Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN. 15 XXVIL, 4.-5. Danskt gufuskip, „Volmer“ að nafni forst við Englandsstrendur á jóladags- morguninn, og varð að eins tveim mönn- um bjargað, þ. e. skipherranum, eg ein- um hásetanna. Skipið lenti í ofsa-roki, og sökk nær að vörmu spon, er verstu sjóirnir tóku að ganga yfir það. Af skipverjum fóru fyrst átta í annaa skipsbátinn, og hvolfdi honum þegar, og drukknuðu þeir allir. Hinii níu fóru þá í hinn bátinn, þar á meöal skipherrann og stýrimaðurinn, er varð brjálaður, og réð á skipherrann, en andaðist litlu síðar, og svo hver af öðrum, er á bátnum voru, nema hvað skipherrann, og einn hásetanna, sióruðu af, sem fyr segir, — báóir meðvitundar- lausis í bátnum, er þeim loks varð bjargað. Höt’ðu þeir þolað afar-mikla vosbúð, og orðið að þola bæði hungur og þorsta. 29. des. síðastl. fór 88 ára gamall karl Llausen að nafni, sem farþegi í lopt upp í fiugvél, og sagðist nú geta dáið róleg- ur, er hann kom niður aptur, — hafði einhverju sinni dreymt, að hann flygi í loptmu, og taldi nú draummn rætzt hafa. Noregur. Isalög mikil. eða áfreðar á jörðu í Lappmörkinni nú um áiamótin, ogmælt að hreindýr hafi þá fallið þar á sumum stöðum. t Dáinn er ný skeð (seint í des. síð- astl.) málarinn Ludvig Skramstad, fædd- ur að Hamri í Noregi 30. des. 1855. Hann málaði einkum landlagsmyndir, og þykir eigi hvað sízt vert um myndir hans, er sýna landið að vetrinum til, eða skógana, er þokur eru. f Látinn er og í síðasta desember- mánuði Liestöl, fyr ráðherra, og nokkr- um sinnum forseti lögþingsins. Hann var og skáldmæltur, og eru kvæði hans ort á „landsmálinu11, sém svo er nefnt. Bretland. Aðfaranóttina 24. des. siðastl. varð húsbruni í Islington á Englandi. Þar brunnu hjón inni, og tvö börn þeirra, og þrír menn aðrir skaðbrenndust einnig. Ameríski auðmaðurinn John Pierpont Morgan — fæddur í Hartford í Con- necticut, einu Bandarikjanna -- varð ný skeð fullra 75 ára að aldri. Danska blaði „Politiken11 getur þess — eptir ameriskum blöðum —, að eigur hans: i bönkum, járnbrautum, og hluta- bréfum ýmiskonar, hafi fimmtugfaldast á síðustu 20 árum, eða freklega það, — hafi árið 1892 numið alls: 527,282,664 dollurum, en nemi nú: 26,854,254,628 dollurum. Pierpont Morgan kvað lifa mjög blátt áfram, — sinnir bókum, og listgripum ýmiskonar, sem honum hafa safnast. Maiinalát, —o— Það hefir dregist helzt til lengi, að birta á prenti fráfall tveggja merkis- kvenna í Dýrafirði, eptirkomendum vorum til fróðleiks og sjálfum þeim til maklegr- ar sæmdar. Þær unnu báðar trúlega í kyrrþey og vörðu öllu lífi sínu öðrum til góðs, og mannfélaginu til heilla i öllu, sem þær náðu til. Þær bárust ekki mik- ið á, létu ekki mikið yfir sér, on létu þó margt og mikið gott af sér leiða. Þær lifðu báðar um langt æfiskeið á sama heimili, og dóu báðar á sama árshring, en sín á hverju ári. 1. Jngibjöi g Jónsdóttir, fædd 10. mai 1822 dóttir Jóns bónda i Hringsdal og síðar í Stapadal í Arnarfirði, Björnssonar á Dynjanda, Pálssonar hins ríka á Dynj- anda, Jónssonar. — Jón Björnsson var bróðir Þorbjargar, konu Símonar skipstjóra Sigurðssonar, og voru þeirra synir hinir nafnkunnu Dynjandabræður í Arnarfirði. Kona Jóns Björnssouar og móðir Ingi- bjargar var Kristín, dóttir Bárðar Guð- mundssonar hreppstjóra í Arnardal, Bárð- arsonar, en Bárður Guðmundsson var bróðir Kristjáns dannebrogsmanns í Vigur og Ebenzers á Armúla, föður ágætismanns- ins Kristjáns dannebrogsmanns í Eeykj- arfirði. Móðir Kristínar, en amma Ingi- bjargar, var Sigríður, dóttir Jóns yngra Arnórssonar, sýslumanns í Eeykjarfirði í Isatjarðarsýslu. Bárður Guðmundsson var fyrsti maður hennar (sbr. Sýslum.æfir II. B., bls. 240). Um uppvöxt og uppeldi 116 fyrst, vikja talinu að öðru, og brosti hún þá, — þóttist skdjH. hvar fiskur lá undir steini. Pilippus viidi auðsjáanlega leyna þvi, sem frekast var unDt, að honum hefði nokkru sinni verið nokkuð »Dnt um Mary en mælti þó: .Jeg held, að flestir hér í grenndinDÍ vorkenni UDg- frú Stirliug, enda veit eg um mig að ekki vildi eg eiga n'lt UDdir náð frú Barminster. — Hún er mesta hörku- n»l, svo að eg er jafn vel stundum hræddur við haDa!u „Jeg man t d. um kvödið, er þér komuð til herra- ^srðsins14, mælti hann enn frerour, „að þá sá eg, — eg f)e>ð þá i forstofunni - , að frú BarroÍDster var á gaDgi lr«tn og aptur á graspallinum, með manDÍ, sem var i ferðafötum, og virtist vora langt að korninnu. „Dað var svipurinn, er þá var á frú Barmineteru, ^nælti Harcrurt eDn fremur, „er olli þvi, að eg veitti þeim nptirtekt. — Hún virtist vera afskaplega reið, — eDgu 1 ara, eD maðurinn hefði vakið mestu gremju hennar, gremju, Sem olli þvi, að hún inissti algjörlega valdið yfir B.lálfri sér“. fí'>lippu8 hrökk við, er hann mælti þetta. nSkyldi það geta verið?u mælti hanD. „Fyrirgefið, »0^°' 60 m®r * eiDU 1 bng) hvort gamli mað- þDi sem frú Barminster átti tal við, getur eigi hafa V6n sarni maðurinn, sem drukkoaði?“ Lola leit á hann. . ^ au voru þá á gaDgi í garðinum, — heim að hús- luu, og lötruðu i hægðum sínum. En allt í einu nam Lola staðar, og mælti háli- hlægjandi: „Þetta er kjánaleg imyndun, hr. Harcourt’ Hefði 105 hun þá föl, og þreytuleg! Mér þótti það leitt, en eigi veit eg, hvað valdið kann að hafa!“ Pilippus anzaði þessu engu, — hafði allan hugann við kvöldið, er hann var boðiun til herragarðsins. Skyldi þá gefast gott tækifæri ? Um þetta var bann að bugsa, — flatmagaDdi í legu- stól, er stóð í skjóli trjánna, á húsflötinni. og var honum þá færður seðill, frá Lynch Towers herragarðinum. Neðsn undir efni miðans stóð nafnið „Lola Dou- glass“, og sté blóðið þá þegar ört fram í kinnarnar á honum. Efni miðans var, að Lola beiddi hanD, að finna sig. „Þér getið orðið mér að miklu liði“ — stóð i seðl- inum —. Jeg ætla að biðja yður, að leika eina persón- una í einum smá-leikanna. og treysti því, að þér skorist okki undan því“. Pilippus var nú fljótur að búa sig, og lagði þegar af stað til herragarðsins. Gekk hann hratt, þó að hiti væri mikill, un« leið hans lá um þorpið. Veitti hann þvi þá eptirtekt, að maður nokkur stóð í dyrunnm á veitingakránni, og var að reykja vindil. „Skrítinn karlu, hugsaði Pilippus likastur Spánverjal Hvað ætli hann sé hér að gera?u Maðurinn einblíndi á eptir Pilippusi, —sá, aðhann hafði veitt honum eptirtekt, og geðjaðist eigi vel að því. Hann gekk nú iil veitingamaDnsins, er sat, hálf- mókandi í stól, sem var rétt fyrir innan dyrnar „Getið þér sagt mér, hver maðurinn var?u spurði hann. „Maðurin,n sem gekk hérna fram hjá? Eigið þér

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.