Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.08.1910, Blaðsíða 3
XXIV., 38. JÞjóbviljinn’. 151 Til ísafjarðar er nýkorainn danskur lyfsali, er ætlar að setj- ast þar að, sem lyfsali. „Yestri“ segir, að hann kaupi lyfjabúð Davíðs héraðslæknis Schevinas. Gullbrúðkaup. Hjónin Jon Jcmsson og Málfríðw Andrésdóttir j & Seljum í Hraunhreppi f Mýrasýslu minntust nýskeð gullbrúðkaups síns, höfðu gipzt 25. júní 1880. Hafa þau búið að Seljum. unz þau brugðu búi nú í vor, og tók Guðlaugur, yngsti sonur þeirra þá. jörðina. Héldu sveitungar hjónanua þeim samsæti að Ökrum, og sátu samsætið nm hundrað manns; — Voru hjónunum gefnir menjagripir, og peningar, og guðsþiónustugiörð haldin, til minningar um gullbrúðkaupið, og voru þá jafnframt gefin í hjónaband Guðlaugur, sonur gömluhjónanna, og ungfrú Elín Þnrðardðttir lrá Ytri-Skógum. Kvæði til gullbrúðkaupshjónanna voru sungin, •er ort höfðu Hannes Blöndal og Pétur, hrepp- stjóri í Hjörsey. Bréf og peningar, bárust hjónunum og úr . ÁlptanesBhroppi á Mýrum. „Suðu rland“, nýja blaðið á Eyrarbakka, skyrir frá því ný- | skeð, að snjóinn hafi leyst óvanalega fljótt af j Heklu, þegar litið sé til tíðarfarsins, sem verið 'hefir, og séu því ýmsir hræddir um, að eldsupp- komu sé von. FYekar þó enn eigi heyrzt um þetta. 'Fiá Patrekslirði. Um manntjónið, er varð frá Patreksfirði á síð- astl. vori, er „E>ióðv.“ nýlega ritað, að ætlun manna sé, að skipið „Industrí" hafi farizt í Látra- röst 6. mai þ. á; Á skipinu voru þessir menn: 1. Guðmundur Jönsson, írá Auðkmlu í Arnarfirði, er var skipherra á skipinu. 2. Þorhjörn Tomasson, er og var frá Auðkúlu, og var stýrimaður. 8. Kristján Jdnsson, bróðir skipherrans, sem einn- ig átti heima á Auðkúlu. 4. Olaýur J. Gíslason á Auðkúlu. 5. Sigurður Guðmundsson á Auðkúlu: G. Pétur Jónsson frá Karlsstöðum í Auðkúlu- hreppi. 7. Gísli Jðhannesson, Patreksfirðingur, er lætur eptir sig konu og börn. 8. Andrés Hafliðason, frá Patreksfirði, unglings- piltur. 9. Jon Ó laísson, unglingspiltur af Rauðasandi. 10. Eiuar Magnússon, kvæntur maður á Bíldudal, 40 ára að aldri, er lætur eptir sig konu, og 3 börn í ómegð. 11 Magnús, sonur fyrgreinds Einars, drengur, ellefu ára að aldri. Það er Arnarfjörður, sem sérstaklega hefir orðið fyrir miklum hnekki við skipskaða þenna, eins og drepið var á í síðasta nr. blaðs vors. Tveir nienn drukkna. 7. ágúst þ. á. vildi það slys til, að tveir kaupa- menn Björm sýslumanns Bjarnarsonar á Sauða- felli í Dalasýslu drukknuðu. Hét annar manna þessara Eyjðlíur Böðvars- son, húsmaður að Pjósum í Laxárdal, sonur Böð- vars bónda á Sámsstöðum, en tengdasonur Jöns hreppstjóra Jönssonar á Hömrnm i Laxárdals- hreppi: — hinn var unglingspiltur, 18 ára, Óli Kristinn Steíánsson að nafni, Jónssonar húsmanns að Saurlióli í Saurbæjarhreppi i Dalasýslu. Slys þetta. atvikaðist, sem hér segir: Menn- irnir fóru skömmu eptir hádegi, ásamt tveim olztu sonum sýslumanns, Jóni og Ragnari, ofan að Miðá, fyrir neðan engjarnar á Sauðafelli, til að baða sig. — Höfðu þeir farið úr fötum, nema nærskyrtunum, og vaðið um neðsta endann á svo nefndu Skarðsfljóti í Miðá, þar sem það er gry n nst. En er þeir höfðu baðað sig, för Oli á bak hesti, sem þeir höfðu riðið niður að ánni, og reið út í hana, þar sem dýpst var. — Hesturinn, sem opt hafði verið sundriðið, tók sundið, og sáu þeir, sem á iandi stóðu, að hann sporreistist fleirum sinnum, svo að eigi stóð upp úr vatninu annað, en blá-snoppan. — Var þá kallað til Ola að láta hestinn sjálfan ráða, en í sumu svipan hvarf hann af kestinum, hefir að líkindum runn- ið aptur af hestinum, og sást hann svamlandi í vatninu. Þegar Eyjólfur, er fyr var getið, sá, hversu komið var, hljóp hann út í ána, til að hjálpa Óla, og komst þangað, er hann var, en þar var svo djúpt, að hann missti botns. ~ ■■ -------------- - - Jón, elzti sonur Björns sýslumanns, 16 ára að aldri, stökk þá á Hestbak, en Ragnar, bróðir hans, árinu yngri, greip í taumana á hestinum, og aptraði bonum, reið Jón þá í skyndi heim að Hamrendum, sem voru Iskammt þaðan, ekki þúsund faðma, til þess að útvega hjálp, og hlupu þá til fjórir hreppsnefndarmenn, er þar voru staddir á hreppsnefndarfundi; og höfðu með sér langan silungsneta-stiaka: Jafn framt var og þegar sent eptir sýslu- manni, og lækninum í Búðardal. En þegar hreppsnefndarmennirnir voru komn- ir niður að ánni, voru mennirnir báðir drufckn- aðir, og er Björn sýslumaður kom að; var ný biiið að ná líkunum úr ánni. — Hafði orðið að vaða upp fyrir mitti út í ána, t.il þess að ná líkunum með silungsneta-stjakanum, oa geneið þó mjög örðugt, og er gizkað á, að líkin hafi legið um tuttugu minútur á kafi í vatninu. Sýslumaður lét þegar gera lífgunartilraunir á likunum, og balda þeim áfram í nær þrjár kl,- I stundir, unz læknirinn kom, og skoðaði þau, en j gat, alls ekkert lífsmark fundið. Það, sem hér hefir sagt verið um atburð þenna, er byggt á skýrslu Björns sýslumanns Bjarmarsonar á Sauðafelli: — Segir hann Eyjólf heitinn hafa verið „duglegan, reglusaman, vand- aðan, lípran, og góðan í umgengni11, og láta eptir ir sig unga ekkju, og fjögur börn, öll kornung. Óla heitinn, segir Björn sýslumaður hafa verið við nám hjá sér mánaðartíma veturinn 1909, og hafi hann verið „mjög námfús, greindur og ið- inn, og einstaklega vandaður, og ástundunar- samur við vinnu, lipur. og hið bezta mannsefni11. Ileyskapurinn. „Norðurland“, 6. ág. síðastl., segir óþurrka mikla á Norðurlandi, svo að töður séu farnar að skemmast. Sjiilfsmorð. Blaðið „Reykjavík11 tjáist hafa frétt, að gamall kvennmaður, er átti heima að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, hafi nýlega fyriríarið sér á þann hátt; að hún hengdi sig. Sjálfsagt hefir eitthvað þrengt meira, en minna, að gömlu konunni, þar sem hún greip til þessa óyndisúrrœðis. Úr Skagaflrði. Þar voru nýskeð þrir Svíar á ferð, að því er skýrt er frá í blaðinu „Norðri“, og keyptu þar timmtiu hesta. 39 niður á grasflötina, enda þótt hún yrði undir hests fót- unum. En hann gizkaði á, hvað hún hefði í huga. „Það yrði eigi að neinu liði, stúlka mínu, mælti hann. Hesturinn fór nú á brokki, og síðan var yfir á »ð fara. Maðurinn lypti henni þá upp á öxl sér, og hélt henni með hægri hendi. Hesturinn fór á sundi yfir ána, og varð hún þá að halda fast utan um hálsinn á manninum, til þess að missa eigi jafnvægið. Hún gat eigi horft á árstrauminn, og lét því aptur augun. Þegar hún lauk aptur upp augunum, var hesturinn kominn á þurrt land, og var hún þá tekin þýðlega af baki, og lögð á jörðina. Maðurinn vatt sér af baki, og hrissti vatnið at’ leð- urstígvélunum sínum. Hún var að vísu all-hávaxin, en náði honum þó eigi, nema upp í öxl. „Jæja, jungfrú Valincourt14, mælti hann. „Velkom- í Gull-ey!u Hún var næstum dauð af hræðslu. Henni fannst það augljóst, að maðurinn hlyti að vera 'vitfirrtui! Hún reyndi þó að halda niðri í sér hræðslunni, er þau gengu saman um trjágöng nokkur, og hesturinn lötraði lau9 á eptir þeim. En er þau höfðu nær gengið trjégöngin á enda, sá •hún glætu úr Ijóskeri, sem hékk á dálitlum kofa, er ‘byggður var úr reyrviði og stráum. „Nú borðum við kvöldverðu, mælti jötunvaxni 36 Konu hans varð á hinn bóginn starsýnna á komu- manninn, en á hestinn. Hann hafði farið af baki spölkom frá þeim, og starði — höfði hærri en klárinn — í suður á eptir járnbraut- arlestinni. „Sankti-María!u kallaði hún upp. „Slíkur jötunn!“ Nú kom járnbrautarlestin. Konan sá, að komumaður aðgætti reiðtýgi sin, og teymdi hestinn síðan alveg að járnbrautinni, og stóð klár- inn þar grafkyrr, þótt óbundinn væri. Komumaður gekk á hinn bóginn að fyrsta flokks járnbrautarvagni, áður en eimreiðin var numin staðar, eins og ætti hann von á einhverjum, sem hann þekkti. Henni varð í svip litið til hliðar, en heyrði þá eitt- hvert hljóð, og er hún leit við aptur, sá hún komumann þeysa burt, og reiða eitthvað blátt fyrir framan sig; og leið eigi á löngu, unz hann var kominn langt, langt burt, og þvi sem næst úr augsýn. Meðan á þessu stóð, heyrðist stunið í eimreiðinni, er hún spjó frá sér reyknum, en kolamokarinn, og járn- brautarstjórinn, störðu báðir á eptir ferðamanninum, sem og fleiri, og roskinn kvennmaður, sem virtist hafa borið smyrsl framan í sig, til andlitsprýðis, gerði ýmist að hljóða upp, eða hníga í ómegin í fangi herbergisþernu sinnar. En er menn voru hættir að horfa á eptir terðamann- inum, og varð litið á kvennmanninn, æpti hún skerandi röddu. Jeg er Yalincourt hertogafrú, og hún dóttir mín!“ „Hver? Hver?“ spurðn áheyrendurnir í meðaumk- vunarróm.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.