Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 4
16 ÞJCÐVILJINN. XXVII., 4.-5. Ingibjargar sálugu er mér ekki kunnugt, enda þarf ekki svo mjög að grafast eptir því, hún bar sjálf þess glöggar menjar, að uppeldið hefir verið hið bezta og jafn vel fyrirmynd, því hvað ungur nemur, það gamall hefir, enda þurfti hún, engu síður en aðrir, að neyta þeirra andlegu og líkamlegu krapta, sem hún hafði hlotið. ,.TJng var eg Njáli gefin“ gat hún sagt, því 19 ára gömul giptist hún, 22. sept. 1841, Ólafi syni Jóns bónda Ólafssonar i Haukadal, og voru þau þar síðan alla stund til þess Ólafur dó á Gramlárskvöld 1899, eptir 58 ára hjónaband (sbr „Þjóðv.“ XIV. árg., bls. 22). Þau áttu saman 10 börn, sem flest náðu þroska aldri. Það er nokkuð vandasamt að lýsa þeirri konu svo að ekkert sé af henni dregið, enda verður það ekki gert hér. Hún var sjálf skrumlaus. og hefði ekki kært sig um margmælt lof, en þeim, sem kynntust henni að einl verju. mun seiot gleymast hennar tilgerðarlausa ljúfmenska og háttprýði, gáfulegu og fræðandi við- ræður og sakleysislega blíða viðmót, allt fram í dauðann, þolinmæði í öllum and- köstum æfinnar, og frábæra umhyggju fyrir velferð barna sinna, sem mönnuðust , svo ágætlega undir hennar handleiðslu. Hún var sannkölluð gáfukona, fróð og minnug til hins síðasta og unni allri menntun. Henni var mjög annt um að líkna sjúkum og bágstöddum, og fekkst lengi við ljósmóðurstörf, þó aldrei hefði hún lært, enda var það næsta samboðið hjartalagi hennar og mannkærleika. Eptir það hún varð ekkja, dvaldi hún lengst hjá dóttur sinni, húsfrú Kristínu í Hauka- dal, og hjá henni andaðist hún þann 25. júlí 1911, kl. 4 f. m., 89 ára gömul. Börn hennar, þau er næst voru, húsfrú Kristín, Matthias alþingismaður og Jóhannes hreppstjóri á Þingeyri, stóðu fyrir útför hennar með rausn og sóma, enda áttu þau þar á bak að sjá góðri og merki- legri móður. 2. Sigr ídur Jónsdóttir í Höll í Hauka- dal, fædd 1834, dóttir Jóns bónda í Höll, Ólafssonar bónda í Höll, Jónssonar bónda í Höll, Þorvaldssonar bónda í Höll, Jóns- sonar bónda i Höll, Þorvaldssonar bónda í Haukadal, Jónssonar, Pálssonar, Ólafs- sonar prests og skálds á Söndum, Jóns- sonar. Kona Jóns síðasta i Höll og móðir Sigríðar, var öuðrún Sigmundsdóttir frá Ytrihúsum í Núpsþorpi Bjarnasonar, og var það góð bændaætt. Jón Ólafsson í Höll og Guðrún áttu saman 4 dætur, sem allar giptust i Dýrafirði. — Hún var allan sinn aldur á sama bæ — það eg veit — og var vinnukona hjá Björgu systur sinni — sem var 10 árum eldri — og manni hennar Eggert bónda Magnús- syni, til þess hún giptist þar 1864, merkis- manninum Andrési skipstjóra Péturssyni, og voru þau þar alla stund, tit þess And- rós dó, 1. júlí 1892. Eptir lát hans var Sigríður þar húskona til þess hún dó 29. janúar 1912. Þau hjón áttu engin börn, sem til aldurs kæmust, en þau áttu samt 2 börn, sem þau gengu í foreldra stað. Þau tóku að sér nokkur börn vanda- manna sinna, meðal þeirra voru tvær stúlkur, sem báðar hlutu gott gjaforð frí þeirra höndum. Önnur þeirra er húsfrá Sigríður — sem bar nafn Sigríðar sál — kona Guðmundar Kristjánssonar skip- stjóra á „Yestra“, hún er dóttir Guð- mundar bónda Eggertssonar í Höll, sem var systursonur Sigríðar sál. — Önnur fósturdóttir Sigríðar sál. og manns hennar, er húsfrú Marsíbel Olafsdóttir, kona Matt- híasar alþingismanns í Haukadal, hún var bróðurdóttir Andrésar sál. Péturssonar, en þau hjón voru mörgum fleirum til góðs og hjálpar en þessum, sem hór er getið. Sigríður sál. var tryggðakona, háttprúð og að öllu hin heiðvirðasta mann- esk>, og vel að sér gjör um flesta hluti. S. Gr. B. 13. nóv. síðastl. (1912) andaðist að heimili sínu, Öxney á Breiðafirði, Jóhatm óðalsbóndi Jónasson. Hann var fæddur í Skoreyjum á Breiða- firði 10. okt. 1833. Foreldrar hans voru: Jónas .Tókanns- son og Guðrún Steinólfsdóttir, og missti Jóhann föður sinn, er hann var á tíunda árinu. Jóhann heitinn var þríkvæntur, — kvæntist fyrst Ingveldi Þorgeirsdóttur, er var ekkja Páls bróður hans, sem drukknað hafði. Jóhann og Ingreldur áttu ekki barna. Arið 1860 reisti Jóhann sálugi bú í Fagurey og bjó þar síðan, unz hann íiuttist í Öxney vorið 1884. Meðan er hann bjó i Fagurey, missti hann Ingveldi, konu sína, en gekk nokkru 106 við hann? Hann heitir Hareourt, os býr, ássmt móður sinni, þar sem „The Grange“ netnist*. „Jeg hygg hann vera málfærslumann, eða eitthvað því líktu, mælti gestgjatínn enn fremur, og geispaði. „En ekki bygg eg hann vera mjög vinnusaman“, bætti hann við. ókunnugi maðurinn hnyklaði brýrnar að mun „Málfærslumaður? hugsaði hann. „Skyldi hann vera í sama félaginu, sem —?“ Síðan sagði hanD, og þá svo hátt, að gestgjafinn heyrði: _Hann þarf ef til vill ekki að vinna?“ „ó. nei“, svaraði gestgjafinn. „Haon stendur til að fá offjár! Faðir hane var meðeigandi alþekkts hlutafélags i miðbænum i Lundúnum, og vann bæði fyrir sig og hann!“ „Þakka yður fyrir upplýsingrnar!“ mælti ókunnugi maðnrinn, og tók dagblað, og lét, sem hann færi að lesa. „Það er sama félagið“, tautgði hann í báífum hljóð- um. „Jeg verð að hafa hraðann á! En sé heppnin með, borgar það sig vel, «n lengi getur það gengið!“ Gestgjsfinn sat enn etundarkorn, hálf mókaodi, en stcð svo upp. Hiti var mikill i veðri, sem fyr segir, og veiting- ingarstofan troðfull af þorstlátum gestum. „Nú, jeg verð líklega að dragnast inn, og hjálpa konunni minni!“ mælti hann. „Konan yðar dvaldi hór ekki lengi, hr. minn!“ bætti hann við, og gaf ókunnuga manninum hornanga. Ókunnugi maðurinn sneri sér við, og leit á hann. „Hver? Nú — konan mío! Hún átti ekki annað erindi, en að spjalla við mig um lítilsháttar viðskipti!“ 115 henni var það i huga, að klófesta Patri«k. var lífið á herragarðinum fremur tilbreytingalítið, og því sizt að furða. þótt það stytti henni og stundirnar, að gefa Harcourt ögn undir fótinn. Emily hafði og látið einhver orð falla í þá átt, að Filippus léti eigi litið með Mary og er eigi óhugsandi, að það hafi og ýtt, undir haDa, svo að hún lét meira með hann, en ella. Eptir það, er hún varð ekkja, hafði henni alls eigi komið til bugar, að giptast aptur, ud* hún fór að hugsa um Patrick Barminster. Hún átti mjög þægilega daga, og naut frelsisins í fullum mæli, og hvað átti henni þá að ganga til þess, að fara að bindast hjúskapar böndum? En það, að hún hitti fru Barminster, sem og þá eigi siður það, að hún hafði gefið í skyn, að nú vasri Patrick búinn að gleyma því, sem fyr hefði verið þeim á milli, — hafði espað hana. En heimska var það af henni, að fara þá að gefa Filippusi Harcourt undir fótinn. Þegar Filippus og hún voru á gangi í þorpinu, — létust þurfa að kaupa hitt og þerta, er til kvöldskemmtun- arinnar þyrfti, hafði honum að nokkru tekizt, «ð fá úr henni ólundina, sem kuldaglettni Patr'ck’s hafði baaað henni. Þau röbbuðu þá um hitt og þetta, og Lola kom samræðunni að lokum að Mary. Iunti hún nú Filippus eptir ýmsu, er hana srierti, og sagði hann henni allt af lótta; en það var að vísu fæst, er henni var eigi kunnugt um áður. Hún veitti þvi eptir tekt, að Gilippus vildi þá sem

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.