Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.11.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.11.1910, Blaðsíða 4
204 ÞjÓBVILJIN-M. XXIV., 51,—52. í lopt upp. — Sprengiuíiarnar voru þrjár alls, og atóð bÚ8eignin öll í björtu báli að fám mínútum liðnum. — 50 menn biðu bana. Eigandi blaðsins hafði nokkru áður fengið hótunarbréf, þar sem ofan greindu var hótið, og er ætlað, að tilefnið til glæpsins bafi verið það, að íprentsmiðju blaðsins unnu menn, er eigi höfðu viljað eiga þátt í félagsskap annara prentara. Heitið hefir verið 100 þús. dollara verðlaunum, ef upp verði ljóstað, bver valdur só að glæpnum. Litlu síðar var og íbúðarbús, er eigandi nefnds blaðs átti, sprengt i lopt upp; manntjón varð þó eigi. 3. okt. þ. á. hvolfdi gufufleytu á höfn inni í New York, og er ætlað, að 80 menn hafi beðið bana. — Voru 29 lík fundin er síðast fréttist. Eimskipið „Chiriqueu fórst nýskeð. — Það var frá Columbíu, og atvikaðist siysið á þann hátt að gufuketill sprakk. — Fitnm tíu menn biðu ban?. — — — Madagascai'. Eins og mörgum mun kunnugt, neyddu Frakkar drottninguna á Madagascar — sem er eyja austan Afriku — til þess að ganga að þeim samningi 18. janúar 1896, að rikið skyldi báð vernd Frakka. Drottningiu, sem réði þá ríkjum á Mada- gascar, hét IianavaXona III. Manjaka, og fórst Frökkum eigi betur við hana, en svo, að þeir ráku hana frá ríkjum, og gerðu hana árið 1897 útlaga, og vísuðu henni fyrst til vistar á Reunion, eyju í Indversaa hafinu, en síðar í Algier. Síðan hafa Frakkar látið landstjóra sinn stýraríkinu,og heitir landstjóri þeirra, sem nú er Pi quie. — Hefir hann nýskeð látið byrja á því, að koma pÓ9tflutningi millí höfnðborgarínnar Antananarívo og og Fínarantzon í fiugvél, og tekur það að oins 6 kl.tíma, en áðnr gekk vikan í póstferðina. — — — Mexíco. Vilhjá\mur, Þýzkalandskeisari, hefir nýlega gefið lýðveldinuMexíco i Mið-Amer- íku líkneski náttúrufræðingsins A\exanders von Humholdt (fæddur í Berlín 1769, dá- inn 1859. Humboldt ferðaði9t, meðal annars, í náttúrufræðislegum e/indagjörðum mn Suður-Ameríku, og Mexíco, á árunum 1799—1804, og hefir hann ritað fjölda binda, um náttúrufræði o. fl., og telja Þjóðverjar hann í tölu kelztu vísinda- manna s'.nna, og hafa honum þvi verið reist líkoeski eigi óvíða á Þýzkalandi. Persaland.. Þing Persa hefir ný skeð kosið Nasr e\ Mulk, sem iíkisstjóra, meðan er keisar- inn er ófullveðja. Hann var mjög f’ylgjanda því að stjórn- skipunarlög landsins væru haldin, og þing- ræðinu eigi misboðið, og var hann árið 1907 dæmdur til dauða, en flýði, og hefir síðan dvalizt í Frakklandi. — — — Portugal. Til viðbótar því, er ritað var í síðasta nr. blaðs vors, um byltingUDa í Portugal, skal þessa enn getið: Ráðgert er, að nýja lýðveldisstjórnin verði að eins til bráðabirgða, talað um sex mknuði, og verði svo skipuð föst, eða regluleg stjórn. Talað er um, að taka grundvallarlög svissneska lýðveldisins til fyrirmyndar, er stjórnskipunarlögin verða samin. Stjórnin hefir skipað öllum borgurum landsios, að láta vopn sin af hendi. Hún befir og lýst þvi yfir, að allir saroningar, er snerta skuldir Portugals til annara ríkja, skuli verða haldnir. Auðmaður í Portugal kvað og hafa boðið stjórninni 28 milljón franka lán, til þess að grynna á ekuldum rikisinser- lendis. Látið er það berast, að lýðveldisstjórn- in hafi, í leyniskjalasafni ríkisins, fundið skjal, undirritað af Manue\ kouungi, þess efnis, að þing skyldi rofid með valdi 10. Oct. þ. á., stjórnarsbráin felld úr giidi í bráð- ina, og rikinu stjórnað tneð hervaldi, ums landið væri friðað. Að því er stefnuskrá bráðabirgðarstjórn- ar'nnar snertir, þá er mælt, að hún vilji koma nýju og betra skipulagí á kennslu- málÍD, gera skilDað ríkis og kirbju, tak- marka munkaveldið, gera dómstólana ó- háða umboðsstjórninni, og koma skipu- lagi á hervarnirnar. Skothríðin, meðan er á byltingUDni stóð, kvað bafa valdið töluverðum skaða, skemmt að mun ráðhúsið, og þó einkum konungshöllina, en þó eigi svo, að eigi verði bætt. 30 Almenningur gjörðist nú afar-forvitinD, og langaði til að vita, hvernig þetta færi. Blöðin sögðu fátt að svo stöddu, þar sem rannsókn- in bafði enn eigi leitt neitt ákveðið í ljós; cn allir spjöll- uðu um það fram og aptur, hvort skýrsh ungfrú Morton's gæti verið sönn, eða hér væri um hrekkjabragð að ræða, til þess að bjarga bróður hennar. Yrði sú raunin á, að læknirinn væri eigi dáinn, þá varð eigi öðrum, en honum kennt um morð maDnsins, sem fundist hafði í bókaherbergi hans, og var honum svo nauða líkur. í bréfinu, sern uogfrú MortoD hafði neita að sýna, hafði hann ef til vill meðgengið glæpinn, og hún var þá í þeim vanda stödd, að geta að eins frelsað bróður sinn á þann hátt, að fórna UDnusta sínum, er fyr hafði verið. DagÍDD eptir var troðningur i dómssalnum, og allir biðu óþreyjufullir. Menn sáu Humphrey koma inn, og fara að spjalia við sækjanda málsins. Leyndi það sér eigi, að haDo var mjög æsturískapi Þeír skiptust á fáeinum orðum í flýti, og sást á svip Parlock Carr’s, að honum btá mjög. Verjandi sneri ináli sínu síðan að dómaraDUm, og lýsti þvi ytír, með samþykki sækjanda, að unga stúlkan, sem leidd hefði verið, sem vitni í síðasta réttarhaldi, yrði eigi kvödd fyrir réttinn að nýju. Dömarinn: .Svo er að sjá, hr. Humphrey, sem þér hafið hætt við málið er ílla stóð á!u Verjandi: „Vítninu, sem eg leiði næst, tekst tf til vill að skýra máliðu. Dómarinn: „Kaliið þá á vitniðu. 39 Skipshöfnin á skipinu, sem bróðir hans, Ernst Lana, hafði bomið með frá Suður-Amerbíu, staðfesti síðar. að skýrsla dr. Lana’s væri sönn. Skipslæknirinn gat borið um það, að hann hafði kvartað um hjartveiki á leiðinni, svo að eðlilegt var, að dauðann hefði boríð að, sem orðið hafði. Að því er dr. Lana snerti, settist hann nú apturað í þorpinu Bishops Crossins. Arthur Morton, og hann, sættust fullum sáttum, enda kannaðist hinn fyrnefndi við, að hann hefði algjöilega misskilið, hvað læknÍDum gekk til, er hann sagði trúlof- uninni slitið. Að dr. Lana og ungfrú Morton hafi síðar endur- nýjað trúlofun sína, má sjá af svolátandi skýrslu, er birtist í einu af blöðunum í Bishops Crossing. ,.19. sept. voru dr. Lana og ungfrú Fr. Morton gefin saman i hjónaband í sóknarkirkjunni í Bishops Crossiug.“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.