Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1910, Blaðsíða 2
150 ÞjÓÐVILjINN. XXIV., 38. Ragnar Lundborg, Jón Sigurðsson og Björn M. Olsen. Sem dæmi þess hver skoðun samtíðarmannanna hafi verið á þessu at- riði, eru nefndir 3 staðir í Árna biskups sögu. Á einum staðnum er skýrt frá bréfi ÞorvarðarÞórarinssonartil Magnúsar kon- ungs og segir þar: „Herra í orlofi að tala get eg ftestum verði eigi allhœgt ad djbrna r-ikinvi nema þeim er hann (o. Árni biskup) leggur hendur i höfuðL‘. Annar staðurinn hljóðar svo: Fleiri hlutihafði Magnús konungur skipað um stjórn vík- ' isins á Islandiu. Og sá þriðji: vÞar nœst var talað um formenn og ríhis- stjóvn á Islandiu. - Því er nákvæmlega lýst í ritgerð þess- ari á hvern hátt landið gekk undirkon- ung — hvernig sáttmálinn var gerður, sem og á hvern hátt lög voru sett og undanþágur frá þeim veittar á þjóðveld- istímanum. Einar Arnórsson heldur því fram, að til þess að sáttmálinn væri bindandi fyr- ir allt landið, hafi orðið að samþykkja j hann í lögréttu á þann hátt sem lög < voru sett, og að öllum likindum hafi I það verið gert, en það hafi ekki verið nóg til þess að landið hætti að vera lýð- veldi og gengi undir konungsstjórn. „I slíkum ákvæðum fólst uppgjöf allra goð- orða í hendur konungs, og hlýtur þá hver eiostakur goðorðseigandi að taka þátt í samþykkt þeirri, svo að það sé bindandi gagnvart honum“. Forræði goðsins yfir þingmönnum sínum var fyrst og fremst byggt á samkomulaga milli hans og þeirra, lögrettan gat engu fremur rofið þann samning, en hvern annan kaupsamning um hver þau réttindi er gengið gátu kaupum og sölum, en hinsvegar þurftu einstakir höfðingjar leyfi lögróttunnar til þess að afhenda konungi sín goð- orð. Af þessum ástæðum var það nauð- synlegt að goðarnir ynnu konungi holl- ustueiða, og að bestu bændur voru látnir gera það líka, hefir verið gert til frekari tryggingar, því að vitaskuld var goðum heimilt að selja af höndum goðorð sitt, en þingmennirnir voru ekki skyldir að sætta sig við slíka ráðstöfun. Þeir gátu sagt sig úr þingi við hinn nýja goða, þessvegna bezt að fá samþykki þingmann- anna sjálfra, eða að minnsta kosti þeirra, er helzt voru fyrir þeim fyrir afhend- ingunni, þá gat kaupandi verið nokkurn veginn öruggur um að hann fengi þau mannforráð, er seljandi haíði haft. Samningurinn, sem gerður var á Al- þingi 1262 var því að eins bindandi fyr- ir þá goða ásamt þingmönnum þeirra(?) er þar unnu eiðana, og gat orðið bind- andi fyrir allt landið, og þar með bundið enda á hið íslenzka þjóðveldi, efalliraðr- ir goðar fetuðu í fótspor öizzurar og fylgis- manna hans, og svo varð, þeir sem ekki sóru 1262 gerðu það á næstu 2 árum, og 1264 varð samningurinn bindandi fyrir allt landið og þar með hinu íslenzka lýðríki lokið. Þess var getið hór að framan, að lang- flestir rithöfundar er mál þetta hafa tekið til meðferðar, hafi verið á því að um persónusamband eitt hafi verið að ræða. í síðasta kafla Andvarritgerðariunar er ýt- arleg og fróðleg rannsókn á því hver mál hafi verið sameiginleg, og sýntframáað þau hafi engin verið utan konungur, og máske ríkiserfðir. Vafi getur leikið á hvort íslendingar hafi 1262 að eins lofað að halda þau ríkiserfðalög er þá giltu, eða hver þau lagaákvæði þar að iútandi er síðar kynnu að vera sett, en hitt hins vegar fúllvíst að þeir gátu neitað kon- ungshyliingu, ef ekki var fuUnægt skil- yrðum sáttmálanna. Því hefir verið haldið fram að norska ríkisráðið og ríkisfundur hafi haft rétt til þess að skipta sór af íslenzkum mál- um, og er það að nokkru byggt á Gamla sáttmála, þar sem segir að íslendingar skuli iausir vera ef sáttmálinn er rofinn „að beztu manna yfir9ýn“. Berlin heldur þvi nú fram að úrskurður þessa máls hafi verið lagður undir norskan höfðingjafund, en E. A. sýnir að þetta er með öllu rangt. Hann sýnir fram á að eptir íslenzkri mál- venju á þeim tíma þýðaorðin ekkert annað en beztu bændur, vitrustu menn, þá menn sem mest mega sín í hinu ísienzka þjóð- félagi, svo að á bessu ákvæði verður það I engan veginn byggt að norsk rikis\öld j hafi rótt til þess að hlutast til um ís- lenzk mál, og í stuttu máli sagt finnst hvergi slík heimild í gildandi íslenzkum lögum eða sáttmálum. Hitt er annað mál að ráðið mun hafa tekið sór vald til þess að hlutast til um íslenzk mál ástundum. Þá er og sýnt fram á að engin lög, er konungur gaf, gátu orðið bindandi fyr- ir Island, nema samþykki Alþingiskæmi tii. Jafnvel Barlin játar að íslendingar hafa ekki verið skyldir til að verja Nor- eg fram yfir það sem fyrstu sáttmálar til segja, og eptir þeim voru þeir að eins skyidir til þess ef þeir voru í Noregi, og þó ekki almennt. Sést af því að her- varnir hafa ekki verið sameiginlegar; það skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt Norðmenn hafi gagnvart konungi verið skyldir að verja ísland, sem og er óvíst. Það sýndi sig og 1286 er útboðs var krafist að landsmenn töldu sig ekki skylda að sinna því, og gerðu það ekki. Konungur hafði á hendi utanríkismál beggja ríkjanna ísiands og Noregs, en að öðru leyti voru þau ekki sameiginleg. Hér hefir þá verið minnst á nokkur helztu atriði bókar þessar, og er ekki rúm til þess að gera það frekar, en ráða vii jeg öllum til þess að lesa hana, því hún er bæði fróðleg og skemmtileg, og þakkir eiga höfundarnir skilið fyrir það hve myndarlega þeir halda uppi svörum fyrir ríkisróttindi íslands. L. Verzlunarfréttir. —o— Samkvæmt skýrslu, dags. í Kaupmanna- höfn 1. ágúst þ. á., eru söluhorfur, að því er helztu íslenzkar afurðir snertir, sem hér segir: Saltfislcvir. Vel verkaður mál- fiskur selst á 70 kr., og só hann ný veidd- ur, og beztu tegundar, á 72 kr., en hnakka- kýldur á 75 kr. Smáfiskur er á 56 kr., og sé um ný veiddan fisk að ræða 62 kr. Á ísu er verðið 52 kr., löngu 70 kr., og keilu 52 kr., en á upsa 43 kr. Só eigí um góða og vel verkaða vöru að ræða, má búast við lægra varði. Annars er markaður daufur, sem stendur. Verðið er, sem vant er, miðað við skpd. flar’ðfisliu.r* hefir enn eigi verið saidur, en gert ráð fyrir, að verðið verði 90—100 kr. fyrir skpd. af nýjum fiski. Hrogn. Verðið um 40 kr., só var- an góð. — Sild. Gfizkað er á, að fyrir stór-síld, ný veidda, fáist um 20 kr. fyrir tunnuna. Sundmagar. Verðið er 65 aur. pd. — Xvýsi. Ljóst hákarlalysi á 32 kr., en dökkt á 29 kr. — Ljóst þorskalysi á 32 kr., en dökkt á 28 kr. Verðið er miðað við 210 pd. — Æðardúnn selst á 12—1272 kr. TJll. Eptirspurnin er enn alls eng- in, og ómögulegt, að segja nokkuð á- kveðið um verð. Líklega fæst ekki boð, fyr en ullin er komin á markaðinn. Búist or við, að verðið verði lægra, en í fyrra. Um haustidl, óþvegna, verður ekkert sagt að svo stöddu. — IPríónles- Eptirspurnin er mjög litil, enda liggur talsvert óselt frá fyrra ári, bæði á fyrstu og annari hendi. Áætlað verð: alsokkar 70 aur., hálý- sokkar 45 aur., sjbvetlingar 35 aur., fingra- vetlingar 65 aur. — Gærur. Um gærur, hvort er hert- ar eru eða saltaðar, verður ekkert sagt um að svo stöddu, með því að enn hefir eng- in eptirspurn verið. — Talíð er þó lík- iegt, að verðið verði lægra en í fyrra. — Saltket. Af saltketi, eins og það almennt er verkað, hefir dálítið selzt fyr- irfram á 51—517» kr. tunnan, 224 pd. Búist er þó við, að verðið lækki, ber- ist mikið á markaðinn í haust. Nokkuð af linsöltuðu dilkaketi hefir og verið selt dálítið af á 56 kr. tunnan, og er einnig gert ráð fyrir verðlækkun, að því er það snertir, ef mikið berst að. Dilkaskrokkarnir eiga að höggvast í sex parta. — ^elskinn eru á 4 kr. hvert. „Gjallarhorn11. Blaðið „Gjallarhorn“, sem áður kom út á Ak- ureyri, er nú farið að koma út aptur, eptir fárra ára hvild. Ritstjóri þess er hr. Jön Stefánsson, sem fyr vari Óveitt vitavarðarsýslan. Vitavarðarsýslanin í Vestmannaeyjum er ó- veitt, og er umsóknarfresturinn til ágústloka þ. á. Árslaunin eru 700 kr. Úlögleg áfengissala. Veitíngamaður í Stykkishólmi var nýlega sekt- aður um 100 kr, fyrir ólöglega áfengissölu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.