Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1910, Blaðsíða 2
122 T>JÓÐV1LjINN. XXIV., 31,—32. Blaðamenn úr ýmsurn löndum hafa áformað, að halda fund í Kómaborg næsta ár (1911).--------- Balkanskaginn.. Við kosningar, er fóru fram i Rúmenía nýskeð, urðu all-miklar róstur, og biðu tveir menn bana, en tveir urðu sárir. Stjórnin í TyrkJandi hefur nýlega á- lyktað, að allir Albanesar skuli vopnum sviptir, og í því skyni látið hermenn um- kringja öll þorp þeirra, til þess að knýja þá. til að láta vopnin af hendi, svo að endir verði á hinum sí-endurteknu upp- þotum af þeirra hálfu. Megnar æsingar í Tyrklandi um þessar mundir, út af Kríteyjarmálinu, og samtök gerð hér og hvar um það, að kaupa eigi grískan varning. Stjórn Tyrkja hefur og haft viðbúnað í þvi skyni, að senda herlið til Þessalíu, ef á þarf að halda, tii þess að aptra því að Krítey komist í hendur Grikkjum. — Sjálfboðaliðar hafa og boðið sig frarn bóp- um saman. A Grikklandi er og æsing mikil, út af Kríteyjarmálinu, og hefur Qeorg kon- ur brugðið sér á fund stórveldanna, til þess að vita, hvort þeu fáist eigi til þess að samþykkja, að eyjan gangi á vald Grikkjum, svo sem ósk meginhluta eyj- arskeggja er. Hverar iyktir verða þeirra málaleitun- ar, verður enn enn eigi sagt, en nýskeð hafa stórveldin sent stjórninni í Kanea, höfuðborginni á Krit, tvö bréf, annað þess efnis, að leyfa verði muhamedönskum embættismönnum að vera í embættum, þótt eigi vinni þeir Georg Grikkja-kon- ungi hollustu-eiða, svo sem Kríteyjarstjórn hefur heimtað, en hitt þess efnis að m'uha- medönskum þingmönnum megi eigi varna þingsetu, þó að þeir vinni ekki eið. Mælt er < ð gríska stjórnin o. fl. hafi gefið Georg ko-iuDgi visbendingu þess efnis, að skeð geti að honum verði bönn- uð landganga er bann kemur heim til G-rikklands aptur, vinnist honum eigi, að ná Krítey tii hanJa Grikklandi. Furstirm í Montern gro, Nikolaj að nafni, minnist fimmtíu ára ríkisstjórnarafmælis síns i næstk. ágústmánuði, og er ruælt, j að hann hafi í huga’ að taka sér þá kon- ungsnaÍD. — — — Austurríki — Ungverjaland. Á Ung- verjalandi eru þingkosningar nýlega um garð geDgDar, og gengu þær stórum stjórn- inni, sem nú er, í vil. Frartz Jósep keisari brá sér í maí til Herzegowínu-BoSDÍu, og er mælt, að hann ætli að gera lönd þessi að sjálfstæðu konungsríki, og bera þar konungsnafn, jafnfrau t því er hann er og konungur í Ungverjnlandi, og keisari í Austurriki.— B,ús8land. Húsið, sem ríkisskjalasafn Eússa er geyrnt í, brann nýskeð til kaldra kola, eða því sem næst, og týndust þar ýms markverð skjöl. Nýlega var í Pétursborg afbjúpað lík- neski Alexanders keisara III. (keisari frá 13. marz 1881 til 1. nóv. 1894), og er hsnn sýndur á hestbaki. — En líkneskið smíðaði Poul Troithetskoy furstí, sem tal- inn er frægastur DÚlifandi myndasmiða á EússlBndi. Easabeth Feodorowna, ekkja Sergíusar stórfursta, — er var sonur Alaxanders II., Kússakeisara, og hlaut sömu forlög sem faðir hans, að haun *var myrtur 17. febrú- ar 1905 — hefir nýlega gengið i Dunnu- klaustur, og gefið frændfólki sínu aleigu sína. Landdsgur Finna hefur nýlega sent Nicólaj keisara ávarp, þar sem farið er fram á, að haldin séu grundvallarlög Fídd- lands, og apturkallaðar stjórnanáðstafanir, er i bága við þau fara. — — — ÞýzkaJand. 4. júlí næstk. leggur Vil- hjalmur keisari af stað í skemmtiferð til Noregs, svo sem vani hans er á hverju sumri, og dvelur þar i 3-4 vikur. Með því að Yilhjálmur keisari fær engin laun, sem keisari Þýzkalands, en að eins sem konungur í Prússlandi, 6d mjög vill verða útdráttarsamt hjá honum sakir bygginga, veizluhalda, og ferðalaga, þá er nú í ráði, að ríkisþing Prússa hækki laun lians urn 3—4 millj. rigsmarka; þau hafa áður verið 15 —16 millj., enda fólks- hald mikið o. f 1., sem á hviiir. Yið útför Játvarðar konungs ermælt, að Vilhjálmur keisari hafi í samræðu við Pichon, utanríkisráðherra Frakka, vakið máls á því, að nauðsynlegt væri, að norð- urálfu-ríkin væru í friðar-eambandi, og hefir keisari áður innt i svipaða átt, að því er oss minnir. — — — Bandaríkin. Náaiusiys varð í Birm- ingham í Alabama-rikinu, og biðu 300 manna bana. Mælt er, að svo teljist til, að í sum- armánuðunum, á 13 vikna tíma, ferðistá viku hverri 14 þús. manna frá Banda- ríkjunum tii Evrópu, til að létta sér upp. Canada. „Dinamítu-sprenging varð nýskeð í verksmiðju í Hull, og biðu 9 menn baDa, en 40 lemstruðust mjög voða- iega. — — — Nícaragua. Orusta varð nýskeð milli uppreistarmanna og stjórnarmanna, þar sem Bluefields heitir. — Hét sá Laras, er stjórnarhernum stýrði, en fyrir upp- reistarmönDum var Estradá hersböfðingi, og biðu stjórnarmenn ósigur, og 250 féllu, eða urðu sárir. Annar foringi uppreistarmanna, Mena að nafni, umkringdi og nýskeð stjórnar- herinn í grennd við borgina ítama, svo að hann tær hvorki náð sér í vistir, nó hergögn. -- — — Japan. Þar varð nýskeð uppvíst um samsæri gegn stjórninni, og eigi all-fáir hnepptir i varðhald. Eldsvoði eyddi nýlega borginni Rom- arí, eða því sem næ9t. — Þar bruDnu um átta þúsundir húsa, og stóðu um þrjátíu þúsundir manna uppi húsnæðislausir á eptir. — Sextán menn biðu bana, og fjöldi manna hlant brunasár. — — -- Kína. Mæit er að sendiherrar stór veldanna hali nýskeð fengið hótunarbréf, þar sem þeim er hótað bráðum bana, ef eigi sé af þeirra hálfu látin alveg afskipta- laus uppreist, sem í aðsígi sé gegn stjórn- inni. — Til viðbótar útlendu fréttunurn, sem getið er hér að oíao, skal þessara tíðinda enn fremur getið: Danmörk. Eins og þegar hefur verið getið í biaði voru, var ríkisdómur kveð- inn npp í rnálinu gegn J. C. Cliristensen og Berg, fyrverandi ráðherrnm, 17. júní þ. á., og Ghristensen þa idgjörleea sýkn- aður, en Berg, dæmdur í 1000 kr. sekt eða til vara i 60 daga einfalt fmgelsi, sem og til þess, að greiða fimmtung mál- færsluiauna þeirra, er sækjanda málsins, G. M. Rée liaztaréttarmálfnMslumanni voru dæmd, en þau námu alls 10 þús. króna. Að því er J. C. Christensen snertir, var það vítt í forsendum dómsins, þó að hann væri sýknaður, að hann hefði neitað að ljá liðsinni sitt til þess, fjárbrall Albertí’s yrði ranDsakað, er málinu var hreift í danska ríkisþinginu vorið 1908. — Bar hann því þá við, að sannanir brysti, að því er ákærurnar gegn Albertí snerti, og sinnti því að engu, og þykir dómendum það óverjandi, en þó eigi þess eðlis, að hegningu eigi að sæta. Berg þykir hafa vanrækt eptirlitsskyldu sína, að því er snertir sparisjóð sjálenzkra bænda, þar sem honum hafi borizt vitn- eskja um það árið 1906, að í reikn ingi sjóðsins væri vantalinn 3 milljóna króna útgjaldaliður, og hafi hann þó leitt málið hjá sór, og brugðist á þann hátt embættisskyldu sinni. Yerjandi Berg’s og Christensen’s var Biílow hæztaróttarmálfærslumaður, og borguðu þeir honum málfærslulaunin sjálf- ir, og er mælt, að þau muni að minnsta kosti eigi hafa numið mÍDna, en því, er Rée var ákveðið í dómnum. 12. júní þ. á. andaðist N. F. Ravn, fyr flotamálaráðherra, fæddur 18. júní 1826. — Hann var um hríð sjóliðsíoringi, og varð flotamálaráðherra Dana í ráða- neytinu Holstein-Holsteinborg árið 1873, og gengdi því embætti stöðugt, unz hann hann fékk lausn árið 1900, að árunum 1875—1879 undanteknum. Árið 1873—1900 var E«vn jafoan fólksþingsmaður fyrir eitt KaupmanDa- hafnar kjördæmanna, og moð því að hann var viðmótsþýður raaður, samdi honum að mun betur við fólksþingið, þótt póli- tiskur andstæðingur meiri hlutans væri, en hinum ráðherrunum, þegar pólitisku öldrnar risu einna hæðst. á dögumEstrups- ráðaneytisÍDS. Hann var frumkvöðullinn að því, að Kaupmannahöfn var víggirt, enda þótt Bahnson, hermálaráðherra, kæmi verkinu í framkvæmd, tæki fó til þess úr ríkis- sjóði að ríkisþingÍDU fornspurðu. Hjón í borginni Silkeborg, Jens And- ersen jarðeignamaður, og kona hans, minnt- ust demants-brúðkaups síns 17. júní síð- astl., höfðu gipzt 17. júní 1845, en ann- ars er það nefnt demantsbrullaup, er hjón hafa saman verið 60 ár. í 28.—29. nr. blaðs vors var getið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.