Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Page 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Page 6
18 f> JÓÐVILJINN. XXVII., 4.- 6. dal neðri, er í voru um 60 hestar af heyi, er týDdist að mestu: Þak rauf þar og af fjirhúsi. Frá ísalirði. í ofsa-roki aðfara nóttina 12. janúar þ. á. (19113), fauk geymsluhús á Torfnesinu, er byggt hafði verið þar á siðastl. sumri. Á þrettándanum (6. janúar þ. á.) veitti kvenn- félagið „Osk“ á ísafirði um 200 fátækum hörn- um jóla-glaðning. Bráðapest befur í vetur stungið sér niður á stöku stöðum við Djúp. Harðindi talsverð manna á milli, bæði í Jökul- fjþrðum, og hér og hvar um hverfis ísafjarðar- djúp, er stafar af þvi, hve mjög aflabrögðin hafa brugðizt þar um hríð. Ný skáldsaga. Nýja skáldsögu befur hr. Gunnar Gunnars- son nýlega samið á dönsku, og annast Gylden- i dals-bókaverzlun í Kaupmannahöfn um útgáfu hennar, — sama bókaverzlanin, er kostaði út- gáfu skáldsögunnar „Ormur Orlygsson". „Den danske Frue paa Hof“, kvað nafnið á nýju skáldsögunni vera. Prestskosning. Nýlega um garð gengin að Hólmum í Reyðar- firði í Suður-Múla prófastsdæmi. Síra Þórður Oddgeirsson aðstoðarprestur að Sauðanesi (hlaut flest atkvæði (67 atkv.), en þó eigi hclming allra atkvæðs, er greidd voru. „Unga ísland“. Blaðið „Unga Island'1, sem hr. Helgi Yaltýs- son hefir um hríð gefið út, hafa þrír af kennur- um barnaskólans í Reykjavik nýlega keypt af honum. Kennarar þessir eru: Hallgrímur Jónsson, Jörundur Brynjólfsson og Steingr. Arason. Frá Ísaíjarðardjúpi. Snjóa lítið mátti heita til hátiðanna, og jörð víða næg fyrir fénað. Mjög tregt um afla hvívetna við Djúp, sem af er vetri, — vandræði þvr töluverð hjá a!l- mörgum, er byggt h»fa upp á sjóinn. Abnrðarverksmiðjan, sem reist hefir verið ný skeð á Onundarfirði, lætur vélabát ganga milli ísafjarðar, Bolungarvíkur, og Önundarfjarðar, og kaupir slor, hausa og fiskúrgang af sjómönnum, er eitthvað aflast. Reykjavík. —o— 5. febr 1913. „Islenzka kvennfélagið" minntist ársafmælis hér i bænum 26. janúar þ. á„ — ýmsar félags- konur, er þá sátu að samsæti á hótel Reykjavik. Kappskákunum, sem getið var i 1-2. nr. blaðs vors, var Jokið J.T. janúar síðastl. Hr. Pétur Zóphoníasarson, prests Halldórsscn- ar, bar þar sigur úr býtum, — varð „sMkmeiatnri Islandsu. Næstir honum urðu: Sumarliði Sveinsson, og Sigurgeir Jónsson. Tólf voru þeir alls, er tafl-þrautirnar reyndu m»)ð sér. Félagið C. Francke í Berlín kvað nú hafa lofað, að senda bráðlega mann, til að athuga ó- lagið, sem verið hefur á gass-leiðslunní hér í bænum, og verður þá væntanlega vonum bráðar bætt úr þvi. jiustfirðingar, sem dvelja hér í bænum, héldu samsæti 26. janúar þ. á. Þar mælti Arni bankaritari Jóhannsson fyrir minni Austfirðinga, en cand. Halldór Jónassson fyrir minni Islands. 200—300. fátækum börnum veitti „Kvennfélag Frikirkjusafnaðarins" hér í bænum glaðning í öndverðum janúar þ. á., og þarf sízt að efa, að þá hafi verið glatt á hjalla í barnahópnum. „Sterling" kom hingað frá útlöndum 27. f. m. (janúar). . Meðal farþegja voru: kaupmennirnir Herluf Brýde, Jón Björnsson, og Beirie (félagi Cope- land’s: Edinborgarverzlun). — Ennfremur Jóna- than Þorsteinsson, húsgagnasali, Guðm Krist- jánsson (fyr skipstjórnarmaður á „Yestra") o. fl. „Ceres'1 kom hingað frá Vestfjörðum að morgni 30. f. m. (janmar.). Meðal farþegja var: Pétur Ölafsson, konsúll á Patreksfirði. „Fiskiveiðafélag íslands" hafði, eins og áður hefur verið getið um í blaði vorn, sótt um einka- söluleyfi á steinolíu, sbr. lög siðasta alþingis, en ráðherra hefur nú ný skeð neitað, að veita. þvi leyfið. Um „fjármál landsins" urðu talsverðar um- ræður á fundi stúdentaíélagsins hér i bænum aö kvöldi 30. janúar þ. á., og ráðgert, að ræða um bankamálin alsérstaklega á fundi, sem haldinn verður í félaginu mjög bráðlega. I'i-jon (h tnaö svo sem nærfatnað karla og kvenna sokka trefla“og sjaldúka er lang-bezt og ódýrast í verzlun Skúla Thoroddsen’s á ísafirði. K aiipeiicl ;ir „Þjóðviijansu, sem breyta um bústaði, eru vinsamlega beðnir að gera afgreiðsl- unDÍ aðvart. 108 En á eg sð segja þér nokkuð, Tom? Það er engu lík- ara, en að allt sé orðið öðru visi, en áður, hér i þorpinu, siðan vesHngs maðurinn drekkti sér?M „Hver segir, að hann hafi drekkt sér?“ spurði gest- gjafinn. Frú Birchell yppti öxlum. „Það segja allir, eða hvernig gæti það ella hafa at- vikazt? Hver ætti að hafa kastað honum í sjóinn?“ Tom Birehell hafði tyllt eér á stól, og var syfjaðri, en svo, að hann svaraði einu orði. Samræður hjónanna áttu eér stað í herberginu, sem Birehel) var vanur að sitja í sjálfur. Gluggamir sneru út að hliðinu, og með því að hr. Leith sat rétt undir glugganum að utanverðu, gat hann heyrt orð fyrir orð. Brosti haDn. er hann heyrði nafn sitt nefnt, og þótti kynleg lýsingin á sér. En haon sinnti þessu þó eigi, var si og æ aðhugsa tun Gregory Barminster. „Sannleikanum verð eg að komast eptir“, hugsaði hann. „Jeg get óefað hrætt ungu stúlkuna, til að leysa frá ekjóðunni. Þyrfti hún eigi eÍDhverju að leyDa, hefði hún eigi verið jafn tilleiðanleg, til að tala aptur við mig! Hver skyldi bún annars vera? Falleg var hún, — víst var um það!M John Leith sat nú þama um hríð, og blés tóbaks- reyknum úr vindlinum sínuro, í bólum út í loptið, og sá haDn þé, að sami maðurinn, sem hann hafði eéð ganga gegnum þorpið, kom nú aptur, og fylgdi kvennmaður honum. „Það er Hugo Douglass!M tautaði hanD við sjálfan. 113 „Þér vitið Patrick, að ekkert er til, sem eg vildi eigi gera fyrir yður!“ Að svo mæltu gekk hún hvatlega brott. „En hvað stúlkurnar eru fljótar að gleyma!M hugsaðl hann. „Lola er þess albúin, að balda sögunni áfram þar sem hún eDflaði! Æ — hvað eg er leiðui og þreyttur af öllu þessu! Æ, Mary! Ef við ættum framtíðina fyrir okkur, hve allt öðru vísi rayndi lífið þá eigi verða“. En nú datt honum nokkuð i hug, og sló hjartað þá tíðar, en fyr. „Hví ekki segja henni hreinskilnislega, sem er — hví ekki segja henni, hvað hún er mér? Ljóti heimsk- inginn hefi eg verið! Mig dreymir, og eg þjáist af löngun — og þó er hún rétt hjá mér! — og ekki þarf, nema nokkur orð, til að komast eptir sannleikanum! „í kvöld" — mælti Patrick — „í kvöld verða mörg tækifæri til að tala við hana, — og þau læt eg eigi ó- notuð! Jeg segi Mary frá ást minni til hennar fer fram á, sð hún verði konan mín!M HaDn hallaði sér nú aptur á bak f stólinn, og g.yllti fvrir sér vonirnir, sem nú voru þannig Dý vaknaðar. Síðan er Lola kom til herragarðsins, var sem áei hans til Mary væri orðin rikari og innilegri. Það var rétt, sem móðir hans sagði, — Mary átti ekki að fara, en vera kyr! Hún átti að vera kyr, — ekki að visu vegna þess, að móðir hans þyrfti á heDni að halda, heldur af hinu, að hann gat ekki verið án hennar, þarfnaðist henDar, sér til huggunar og gleði.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.