Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.12.1910, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.12.1910, Blaðsíða 5
230 ÞJÓBVIUIJÍN. XXIV., 57.-58. Maður fyrirl'er sér. Bóndinn að Hofstöðum í Helsfafellssveit í Snæfellsnessýslu fyrirfór sér 2. des. þ. á. Maður þessi hét Jóhann Magnússon, og var kvæntur maður. Kona hans var ein heima, og kom að honum, þar sem hann hafði hengt sig, og skar hann niður, og var bann þá örendur. Jóhann sálugi fór póstferðir milli Stvkkis- hólms og Staðar í Hrátafirði. Hafði hann nýskeð falað jörðinaHofstaði, sem er kirkjujörð, til kaups, og vita menn eigi, hvað knúð hefur hann til þess, að leita dauðans. En til slíks grípur enginn, nema lífið sé orðið óþolandi hyrði. „Nóttin helga“. Hr. SigiÚ8 söngfræðingur Einarsson hefur ný- skeð samið lag við kvæði Ouðm. skálds <J-uðrn- mundsaonar, er nefnist „nóttin helga11. Lag þetta, með rithönd höfundarins, hefur verið prentað á póstkort, svo að almenningi gefst, væntanlega kostur á, að kynna sér það nú um hátíðarnar. ísl. listasýning i Noregi. Erá 13. nóv. til 3. des. þ. á. kvað sýningin á málverkum íslenzku málaranna, hr. Asgríms Jónssortnr og hr. Þórarins Þorlákssonar hafa staðið yfir í Kristjaníu. Hafði hinn fyr nefndi sent á sýninguna 18 málvork, en hinn síðarnefndi 14. Fundiö lik liorfna drengsins. Lik drengsins úr Hafnarfirði, er týndist 3. júlí þ. á., sem getið hefur verið í blaði voru, fannst 9. des. síðastl. Líkið fannst á grúfu í klettaskoru, í svo nefndu Lyklafelli, skammt frá veginum. Sá, er líkið fann, heitir Bjarni Jensson, vinnu- maður í Þormóðsdal. öerði hann bæjarfógetanum 1 Hafnarfirði hr. Magnúsi Jónssyni, þegar aðvart um fundinn. Hafnfirðingar sendu síðan menn eptir líkinu 10. des. síðastl., og vísaði Bjarni þá á, hvar það lá. „Fjalla Eyvindur11 er nafnið á leikriti, sem Jöhann skáld Sigur- jbnsson, sem dvelur i Kaupmannahöfn, hefur í smiðum, eða ef til vill full smíðað. Leikiit þetta kvað styðjast við sögu Fjalla- Eyvindar. Mælt er, að þjóðleikhús Dana ætli að sýna leikrit þetta á leiksviði í vetur. „Maria Gruhbe“ Skáldsagan „María Grubbe“, eptir danska skáldið J. P. Jakobsén, er nýlega komin á prent í íslenzkri þýðingu, og hefur hr. Jönas Guð- laugsson annazt um þýðinguna. J. P. Jakobsen var fæddur 7. apríl _847, og andaðist 30. april 1885, og er „María Grubbe“ talin ein af helztu skáldsögum hans. ísl. sjóréttur. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Reykja- vík hefur nýlega gefið út rit um islenzkan sjó- rétt, eptir Jón lagaskólakennara Kristjánsson. í riti þessu er safn belztu laga-ákvæða, og dóma, er lúta að siglingum, og fiskiveiðum hér á landi. Ritið er einkum ætlað námsmönnum á iaga- og stýrimanna skólanum. „Yísir“. „Vísir“ er nafnið á blaði, sem cand. phil. Einar Gunnarsson er byrjaður að gefa út. Fyrsta nr. blaðsins kom út 14. des. þ. á., og er áformað, að sex blöð komi alls út til jóla, og kosta þau áskrifendur að eins 15 aura, enda blaðið f litlu broti. „V(sir“ ætlar aðallega að vera „sannort frétta- blað, en laust við, að taka þátt i deilumálum". 50 ára afmæli. 15. des, þ. á. voru liðin fimmtiu ár, síðan er JS’iek, Finsen, ljóslæknir, fæddíst. Silfurbergsnáina. SilfurbergBnáma að Okrum í Mýrasýslu heíir ný skeð verið seld Frökkum, og var kaupverðið 5000 kr. Greinilegri fregnir höfum vér eigi fengið, að því er kaup þessi snertir, en teljum víst, að það sé Brillouin konsúll, sem námuna hefir keypt, annaðhvort fyrir sjálían sig eða aðra. BotnvSrpuveiðagufuskip ferst. Skipverjar týna lífi. 29. nóv. síðastl. fann Helgi Þörarinsson, borg- ari í Þykkvabæ í Landbroti, sjórekið lík á fjöru jarðar sinnar, og tvoim dögum síðar fannst skips- bátur rekinn af sjó austan Skaptáróss. I hátnum fannst dagbók skips, er síðast hafði verið ritað í 24. nóv. þ. á., og var nafn stýri- mannsins, som í bókina hafði skrifað, W. Schmidt, en nafn skipsins „Gustav Obor“, og sást, að það hafði lagt af stað að heiman (frá Þýzkalandi) 27. okt. í bátnum"fannst nokkuð af skipsbrauði. — Tvö höfuðföt hafa og fundizt rekin, og kassi, er í voru 12 flöskur af víni. Maðurinn, sem sjórekinnjfannst, bar gullhring á hendi, og Jvar á hringinn grafið Jnafnið: M. Fischer.5— Tveir gulLpeningar og nokkuð af öðr- um peningum, kvað og hafa fundizt í vasa hans. — Gizka menn helzt á, að þetta sé lík skip- horrans,^og var það jarðsungið að Prestsbakka- kirkju 4. des. síðastl. Að öðru leyti telja menn lfklegt, að þegar botnvörpuveiðagufuskipinu hlekktist á,hafi skips- höfnin’farið í skipsbátinn, til þess að bjarga sér í land, en hvolft í Skaptárósi, og lík mannanna grafizt þegar í sandbleytu, nema lík þess, er á Þykkvabæjarfjöru fannst rekinn. Bráðkvadd 11 r varð maður að kvöldi 12. des. síðastl., Magn- ús bóndi Sigurðsson í Stardal í Mosfellssveit í KjósarBýslu. Hann var lagður af stað heim til sín héðan úr bænum (Reykjavík), og kvað eittbvað hafa vorið að hagræða trússum á hcsti, er hann hné niður, og var þegar örendur. Haft eptir læknum, að slitnað hafi aðal-æðin í heilanum. BEYKJAVÍK 16. des. 1910. Tíðin mjög hagstæð að undanförnu, væg frost, eða þýður. „Vesta“ — skipstjóri Gotfredsen — lagði af stað héðan til Vestfjarða 3. þ. m. Úr þeirri ferð kom „Vesta" hingað aptur að morgni 9. þ. m. Jarðarför dr. Jónasar Jónassen’s, fyr land- læknis, fór fram hér í bænum 2. þ. m. Dómkirkjuprestur síra Jóhann Þorkelsson flutti húskveðju á heimili hins framliðnai Nemendur læknaskólans báru líkið síðan frá sorgav-heimilinu tii kirkju. En inn kirkju-gólfiið var líkið borið af borg- arstjóra, og öðrum meðlimum bæjarstjórnarinnar. Dómkirkjan var skrýdd svörtum sorgarskrúða og mjög fagurlega ljósuð. Kirkjusöngurinn, og orgoltónarnir, var og mjög hrífandi, og tókst söngurinn mjög prýðilega. í kirkjunni flutti síra Jóhann Þorkelsson ræðu. Að iokura báru læknar líkið út úr dómkirkj- unni, út að líkvagninum. Likfylgdin var einhver fjölmennasta líkfylgd in, sem hér hefir verið. f Að kvöldi 2. þ. m. andaðist hór í bænum Jóbann W. Heilmann, 64 ára að aldri. Hann var fæddur 15. nóv. 1846, og voru for- eldrar han : Vilhelm bakari Heilmann og kona hans, Guðrún Helgadóttir Bergmann. Jóhann sálugi Heilmann kvæntist 25: nóv 186b eptirlifandi ekkju sinni Maríu Dórótheu Rasmusdót.tir Lynge, og varð þeim hjónum alis, fimm barna auðið, og eru þessi þrjú á lffl: 1. Davíð prentari í Kaupmannahöfn. 2. Guðrún, gipt Jóni kaupmanni Þorsteinssyni, og 3. Soffía, gipt Eyvindi snikkara Arnasyni. A fyrri árum var Jóhann heitinn Heilmann verzlunarmaður, og síðan um tfma kaupmaður og var hann einn af stofnendum sjúkra- og styrkt- arsjóðs verzlunarmanna í Reykjavík. Fremur var hann ólánsmaður um dagana mislánaðist verzlun, og átti í fleiru andstætt. Jarðarför bans fór fram hér í bænum 10. þ. m. Hjálpræðisherinn ætlar, sem vant or, að gleðja fátæklinga um jólin, og mælist í því skyni til gjafa frá almenningi. Sparibanka lætur hann í þessu skyni setja upp á þrem stöðum í bænum. „Botnía“ kom hingað frá útlöndum 7. þ. m. Meðal farþegja, er hingað komu, voru: alþm. Bjarni Jónsson frá Vogi, verzlunarstjóri Carl Steinsen (er kom frá Austfjörðum), og P. J. Thor- steinsson, kaupmaður. Frakkneski konsúllinn, hr. Brillouin, fór ný skeð austur í sýslur, og upp í Mýrasýslu („upp á Mýrar“, sem almennt er kallað hér), til þess að grennslast eptir málmum í jörðu, og er nú kominn úr þeirri för. I förinni með honum voru: frakkneskur verk- fræðingur, Claus að nafni, og hr. Páll Torfason frá Flateyri, fyr kaupmaður. Um árangur fararinnar er oss eigi kunnugt. Að kvöldi 10. þ. m. las hr. Einar Hjörleifs- son upp kafla úr skáldsögu sinni „Gull“,í Báru- búðinni hér i bænum. Kvöldskemmtun hélt „Kvennfélag fríkirkj- unnar“ hér í bænum 3. þ. m. Þar söng félagið „Kátir piltar“ nokkur söng- lög, og stýrði hr. Brynjólfur Þorláksson söngnum. Hr. Einar Hjörleifsson las og frumsamda smásögu eptir sig. Ungfrú Guðrún Indriðadóttir lék og: „Við vögguna11, og ungfrú Gunnþórunn Halldórsdótt- ir söng nokkrar „gamanvísur11. Enn fremur léku þeir og samau á fiðlu og orgel hr. Bornbuig og Guðm. Eiríksson. Botnverpingurinn „Marz“ lagði 6. þ. m. af stað héðan til Englands, til þess að seija þar atta sinn. Dómkirkjuprestarnir hór í bænum hafa, i „ísa- fold“ 3. þ. m., skorað á bæjarbúa, að senda sér gjafir, til að gleðja fátæklinga fyrir jólin, og áttu gjaflrnar að vera komnar fyrir 15. þ. m. Bræðurnir P. J. Thorsteinssou og Th. Thor- steinsson hafa ný skeð leigt tvö botnvörpuveiða- skip á Engiandi, og byrja þeir fiskiveiðar i önd- verðum nœstk. febrúarmánuði. All-góð aflabrögð hafa um tima verið í ver- stöðnnum við sunnanverðan Faxaflóa: Félagið, sem heldur úti- botnvörpuveiðsgufu- skipið „Jón forseti“, kvað nú hafa áformað, að bæta við sig öðrum botnvörpunginum. Sýnist það benda á, að útgerðin hafa borgað sig vel að undanförnu. „Vesta“ lagði af stað héðan til útlanda að kvöldi 11. des. síðastl. Úr styrktarsjóði W. Fischers hefur í þ. m. verið veittur þessi styrkur: 1. Til að nema sjómantiafræði: Ólafi Guðm. Jóhansen 50 kr. Jó-i Otto Jónssyni 75 kr, Sigmundi Sigmundssyni 75 kr. 2. Börnum: Gunnhildi Sigurjónsdóttur Kefla- vik, Eggertínu Magnúsdóttur sama stað, Sigurði Þ. Brynjólfssyni Rvík kr. 50 hverju. 3. Ekkjunum: Guðbjörgu Jósefsdóttur Rvík kr. 75.00. Ragnheiði Pétursdóttur Leirá 16.75, Ingibjörgu Þorvaldsdöttur Rvík, KristrúnuBrynj- I ólfsdóttur Rvik, Arndýsi Þorsteinsdóttur Rvík. I Sigurveigu Runólfsdóttur Rvík, Önnu J. Gunn- I arsdóttur Rvík, Jóninu Sigurðardóttur, 1,'vík, Sig- I riði Gísladóttur Kvík, Steinunni I. Arnadóttur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.