Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1910, Blaðsíða 2
198 ÞjÓbviljinn. XXIV., 50. uel, er þá tók konungdóm, særðint að eins lítilfjörlega. — Hefir síðan brytt á bylt- ÍDgahug öðru hvoru, þó að fæztum muni hafa til hugar komið, að stórtíðindin, sem nú eru orðin, bæri svo brátt að, sem raun «r á orðin. En þó að lýðveldismenn væru í mjög miklum minnibluta í landÍDU alls, voru þeir mjög fjölmennir í höfuðborginDÍ, Lissabon, og skipti það mestu. Fjárhagur landsics hefir lengi verið í óreiðu, og Bretar þótt hlutazt um of til um ýmislegt, er að stjórnmálum lýtur, einkum að þvi er nýlendur Portugals- manna snertir. — Flýtt mun það og hafa fyrir uppreianinni, að drepinn var ný- skeð frjálslyndur þingmaður, Bombarda að nafni, og var stjórnarmönnum kennt um vígið. Uppreisnin hófst aðfaranóttina 11. okt. síðastl., og byrjaði á þann hátt að skotið var 21 fallbyssuskoti, og gerðu byltinga- menn hverir öðrum aðvart á þann hátt. AlmennÍDgur reis þá og þegar áfætur, til þess að vita hvað um væri að vera. Drápu hermenn einn yfirmanna sinna, og réðu síðan, ásamt stórskotaliðinu, er gengið hafði í lið með þeim, á vopoa- búrið og tóku þar vopn, bæði handa sjálf- um sér, og handa borgarbúum, er þeirra flokk fylltu. Lögreglumenn réðu þegar gegn upp- reisnarmönnum, en þeir svöruðu með sprengikúlum. Að rnorgni gekk sjóherinn í lið með uppreisnarmönnum, og hófst skothríð gegn konungshöllinni. Hólzt skothríðin fram á kvöld, og á borgarstrætunum var barizt hér og hvar allan daginD. Iiífvörður Manuels konungs varðist ágætlega, en gafst þó upp að morgni 12. okt., og flýði konungur þá úr höllinni, ásamt nokkrum trúnaðarmönnum sinum, er hann eá hver leikslokin myndu verða, og komst hann og ættmenni hans, tii Gíbraltar, herstöðva Breta við sundið, er 8ameinar Atlants- og Mið]arðarhafið. Mælt er, að barizt hafi verið alls um 31 kl.stund, og að alls hafi fallið um þús- und af báðum, en margir orðið sárir. Að kvöldi 12. okt. var friður á kom- inn í borginni. Nýi lýðveldisforinginn, Braga, gaf þegar út ávarp til þjóðarinnar, og til- kynnti sendiherrum Portugalsmanna, hvar komið var. Mælt er að þjóðin hafi yfirleitt tekið breytingunni mjög vel. Monaco. Svo nefnist furetadæmi við Genúa- flóann, sjálfu sér ráðandi, þótt íbúar sóu að eins um 15 þús. — Furstinn, sem þar ræður ríki, heitir Albert, og tók hann við rikissljórninni 188i). Furstinn í Manaco hefur verið ein- valdur, enda hafa tekjurnaraf spilabankan- um í Monte Ciaro nægt til þess, að stand- ast útgjöldin. — Herinn alls einir 86 menn. — En nú hefur furstinn afsalað sér ein- veldi sínu, svo að Monaco er orðiðþÍDg- bundið sjálfstjórnar-ríki. I3alliati-r,ílíin. Símskeyti barst nýskeð þess efnis, að Venezílos, sem verið hefur stjórnarformað- ur á Krít, sé orðinn forsætisráðherra á Grikklandi, og munu Grikkir að líkind- nm gera sér von um, að honum takist, öðrum fremur, að greiða svo úr málum, að eyjan Krít sameinist Grikklandi, eins og vilji alls þorra eyjaskeggja er. — Til orða kvað hafa komið, að frakk- neskur hershöfðingi, Yoss að nafni, verði fenginn, til þess að koma betri akipu- lagi á gríska herinn, en nú er. — Skærur urðu enn nýskeð á landamær- um Tyrklands og Grikklands, milli tyrk- neskra og griskra þegna, og féllu nokkrir af hvorum. — Abdul Hamíd, fyrverandi tyrkjasoldán var veikur, er síðast fréttist. I næstk nóvenbermánuði ætlar Pétur Serba konungur, að bregða sér til Italíu í heimsókn til Vidors konungs Emanuel. íiýztealaricl. Mælt er, að þýzka hermálastjórnin nrnni heita 100 þús. rígsmarka verðlaun- um fyrir flug milli borganna Aachen og Berlin, og sé þá á leiðinni komið við í ýmsum borgum, sem búist er við að leggi þá einnig fram nokkur verðlaun. I Berlín urðu nýskeð all-miklar róstur, með því að verkfallsmenn réðu á verka- menn, er eigi vildu hætta vinnu. — Urðu lögreglumenn að skerast í leikinn, og var þá gert hvorttveggja, að varpa grjóti, og beita skammbyssum, svo að blóðpollarn- ir sátu hér og hvor á götunum. 1? visslanxl. Lögreglustjórinn í Jekaterinoslow var nýskeð dæmdur til dauða, rneð því að hann hafði látið berja til bana þrjá menn, er i gæzluvaröhaldi voru. slBiizkar konur! Veturinn íar í hönd, á honum á al- þingi íslendinga að koma saman, en undanfari þees eru að siálfsögðu þing- málafnndir í hverju kjördæmi. Á slíkum fundum ræða kjósendur áhugamál sín við þingmennina, verði eitthvert málið útundan, verður svarið opt og einatt er á þing kemur, að málið hafi ekki verið rætt á þiagmálafundum, og virðist því ekki mikill áhugi á því frá hendi þjóð- arinnar. Nú vill „Hið íslenzka kvennfélagu beina máli sínu til yðar, og skora á yður að láta ekki undir höfuð leggjast, að gera yðar ýtnnta til að kvennréttindamálið verði rætt á sem allra flestum þingmála- fundum, og þingmenn hvattir til að veita því öruggt fylgi. í þinglokin 1909 átti nHið isl. kv.fél." tal við flesta af utanbæjarþinqtnönnum, og spurðist fyrir hjá þeim urn skoðun þeirra á kvennréttindamálinu, og voru þeir undantekningalaust rnálinu fylgjandi svo vænlega virðist horfa með framgang þess. Til athugunar skal þess getið, að til þass að jafnréttismáli kvenna verði til lykta ráðið, þarf stjóroarskrárbreytÍDg að komast á. Þarf því jafn frsmt að skora á þiogmeun að hra3a því máli sem mest. Með beztu óskum. Að veturnóttum lítlO, Hið íslenzka kvennfélag. Enski botnverpingurinn og Barðstrendinga-valdsmennirnir. Til viðbótar því, er sagt var í síðasta nr. blaðs vorB, skal þess getið, að þegar enska botnvörpu- veiðagufuskipið „Chieftain" kom til Hull, klukk- an átta að kvöldi 12 okt. þ. á., fór skipherra fyrst ajálfur í land, en vildi eigi leyfa Guðm. sýslumanni Bjiirnssyni, og Snœbirni hreppstióra, í land með sór að svo stöddu. Á hinn bóginn kom danski konsúllinn í Húll vonum bráðar, og flutti sýslumann og Snæbjörn í land. Fregnin um aðfarir botnverpingsins var kom- in til Hull, áður en hann kom þangað. og hafði vakið þar mjög mikla forvitni, og optirtekt. Skipstjórí þrætti fyrir. að hann hefði verið i landhelgi, en sýslumaður hafði i höndum nóg gögn, er sönnuðu hið gagnstæða; Útgerðarmaður skipsins í Hull tjáði sér þykja leitt, hversu til hefði tekizt, og svipti skipherra og stýrimann þegar stöðu þeirra k skipinu, og lætur það nú stunda veiðar í Hvíta-hafinu fyrst um sinn. Sýslumaður gaf skýrslu um málið, og reynir nú daaska utanríkisráðaneytið, að koma fram áhyrgð á hendur skiphorra og útgerðarmanni skipsins, hvernig sem það kann nú að takast. Blöð í Hull fiuttu sbýrslur uin. málið, sam og myndir af sýslumanni og hreppstjóra, og blaða- menn iLiundúnum leituðu fregna hja þeim um málið. Skagrafjarðar-læknishérað. Þai' er settur læknir, í stað Siyurðar sáluga Fálssonar, cand. med. & chir. Guðm. Þorstánsson; og er hann þegar farinn þangað norður. Botnveruingur handsamaður: Þýzkan botnverping, er var að veiðum í land- helgi, handsamaði danska varðskipið ný skeð, og kom með hann til Reykjavíkur 26. þ. m. fokt.) Skipið heitir „Jupiter", og er fra JGeeste- miinde. — Skipstjóri játar, að hann hafi verið í landhelgi, en neitar því, að hann bafi verið að veiðum, og er mál hans, oss vitanlega, enn óútkljáð, er þetta er ritað. „Austri". Strandbátnum „Austra" hlekktist ný skeði] k austur á Eskifirði, eða þar í grenndinni, sagt, að bilað hafi skrúfan, og varð baturinn því að hætta við strandferðina, og fara til utlanda, - til þess að fá viðgerð. Hvort hann hefir treyst sér oinn, eða annað gufuskip hefir fylgt honum, svo sern sennileg- ast er, hefir eigi fréttzt glöggt. „Pervie" tók við vörum, og farþegjum, frá. „Austra", og lýkur við strandforðina. Heyhlnða og hcy brennur. Hlaða brann ný skeð að Eiði í Hestfirði í Norð u r-í saf j arðarsýslu, Þar kvað hafa brunnið hundrað hestar af heyi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.