Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1910, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1910, Blaðsíða 7
XXIV., 31.—82. JÞjóðvii..iin > 127 stofnt í sumum málunum, eða höíðað ný m&l, þótt eigi höfum vér haft spurnir af því. í þ. m. er væntanlegur hingað danskur org- anleikari, Júlíus IToss, fr& Sundhy. Hann kvað hafa getið sér góðan orðstý í Kaup- mannahöfn, sem organleikari. 28. f. m. fór danska horskipið „Heimdal11, vestur og norður um land, til Austfjarða, og ætlar þaðan til útlanda. Stúlkur, som ætla sér nð vera & kvennaskól- anum hér i Reykjavik næstk. vetur, verða að senda forstöðukonu skólans, ungfrú Ingihjörgu H.Bjarnason, umsóknsínafyrir lok ágústmán.þ.á. Inntöku fá þær stúlkur einar, sem fermdar eru, og siðprúðar, og eiga þær að láta umsókn sinni fylgja hólusetningarskirteini, sem og heil- brigðisvottorð fr& lækni. „Vesta kom hingað norðan og vestan um land, 27i f. m. Með skipinu voru eigi all-fáir farþegjar, þótt hér séu eigi nafngreindir. Asgrímur m&Iari Jónsson dvelur í sumar í Skaptafellssýslum um hríð, ætlar að m&la þar, eða unöirhúa málningu ýmsra landslagsmynda, enda náttúran þar að ýmsu leyti mjög einlcenni- leg, hrikaleg, og þó einmanaleg öðrum þræði. Fjórir sænskir landbúnaðarmenn komu hingað með „Ceres“, 28. f. m. Þrír þeirra eru frá Karlstad, en einn frá Gautaborg. Munu þeir ætla sér, að ferðast hér eitthvað, og kynnast landbúnaðarháttum vorum. 99 ára afmoelis Jóns sáluga Sigurðssonar var minnzt hér i bœnum 17. f. m. á þann h&tt, að fánar blöktu á stöngum. Snemma dags var og, að tilhlutan heima- stjórnarfélagsins „Fram“, lagður hlómsveigur á leiði hans, og kl. 8'/2 e, h. söfnuðust ýmsir hjá alþingishúsinu, og gengu þaðan með lúðraflokk í fararbroddi að leiði hans, og mælti Þorsteinn sk&ld Erlingsson þar nokkur orð, minntist æfistarfs Jóns sáluga o. fl. Meðal þeirra, er f;& útlöndum komu með „Ceres“ 28. f. m., var Bjarni Sighvatsson, aðstoð- armaður í íslandsbanka, sem dvalið hafði nokkra mánuði í Kaupmannahöfn, og kvnnt sér þar bankastörf i „Privatbankanum11. Guðm. landlæknir Björnsson lagði af stað héðan með „Vestu“ 30: f. m., og ætlaði í land á Patreksfirði, og þaðan landveg um vesturkjálka landsins. Erindið, að líta eptir hjá héraðslæknum. „Lögrétta“ segir haun haía ráðgert, að hverfa hingað aptur, sjóleiðis frá ísafirði, 22. þ. m. Aðal-fund hélt íslenzka n&ttúrufræðisfélagið hér í hœnum, í landsbókasafnshúsinu, 2. þ. m. Meðal annars var þar rætt um nokkrar breyt- ingar á félagslögunum, sem hér er þó eigi getið frekar. Auk Ásgrims m&lara Jónssonar, sem íyr var getið, dvelur og Einar málari Jónsson í Skapta- fellssýslum i sumar um hríð, sama erindis, sem Ásgrimur. Nokkrir menn reyndu með sér kapphlaup (,,MíIu-kapphlaup“) sunnudaginn 26. f. m., hófu hlaupið hjá Árhæ kl. 4 e. h., og námu eigi stað- ar, fyr en á lækjartorgi bér i bænum. Væntanlegur er hingað, með næstu ferð „Ster- Iing’s“, píanó-leikari, er Arthur Shattuck nefnist. Ætlar hann að gefa bæjarbúum kost á því, að heyra sig leika & „píano“, en eigi mun það nema á sár-fárra færi, pð dæma um það, hvaða gildi list hans, eða kunn&tta, befir. Nokkrir stúdentanna, er útskrifuðust úr „al- metnia menntaskólanum11, sem nú er svo nefndur, vorið 1885, héldu samsæti hér í bœnum 29. þ m. Stúdentar þessir voru: síra Gísli Einarssoní Hvammi í Mýrasýslu, L. H. Bjarnason lagaskóla- stjóri, síra Magnús Bjarnarson á Prestsbakka í Vestur-Skaptafollssýslu, PéturHjaltestedogÞórð- ur Jensson, sem báðir eru á stjórnarr&ðsskrif- stofunni hér í bænum, og síra Ríkarður Torfa- son, fyr prestur að Rafnseyri i Arnarfirði. j í tölu stúdentanna frá 1885 eru og síra | Ádolph Nicolajsen og síra Magnús Magnússon, I sem háðir eru prestar í Danmörku, Ólafur Páls- j son, skrifstofustjóri i Kaupmannahöfn, og Ólafur I læknir Stephensen í Winnipeg. Frá Kaupmannahöfn kom hingað með „Ceres“ 28. f. m. Bogi sagnfræðingur Meisted. Dvelur hann um hríð hér á landi í sumar. Dansleikur var yfirmönnum, og foringjaefnum, af „Heimdalli" haldinn í „Iðnó“ 27i f: m., og sóttu dansleikinn á annað hundrað manna. Borgarstjóri P&ll Einarsson o. fl. höfðu geng- izt fyrir því, að dansleikurinn var haldinn. „Pervie“ kom úr strandferð 30. f. m. „Austri“ kom hingað úr strandferð að morgni | 1. þ. m: Aðal-fundut- Islandsbanka var haldinn hér í hænum (& skrifstofu bankans) 1. júlí þ. &., og var þar, meðal annars, skýrt frá því, að hankinn borgaði hluthöfum 6°/0 i vexti af hlutabréfum þeirra fyrir árið sem leið (árið 1909). Ráðherra las upp skýrslu um starfsemi bank- ans næstl. ár. Af h&lfu hluthafa var hæztaréttarmálfærslu- maður L. Arntzen kosinn í fulltrúaráðið, og amt- maður Júlíus Havsteen endurkosinn, sem end urskoðunarmaður: „Ceres“ lagði af stað til útlanda 2, þ. m, — Meðal þeirra, er tóku sér far með skipinu, voru; 3 er Crayshaw leit epyrjartdi á hann. „Þai3 árar ílla nóna og því hafa þeir nóg að gera! Það er allt árans lotterí- inu að kenna. Dreyini einhvern lotterí-númer, þá er honum ógæfan vís! Harn kaupir lottsrí-seðilinn, og sí- fellt þart' peninga, til þese að endurnýja og endurnýja hann, og þá er farið að veðsetja allt, laust og fast“. Að svo mæltu benti hann ofan í sjóinn, og mælti, mjög hátíðlega: „Sjórinn gleypir allt!“ J?að fór ósjálfrátt brollur um Crayshaw. Hann minnt- ist þess, að hann hafði einhverntíma heyrt sömu orðin, er líkt stóð á. Honum varð nú og litið kringum sig, og sá þá til vinstri handar sér g'imla höll, og voru dyrnar þröngar, með haglega skreyttum inngangi. Marmara-rið lá ofan að sjónum, og tveir sterklegir etólpar, sem gyllingin var farin að mást af, sýndu, hvar margur nafnkunnur bátur hafði verið vanur að leggja að landi í gamla daga. „Guarminí-höllm11, mælti bátsráðandinn, „þar sem í?ölmu Mestres-hertogarnir áttu heima; þeir eru nú úr sög- unni. — Sá þeirra, er 6Íðastur dó, lifði á dögum Gíovanní Pesaro’s hertoga, og féll í einvígi, sem reis út af konu nábúa hans, Elenu fögru, frá Montelupi. Myndin af henni hangir í málverkasafninu — þér hafið óefað séð hana þar —, og hárið er eins á litinn. eins og hárið á Stefaníu. Crayshaw hrökk við, er þeir reru fyrir hornið, með þvi að hann kom þá auga á það, sem hann hafði verið að skyggnast eptir, dyrnar undir bogahvelfingunni, og var þaðau að eins eitt þrep ofan að sjónum. 180 Eu eg hefi lýst atburðunum, eins og þeir gerðust, og segi nú sögu minni lokið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.