Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1910, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1910, Síða 3
XXIV., 28.-29. Jpjóðviljink. 111 'kveðinn um Shakspere, eitt af grettistök- Unum, og þó manni hafi flogið i hug að „,listarorð“ Hrafnistumanna hafi einmitt verið seglin, þá koin það eingu siður flatt upp á, að sjá það í þriðja bindinu. En hvergi sést það jafn skýlaust, hvað Stefán sér betur og hugsar sterkara en aðrir menn, heldur en þegar hanD litur yfir allan orustuvöllinn, allt tilverustríðið i einu, hvernig það er háð og til hvers. Hér er ekki rúm til að leiða einstök kvæði fraip til vitnisburðar, en eg skal nefna á nafn þau belztu, svo sem: Kveld, I rökkr- inu, Yið vatnið, Dagsetur, Heimskautafar- arnir, Vögguvísur, Æskuminning, Al- mannarómurinn, og nú í 3. bindinu: Á ferð og flugi, Aftaka óeirðarmannsins og Díkonissa. Hér er víða lengra séð og dýpra en í nokkuru öðru sem prentað hefir verið á islenzku á okkar dögum í ljóðum eða lesmáli, og hafi íslendingur séð áður svo langt og skarpt, þá hafa þau augu lokast minnjalaus. Hér er ekki kostur að ra-ða lítsskoðun höfundarins i einstökum atriðum, það yrðu að eins kar- molar, en í stuttu máli og ónákvæmt mætci ef til vill segja, að hann skoði tilveru vor jarðarbyggja eins og mis- heppnað fyrirtæki stórhuga guðs. í Aftöku óeirðarmannsins Í3. bindinu standa þessi skínandi erindi: Nú svifaði ysjan og ísingin blind frá austurlands fjallgarði báum, og klettarnir risu sem kastalagrind frá Jiaidhömrum ljósum og biáum, sem afhjúpað guðsverk frá ómunatíð af óloknu hugtaki úr veraidarsmíð. En mörkuð var eyðing á öllu sem stóð, tóm upphrot og sligaðar bungur, því Örgelmir sá, sem að henglum þeim hlóð' sinn haug varp þar sterkur og uugur. Því guðirnir hníga og heygjast sem vér með hálfloknar ætlanir grafnar með séri Þetta er furðulega skýrt yfirlit yfir ör'ög guðanna og verka þeirra, ekki lengra en það er, en líklega verður það þó ekki kennt í skólunum næstu árín. Svo skýr og rambyggð sem öll hugs- j unin er hér í hverju einstöku atriði, þá hefi, jeg þó ekki getað gert mér vel ljóst að öllu leyti samræmið railli álits skálds- ins á lífinu og tilverunni í heild sinni og svo hinnar hróðugu ástar á lífinu, sem sumstaðar bregður fyrirí kvæðunum. Sú til- finninghefir flogið fyrir mig stUDdum, sem grundvöllurinn undir lífshróðrinum væri tæplegajafn traustur sem hanner þar und- ir flestum byggingum öðrum, og að þetta væri ekki siður tilfinDÍngamál en röksemda; eða það væri jafn vel ort fyrir nauðsynja j sakir, til þess að sætta menn við lífið og j gefa einhverjar skaðabætur fyrir missi ei- ! lífðarvonar og lífsíns í Paradís. Að vísu j getnr móðir haft heita og innilega ást á í ógæfubarni og krypplingi, en það er ekki J hróðug ást og eggjandi eins og lífsást I skáldsÍDS. Jeg hefi þvi gert mér i hug- | arlund, að þó að lífið allt njóti hér af, þá sé þetta í rarninni ástarljóð þess þróttar, sem nýtur að eins eðlis síns og vellíðun- ! ar við baráttu og sigur, og að því leyti getur hann vel kveðið lífinu ástarljóð, því af þeirn á lífið allt af eitthvað, siíktlr ör- eigi sem það er að öðru. Með þetta fyrir augum, og valla held- ur öðru vísi, verður vel skiljanleg sú spaks manns rósemd. sem þessi brenn- heiti tilfinningamaður tekur með á móti þeim úrskurði, sem æðsti dómur rökréttr- ar hugsunar kveður upp yfir tilveru vorri; því bil er á milli þess, að syDgja sjálfri tilverunni lof, og hins, að skrifa með skjálptalausri hendi nndir friðarsáttmálann við dauðann. En undir þá sætt skrifar Stefán einmitt svo, að fáir munu eptir ieika, því oss hnykkir við til tára, þegar hann er að tala við oss um drenginn sinn, sem dauðinn tók frá honum ein- mitt á sárasta aldrinum, og auk þess harðleiknislega. Sú sjón og öll minningÍD iæsir sig svo fast ínn, að eptir mörg ár hefur allt slit og allt stríð látið hana þar óhaggaða, svo hún hefur áreiðanlega ekki horfiðúr ininni nema þá réttstund og stund í bili, og undir þessu fargi getur hann kveðið svona rólega: „Jeg kveð þig sumar — Haust, jeg heilsa þér, af hnjúknum þeim, sem landamerki er. Að haki liggur sveitin sumarlöng toeð sólskins morgna og þýðan lógusöng. En við mér hlasir sveit, ei sjónum víð, þvi sólarlag er þar í miðri hlíð. — En trú þú ei jeg hnugginn harmi grand, þó haili o'n x kvöldskugganna land. Við herra lands þess hef jeg löngu sæzt og honum treysti — við höfum fyrri mæzt: En land hans mínum muna ljúfra var (drengsins) og moidin kærri — fyrst hann hvíldi þar. Svona rólega skrifar hann undir fyrir þá báða. Sá nokkur fyrr svo ramman 121 „Eu i raun og veru fór hann ekki lengra, en í vest- urálmuna“, svaraði frú Aroher. — „Það var látið svo heita sein hann væri í ferð, til að blekkja aðra“. „Guð hjálpi mér!“ sögðu þeir báðir i senn. „Jeg verð að skýra yður frá öllu, svo að þér skiljið“, svaraði frú Archer. „Surot er þess eðlis, að eg hefi verið S]ónar- eða heyrnarvottur að því, en sumt bafa aðrir sagt mér. — Hverir, skiptir engu. — Þér verið að trúa því, sem eg segi“. Hún þagnaði, eins og hún þyrfti að hugsa sig um, en mælti svo: „Hr. Harley er af ætt, sem kynslóð eptir kynslóð hefir þjáðst af vitfirringu, sem dottið hefir á með köflum. Það hefir eigi brugðist, að geðveikin hafi brotizt út í ættinni, fyr eða síðar, hjá hverjum einstökum meðlim hennar. Hjá hr. Harley brauzt hún út, sem drápgirni, svo að hann varð likastur blóðþyrstu tígrisdýri. Hann hefði aidrei átt að kvongast, og hefði ef til vill heldur ekki gert það, hefði hann þekkt, hversu veiki þeirri, er hann hafði að erfðum tekið, var í raun og veru háttað En hún brauzt fyrst fylliiega út, eptir að hann var kv9Bntur, og olli þá dauða einka-systur minnar. Hún var frið, ung stúlka, hr. Tresham, og skiijið þér það, er fiHgj yður, að Fayier lifandi eptirmyndin hennar Áður ©n hún kynntist hr. Hariey var hún heitin kapt. Dexter, sem nýlega var þá genginn í herinn. Þau unnu hvort öðru hugástum; en Dexter var fá- tækur. og foreidrar mínir neituðu þvi lengi, að samþykkja ráðahaginD. 110 Barstone, sem lá í hengi-bedda í garðinum, og hafði sofnað, vaknaði, er Gilbert ýtti við honum. „Hvað er að?“ mælti hann, hálf-sofandi. „Mikið að“, svaraði Gilbert og sottist í stól. „Ban- sett konan —“ „Hittirðu hana ekki?“ „Nei, en Jasper sá jeg“. „Getur það verið?“ mælti Barstone, og reis upp. „Og hvað sagði hann um hvarf Fay’s?“ „Hann sagði ekkert, læzt enn vera mállaus, þrjót- urinn“. „En hvað sagðir þú?“ „Jeg sagði honum, að eg hefði heyrt hann tala í bænahúsinu, og hótaði að segja lögreglu mönnum frá því, ef hann segði eigi allan sannleikann“. „Gerði hann það þá?“ „Nei; hann ritaði dálítið á pappirslappa, rétti mór hann, og hljóp inn i húsið. Frú Archer gat eg ekki fengið að tala við, með því að vinnufólkið aftók, að það fengist, inn í húsið gat eg ekki brotizt, og varð því að fara. „Kærðu þig ekki um frú Archer! En hvað skrifaði Jasper?“ „Að eins þessa einu setningu: „Ef þór kallið á lög- reglumenn, stofnið þór ungu stúlkunni, sem þér elskið, í voða“. Þetta varð mér til huggunar“. „Hvernig?“ „Skilirðu ekki, að Jasper gat eigi skrifað þetta, væri hún eigi enn á lífi. — Jeg imynda mér, að Harley, þorp- arinn, hafi lokað hana einhvers staðar inni“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.