Alþýðublaðið - 12.03.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið öefið tlt aí Alþýðaflekknum. 1921 Laugtrdaghm 12. marz. 59 tölubl. Hverju meg’in er g'erræðið? Það er eðlilegt, að þeir útgerð- armenn og heildsalar, sem halda Morgunblaðinu út, láti það halda fram skoðunum, sem þeir álíta bezt fyrir þá sjálfa að haldið sé að almenningi. Það þarf þvf engan að íurða á þvf, þó Morgunblaðið flytji ( gær grein um verkbann togaraeigenda, þar sem málinu er snúið við, og það kallað gerreeði, að Alþbl. skuli dyrfast að segja að það sé rétt, sem allir viðurkenna, að tog- araeigendur hafl tapað hinum sið- ferðilega rétti sínum til togaranna, ef þeir ætla að láta þá liggja við land yflr hábjargræðistímann. En það er svo sem ekki gerræði í augum Morgunblaðsins af togara- eigendum, að binda togarana vlð !and. Blaðið segir að „ofbeldis og yflrgangsandinn* ríki svo taum- laust í Alþbl. að furðu sæti. En það segir ekki eitt orð um þann ofbeldis og yflrgangsanda sem út- gerðarmenn eru haldnir af, að ganga nú á samningana, sem þeir eru nýbúnir að gera við sjómanna- félagið og gilda til hausts. Slfkt sætir engri íurðu hjá Morgunblað inul Það telur upp, sem dæmi upp á yflrgangsandann, fyrst það, að taka skipin af eigendunum (þó þeir haldi þeim ekki út yfir ver- síðina og geri þar með tilraun til þess að setja landið á höfuðið og tilraun til þess að helsvelta verklýðinn). Annað, að ekki skuii eiga að borga eigendunum fyr en cftir hentugleikum. Þriðja, að það eigi ekki að meta skipin meira en þau raunverulega eru virði nú (hálfvirði kallar Mgbl. það). I fjórða lagi kallar Mgbi. það dæmi upp á ofbeldis og yflrgangsanda, að irtlúð skuli eiga að standa straum af útgerðinni. En ekki verður séð á biaðinu hvort þetta síðasta er ofbeldi gegn útgerðar- mönnum eða rfldnu. Þó þessi umgetna grein Morg- unbiaðsins sé ekki löng, þá slær samt út f fyrir greinarhöfundi, sem auðsjáanlega er maður óvitrari en S Þ. og er það þá sennilegaj B. sem skrifar greinina. Greinarhöf undur segir sem sé, að Alþbl. vilji iáta „taka skipin fyrir sama sem ekkert verð og skella öllu tspi á rfkissjóð “ Hverskilur þetta? Hvernig getur það orðið tap íyrir rfkissjóð að taka skipin fyrir sama sem ekkert verð? Eða er það tap togaraeigenda, sem Mgbl. heldur að Alþýðublaðið vilji koma á ríkissjóð? Morgunblaðið segir að það komi aldrei fyrir, að togararnir verði gnrðir að þjóðareign. En þvf er það þá að skrifa á móti því? Það skyldi nú vera, að það væri ekki einmitt af þvf að Mgbl. sjái fyrir að togararnir verði gerðir að þjóðareign, að það í voa um að geta taflð það eitthvað er að skrifa á móti þvf? Er ekki senni- legra að það sé einmitt af því, að Mgbl. sé hrætt um að þetta verði framkvæmt, að það skrifar á móti? Jú, það er víst og áreið- anlegt, og togaraeigendum og blaði þeirra er óhætt að reiða sig á, að þó það kunni að vera þeirra hugsuu að togararnir verði bundn- ir við hafnargarðinn til loka eða lengur, nema kaup sjómanna sé lækkað niður fyrir það sem þeir geta lifað af, þá verða þeir það varla út mánuðinn. Evs vilji þeir komast hjá óþægindum í þetta sinn, þá er þeim bezt að leysa skipin sem fyrst, eins og ekkerí hafl f skorist, halda samningana sem þeir eru nýbúnir að gera, og reyna að verða sér nú ekki aftur til skammar til hausts. Bragí: Fundur og æfing sunnu- daginn kl, 10. Alþingi. (I fyrradag.) Efrl deild. Frvarp til laga um einkaleyfl handa Háskóla Islands til útgáfw almanaks var vísað til 2. umræðu. Frumv. þetta er nýmæli og ekkert athugavert við það, að málið nái fram að ganga, en hér, eins og oftar, er byrjað á afturendanum. Og er bálf broslegt að háskóli, sem hvorki hefir verkfræðilegít, deild né hina minstu stjörnufræðis- stöð, skuli eiga að gefa út alman- ak og fá til þess einkaleyfi. Neðxi deild. Frum. til laga um breyting é lögum um bæjarstjórn ísafjarðar samþ. og afgr. til ed. Frumv. til laga um sölu á land- spildu, tilheyrandi Þingeyraklaust- urs prestakalli, til Blönduóshrepps vfsað til 2. umr. og landbúnaðar- nefndar. Framhaldsumræða enn um lacd- helgisgæzlumálin. Ógetið var 3ja ræðumanna frá því siðast, þeirra Gunnars Sigurðssonar óg J’óar Þorlákssonar. Að þessu sinni hóf Bjarni frá Vogi máls Og töluðu auk hans: Fjármálaráðherra, Há- kon í Haga, Gunnar Sigurðsson, Jón A. Jönsson, forsætisráðh., Pétur Ottesea, Jóa Þorlákssos, Magnús Jónsson. I gær voru engin merk mál á dagskrá, nema komvörufrumvarp- ið, sem afgreitt var frá þinginu með rökstuddrt dagskrá og þar með drepið. Meirihluti þingmanna er mjög éánægður með stjórnina, en senni- lega fær hún þó að sitja ennþá, vegna „dragstógs” þess, sem svo oft ríkir meðal úrræðalausra smá- raenna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.