Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓDVILJINN 4.-5. tbl. Reykjavik 5. febrúar 1913. XXVII. árg. f Eiríkur meistari Magnússon. í Cambridge. Ný frétt er hingað lát Eiriks meistara Magnússonat í Cambridge á Englandi. Hann andaðist á spítala í Lundúnum 26. janúar þ. á. — hafði verið fluttur þangað veikur eigi löngu áður. Meistari Eirikur Magnússon var fæddur 1. febrúar 1833 og skorti því að eins íáa daga á það, að hann yrði áttræður. Foreldrar hans voru: Magnús prestur Bergsson (síðast preatur að Eydölum í Breiðdal), og kona hans, Vilbo?g Eiriksdótti?, frá Hoffelli. Helztu æfi-atriða þessa þjóðkunna merkismanns mun getið verða í blaðivoru, iður langt um líður. f Valgerður Jónsdóttir bisknpsfrö í Laufási. 28. janúar þ. á. andaöist að heimili sínu, Laufási í Reykjavik, biskupsfrú Val- yerdm Jónsdóttii. Hún var fædd að Bjarnarstóðum í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu 27. júní 1863, og var því á fimmtugasta árinu, er hún andaðist. Poreldrar hennar voru hjónin: Jón bóndi Hattdórsson á Bjarnarstöðum og Hólmfridur Hamdóttit. Föður sinn missti hiin á fyrsta bernskuskeiði; — hann drukknaði í Fnjóská Arið 1865. — Móðir hennar andaði»t og tiu árum síðar. Þegar \algeidm sáluga missti föður sinn, sem fyr segir, tók frændsystir henn- Halldóia Þorsteinsdóttii, kona Tiyggva bankastjóra Gunnarssotiai, hana að sér, og ólst hun síðan upp hjá þeim hjónum, og dvaldi síðar um hrið i Kaupmannahöfn, er Tr. Gunnarsson, sem torstjóri „Gránu"-félagsins, dvaldi þar á vetrum. 16. sept. 1887 giptist hnn eptirlifandi eiginmanni sínum, biekup landsins, hr. Þóihalli Bjamarsyni, er þé var kennari við prestaskólann í Reykjavik. Börn þeirra hjónanna eru: 1. Cand. theol. Tryggvi ÞóthaUston. 2. Svafa Þóihallsdóttit, gipt Halldáti skólaetjór* Vilhjálmssyni á HTanneyri, 3. Björn Þórhallsson. 4. Dóia ÞárhaUsdóttk. Valgeidm heitin var dugnaðar- og myndar-kon», trygglynd og fleira rel im kana. Banamein hennar var krabbamein, er hún hafði þjáðst af siðustu ir œfinnar, «g legið að mestu rámföst þrjú síðustu érin. Jarðarför hennar fór fram í gær (3. febrúar þ. á.), og var hin veglegasta. Stjórnarbylting í Konstantínopel. Ráðaneytið rekið frá Yöldum. Nazim pascha drepinD. 22. janúar þ. á. (1913) gerðust þau tið- indi í Konstantínopel, höfuðborg Tyrkja- veldis, að herlið umkringdi ráðherra- höllina. Fyrir liðinu var Envei bey, tilvon- andi tengdasonur soldáns. Tókst honum að komast inn í höll- ina, þótt varna ætti, og var ráðaneytið, er þar sat að raðstefnu, neytt til þess, «ð segja þegar af sér. Nazim pascha, er haft hafði á hendi yfirherstjórnina í ófriðinum var drepínn.. Mælt er, að ráðherrarnir hafi, daginn sem byltingin varð, ætlað að gera það, að ráði stórveldanna, að láta borgina Adrianopel af hendi við sambandsríkin á f?alkanskaganum. Mahrnud bchevhet heitir nýi stórvez- írinnj (þ. e. ráðaneytis-forsetinn), og eru það Ung-Tykir, sem nú hafa tekið við völdunum. Mælt er, að ráðandi menn Tyrkja vilji nú ákaft, að ófriðinum só haldið áfram. Sízt því að vita, hvað nú' gerist tíð- inda. Kosning þriggja þingmanna í yor. líáðherra hefir, 23. januar þ. á., með skírskotun til 54. gr. laga 3. okt. 1903, um kosningar til alþingis, skipað svo fyrir, að kosningar alþingismanna i Gull- bringu- og Kjósargýslu, Suður-Mila- og Barðastrandarsýslum skuli fara fram; Þriðjudaginn 13. mai uæslk. Þingmennirnir þrír, sem látnir eru, og nú verður kosið í staðinn fyrir, voru: Jens prófastur Pálsson, Jón Jónsson ir4 Múla, og Bjbin Jónsson, fyr ráðherra.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.