Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1910, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1910, Síða 4
112 T’jóðviijinn. XXIV., 28-29. harm í slíkum fjötrum? Þetta er ein- mitt sigur karlmennskunnar og einmitt í tilveru, sem er þrotabú, og hjá lifi, sem er krypplingur. Fyrir því má vel unna krypplingnum nóg til þess að una því vel að vinna honum, og eiga starf sitt og minnjar í velliðan hans Það er þó sá sigur, að draga úr hörmung sameiginlegs skipbrots. Sátt min við dauðann getur eðlilega stafað af því, að jeg hef ekkert traust á j lífinu, eða þeirri tilveru, sem lífið er runn- j ið af. Hin eina bending um eðli þess og | örlög er það sýnishorn, sem jeg hef átt kost á að sjá hér og kynnast, og þetta sýnishorn eykur sannarlega ekki tiltrúna eða óskina um áframhald. Það getur blátt áfram verið voðatilhugsun, að vera ofurseldur tilveru tilfinningarlausri og ábyrgðarlausri eins og vor tilvera er þar sem ekki yrði flúið á náðir neins dauða. Því þeir sem sýna vilja fram á líknsama náttúru eða góðan guð, geta miklu rökréttara bent á dauðanu en lífið að því sem vér þekkjum bæði enn. I þessari hugsun er fult samræmi, og kvæð- ið „Eptir frænku mínau og fleira sýnir, að ályktun bkáldsins verður eitthvað i þessa átt. (Niðurl.; Jitsíma-fregnír. —o— Frá Danmörku. Dómur ríkisdóms. Símfregn, er barst frá Kaupmanna- i höfn 17. þ. in. (júní), segir ríkisréttardóm upp kveðinn i málinu gegn fyrverandi ráðherrum, J. C. C'hristensen og Sig.Berq. Dómsúrslitin urðu þessi: í J. C. Christensen alsýknaöur, ; en að því er Sigurd Berg snerti, var hann dæmdur i 1000 kr. fjársekt. Ekki er ósennilegt, þar sem þessi urðu úrslitin, að því er Christensen snertir, að honum verði nú falin forstaða ráðaneyt- isins, er tekur við af XafíZe-ráðaneytinu. Að öðru leyti vantar enn glöggar fregn- ir um máiið, og um dómsúrslitin. Aukaþings-áskorunin. Auk alþing- ismanna þeirra, er undir aukaþings-áskor- unina skrifuðu, var Sig. alþm. Sigurðsson, annar þingmanna Arnesinga, henni og samþykkur, að því er sjá má af síðasta nr. „Þjóðólfsu, þar sem skýrt er frá sam- tali hans við ritstjóra nefnds blaðs, en hann var fjarverandi, er áskorunin var send. A hinn bóginn hefir „Isafold“ borið brigður á það, að alþm. Jösep Bjórnsson &é aukaþingi fylgjandi nú orðið, þótt hann teldí það æskilegt, þegar þingmálat'undur Skagfirðinga var haldinn. f Etazráb Glíickstadt. (I’orstjóri Landmandsbankans.j Að kvöldi 14. júni þ. á. andaðist í Kaupmannaböfn etazráð Oluckstadt, for- stjóri danska Landmandsbankans í Kaup- mannahöfn. Hann hét fullu nafni Isak Moses Hart- vig Oluckstadt, og var fæddur í borginni Fredericia árið 1839. Árin 186B—1872 var hann við banka- störf í Kristíaníu, en sleppti því starfi síðar nefnda árið, og gjörðist forstjóri Landmandsbankans í Kaupmannahöfn, er stofcaður var greint ár, og veitti hann honum forstöðu til dánardægurs. Gliickstadt átti góðan hlut að því, að hlutafélögin: „Fríhöfn Kaupmannahafn- ar“, og „Austur-Asíu-félagið44 komust á laggirnar, sem hvorttveggja voru Dönum nytsemdar-fyrirtæki. Hann var einn í bæjarstjórn Kaup- mannahafnar árin 1886—1892. Eins og kunnugt er, hefir Landsbank- inn hér á landi, síðan hann var stofnað- ur, haft aðal-viðskipti sín erlendis við Landmandsbankann, og mun Gliickstadt þvi, ýmsum fremur, hafa haft dálitil kynni af ástandinu hér á landi. Kgl. dansia búnaðarfélagic^ hefir boð- ist t.il þess, að útvega unglingum, er land- búnað vilja nema erlendis, vinnumennsku á góðum bóndabæjum í Danmörku. Ætlast er til, að þeir verði tvö ár í vinnumennskunni, og eru launin 175 kr. fyrra árið, en 200 kr. seinna árið. Umsóknir vorða þó því að eins tekn- ar til greina, að umsækjandinn kunni dönsku, og hafi verið tvö ár við land- 111 „A! Á!u mælti Barstone, og spratt upp. „Hvað gengur á?u mælti Gilbert. „Skyldi hann eigi hafa lokað hana inni í kórhvelf- ingunni, þar sem móðir hennar er?“ „Það er ómögulegt! Jeg held, að þeir þyrðu því hvorugur, Harley eða Jasperu. „Jeg er annarar skoðunar1*, mælti Barstone. „Yið verðum að gera síðustu tilraunina til þess, að komast að því í nótt, hversu umhorfs er í kórhvelfingunni. XVIII. KAPÍTULI. I körhvélfingunni. Seinni hluta dagsins, sem og um kvöldið, var Gil- bert í mjög íllu skapi. „En ef við finnum hana nú ekki“, mælti hann, upp úr þurru, eptir langa þögn. „Já fari svo“, mælti Barstone, „þá komumst við þó ef til vill að raun um, hvað sannast er, að því er frú Harley snertir, en þó þvi að eins, að Jasper sé ekki á verði við tréð“. „Jeg læt mig engu skipta, hvort hann er þar, eða ekkiu, svaraði Gilbert all-ákafur. „Málið er alvarlegra, en svo, að það þoli bið. — Varni Jasper okkur, fleygi eg honum í ánau. „Guð hjálpi mér!“ mælti Barstone, og brosti. „Við skulum vona, að tii þeirra ráða þurfi ekki að grípa.u Þegar leið á kvöldið, fór Gilbert að gjörast rólegri, en hann hafði verið enda sá hann, að nú þurfti á still- 120 „Hún dó í Triest", svaraði frú Areher. „Hvers vegna ímyndið þér yður, að hún væri enn á lífi?u „Bæði ungfrú Carr, og Dexter ofursti, héldu, að hún væri á lífiu. „Nefnið eigi það nafn“, mælti frú Archer, og skalf í henni röddin. „Honum er þetta allt að kennau. „Þér verðið að fyrirgefa honurn. —Hann er dáinn“. „Dáinn! Hvíli hann þá í friði. — Hann hefir syndg- að, en honum hefir hefnzt fyrir syndir sínar. — Jeg hefi frétt um hin langvinnu veikindi hans í Nizza. — En hvernig víkur því við, að ungfrú Carr er þessu kunnug?“ „Hún heyrði eitthvert kvis um það, að einhver væri lokaður inni í vestur-álmunni“, mælti Gilbert, „og minnti það hana á einhverjar sögur, sem hún hafði heyrt um frú Harley og Dexter, og ásetti sér þá að finoa Dexter, og fá að vita, hvernig í öllu lægi. — Það gjörði hún, og komust þau þá bæði að þeirri niðurstöðu, að frú Harley hefði ekki dáið í Triest, en að hún hefði með leynd verið lokuð inni í kórhvelfingunni“. „Og þór hafið þá án efa haldið, að veslings systir mín væri hvít-munkurinn, — og hefði myrt einka-son sinDu. „Já; öðru vísi varð gátan ekki ráðin!u „Nei, það skil eg“, svaraði frú Archer stillilega; „en nú vitið þér, að það var hr. Harley, sem lék hvít-munk- inn, og drap Felixu. „Vissuð þér það þá?u Jeg ímyndaði mór, að svo hlyti að vera, en var ekki vis8 um það. — Þér verðið að muna, að álitið var, að hr. Harley væri erlendisu. „Já, álitið, að hann væri erlendis!“ mælti Gilbert.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.