Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Síða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Síða 7
XXIV., ‘25.-26. Þjóðviljinn. 103 annt um, að sem flestir lærðu sund, og íitaði blaðagreinar um það efni. Dáinn er nýskeð Jón bóndi ólafsson á Sveinsstöðum í Hímavatnssýslu, 74. ára að aldri. Jón sálugi Ólafsson hafði búið á Sveins- stöðum í frek þrjátíu ár, og var talinn dugandi bóndi. Hann var kvæntur Þorbjörgu Krist- mundsdéttur, er lifir hann, ásamt sex börnum þeirra hjóna, og eru í þeirra tölu: Böðvar stud. jur. í Reykjavík, Halldór, vélastjóri á Alafossi, og Magnús, sem nú býr að Sveinssöðum. S’int i Aprílmánuði þ. á. andaðist að Skógsnesi í Flóa í Árnessýslu Jóliannes Stefánsson, hálf-áttræður að aldri. Fyrir fjórum árum missti hann konu sina, og brá þá búi, og dvaldi hjá börn- um sinum í Skógsnesi til dánardægurs. — Meðal barna hans var og Kr. Jóhann- essoD, kaupfólagsstjóri á Eyrarbakka, sem andaðist 8. febr. þ. á. Jóhannes heitinn var mjög farinn að heilsu síðustu árin, enda mjög hniginn að aldri, og síðustu 2—3 mánuðina lá hann lengstum í rúminu. Dáin er í aprílmán. þ. á. í Búð í Hnífsdal í Norður-ísafjarðarsýslu stúlkan Maryrét Pálsdóttir, 68 ára að aldri. Margrét heitin var fædd íBúðíflnífs- dal, og ólst þar upp, og dvaldi þar síð an allan sinn aldur til dánardægurs, hjá ekkjunni Sigríði Ösaursdóttur, og manni | hennar, sem var bróðir Margrétar sálugu, meðan hann lifði. Albróðir Margrétar heitinnar er Guð- mundur beykir Pálsson á ísafirði. Látin er nýlega að Brekku í Lmga- dal í Nauteyrarhreppi í Norður-lsafjarð- arsýslu ekkjan Kristín Jónsdóttir. — Hún var tvigipt og var seinni maður hennar Guðni heitinD Magnússon á Brekku í Langadal Kristín heitin hafði árum saman þjáðzt af megnu heilsuleysi. Eins og getið var í 20. nr. blaðs vors þ. á., andaðist stúlkan Jóhanna Pörólfs- dóttir í ísafjarðarkaupst'að 5. apríl þ. á. Jóhanna sáluga Þórólfsdóttir var fædd að HoJti á Barðaströnd 11. april 1881, og var því tæpra 29 ára, er hún andað- ist. — Foreldrar hennar vorn: Þórólfur Einarsson og Margét Guðmund-dóttir, og var Jóhanna heitin því systir Jón -, skipa- smiðs Þórólfssonar á Isafirði og Sigurð- ar lýðskólastjóra Þórólfssonar á Hvítár- bakka. Haustið 1903 fór hún á lýðskólann í í Búðardal, og ári síðar varð hún hjúkr- unarkona á holdsveikraspítalanum í Lauga- nesi, en dvaldi síðan hjá Sigurði, bróður sínum, og síðasta árið i ísafjarðarkaupstað. Hún hafði þjáðst af langvarandi heilsu- leysi, áður en hún andaðist. REYKJAVÍK 1>. júoí 1010. Tíðin mjög hagstæð, síðan blað vort var síð- ast á ferðinni. Tún og úthagar óðum að grænka, þótt smátt hafi enn miðað áfram. Kennaraskólanum var sagt upp síðasta vetr- ardag. Tuttugu og tveir námsmenn luku þar prófi. Strandbáturinn „Austri“ lagði af stað í hring- ferð umhverfis landið 31. f. m. Meðal farþegja, er tók sér far héðan, voru: Frú Ragnbeiður Hafstein, Braun kaupmaður, Klingenherg konsúll, Schou bankastjóri, verzl- unarmennirnir Obenbapt og Philipsen o. fl. Ennjfremur fór með skipinu Arni Zakaiías- arson, vegavinnuverkstjóri, og fjöldi verkmanna, er vinna ætla að landssjóðsvegagjörð í sumar. f 12. f. m. andaðist Magnús Brynjólfsson, dbrrmaður að DyBjum á Alptanesi. ..Hann var um nírœtt. „Botnia“ kom frá útlöndum 29. f. m. — Meðal farþegja, er hingað komu, voru: stúdentarnir Björgólfur Ólafsson og Guðm. Thoroddsen, kaup- mennirnir Lefolii, eigandi Eyrarbakkaverzlunar, og Pétur Ólafsson á Patreksfirði, Ásg. Ásgeirs- son ásamt 2. fósturdæti um. og verzlunarmenn- irnir Árni Riis, Michael Riis og Þorvaldur Benjaminsson. Frá Vestmannaeyjum komu eg kaupmenn- irnir Gísli Jónsson og P; J. Thorsteinsson. Seinustu dagaua í maí hélt málarinn ungfrú ! ÁstpJÁrnadóttir sýningu á málverkum sínum hér í bænum. Hún lauk meistaraprófi í málara-íþróttinni í Hamborg 2. maí þ. á. Ætlar hún nú að setjast að í Kaupmanna- höfn, og stunda þar list sina. 101 XVI. KAPÍTULI. Ðagbók Iresharrís. Bönorð hafið. 6. SEPTEMBER. Ekki fæ eg með orðum lýst, hve hissa jeg varð á því, sem ungfrú Carr eagði. Grunur hennar 9r óefað róttur, og það er frú Harley sem býr í kórhvelfingunni, orðin heilsulaus aumingi, og hættuleg fyrir aðra. En mig furðar, hve lengi þessu hefir orðið leynt. Nú veit eg og, að Harley þorir ekki sjálfs sín vegna að skýra frá því, hver morðinginn er. Hitt furðar mig síður, að Fay sé óskilgetin, því að það gat ekki dulist, og ekki efa eg það, að faðir hennar, er Jaglegur maður. En ekki þykir mér honum hafa farizb vel við kon- Una, sem hann elskaði, því að vissulega var honum skylt, að frelsa hana, hafi hann grunað, að hún var á lífi, og að illa var með hana farið. Hafi hún syndgað, var það af ást til hans, og eins °g honum hefur farizt, þá er hann þess óroaklegur, að i>eita faðir Fay’s, enda innileg von min, að Fay fái aldrei vita, að svo er. 7. SEPTFMBER. — Jeg minnist á Daxter við ung- Uú Carr, og hefi nú sannfærst um; að eg hafði gert hon- um rangt til, því að í átta ár trúði hann því staht og stöðugt, að frú HarJey væri dáin, og það var loks, er uogfrú Cair minntist á fanganD, sem hún hefði grun um 98 uð, eD ekki nóg, og brá mér því til Dexters ofursta í Nizza, til þess að tá fulla vissu“. „Yar það að eins til að svala forvitni Tresham’s?u mælti Barstone þurrlega. „Nei, að nokkru leyti var það nú sjálfrar min vegna og vegna ungfrú Fay Harley“. „Hvers vegna hennar vegna?** spurði Barstone. Af því að Harley hatar hana inDÍlega?“ „Það er öllum auðsætt“, mælti Percy. „En hvi hat- ar hann hana?“ „Af því að hún er ekki dóttir hans“. „Það datt ofan yfir Barstone og Gfilbert, og bætti ungfrú Carr þá þessu við: „Fay er dóttir frú Harley, og Dexter’s ofursta!“ Gilbert œinDtist þess nú og, hve ólíklegt honum hafði þótt þ\ð í fyrstu, að Fay væri dóttir Harley’s. — En nú skildi hann, hversu öllu var varið. — Fay hafði erft fjörið, fegurðina, og aðra ytri hæfileika frá Dexter ofursta. „Veit hr. Harley þetta?“ spurði Treshain, er hann hafði náð sér ögn. .Já, og þess vegna hatar hann ungu stúlkuna, sem auðvitað er ókunnugt um þetta“ „Móðir mín hafði þegar sagt mér nokkuð um þetta% mælti ungfrú Carr enn fremur, „hitt fékk jeg að vita hjá hr. Dexter sjálfum, og þótti það því síður viðurh'utamik- ið, sem það var gert í því skyni, að geta fremur vernd- að Fay gegn hættu þeirn, sem yfir henni vofir. — Segi eg yður þetta, hr. Tresham, af þvi að þér hafið ást á henni, og eruð ef til vill fær um bjarga henni frá dauða. — Eo þegar eg frétti rnorð Felixar flýtti, eg mér þegar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.