Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.12.1910, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.12.1910, Blaðsíða 1
"Verð ðrgangsing (minnst, «0 arkir) 3 Jcr. 50 aur. &-lendis 4kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borqist ýyrir júnlmánað- arlok. ÞJÓÐVILJINN. — |= | TlJ TTUGASTI 0G FJÓRBI AB9AN8CB =|. ~---- ,„== R1TS.TJ0.RI SKÚ[LI THORODDSEN. =scsf— r- Uppsögn skrifleq, 6gild nema komið sé. til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánnðar ou kaupandi samhliða tippsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 57-58. Rbykjavík. 16. DES 1910, vennfrelsismáliB. 8. des. þ. á. birtist grein í blaðinn iDgóIfur", eem ber fy/-irsögnina: „Kveni.- frelsismálið. — Varhugaverð áskorun". Grein þessi er stýluð gegn éskorun „ísleDzka kvennfólagsins" til isler-zkra kvenne. Skorar kvennfélagið á íelenzkar kon- ur, að „láta ekki undir höfuð leggjast, að gera sitt ýtrasta til, að kvennréttinda- málið verði rætt á sem allra flestum þÍDg- málafundum. Ritstjóri „Iugólfs" getur þess í grein sinni, að kvenDréttmdamálið hafi „Örsjald- an og örlítið verið rætt í blöðum eða á msnnfunduin", og sé þjóðin því „alls ekki nndir það buin að svo komnu, að ráða til lykta jafn mikilsvarðandi máli". En þessi ummæli „Ingólfs" eru mjög fjarri sanni, því að í frek síðaetl. tuttugu ár, hetir málið eigi all-sjaldan borið á góma á þingmálafundum hér og hvar. Á Þingvallafundinum 1888 — og ef til vill á fleiri Þingvallafundum, þótt vér eigi munum það í svip — var og sam- þykkt rojög eindregin áskorun, að því er l'afnrétti kvenna og karla snertir. Þá hefir og blað vort eigi sjaldan vik- ið að máliun, þó að önDur blöð hafi að vísu gefið því minni gaum, en skyldi, nema hvað KvenDablaðið hefir að sjálf- sögðu mÍDnzt þess eigi sjaldar. Frá kveDDþjóðÍDni hafa alþingi einnig borizt fjölmennar áskoranir, enda málið eigi sjaldan að einhverju leyti borið þar á góma. Um fá mál, sem lög hafa veriðsamin um, verður því fremur ssgt, að þjóðin sé undir það búin, að þingið ráði því til lykta. Bér við bætist og, að hér er im það eitt að ræða, að láta hvennþjóðinni réttindi í ié, sem ranglega er fyrir henni haldið. Og þesr&r xxm það rseðir, að liœtta að traðka siðferð- islegum rétti annara, þa fer illa á því, að tala um, að un<lirt>TÍiiinj2r þurfi, þvi að þa<5 á að gerast þegar i stað. Þar ceui all-mikill ábugi er nú og þegar vaknaður hjá eigi all-fáum meðal kvennþióðarinnar, og fleiri, og tilfinning- in, að því er óréttinn snertir, að verða æ ríkari, þá fer það að verða enn ábyrgð- a? meira fyrir karlþjóðina, en fyr, að synja konunum þeesara sjálfsögðu réttindi þeirra. Ekki er heldur ástæð8, til að slá því j frem, eins og „iDgólfur" gerir, að kjós- endur geti eigi skapað eér „sjálf»tæða og | ábyggilega skoðuu" um málið „á eioum þingmálafundi". Þar sem kvennfrelsismálið hefir, sem fyr segir, lengi verið á dagskrá þjóðar- innar, og þar sem hér er að einsum það að ræðs, að hætta að traðka rétti þess, sem hingað til hefir orðið að gjalda þese, að hann var minni máttfir, þá ereinmitt enn minni ástæða, til að slá hinu ofan greinda fram,enað því er ýms önnur mál- efni þjóðarinnar snertir, Þá segir „Ingólfur" enn fremur, að konur ættu, að „sjá það sjálfar, að þær eru ekki við þvi bÚDar, eða undir það búnar að takast á hendur þann vanda, að ráða ráðam um hag landsinsu, með því að til þess þurfi „öðru visi héttað upp- eldi, ea þær hafa fengið all-flestar". En þessu er því að svara, að eigi heim- ilar það, að synja konum iéttinda þeirra, þó að fleiri eða færri hagoýti þau eigi svo heppilega, sem æskilegt væri, eDda geDgur það og upp og niður hjá karl- þjóðinni, og eDgin kstæða til þess, að gera kvennþjóðinni þær getsakir, að benni tækist yfirleitt miður. Að því er til „uppeldisins" kemur, hefur og uppeldi kailþjóðarinnartil þessa yfirleitt eigi verið að neinu leyti miðað við réttindin, sem þeir hafa haft fram yfir kvennfólkið, og mörg mun sfí kon- an hér á landi, er engu síður veit, hvað gerist i landemálum, en karlmennirnir og hefur sína skoðun á málunum. Að lokum skulum vér geta þess, að þó að ritstj. „Ingóifs", láti, sem hann sé bræddur um að „fósturjörðin væri Htið betur farin, en nú", þó að „kvennfrelsis- konurnar næðu takmarkinu, þá verða þó allir að viðurkenna, að alls ekkert verð- ur um það sagt, bve mikið gott þjóðfé- lagi voru hefur tapast, og enn kann að tapast, meðan kvennþjóðinni er synjað jafnréttis við karlmennina. Einum getur hugkvæmst það, sem öðrum hugkvæmist ekki. En kvennþjóðin hefur til þessa eigi haft sérstaka hvöt til þess, að beina huganum að almennum þjóðmálum. Utlönd. —o— Frá útlöDdum hafa nýlega borizt þessi tiðindi: Banmörk. Arið 1866 var í Danmörku stofnað „heiðafélagið" svo nefnda („Det danske Hedeselskab"), í þeim tilgangi, að gera Jótlandsheiðarnar, afar-mikið landflæmi, að ræktuðu landi, og hefir þegar áunnizt mjög mikið í pví efni, eDda ríkissjóður lagt félaginu drjúgan styrk. — Nú verð- ur þvi óviða farið svo um Jótlandsheiðar, að menn reki sig eigi á hibýli, skepnur, eða vegfarendur, þar sem áður var eyði- flæmi, en sjaldan sté nokkur fæti á. Aðal-hvatamaðnrinn að stofnnn „heiða- félagsins" var D. M. Dalgas ofursti (fædd- ur 16. júlí 1828, en dáinn 16. apríl 1894), og var 11. dóv, siðastl. afbjupaður minn- isvarði, til minningar um starf hans, i Ansager, í grennd við borgina Varde. — Hafa honum og áður verið reistir minn- isvarðar, meðal annars i Arósum 1901. f 15. nóv. þ. á. andaðist Johan JuHus Exner, iæddur 30. nóv. 1825, einn af nafnkunnustu málurum Dana. Hafaýms af málverkum hans áunnið bonuin tals- vert hrós, og vsr hann ánð 1890 valinn formaður raalverkas^'ningar-Defndarinnar í Kaupmannahöfn. Að morgni 8. nóv. þ. á. fundust göm- ul bj'ÓD, er áttu heima í grennd við Ny- borg, myrt á heimili sinu. — Maðurinn, sem hét P. Jörgensen, var 76 ára, en kon- an 84 ára. Óvíst var enn, er siðast fréttist, hver morðið hafði framið. f 18. nóv. þ. á. andaðist P. W. Höst, fyr forstjóri iðnaðarmannebankftns (Haand- værkerbanken) í Kaupmannahöfn.— Hann hafði einn um sjötugt. 7. nóv. þ. á. voru hundrað ár liðin, íðan þýzka skáldið Fritz Reitter fæddist- (dáinn 1874). — Hafa skáldsögur hans verið þýddar á ýms tUDgumál. — Arið '• 1834 var hann dæmdur til dauða, sakað- ur um að hafa verið riðinn við glæpsam- legan félagsskap, en hegningunni þóbreytt i 30 ára kastala-erfiði. — Arið 1840 var haDn þó náðaður. Minntust Danir hundrað ára afmælis þessa á þann hátt, að danskt-norsktbók- salafélag gaf út nokkrar af skáldsögum hans. Booth, aðal-foringi hjálpræðishersins kom 17. nóv. siðastl. til Kaupmannahafn- ar, til þess að Hta eptir starfi hjálpræðis- hersins þar. — Hann er en orðinn 81 árs að aldri (fæddur 1829.) Sviþióð. Nú er áformað, að olympisku leikirn- ir verði háðir í Stokkhólmi árið 1912, og er í þvi skyni verið að búa þar fjt stór- eflis leiksvæði. Bretland. Samkværot síðustu fregnum, mun brezka þingið nú þegar vera rofið, ogeiganýjar kosningar að fara fram fyrir jól! Það, sem kjósendum er einkum ætlað að skeia úr, það er, hvort neðri málstof- an eigi ekki að vera ráðandi á þingi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.