- hafnarmiklar viðtökur, er líkið kom til

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.