Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Page 1
Yerö árgangsins (minnst, 60 arkir) 3 kr. ’50 aur. erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist ýyrir júnimánað- arlok. ÞJÓÐVILJINN. — -~|= Td TTUÖASTI 0» FIMMTI ÁSBAR8DB. _..... =- = R1TSTJ0RI SKÚLI THORODDSEN. - Uppsögn skrifleg ógild nema lcomið sé til útqef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar og kaupandi samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 16.-17. -Reyk.tavík 4. apbíl. 1911. Stj órnar skipunarmálið. i. Eine og inargir munu minnast, var á alþÍDgi 1909 samþykkt áskorun til stjórn- arinnar þess efnis, að leggja fyrir alþingi, sem nú er, frumvarp um breyting á stjórc- arskipunarlögunum. Það fórst þó fyrir, að ráðherra yrði við þessari áskorun alþingis, og því var það, að tveir þingmenn úr sjálfstæðis- flokknum (Bjarni Jónsson frá Vogi og dr. Jón Þorkelsson) báru fram frumvarp á öndverðu þingi, um breytingar á stjórn- arskránni. Nokkru síðar báru og tveir þingmenn heimastjórnarflokksins (Jón Ólafsson og Jón í Múla) fram stjórnarskrárbreytinga frumvarp, og kaus neðri deild síðan sjö manna nefnd, til að fjalla um bæði frum- vörpin, en nefndin jók síðan, með leyfi þingdeildarinDar, við sig tveim mönnum, og voru þessir í nefndinni: Bjarni Jónsson frá Vogi H. Hafstein Jóh. Jóhannesson Jón Jónsson (frá Múla) Jón Ólafsson dr. Jón Þorkelsson Ólafur Briem Sig. Gunnarsson og Skúli Thoroddsen. Nefndin ræddi málið á eigi all-fáum fundum, og lót síðan uppi álit sitt, dags. 20. marz þ. á. II. Aðal-breytingarnar, sem nefndin lagði til, að gerðar yrðu á stjórnarskipunarlög- unum voru þessar: 1. Að ráðherrar skulu vera þrír, en eigi einn, sem nú er, með þvi að málum þjóðarinnar sé þá betur borgið, er hverj- um ráðherra er ætlað, að annast um sérstakan flokk máia, enda þá síður hætt við einræði, en nú, og heppilegt, er flokkarnir á þingi eru fleiri, en tveir, og enginn ræður meiri hluta atkvæða á þingi. 2. Afnám konungkjörinna þingmanna, svo sem þjóðin hefur lengi farið fram á. 3. Að veita konum kosningarrétt, og kjör- gengi, er þær fnllnægja sömu skilyrð- um, sem karlmenn. 4. Þingmenn efri deildar lagði nefndin til, að kosDÍr yrðu með hlutfallskosn- ingu um land allt, og væru kosnir til 12 ára þannig, að þriðjuDgur færi þó frá fjóiða hvert ár. 5. Að aukaþing skuli skylt að halda, ef meiri hluti þingmaDna i hvorri þing- deildinni krefst þess. 6. Aðyfirskoðunarmenn landsreikninga séu þrir, og kosnir í sameínuðu þÍDgi, að við hafðri hlutfallskosningar-aðferð. Akvæði þetta er sett í þvi skyni, að andstæðingar stjórnarinnar geti og haft hönd í bagga, að því er til yfir- skoðunarinnar kemur. 7. Þá er og sleppt ákvæðinu um það, að sérmálin skuli borin fyrir konunginn í rikisráðinu. Hér eru þá aðal-breytingarnar taldar. Sumum nefndarmanna, einkum Bjarna Jónssijni frá Vogi, dr. Jóni Þorkelssyni og Skúla Ihoroddsen, þótti þóofskammt farið, og frumvarpið ófrjálslegt í sumum greinum, og báru því siðar fram sérstakar breytingatillögur. III. Að því er snertir breytingartillögurn- ar, sem ritstjóri blaðs þessa lagði til, að enn fremur yrðu gerðar á stjórnarskipun- arlögunum, eða þá öðru vísi hagað, en að ofan greinir, þá lutu þær að þessu: 1. Ad auka að mun persónu-frelsið, bæði með því: a, að láta menn eigi missa kosnÍDgar- rótt, og kjörgengi, þótt gjaldþrota væru, eða hefðu þeerið sveitarstyrk síðasta árið, er óendurgoldinn væri. Það er kunnugt, að þessu valda ósjálfráð atvik (óhöpp, sjúkdómar eða ellilasleiki), og virðist þvií meira lagi óviðteldið, að auka á hugraunir þess, er slíkt heDdir, á þann hátt, að svipta hann þeim róttindum, sem öllum ber sjálfsagt tilkall til. Verður og eigi fullyrt neitt um það, að menn þeir, er hér um ræðir, séu öðrum ósjálfstæðari, eða svo, að þjóðfélaginu stafi voði af, og það því síður, sem kosningarnar fara nú fram leynilega. b, að óheimila, að setja menn í gæzlu- varðhald, nema svo sé, að þyngri hegDÍng geti legið við glæp þeirra- en faDgelsisvist, í stað þess er nú er heimilað, að varpa mönnum í gæzlu- varðhald, þótt glæpurinn sé þess eðl- is, að eigi geti að lögum varðað meiri hegDÍngu, en fangelsishegningu við vanalegt fanga viðurværi, eða við vatn og brauð. Eins og nú stendur, þá er gæzlu- varðhald nú mjög almennt DOtað, þar sem faDgahús eru, fyrir smávægilega eigingirnisglæpi, sem opt eru ef til vill sprottnir af sárri neyð, eða vand ræðum, og þass eigi gætt, hver á- litshnekkir, og sárar hugraunir mörg- um eru þannig bakaðar, og hegningu þó síðar bætt við í ofanálag, en sjaldn- ast litið eða þá alls ekkert tillittek- ið til gæzluvarðhaldsins. o, að menn, sem eigi eru í þjóðkiikj- unni, skuli lausir við öll gjöld til henDar, og eigi heldur skylt, að greiða sömu upphæð til skóla. Trúin er i fyllsta skilningi mál hjarta hvers einstaklÍDgs, og þvi á sjálfs hans valdi, hvort hann vill vera i ákveðnum trúflokki, eður eigi. — En finni haDn eigi hvöt hjá sér til þess, þá er og rangt, að leggja gjöld á hann í því skyni, hvort sem er til þessa eða hins. 2. Að auka vald þinc/sins frekar, en gert var í frumvarpi nefndsrinDar, sem hér segir: a, á þann hátt að heyja alþingi árlega. Þegar þess wr gætt, hve afskaplega þýðingu jafnvel eitt mál, er snertir sjálfstæði þjóðarinnar, eða atvinnu- mál, eða hag fjölmennrar stéttar getur haft, þá verður því eigi neit- að, að það eitt getur borgað þing- kostnaðinD, jafnvel margfaldlega, auk þess er árleg þing halda þjóðÍDni mun betur vakandi, en þing að eins annaðhvort ár, og getur margt gott af því leitt, þjóðinni til hagsældar b, að tryggja það, að alþingi yrði aldrei rofið, fyr en átta vikna þingsetutím- inn væri liðinn. Það var eitt af þvi, sem nýi ráð- herrann ögraði þingmönnum með er borin var fram vantraustsyfirlýs- ÍDgín gegn honum. 3. Að auka þjöðrœðið, bæði á þann hátt er fyr segir, þ. e. með því, að auka vald þingsins, og skerpa eptirlit þess með stjórninni, og með því: a, að láta kosning þingmanna neðrj deildar að eins gilda til þriggja ára en eigi til sex ára, sem nú er, og b, með því, að láta kosningu efri deild- ar þingmanDa að eins gilda til sex ára, en eigi til tólf ára, eins og frum- varp nefndarinnar fór fram á, þó að þar sé að visu gert ráð fyrir, að þriðjungurinn fari frá fjórða hvert ár. Að þingmenn efri deildar séu kosn- ir með hlutfallskosningu af kjósend- um alls landsins, getur að vísu ver- ið gott, leiði það til þess, að þá séu kosnir menn, er meira víðýsni hafa, er almennt gerist, og gleggri þekk- ingu á högum og þörfum þjóðarinn- ar í heild sinni, en helzt ættu þeir þá eigi að vera kosnir til lengri tíma í seDD, en þingmenn neðri deildar, ar, þvi að hitt, að vilja á þaDn, eða annan hátt, skapa íhaldsafl á þing- inu, teljum vér mjög misráðið, — mun betra, að einhver mirgrip verði, en að það frestist, sem til gagns má leiða.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.