Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1913, Blaðsíða 2
22 ÞJCÐVILJINN. XXVII., 6.-7. ÞJÓÐVILJINN. Vorð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. ojr i Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsogn skrifleg ógild ntffla komin sé til i'itgefanda fyrír 30. dag jnnínbánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. Vér höfðum barizt móti þeim, sem unnt var, og ti eystwm þvi, að óvirðing- ar skilaboðin, sem ráðherrann kom með frá Dönum, setji nú atœlingu í þjóðina, svo að hún fylgi því öflugur fram sönin stefnnnni i sjálfstæðismálinn, sem hún veitti svo eindregið fylgi við kosn- ingarnar 1908, og sem síðar tar fylgt fram af þingunum 1909 og 1911. Dönum er það ljóst, að rétt.urinn er vor megin, og þreytast því á því, að halda fram óréttinum, er til lengdar lætur. I sjálfstæðismálimt veltur því allt á þvi, að þjóðin sýni þrautseigju og stefnu- festu. Sé það haft i huga, þá vinnst sigur- inn, og það ef til vill fyr, og enn glæsi- legri en nokkurn varir. Konungskomuiiiii frestað. Fullyrt er nú, að ekkert verði af því, að Christian konungur X. komi til ís- lands i sumar, eins og þó hafði verið áformað. Sem ný orðinn konungur, þykir hlýða að hann sæki heim ýmsa þjóðhöfðingja norðurálfunnar, og kvað hann nú ætla að nota sumartímann til þess. Búist og við, að ýms konungmenni komi til Kaupmannahafnar í sumar, og má hann þá eigi vera að heiman, eða þá sízt um lengri tíma, sem eigi yrði hjá kornist, ef hann brygði sér til Islands. Hvort Islandsförin verður þá hitt árið (sumarið 1914), eða frestast enn lengur, mun þá alóráðið, sem stendur. Ofriðurinn á Balkanskaganum byrjaður á nýjan leik. Eins og lesendum blaðs vors er kunn- ugt, sátu fulltrúar Balkanþjóðanna á ráð- stefnu í Lundúnum fram eptir janúar- mánuði þ. á., til þess að spjalla um frið- arskilmálana. En svo urðu lyktir þeirra mála, að árangurinn varð alls enginn, —‘ sam- komulagi varð alls eigi á komið. Yopnahléinu var því slitið seint í jan- úar, og í öndverðum febrúar hófst ófrið- urinn að nýju. Búlgarar beindu ákafri skothríð að borginni Adrianope), en náðu henni þó eigi, að heyrzt hafi. I bardögum, er orðið hafa á Grallipoli- skaganum, hefir Búlgurum á hmn bóg- inn veitt betur en Tyrkjum. En á G-allipoliskaganum er borgin Gallipoli, við eystri enda Dardanella- sundsins, og er þar aðal-flotastöð Tyrkja, og borgin rammvíggirt. Tbúar þar 32 þús., og hót borgin í fornöld Kallíupolis, og var þá og víggirt, í tíð grísk rómversku keisaranna, höfuð- borginni Konstantínopel til varnar. Tyrkir eru nú og farnir að draga her- lið að sér úr löndum sínum í Asíu. Hafa þeir stefnt því til borgarínnar Rodosto; en sú borg er í héraðinu Edirne við Marmarahafið, — borgin verzlunar- borg all-mikil (íbúar nær 20 þús.) Þar sem Ung-Tyrkir eru nú ogtekn- j ir við stjórn, sbr. síðasta nr. blaðs vors, j og vilja ólmir halda ófriðinum át’ram l í lengstu lög, þá er sízt að vita, hvað j enn kann að gerast sögulegt. En mikið hneixli er það, að stórþjóð- irnar skuh enn eigi hafa skorist í leikinn og stöðvað ófriðinn (blóðsúthellingarnar, drápin, lemstranirnar, kvalirnar, tárin og sorgina, — sem og eignatjónið, eymd- ina o. fl. o. fl., er af tryllingsleiknum hlýzt. „Vesta“ strandar! Rckst á skci* út undan Hnifsdal! Menn bjargast allir! „Vesta“, sem væntanleg var frá út- löndum, norðan og vestan um land, lagði af stað frá ísafirði 17 þ. m. (febrúar) kl, 4 e. h., og átti að fara bema leið til Reykjavíkur. Kafaldshríð var, all-svört, er skipið hélt út Skutilsfjörðiun, en veður þó hæg- látt, og vissu skipverjar eigi fyr af, en dal. Grat mun hafa komið á skipið, því sjór kom bæði í lestar- og véla-rúmið. Með skipinu kvað hafa verið urn 120 farþegar, og komu þeir sór þegar í land, sem og skipverjar allir. Símað var þegar hiugað til Reykja- víkur, og brá björgunarskipið „Geir“ því tafarlaust við, og lagði af stað vestur þegar sama kvöldið (17. febr.) „Botnía“, er lá í Reykjavik, ferðbúin til útlanda, brá sér og vestur daginn ept- ir (18. febr.), — kemur síðan með far- þegjana, og póstflutninginn. Mælt er, að sama daginn, sem „Vesta“ strarulaði, hafi þegar verið byrjað að bjarga einhverju af varningi í land, ef ske kynni, að það kæmist, þá fremur apt- ur á flot. Litlar eru þó likur þess taldar, er þetta er skrifað, þar sem há-sjávað kvað hafa verið, er skipið strandaði. Að öðru leyti verða nánari fregnir að bíða næsta nr. blaðs vors. Stjórnarbyltingin í Konstantínopel. I síðasta nr. blaðs vors gátum vér stuttlega stóratburðanna sem urðu í Kon- stantínopel, höfuðborg Tyrkjaveldis, seint í jan. þ. á. Eregnir af atburðum þsssum eru að vísu enn nokkuð óljósar, þar sem nýja stjórnin leyfir eigi ritsímanum að flytja brott aðrar fregnir en henni þóknast, og beitir og ritskoðun, að mælt er, hvað blöðin snertir. Það var seinni hluta dagsins, er bylt- ingin varð, kl. 31/., e. h., að múgur manas, um 1500, er æ fjölgaði þó meira og meira, hófu göngu sína um göturnar í Konstan- tínopel, og stefudu að höllinni, þar sem ráðherrar sátu á ráðherra-stefnu. Báru menn rauða fána, og æptu í sífellu: „Vór mótmælum þrí, að sinnt só svívirðilegum friðarkostum!11 En er komið var í grennd við ráð- herrahöllina, sást JEnver bey koma, og með honum 300 sveinar með alvæpni. — Vék múgurinn þá þegar til hliðar, svo að honum og mönnutn hans, væri greið gata að ráðherra-höllinni. Ruddist hann þá og brátt, og menn hans, inn í höllina, og veittu varðmenn- mennirnir alls enga mótspyrnu, hvort er stafað hefir at’ því, að þá hefir brostið kjarkinn til þess, eða venð áður með í ráðum. Brá ráðherrum mjög í brún, nema stórvezírnum, Kiamil pascha, er tók öllu sem stillilegast. Skoraði Enver bev síðan á ráðherr- ana, að segja tafarlanst af sér, — taldi þjóðina afar-æsta, og því eigi geta komið til nokkurra mála, að friður væri saininn á þann hátt, að borgin Adrianopel yrði látin af hendi. Ráðaneytið tók þá þegar þann kost- ínn, að beiðast lausnar, eii is og getið var um í síðasta nr. blaðs vors, og kvað allt við af fagnaðarópum, er Envei bey síðan tilkynnti lýðnum stjórnarskiptin. „Lifi frelsið! Niður með harðstjór- ana!“ æptu menn og hástöfum, — og er slíkt eigi sjaldan undir búið, sem kunn- ugt er. Um dauða Nazim pascha, hermála- ! ráðherrans, er haft hafði á hendí yfir- i stjórn hersins í ófriðinum, og sem kennt ! rar því um ósigra Tyrkja, eru fregmrn- ar óljósar. En af hálfu Envei bey’s er látið svo heita, sem alóviljandi hafi orðið, — hafi aðstoðarmaður hans viljað varna því, að Envei bey kæmist þangað, er ráðherr- arnir sátu, og ætl*ð að skjóta hann, en einhver af mönnum Enver’s, er enginn viti, hver só, hafi þá hleypt nokkrum skotum úr byssu, og Nazim og aðstoð- armaður hans, þá báðir hnígið þegar dauðir til jarðar. Mælt er, að alls hafi ellefu manns, verið drepnir, en aðrar sagnir segja þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.