Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 6
16G Þjóðviljtnn XXIV., 41.-42. gæti alls engan arð gefið félagsrnönnurn fvrir árið, sem leið, enda hafði félagið tapað að raun á þilskipa-útgerð sinni. Berklaveikishælið á Víiilsstöðum. Berklaveikishælið á Vítilsstöðum er nú um þser mundir tekið til starfa. Um tuttugu sjúklingar höfðu æskt inntöku, er síðast fréttist. Óskandi, að sem flestir sjúklingar, er þangað fa-ra, sæki þangað hót meina sinna. Settur læknir. í stað Jons heitins Jónssonar, sbr. síðasta nr. blaðs vors, hefir (xuðmundur Ouðfinnsson verið settur læknir í Þistilfjarðarhéraði fyrst um sinn; en áður hafði hann verið settur læknir í Axar- fjarðarlæknishéraði. Mannta). Akveðið er, að manntal skuli fara fram hér á landi 1. des. næstk: Samkvæmt ráðstöfun síðasta alþingis, verður allt, er að manntalinu lýtur, athugað hér á landi eptir á, en eigi gert ráð fyrir, að danska bag- fræðisskrifstofan þurfi að eiga neitt við það að þessu sinni. Þjóðhátíð héldu Vestur-Ísfírðingar að Söndum i Dýra- firði 14. ág. síðastl. Aður hafa. Vestur-ísfirðingar haldið þjóðhátíð, á Þingeyri, og í Höfða-oddanura, að þvi er vér frekast minnumst. Hvalur sást nýskeð á reki í grennd við Bæi á Snæ- fjállaströnd. oa var honum róið þar í land. Hefir þ.ið orðið Snæfjallastrendingum o. fl. að góðu happi. Frá Eskifirði. í ráði kvað vera, að koma á stofn raflýsingu i Eskifjarðarverzlunarstað. Úr Norður-ísafjarðarsýslu. Nýting heyja all-góð, enda þótt siáttur byrj- aði eigi óviða í síðara lagi. 19. ág þ. á! fann maður frá ísafirði, er var á ferð milli ísafjarðarkaupstaðar og Hnífsdals, lík manns, er horfið hafði úr Hnífsdal i sumar. Þekktist á líkinu, þótt farið væri það að láta mjög á sjá, að það var lik greinds manns, er verið hafði um tíma við sjóróðra í Hnífsdal, sem formaður. Maður þessi hét Helgi Gunnlnugsson, og var frá Grafarósi. Maður drukknar. Aðfaranóttina 20. ágúst þ. á., vildi það slys til, að unglingspiltur frá Akranesi, Jóhann Einars- son að nafni, datt út af mótorbát frá Seyðisfjarð- arkaupstað, og varð eigi bjargað, með því að sær var úfinn, og vélin í bátnum bilaði þá um sama leyti. Verð islenzks varnings í ísa/jarðarkaupstað Verðlag íslenzkra afurða ákváðu kaupmenn á ísafirði 18. ág . þ. á., sem hér segir: Málfiskur i ar. 1 . . 68 kr. tíktt. ii 2 . . ii n Smáfiskur ?i 1 : . . ! . . . 54 ii n 11 n 2 . . n n ísa n 1 . . 44 n n 11 n 2 ii n Langa n i . . ?i n 11 n 2 . . 40 ii n Keila . 30 n n Upsi . ; n n Úrkastsfiskur.............; . 20 „ „ Sundmagi....................... 00,55 „ pd. Ædardúnn Þ „ n Vorull, hvít, þvegin . . 00,75 „ n „ mislit „ . . 00,50 „ n Hanstull bvít 00,65 „ n ' „ mislit . . . . 00,40 „ n Tog 00,40 „ n Verðlagið í öðrum verzlunarstöðum á Vest- urlandi mun vera svipað, eða svo mun tiðast hafa verið að undanförnu. Doktors-ritgjörð. Helgi grasafræðingur Jónsson hefir nýlegasam- ið ritgjörð um þara-vöxt, enda ranns ikað ýmsar þara-tegundir undanfarin ár, Ritgjörð þessa hefir hann, rneðal annars, samið í því skyni, að ávinna sér doktorsnafnbót við háskólan'.i í Kaupmannahöfn. Harm siglir, að því er mælt er, til útlanda í ofangreindu skyni með „Ceres“ 16. þ. ra. ('sept.) Ueiðurssamsæti. 31. júlí þ. á. héldu sóknarmenn síra Einars Jdnssonar í Kirkjubœ í Norður-Múlasýslu hon- um, frú hans, og börnum þeirra, heiðurs- eða skilnaðarsamsæti, með því að þau flytja nú í annað prestakall. í samsætinu segir blaðið „Ingólfur“, að verið bafi yfir hundrað manns. REVKJAVÍK 12. sept. 1910 Tíðin votviðrasöm undanfarna daga. Gass-ljós er nú nýlega farið að nota, til lýs- ingar götum bæjarins. í fyrsta skipti voru gass-ljósin í götulukt- unum að kvöldi 1. þ. m. Það er því orðið að mun bjartara, og skemmti- legra út að líta að kvöldi, en verið hofur. Biskup landsins, hr. ÞórhaUur Bjarnarson, hef- ur um h-íð dvalið austur í Árnessýslu, og vís- íteraði kirkjur þ.ir, lagði af, stað þaugað 30. f. m. I----i Bæjarstjórnin synjaði hr, Davíö Östlund ný- skeð um leyfi, til þess aðjjhagnýta steinolíu- mótor við snúning á hraðpressu sinni, enda nú næg tökin á því, að hagnýta gassið í því skyni. :—i Mælt er, aðjallt,sé í'óvissu um það, hvort leik- 51 Það gerc'ist dú eigi frekar sögulegt um daginu. og borðaði hún kvöldverðinn með beztu matarlyst. „Nú fer allt betur!“ mælti hann, er kvöldverði var lokið „og gotum við nú spjallað t-aman, því að dú er frestunuí) á enda“. „Hvaða frestur?“ spurði hún, aibúin tii þess, að svara fullum bálsi. „Umhugsunarfre8turinn!“ svaraði hann. „En hvað er þett. ? Er eg ófreskja, þar sem þér starið svona á mig?“ „Nei“, svaraði hún: „En eg er hrædd um, að þér fiéuð vitfirrtur!“ „Það hafa fleiri sagt, en þér“, svaraðí hann stilli- lega. „Skoðanir mínar eru að likindum svipaðar skoðun- um annara maDua; en sá er munurinn, að jeg er nógu sterkur, til þess að fá þeim framgengt. En segið mér nú: Finnst yður jeg mjög hræðilegur?“ „Já,“ svaraði hÚD, og gat naumast tára bundizt. „EngÍD org!“ mælti hann branalega. „Enginn volu- báttur! Slíkt þoli eg ekki! Verið stillt, og þá fer allt vel! Yður féll eigi ílla svartbrauðið, sem var á borðum í kvöld, og sú kemur tiðin, að yður lízt heldur eigi ílla- á mig —“ „Æ, látið mig nú í friði — lótið mig veraÞ mælti hrin, grátbænandi. „ Þ vaður!“ mælti hann, og lét bænir hennar alls eigi fá á sig. „Þér eruð að segja þetta að £amíii yðar! Hví talið þér eigi blátt áfram, og í samræmi við tiiflnnÍDgar yðar?“ Hún varð forviða, og spurði: „Hverjar eru þá tilfinningar minar?“ „Yður myndi litast mjög vel á mig“, svaraði hann 56 mælti hanu enn fremur: „Hafið þér enu óbeit á mér?“ Hún hrissti haegt höfuðið. „Jeg hefi reyut það, eius og jeg hefi frekast geta, en — get þ ið ekki“. „Þá get eg með réttu kallað þig konuna raína“, mælti hanu, „og skaltu nú vita, að jeg hefi eigi gert, nllt þetta í vitfirringu, heldur at því, að mér datt ekki neitt betra ráð í hug. — Hefðirðu vertð öðru vísi Adéle, eu þú ert, þá hetði þetta orðið sorgarleikur. — En einhvern góða veðurdaginn, hvert'um víð nú aptur til heimsins, og förum svo að ferðast, og þá skal yerða lifað. — Já, ]>á skulum vi.ð njóta lífsin«/“ ,. Ea á jeg nú að segja þér, hvers efnis símskeytið til móður þinaar var?“ mælti haun enn fremur. „Jeg sagði henni, að þú værir gipt Mornas hertoga, og að við ætluðum að dvelja í Gulley fyrst-u digana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.