Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1910, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.08.1910, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst, 60 arlrir) 3 kr. 50 aur. erlendt8 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. BorgÍ8t ýyrir júnimánað- arlok. :|=e Ttjttugasti og fjórbi á rgangur RITSTJORI SKÚLI THO RODDSEN. —>•- | Uppsögn skrifleg ðgild nema komið sé t.il útgef- 1 anda fyrir 30. dag júní- ' m&naðar. oq kaupandi I s amhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 40. ReYKJAVÍX. 31. ÁGTÍST. 1910. landhelgisvörnin. —o— Um landhelgisvörnina hér við land urðu, svo sem menn muna, talsverðar urn- ræður bæði hér á landi og í Danmörku. Danir haía haft hana á hendi hingað til, sem heldur ekki er nema sjáifsagt. Vér íslenzku sjálfstæðismennirnir höf- um litið svo á, að rétturinn til veiðiskap- ar í landhelgi væri ísienzkt sérmál, og íslenzka iöggjafarvaldið ætti því að ráða því, hverjir hefðu rétt til fiskveiða í land- helgi. Danir eiga líka bágt með að neita því að svo sé — þeir gera pað nú sumir samt — því að þar að lútandi ákvæði hefir verið tekið upp í íslenzk lög, sem staðfest hafa verið í ríkisráðinu, og dönsku ráðherrarnir því álitið, að ekki gengi út fyrir það sérmálasvið, sem löggjafarvald Alþingis nær til, sumkvæmt stjórnar- skránni. Og samkvæmt þessum ísler zku lögum hafa Danir rétt til fiskveiða í landhelgi. Það má og kallast sanngjarnt, að þeir hafi slíkan rétt, meðan þeir verja hana. En upp á siðkastið eru þeir farnir að hafa um það. Þegar „Valurinnu var byggðnr, fóru þeir fiant á að ísiendingar bórguðú nckk- uð til hinria auknu strandvarna. Og þingið sem í þá daga vildi alia skapaða hluti gera fyrir Dani — ritsíma- þingið — varð auðvitað við þessum til- mæium. Á síðasta þingi var heimildin til þess- arar fjárgreiðsln felld burt úr fjárlögun- um, með því líka hinn núverandi meiri hluti — eða að minnsta kosti fiestir úr honurn — ávalt hafði verið henn: mót- fallinn. Það var ekki laust við að Danir teldu þetta samnÍDgsrof af íslendinga hálfu, erda þótt það sé játað af báðum pörtum að enginn samnÍDgur var um þetta gerð- ur, nema hvað þar að lútandi ákvæði var tekið upp í fjárlögin — ákvæði sem að eÍDS gilti fyrir fjárhagstimabilið. Enda er það mesta fásinna að vera að borga Dönum peninga fyrir strandvörn- ina, eins og veiðirétturinn á einhverjum fiskisælustu miðurn heimsins sé ekki nóg endurgjald. Og þó verður ágengni Dana enn ó- skiljanlegri þar sem þeir hafa haldið því fram að landhelgin væri sameiginlegt mál — og eptir stöðulögunum eiga þeir að fara raeð öll sameiginlegu málin og bera útgjöldin við þau. Auðvitað er sú skoðun röng eins og vikið er að hér að framan, en einurð hafa Daoir haft til að halda henni fram. Slíkri fjáiluöfu ber íslendÍDgum að svara neitandi. Engin ástæða til að losa Dani við byrðarnar af sambandinu meðan þeir hafa notÍD. flitt er annað mál að þyki Dönum ekki borga sig að fá veiðiréttinn í Dnd- helgi, sem endurgjald fyrir strandvarn- irnar, þá væri ekkert á móti því að ís- lendÍDgar tæku þær að sér sjálfir. Þá væri líka hægt að haga þeim eptir því sem íslenzkum hnusmunum hentar bezt og að eins a þá littð. Stórt spor væri það jafn framt í sjálf- stæðisáttina. r Bgmkamáliö. —o — Nú þegar mesti æsingurinn er úr mönnum viiðist ekki úr vegi að íhuga hveinig með það mál á að fara. Það hefir verið þyrlwð svomikluryki upp í því máli og svo mörgum blekking- um beitt, að það væri sízt að undra þótt einhverjir hcfðu lúglast dálítið. Hér skal farið nokkrum orðum um formhlið rnálsins. Á málÍDU eru tvær hliðar önnur laga- leg, en hin pólitisk. Þaö á að skera úr því lagalega hvort ráð- herra hafi með ráðstöfunum símrm farið út fyrir valdsvið sitt. Það úrskurðarvald hafa að sjálísögðu dómstólarnir og þeir einir. Politístu atriðin eru hvort ráðstöfunio hafi verið réttmæt er litið er á hag bankans og ástand og afleiðingar þær sem slik stjórnarathöfn hlaut að hafa fyrir land og lýð, utan lands og innan. Dóuistólarnir eiga því að skera úr því hvort gæzlustjórarnir séu óafsetjanlegir eða ekki eptir bankalögunum frá Í909, sem og, ef við þarf, hvort heimilt hafi verið, eptir gömlu bankalögunum að víkja þeim frá að fuilu og öllu eða að eins um stundaisakir. Um það á iöggjafarvaldið ekki atkvæði. Það getur að vísu skýrt lögin á bind- andi hátt —, gehð á þeim „autentíska1' skýr- ingu, en sú skýringu verður þá að ger- ast í lagaformi og bindur að eins í fram- tíðinDÍ. Hvað séu lög i landinu, úr þvi skera dómstólarnir. Hitt er alþingis að dæma um það, hvernig lögunum sé beitt af hálfu frara k væ mdarvaldsins. Það á þá að skera úr hvort sakirnar á hendtr hinum gömlu bankastjórum hafi verið svo stórar, að slík ráðstöfun hafi verið réttmæt. Og þó svo hafi verið, hvort hún hafi verið svo nauðsynleg að á Innahafibor- ið að hætta, jafn viðsj irverð og hún hlaut að vera fjrrir bankann og viðskiptalif landsmanDa i heild sinni. Og hvort hún hafi verið framkvæmd með þeirri varhyggð, sem sjálúögð er, þá um slíka ráðstöfun ræðir. JaÍDframt hlýtur og þÍDgið að gera þá kröfu tii stjórnarinnar að hún hraði svo fyrir dómsúrskurði í málinu sem henni »r frekast unnt, og víta hafi óþarfa drattur orðið á hooum er heuni, se sök á gefandi. Siijurður Lýðsson. Ritstjóri „Þjóðv “ vill íáta þess getið, að hami er því eliki samþykkur, að fulln- aðarúrskurður alþingis, að því er ti) banka- málsins kemur, þurfi að biða úrslitadóm- stólanna. Að öðiu leyti minnist „Þjóðvú síðar á mál þotta. Ritstj. Þjóchátsð Vestur-íslendinga, — O — A þjoðhatið Vestur-íslendinga var sungið kvæði það er hér fer á eptir: Á vöku-lúður leikið er, svo loksins má þó fylkja sér og hlutast um hvor vinni vald: Kröpp vörn í sókn og undanhald! Svo fram eða aptur! eins og fyr, fyrst engum tekst að standa kyr. En apturför sá særi sver, sem segist vernda það sem er, sem stimpast mót að stýfa ok — allt striðið hans er undan-þok, og sá bor illan refi-fram af ósigrum á grafar-harm; í apturför er einnig sá, sem ekki kann við því að sjá: að fært se haft svo hnútur hvor sé hábinding við nœsta spor — hver minkunn setjist samþykkt á sem selur fót í blekki þá. Svo hrýnist fram til bús og þings um byggðir Vestur-íslendings, að sækja fram og gera gagn: hvert geymt og aukið bæjarmngn og sérhver þar í sveit hann kemst. En sigurinn þeim sem hugar fremst! Við eigum tungu, eigum ljóð, við eigum sæmd og heima-þjóð. og væri ei horskum hejðurs-snjallt að Liata stækkað þetta allt, og reisa yfir íslenzk hein í álfum tveim, þann bautastein. Því svo er að hugsa sina þjóð, að sé ei hennar tign o£-góð

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.