Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1910, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1910, Síða 2
110 ÞjÓbviljinS. XXIV., 28.-29. að því er til ýmsra gagnlegra fyrirtækja i sveita- og bæjarfélögunum kemur. Vór látum nægja, að víkja að eins stuttlega að þessu, en gerum ráð fyrir, að það leiði til þess, að ýmsir taki mál- ið til nákvæmrar yfirvegunar. Nýjar bækur. Andvökur. Kvceðasafn Stephans G, Stephanssonar. Sum blöðin hafa ekki minnst enn á tvö fyrstu bindin, sem prentuð voru í haust, og getur það ekki verið af því, að neinum ritstjóranum þyki bókin ekki frá- sagna verð. Liklegra er að því hafi vald- ið sá orðrómur, að von væri á þriðja bindinu innan skamms og má þá nú telja vísa ritdóma þeirra blaða, því prentsmiðj- an hefur nú einmitt lokið síðasta um- farinu. Jeg hef átt kost á að sjá þetta þriðja bindi og vildi nú mega benda lesendum „Þjóðviljans14 á þessa bók í heild sinni, því raér þykir miklu skipta fyrir menn- ingu okkar og andans þroska allan, að menn kynnist bókinni sem allra flestir. Það er lind, sem lengi má renna í, og þar eykur hver teygur afl. Stefán fer ekki að yrkja af bríaríi eða til að leika sér með list sína. Orusta mannlegs fólags eða ófélags umhverfis hefur smám siman dregið að sér allan hug hans. Eptir rólyndi hans og Jjósa skilningi hefði maður nærri helzt búist við að þessi maður mundi láta sór nægja að horfa á bardagann og fyrirlíta okkur, aumka okkur og brosa að okkur tilsýnd- ar, en láta skotta við sín skip, eins og mörgum verður og hefur orðið hér og víðar, þeim sem n.aður hafði vænst af mikils og góðs, en enda með þ vi, að þora hvorki né nenna að verða nokkru því að liði, sem þeir unnu þó með sjálfum sér En Stefán er svo skapríkur og ástin á viti og mannrétti er honum svo heit alvara, að hann getur ekki setið hjá og horft á, að þeim blæði til ólífis. sem eru að berjast til sigurs því, sem hann metur helzt nokkurs á þessari jörð, en fávizk- una og ræfilmennskuna sigra af því einu, að hún er liðfleiri, meiri kergja í foringj- unum og af því að hinir liggja á liði sínu, sem móti gátu risið. Stefán er því kominn áður en nokkur veit þangað, sem örvarnar fara þéttast og hann neytir nú snilli sinnar tii þess að gera brodda sína sem beittasta, og fjarsýni sinnar til þess að miða á berustu blettina og viðkvæmustu, og eDginD mun bera honum það, að haDn sé ekki happ- skeytur. Meginið af kvæðum Stefáns er slíkar örvar sendar í hverja átt, hvar sem ein- hver menningarhugsjón þarf liðs eða ein- hver fornheimska er að öðlast lífsins kór- ónu eða verið er að slá skjaldborg um einhverja nýja. Hann skrifar lítið eða ekki í blöð nó timarit, en lætur ljóð sín ein fara erinda sinna á hvert land og þaðau gerir hann allar sínar atlögur. Eink- anlega hefur Stefán miðað íllilega á það óheilindalið, sem gengið hefur í vist hjá trú og kirkju til að skornma hugina og gera vitið tortryggilegt. Þar er og þörfin ekki minnst enn sem komið er, því það sór Leó Tolstoí auðvitað rétt, þótt hann só nú orðinn elliær, að dulspeki lians og viðrinistrú komast aldrei til valda meðan vit og vísindi sitja uppi og því ofsækir þessi gamli jötunn þekkinguna nú, öld- ungis eins og kristnin gerði meðan hún hafði hug til. Stefán sér það, að þar stend- ur iifvörður allra meinmætta andlegs þroska lýðsins og neytir hvers höggstað- ar á því liði. Að nefDa hór kvæði til dæmis eða erindi er óþarft, enda ónóg, því kalla má að allur ferill Stefáns, hvert spor, hvert handtak sé óslitin atrenna til þess að reyna að láta blinda sjá og halta gaDga. Af þessu leiðir eðlilega að „alötuðu sálirnar sæki aðu skáldinu, „sem sviku það gott í þeim bjó‘;. Það eru bæði þeir menn, sem efni sýndist í, en smámennsk- an gerði að leppum og liðhlaupum eða ragmennskan og værugirnin lét setja hjá, og reyna svo að telja sjálfum sórtrúum, að þeir sóu hafniryfir þroskabaráttu mann- kynsins. En Stefán sér geitarhjörtun og fer svo laglega höndum um þau, að Byron sjálfur gerir það ekki betur. Engu síður tekur Stefán á snilli sinni, þegar hann er að eggja karlmannslund- ina, og fegri og dýrari sveiga en Stefáns hefur sá dugur aldrei fengið, sem hélt sinnar leiðar og lét allsleysið hvorki beygja sig né draga sig inn í flokk sómamann- anna. „Að alfaraleið verður einstígur hans þó aldirnar fenni yfir sporin“. Um slíkt skaplyndi þykir Stefáni aldrei ofkveðið. Það mætir manni í margvís- legustu myndum um öll bindin og í þeirra manna sveiga er aldrei þurð á etni og þó ekki mörg laufin aðfengin fremur þar en annars staðar. Yið „Anau segir hann: „Þú lærðir gang 1 leir og urð og leikfang þitt var klakinn. Þú söngst þig framgjörn út og inn um eyðivegu tóma. Hin eina raust, var rómur þinn í ríki fenntra hljóma. Þú rannst af fjalli, fleygðir þér i foss af hengistöllum, og nafn sitt af þvi byggðin ber og ból i dalnum öllum. Það er hróðug sigurgleði þetta eptir óveg og einveru, og svo slík ljóðsnild sem þessi í ofanálag. Þá er: LækurinD, Samvizkan, Fíflið, og mörg fleiri gervi þessa aðalsskaplyndis. En sérstaklega verður uianni tíðrent huganum til sigur- ijóðsins, sem skáldið syngur „Greniskóg- inum“, sem lifið sáði til í argvítugasta endeminu; „Þar sem öllum öðrum trjám oflágt þótti að gróa undir skuggaholtum hám hneppt við sortaflóa11. Og „grönin“ fær þennanjmeginhróður:. Samt þú vóxt og varðst svo há. Viðir laufi klæddir, sem þó voru ofan á undirhleðslum fæddir, te.ygja sig þinn topp að sjá teinar veðurmæddir —----- Slíkar línur mættu víst dýriingar og milljónamenn kaujja dýrt af Stefáni. Svo nákomin sem kvæði þessi eru skáldinu sjálfu eptir því sem skaplyndi þesK er og örlög þess hafa verið, þá verð- ur þó ekki fundið, að tilfinningar þess talí þar örara eða berara en annars staðarj svo fast er taumhaldið, og getur þó blóð- skyldan varla verið nánari en hún er í. Týnda syninum: í útlöndum vann jeg ei fremd eða föng- né fjárhlut er vænn sé til þrifa. Eitt kvæði jeg kvað þar, einn söng jeg þar söng um SÍðkvöld, ©r þó á, að lifa. Svipað má segja um „Undir aðfall% því gott er kvæðið, þó meiri manndóm, og sterkari herðar þurfi til að standa und- ir því uppréttur en sá hefur, sem það er lagt á. Þar sem barist er við þekkingarleysii eða óbeit á þekkingu, er fyrsta lífsneist- ans von af fræðslu, og Stefán er óþreyt- andi fræðari, lærimeistari, hvar sem hann. er staddur. Oss furðar hve auðugur hann- er að nýjum hugsunum, en þó engu síður hift, hve rækilega hann hefur endaskipti' á ýmsu gömlu og góðu, sem vér höfðum; ekkif haft auga til að sjá, að stóð á höfði eða höfðum alls ekki séð. SvO' miklum. mun les hann betur sögurnar en vér vel- flestir. Hann botnar þar marga hálf—- kveðna vísu, sem vér sáum ekki að neitt vantaði í. Þegar hann les með 08S skilst okkur, að Hjaðningavíg standa enn í dag, og Mjöll kann enn sögur Snæsdóttir hins- gamla. Og enn eru Tyrtingar tíl, álaga— vopnÍD, sem „valda meinum“, sú erfðin,. sem skáldið er tregast til að fá dóttur bíddí þótt hún krefji. En það láturn vér- ummælt, að Stefáni verði ekki haldsamara en öðrum draugum á Tyrfingi sÍDum, ef dóttir hans krefst, því þann Tyrfing vilj-- um vór eiga ofan jarðar, og fyrir þvL getur bún átt hann og borið, að vér sjá- um þess engin merki, að á þann Tyrfing sé lögð nein niðingsverk.. Af því flestir Nikódemusar okkar eru skrýddirbrúðkaupsklæði, þá stingur bibliu- Nikódemus dálítið í stúf I kjólnum frá Stefáni, og er þó mikið af vatti enn þá, utan á honum. Aptur er kominn stað- góður steinn á leið Jóns gamla hrak.. Jeg kipptist við soöggvast, þegar jeg sá nafn Jóns, og flaug i hug, að Stefán ætl- aði nú að gera mér þann ógreiða að snúa Jóni gamla við, en sá undir eins, að það mundi Stefán manna sízt gera. Áv vorri öld, þar sem eDginn maður verðskuldar að liggja þversum, væri harmur að missa þetta eina gamla leiði.. Margir happa- drættir eru hér aðrir, svo sem Ræninginni

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.