Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Page 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.06.1910, Page 8
104 T>jóðviuinn. XXIV., 25.-26. Um 70 af konum bæjarins héldu ungfrú Astu heiðurssamsæti 5. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu: Norskur háskólakennari í Kristjaníu, Olsen að nafni, kom hingað með „Botníu11, auk far- þegjanna, sem fyr eru nefndir. Hann hefur numið norrœnu, og ætlar sér að dvelja hér um tíma i sumar, til þess að full- komnast i máli vcru. ■þ 24. f. m: andaðist á spítalanum i Landa- koti hér í bænum Ásgeir Finnbogason, bróðir Guðm. raeistara Finnbogaaonar, og þeirrasystkina. Hann hafði dvalið 7—8 ár í Alaska, og ætl- aði sér að auðgast þar af gullgrepti, en sýktist af tœringu, og íýsti þá heim aptur til íslands: A leiðinni hingað, fékk bann mislinga, og magnaðist þá berklaveikin enn meira svo að dró til dauða, sem fyr segir. íslenzku botnvörpungarnir, sem héðan ganga til fiskjar, hafa aflað mjög vel að undanförnu. Hafa þeir stundum hagað svo til, að vera að veiðura um nætur, en koma inn með aflann að deginum; Fiðluleikarinn hr. Osenr Johansen skemmti mönnum með fiðlu sinni í Báruhið hér f bæn- um 27. f: m. Lék hann þá sjö lög, er hann sjálfur hefur samið. 6. f. m. voru ungfrú Valgerður Lárusdóttir, fríkirkjuprests Haildórssonar, og Þorsteinn Briem aðstoðarprestur í Görðum á Álptanesi, gofin sam- an í hjónahand. íþróttafélag Reykjavíkur sýndi mönnum leik- fimis-iþróttir í barnaskólagarðinum hér í bæn- um 5: þ m: Félag þetta er þriggja ára gamalt, og er Bertheisen. umsjónarmaður klæðaverksmiðjunnar „Iðunn“, formaður þess. Leikfimin, sem félag þetta iðkar, er „sænsk leikfimi“, sem svo er nefnd. 1. þ. m. var gullbrúðkaupsdagur hjónanna Magnúsar Stephensen, fyr bónda í Viðey, og Áslaugar Sigurðardóttur Sverrisson. Danskur læknir, Norman-Hansen að nafni, kom hingað með „Botníu11, og ætlar að kynna sér augnsjúkdóma hér á landi um tíma. Safnaðarfundur verður haldinn hér í bænum laugardaginn 11. júní næstk., og hefst hann kl. 81/, e. h. Á fundinum verður rætt um nýju sóknar- giöldin o. fl. Fundurinn verður haldinn í húsi „Kristilegs félags ungra manna“, við Amtmannsstfg. Unglingspiltur hér i bænum varð nýlega upp- vís að því, að hafa selt Islandsbanká falsaða vixla, og var upphæðin 2—3 hundruð krónur. Piiturinn mun hafa iðrazt, því að hann fór sjálfur til fangavarðar, og skýrði honum frá glæpnum. Einn lögregluþjónanna hér í bænum, Sigurður Jónsson, hefur nýskeð sagt sýslaninni lausri. Iþróttavelli ætla ýms félög hér í bænum að koma sér upp suður á Skildinganesmelunum, og hafa í þvi skyni sótt um leyfi bæjarstjórnarinnar. Svæðið á að girða með svo hárri girðingu, að hvergi sjái inn fyrir hana, og vatni er áform- að, að veitt verði á íþróttavöllinn að vetrinum, svo að svell verði, og íþróttavöllurinn verði eigi að eina notaður að sumrinu, heldur og að vetr- inum, Svæðið á að lýsa með gassljósi, er þörf gerist. Gert er ráð fyrir, að kosta muni alls 8000 kr., að gera fþróttavöllinn svo úr garði, sem fyrir- hugað er. Afmælis Friðriks konungs VIII. var minnzt hér i bænum 3. þ. m. á þann hátt, að fánar blöktu á stöngum, og haldið var sarasæti, er nokkrir bæjarbúar tóku þátt f. Friðrik VIII. er nú byrjaður 68. aldurs-árið. Fiðluleikarinn O. Johansen, Sigfús söngfræð- ingur Einarsson, og frú hans, hafa áformað, að stofna í sameiningu söngmenntaskóla héríbæn- um, og hefur bæjarstjórnin ályktað, að lána þeim söngstofu barnaskólans í því skyni. Rafmagnsstöð vill Kjögx verkfræðingur, og K. Philipsen, koma á fót hér í bænum. og hag- nýta í því skyni foss-aflið í Elliða-ánum. Hafa þeir nýskeð æskt leyfis bæjarstjórnar- inna'-, en málið enn eigi af hennar hálfu út- kjáð. Barnaskóla Ásgr. Magnússonar hefur bæjar- stjórnin hér í bænum nýskeð veitt 400.kr. styrk fyrir síðastl: vetur. Frakkneski konsúllinn hr. Brillouinjhefur ný- skeð fengið leyfi bæjarstjórnarinnar, tiljþessjað byggja bryggju út undan íbúðarhúsi sfnu. Danski læknirinn’Norman-Hansen , flytur já morgun (9. júníj fyrirlestur um Rússa ogFinna og rennur ágóðinn til heilsuhælisins á Vífils- Stöðum. Hr. Norman Hansen hefur sjálfur dvalið um hríð í Rússlandi, og er því mörgum fremur kunnugur ástandinu þar. Eitt af skipuni „milljónafélagsins11 svo nefnda, „Ágúst“ að nafni, kom inn 2. þ. m., með á ann- að hundrað tunnur af síld. Ungmennafélagið hér i bænum gekkst fyrir því, að kapphlaup var þreytt hér í bænum /5. þ. m., frá kirkjugarðínum suður Skildinganes- melana, og tóku nokkrir yngri manna þátt í'því. Að kapphlaupinu loknu var sundsýning hjá sundskálanum við Skerjafjörð. Prentsmiðja Þjóðviljans. 99 heimleiðis, með því að jeg hygg, að dreDgurinn hafi ver- ið myrtur af misgáningi, í stað systur bans, myrtur af — — —" „Hverjuui?"1 gripu báðir fram í í senn. .Það kemur nú ekki fyr en i enda sögunnar“, mælti ungfrú Carr. „Fay fæddist tveim árum síðar, en móðir hennar giptist hr. Harley, og áður hafði hún haft ást á hr. Dexter. Hún hafði verið gefin Harley til fjár, og virðist Harl- ey eigi hafa baft neinn grun um það, sem áður hafði ver- ið á milli hennar og Dexter’s, þar sem hann aptraði því eigi, að þau væru stöðugt samau. SvoDa atvikaðist það. að Dexter eignaðist Fay, og vissi Harley ekki fyr en mörgum árum seinna, að bún var ekki hans eigin dóttir. Það var Jasper, sem gaf Harley vísbendingu um það, að blýtt væri tnilli Dexter’s og frú Harley, og flutti haDn þá búferlum, ásamt konu sinni til Triest í Austurriki, Og bjuggu þau þar í eigi all-fáa mánuði. Þegar hr. Harley dvaldi í Triest hafði hann enn eDga vitneskju um það, að Fay var eigi dóttir hans, rneð þvi að um það var Jasper ókunnugt, Ei> er að því leið, er Felix fæddist, kom Dexter ofursti til Triest, og leuti 'pá í íllu milli hans og Harley’s, og þegar Feiix var fæddur, hvarf Harley því aptur til Englands, til þess að gæta sóma konu sinnar, og var húu er til Englands kom — dáin. Mælt var — og því mótmælti hr. Harley ekki —... að hún betði látizt á skipinu, og líki hennar verið sökkt í Miðjarðarhafið. En Dexter ofursti hvarf aptur til Nizza, og grét 100 þar lát einu konuDnar, seui hanu hafði nokkuru sinni elskað. „Þetta eru mikil sorgartíðindi“, rnælti öilbertalvar- lega, „og frú Harley hefir átt rnikla sök á þessu. — En segið mér ungfrú Carr, hvað kemur þetta því við,'J sem nú ræðir um?“ „Meira, en þér ímyndið yður“, svaraði ungfrú Carr. „Dexter ofursti, og jeg, erum bæði þeirrar skoðunar, að írú Harley hafi ekki dáið á leiðinni, eins og Harley og Jasper eegja; heldur hafi maðurinn hennar látið koma henni til klaustursins í kyrrþey, og lokað hana inni í vest- ur-álmuDni, og sé hún þar enn, og hafi verið árum saman. „Æ!“ mæltu báðir jafn harðaD. „Enn fremur“, hólt ungfrú Carr áfrarn máli sínu, „hyggur Dexter ofursti, og jeg, að frú Harley hafi misst vitíð, sakir voðalega íllrar meðferðar. — Og jeg bygg“,. mælti hún enn fremnr dræmt, „að vesliugnum sé stund- um híeypt, út, ef ske kynni, að hún rækist þá á Fay, og sálgaði henni. Þér trúið mór ekki, en eg fullyrði það þó, að aun- ar eins maður, eius og Harley, getur brugðið því fyrir aig, að fremja hvaða glæp, sem er. I strð þess að rekast á dóttur sína, hefir nú ve9l- ings frú Harley rekist á Felix, og — drepið hann“. „Frú Harley er þá enn á lífi, og lokuð inui í kór- livelfingunni“, mælti Grilbert. „Já“, sagði ungfrú Carr í mjög ákveðnum róm. „Og frú Harley er draugurinn, sem almennt er nefndur hvít- muokurinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.