Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1910, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1910, Qupperneq 3
XXIV, 48.-49. Þjóbviljin.v 191 á orði, til þess að sbipaskurður þessi verði «igi á neinD hátt notaður til herflutuinga, ajálfum þeim til ógagns. 23. sept. þ. á. vildi það slys til i grennd við Clayton, að járnbrautarlest hrökk ofan 1 á, og biðu ýmsir menn bana, tuttugu lík fundin, er síðast fréttist. Roosevelt, fyrverandi foreeti Banda- inanna, heldur enn áfrain árásum sínum á auðmannafélögin. — Hann hefir og end- urtekið árásir, er hann beindi gegn Lorí mer, þingmanni frálilinoisríkinu, sem hann tjáir væri gjörspillt, og þægi mútur. — Árásir þessar leiddu eiðastl. vor til þess, að fjórir þingmenn í Illionois urðu að sleppa þingmennsku, og nú er nýlega hafin rannsókn gegn öðrum fjórum. —- Lét hann og, í lok ræðunn&r, í ljósi, að héldi þjóðin áf'ram að styðja siðspilling- una í landinu, og kysi þingmenn, er þægju mútur, fengi hún og stjórn hð því skapi. "V estur-Indiur. Þar voru húsbrunar miklir ný skeð, >og er skaðinn metinn 27 miljónir sterl- ingspunda. Vlexico. Þar voru r.ý skoð hátíðahöld mikil i minningu þess, að hundrað ár voru liðin síðan Mexíco losnaði undan ytirráðum Spánverja, og var þá, meðal annars, af- hjúpað líkneski Cuitlahuac’s, er var for- ingi Aztekanna — all-vel mannaðs þjóð- flokks í Mexico, er Spánverjar náðu yfir- ráðunum á sextándu öldinni. Lýðveldisforsetinn, sem nú er í Mexí- co, heitir Porfirio Diaz, og er nú orðinn I áttræður. — Hann átti mikinn þátt í þvi, að Maximilian keisara var vikið úr völd- um. — Lýðveldisforseti var bann fyrst kosinn fyrir árin 1877—80, og kosinn að nýju 1884, og jafnan endurkosinn síðan. Hefir Mexíeo tekið miklum framförum á þeim árum, og vaxið að mun í augurn annara ríkja. Nicaragua. Lýðveldisforsetinn, sem nú er í Nic- aragua, og Estrada nefnist, hefir lýst því yfir, að hann vilji, að dauðahegningin sé úr lögum numin. og hegningarlögunum breytt í mannúðiegri átt, t. d. hætt að beita hýðingum, enda aldrei heimilt sið- fræðiiega, að beita líkamlegri kvöl, jafn vel eigi þótt i hegningarskyni sé gjört. I Argentina i i Nú er áformað, að lögð verði járn- I braut yfir Andes-fjöllin, milli Argentína- Og Chili-lýðveldanna. Verður óefað mjög fjölfarið þar um, er tímar líða, því að mörgum mun þykja fýsilegt, að njóta útsýnisins á leiðinni yfir fjöllin. Bantlarikin í Suður-Afriku. Þar eru þingkosningar nýlega um garð gengnar. Kosninga-úrslitin urðu þau, að Botha- ráðaneytið beið ósigur, en óráðið var þó er síðast fréttist, hvort það færi frá völdum. Eins og margir munu minnast, var | Louis Botha einn af aðal-herforingjum | Búa í ófriði þeirra við Breta (1899—1902). I^ei-ssi lninl Dáinn er nýskeð Ali~Reza Chan Azud el Muck, 64 ára að aldri. — Síðan Muham- ed Ali keisari hröklaðist úr völdum árið, sem leið, eptir all-ófagra stjórn, hefir Ali- Resa haft ríkisstjórnina á hendi, í nafni keisarans, sem nú er. og Achmud Mirza heitir, og er bam að aldri. í stað Ali-Reza er nú búist við, að Mistaud él Memalek, sem nýskeð var for- sætisráðherra, verði aðal-stjórnandinn, eða þá Serdar Assad, fyr hermálaráðherra. inskur botnvGrpinguF flytur syslumann Barðstrendinga nauOugan til Englands. —o— 7. okt. síðastl., er Guðm. Björnsson, sýslumaður Barðstrendinga, var á ferð með Breiðaflóa-gufubátDura „Varanger^ frá Stykkisbólmi til Flateyjar, kom hann auga á botnverping, er var að veiðum í land- helgi í greund við Bjarneyjar. Sýslumaður brá þá við, og fór á bát út i botnvörpuveiðaskipið, ásamt Snæhirni hreppstjóra Kristjánssyni í Hergilsey, og fleiri mönnum, og vildi fá skipherrann, til að halda skipinu til Fiateyjar, svo að mál hans yrði rannsakað þar. 24 konan heyrði hljóðið, og þar til frú Madding barði að dyrnm i fyrsta skipti, og var eigi aDzað. Væri nú svo, að hann hefði dáið á þessum tíma, var ómögulegt, að Arthur Morton væri sekur, þar sem trú Madding hafði eigi mætt honum, fyr en síðar. En væri það iétt, að einhver hefði verið inni hjá lækninum, áður en trú Madding hitti Arthur Morton, hver gat það þá verið, og hvað gat honum gengið til þess, að gera lækninum íllt? Það var almennt játað, að tækist vinum Morton’s að gera þetta atriði ljóst, væru þeir vel á veg komnir, að fá sannað sakleysi Morton’s. Á hinn bóginn var enginD í vafa um það, að Mor- ton hefði haft ærnar ástæður, og gat þá verið, að lækn- irinn hefði verið í öðru herbergi, er frú Madding barði fyrst að dyrum, eða hann hefði — eins og hún iraynd- aði sér þá — gengið út, og komið seinDa heim aptur, og hitt þá Arthur Morton, er beðið hefði eptir honum. Sumir, er ákærða vörðu, lögðu áherzlu á það, að mynd systur hans, er hvarf úr herbergi læknisíns, hefði eigi fundist í vörzlun bróður hennar. Á hinn bóginn hafði hann þó, áður en bann var tek- inn fastur, haft nægan tíma, til að brenna hana, eða eyði- leggja hana á annan hátt, og hafði greint atriði því eigi mikla þýðingu. Að því er sporin á gólfábreiðunui snerti, þá varð eigi ráðið neitt ákveðið af þeim; en eigi voru þau í neinu verulegu frábrugðin því, að verið gætu spor ákærða. Seinna sannaðist, að stígvél hans höfðu verið mjög •óhrein þá um nóttina, enda áköf rigning seinni hluta ■dagsÍDS, svo að öll stígvél höfðu að líkindum verið svipuð. LÆKNIRINN. Eptir Conan Doyle. (Lauslegr þýðing-). Bishops Crossing heitir dálítið þorp, sem er hér um bil sextán kílómetra fyrir suðvestan borgina Liver- pool. Læknir nokkur, Aloysíus Lane að nafni, tók sér bústað í þorpi þessu um árið 1870, og vissu menn hvorki hvað bonum gekk til þess, né beldur hvað á daga hans hafði drifið að undun förnu. Að eins það tvennt var mönnum ljósfc, að hann hafði leyst próf í læknisfræði ágætlega af hendi í Glasgow •og hann hlaut að vera ættaður úr suðurlöndum. Hann var svo dökkur yfirlitum, að ætla hefði mátt, að vestur-indverskt blóð rynni í æðum honum, hefði eigi fleira, og þar á meðal það, hve vel hann bar sig, gefið grun um, að hann væri af spönskum ættum. Hann var blakkur á hörund, hárið hrafnsvart, brýrn- •ar miklac, og augun leiptrandi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.