Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.12.1910, Blaðsíða 2
234 f’JOÐVILjINN. XXVI. 59. Jasnaja Poljana nefniat, handa bændum þar, og búta haua síðan niður milli þeirra. Lik Tolstoi’s var smurt, og jarðað á greifasetri hans, sem fyr er getið. Ekkja Tolstoi’s var veik, er síðast frétt- ist, er vonandi þó, að eigi dragi til dauða. Bandarikin. Við manntal, sem nýlega er um garð gengið í Bandaríkjunum, reyndist fólks- fjöldinn þar alls 93,471,648,og hefir þá fjölgað um frekar seytján milljónir á síðustu tiu árum. Taft, forseti Bandamanna, brá sér í síðastl. nóvembermánuði suður að Panama- skurði, óefað til þess að kynna sér, hversu verkinu miðaði áfram. — Verkamenn gerðu þá menn á fund hans, til þess að leita ásjár bans, óefað út af einhverju, sem þeim hefir þótt vangjört viS sig, en hann neitaði, að veita sendinefnd verkmanna áheyrn, og fór þá svo, að verkamenn bættu vinnu, og var því verkfalli enn eigi lokið, er síðast fréttist. 26. nóv. þ. á. kviknaði i verksmiðjuí Newark í New Jersey. — Þar voru hundr- að ungar stúlkur að vinnu, og brunnu fjörutíu inni, en fjórtán hlup út um glugga, og biðu bana af byltunni. Pieiri hlutu og sár, eða meiðsli. f 25. nóv. þ. á. andaðist Octave Cham- íte, 78 ára. Hann er talinn faðir flug- vélanna. Dr. Cook kvað ný skeð hafa ritað grein i amerískt blað, þar sem hann tjáist, ept- ir nána yfirvegun, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að bann muni í raun réttri aldrei hafa komizt alla leið til norður- heiraskautsins. Cliíli. í blaði voru hefir þess verið getið, að lýðveldisforsetinn í Chilí, Pedro Montt andaóist á ferð í Þýzkalandi 17. ág sið- astl. — Hann var fæddur 1846, og hafði árið 1906 verið kosinn forzeti til 5 ára. — En faðir hans, Manuel Montt, var for- seti i Chilí 1851 —1861. Lýðsmldisstjórnin í Chilí sendi her- skip til Þýzkalands, til að sækja lík Pedro’s forseta, og lagði það af stað frá Þýzka- landi seint í f. m. (nóv.). — — — Kina. Með því að hrísgrjóna uppskera hefir brugðizt í héraðinu Nyan-Hwen, þá er mælt, að hungursueyð vofi þar yfir 3J/2 milijón manna, og hafa þvi verið gerðar ráðstafanir til þess, að flytja hrísgrjón þangað úr öðrura héruðum, og vonandi, að neyðinni verði þá afstýrt. — — — Japan. Japanar hafa gert út skip, til að reyna að komast til Suður-pólsins, og stýrir Shírase liðforingi förinni. Alberti dæmdur! —o— Samkvæmt símfregn, er borizt hefir ný skeð frá Kaupmannahöfn,. var héraðs- dómur kveðinn upp í sakamálinu gegn Albertí 17. des. þ. á., og var hann dæmd- ur í 8 ára hegningarhúsvinnu. Peder Adler Albertí er fæddur í Kaup- mannahöfn 10. júni 1851, og lauk lög- fræðisprófi við háskólann 1873, varð þrern árum síðar yfirdómsmálfæralumaður, og hæztaréttarmálfærslumaður 1887. Atið 1890, er faðír hans andaðist, varð hann formaður sparisjóðs bænda á Sjá- landi, og þingmaður 1892, bolaði þá Hörup frá þingmennsku í Köge, með tilstyrk hægrimanna. Þegar hægrimenn slepptu loks völd- um í Danmörku í júli 1901, varð hann dómemálaráðherra, og jafn framt ráðherra íslands, í Deantzer's-r&ðaneytinu og síðan dómsmálaráðherra í Chridenserís-ráð&ueyt- inu frá 13 janúar 1905, unz hann fékk lausn 23. júlí 1908, og var hann þá um leið sæmd ur gebeimekonferenzráðsnafnbót. En 8. sept s. á., gekk hann sjálfvilj- ugur á vald iögreglunnar í Kaupmanna- höfn, og lýsti sig sekan í margvíslegum fjársvikum og fölsunum Hefir rannsókn n.álsins staðið yfir síð- an, unz undirréttardómur var loks kveð- inn upp 17. des. siðastl., sern fyr segir. Gjöfum til minnisvarðans veiturn vér undiiritaðir viðtöku. Kaupmannahöfn í nóvember 1910. Finnur Jónsson Þórarinn luliníus formaður nefadarinnar gjaldkeri Nyvej 4. Firma: Thore B. Tulinius Havnegade 43. Jónas Einarsson Þorvaldur 'lhoroddsen skrifari, 0. Farimags'ade 73. Svanemosegaardsvej 2. A. G. Ægeirsson OuSm. 'Ihoroddsen Ny Toldbodgade 33. 0. Parimagsgade 24, Jón Sigurðsson Nörresögade 13. A. Háskólapróf í norrænu. Háskólaprófi í norrænu lauk i Kaupmannahöfn 15. des. þ. &. Sigurður Guðmundssou frá Mjóadal» Barnnveiki. Yart hefir ný skeð orðið við barnaveiki á tveim heimilum í Reykjavík (öðru í austur- en hinu í vestur-hænum). Óskandi að gerðar verði ráðstafanir, sem þarf, til þess að veikin breiðist eigi út. Kornforðabúr í Gríinsey. Stjórnarráðið hefir 27. okt. þ. á. staðfest sam- þykkt, er sýslunefndin i Eyjafjarðarsýslu hafði samið. shr. lög 9. júlí 1909, um kornforðabúr í Grímsey. Ný lögfræðisleg forniálabók. Ný lögfræðisleg formálabók, er veitir almenn- ingi leiðbeiningu, að þvi er snertir samninga lögfræðilegs efnis o. fl. o. fl., or væntanleg mjög bráðlega. Lagaskólakennari Einnr Arnórsson er höf- undar formálabókarinnar, en kostnaðarmaður er Jóh. kaupmaður Jóhannesson. Hiun 17. júuí 1911 eru liðiu 100 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Á þessum degi muu hver íslendmgur telja sér skylt að mÍDoast á sem veglegastan hátt ágæt- ismaDDSios, er var „óskabarn IslaDds, sómi þess, sverð og skjöldur“. Oss er kunnugt um að hátíðahöld eru í ráði á Íslandí þenna dag og nýlega befir vaknað hreyf- iug í þá átt, að reisa Jóni Sigurðssyni minnisvarða, er þá yrði fullgerðui til af- hjúpunar. svo veglegan sem föng eru á. Heima á íslandi eru þegar hafin almenn samskot i þessu skyni, því að engum dyLt, að sú aðferð er æskilegust þó að hiti megi telja vist, að hlaupið verði undir bagga af þingi og sijórn ef á þarf ag halda. Vér göngum að því vísu, að Islend- ingar erlendis vilji einnig styðja þetta mál j og nær það ekki sizt til Hafnar-islend- inga, þar sem Jón Sigurðsson ól mestan hluta aldurssíns. í trausti þess þöfum vér undirritaðir tekið að oss að gangast fyrir samskotum meðal landa erlendis. Sökum þess að tíminn er nú naumur orðinn, væri æskilegt, að samskotunum yrði lokið sem fyrst, til þess að mynd- höggvari sá, er ráðinn verður, geti byrjað á starfi sínu. Skyldi eigi að síður svo fara, að minnisvarðinn yrði eigi fullgerð- ur fyrir 17. júní, verður fjársöfnuuin þó engan veginn fyrir gíg, með því að full- víst er, að miunisvarðinn verður reistur svo fljótt sem kostur er á. Hal'nar.reglugjörð fyrlr Hafnarfjarðarkaupstað, Stjórnarr&ðið hefir 15. okt. þ. á. staðfpst hafn- ar-reglue;jörð fyrir Hafnarfjarðarkaupstað. Bnrðrasjóðurinn í Ólafsvík. ‘21. júH síðastl. hefir verið veitt kgl. staðfest- ing á skipulagsskrá fyrir „Bræðra-sjóð'nn í Ól- afsvík“. Sjóður þessi er stofnaður með 1000 kr. gjöf bjónanna síra Helga Arnasonar og Maríu Torfn- dóttur f. Thorgrimssen), til minningar um syni þeirra: tSiqurð Ingólf f. 10. des. 1893 og Toría Jiirgen Thorgrímsen f. 11. ág. 1897, er h&ðir voru lagðir í sömu gröf 13. júni 1904. Vextir leggjast við höfuðstólinn, unz sjóður- inn er orðinn 2500 kr.. en frá þeim tima skal árlega verja “/, vaxtanna, til að styrkja fátæka, en efnilega unglinga, í Nesþingaprestakalli, til að afla sér meiri menningar, og frekari fræðslu, en barnaskólarnir í nefndu prestakalli geta i té látið. Skaut sig til bana. — Voða-skot. Maður nokkur frá Flatatungu i Skagafirði, Simon Marius Björnsson að nafni, skaut sig ný skeð til bana. Hann var á rjúpnaveiðum, ásamt öðrum manni, og heyrði sá maður allt í einu skothvell, og sá Símon detta niður. — Hafði hlaupið skot úr byssu Símonar, honum óafvitandi, og mölbrotið hönd hans, sem og hlaupið i síðu hans á hoi. Vai haun fluttur lil bæjar, með Hfsinarki, en gaf þá þegar npp andann. l'orlilksliöfn seld. Jörðin Þorláksböfn i Árnessýslu kvað ný skeð hafa verið seld Þorleifi kaupmanni Guðmundssyni á Háeyri fyrir 32 þús. króna. Dbrm. Jtm Arnason í Þorlákshöfn kvað þó hafa áskilið sér rétt til þess, að húa á jörðinni, moðan hann vill.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.