Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.03.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.03.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN 8.-9. tbl. Reykjavik 8. marz 1913. XXVII. árg. „ísafold". IAnnar ritstjórinn úr sögunni). Mikii tíðindi þóttu það, er „ísafold" gat þess 1. marz þ. á., að hr. Sig. Hjöi- leifsson væri látinn af ritstjórn blaðsins. Hann hafði verið ráðinn, sem póli- tiskur ritstjóri „ísafoldar". meðan Bjbrn heitinn Jónsson var enn á lifi, og þótti þá svo miklu skipta, að fá hann að blað- inu, að eigi var horft í, þó að „Norður- land" missti hann þá, og yrði þáísvip- inn, sem stýris- eða reyðalaust fley. Þetta gerðist, er „bræðings"-dýrðin hafði heillað sem mest hugi ýmsra manna, er fyr voru í sjálfstæðisflokknum, enda rnun hr. Sig Hjörleifsson og hafa verið einn þeirra, er eigi áttu hvað síztan þátt- inn í því, að „bræðings"-ófögnuðurinn ?arð til. En er svo var komið, að ,.grúturinn", semsvohefiiveriðkallaður,varðeiniárang- ur „bræðingsins",munhr. ÓlafiBjörnssyni, eiganda og öðrum ritstjóra „ísafoldar" hafa, sem von var, venð nóg boðið, og þótt því tíminn kominn til þess, að hætta sér, eða blaðinu eigi lengra inn á „bræð- ings'.'-brautina, en orðið var, — eða halda frekar átram „makkinu", eða dekrinu við „heimastjórnar"-liðið, en þegar var orðið. Hvað hr. Sig. Hjörleifsson snertir, virðist „bræðingurinn" á hinn bóginn hafa gert hann svo hugfanginn, eða heillaðan af helztu forsprökkum „heima- stjórnar"manna og öllu þeirra athæfi, að þó að hann — atvikanna vegna — yrði að sætta sig við það, að sjá af „grútn- um", hafi hann þó eigi getað slitið af eér hin böndin, er „fóstbræðralagið" við „heimastjórnar"-höfðingjana hafði reyrt hann. Framkoma hans í garð sjálfstæðis- tíokksins, er hann fyr hafði talizt til, eða einstakra manna úr honum, þótti og allt annað en vingjarnleg, og vakti því eigi litla óánægju í garð „ísafoldar", af hálfu þeirra manna — eigi all-fárra — er áður höfðu haft mætur á blaðinu. Það mun því hafa verið að ráði, og eptii áskorun*) ýmsra þeirra manna, að hr. Ól. Björnsson hefir talið réttast, að lokið væri samvinnu þeirra ritstjóranna, hans og hr. Sig. Hjörleifssonar. Þingmannsefnin í Gullbr.- og Kjósarsýslu. T?á er nú frétt, hverir þeir verða, er öullbringu- og Kjósarsýslu-búum gefst kostur á að kjósa um, við þingmanns- kosninguna þar, í maimánuði næstk. T?eir eru tveir, sem gert hafa aðvart um það, að þeir gefi kost á sér. Annar þeirra er sira Kristinn Daniels- son á TJtskálum, sem síðasta alþingi beitti frekasta óréttinum, og rangsleitninni, svo sem mörgum mun enn minnisstætt vera. Hefði þingið gegnt skyldu sinni, og i meiri hlutinn ekki gert sér þá vanvirðuna, að ganga í lið með þeim, er réttinum höfðu traðkað, og fylgt þannig rang- sleitnmni, þá væri sira Kristinn nú einn í þingmannatöiunni, og þyrfti þá eigi kosningar að leita. Þenna óréttinn gelst nú kjósendun- um, í Gullbr.- og Kjósarsýslu kostur á, að bæta honum að nokkru leyti, og sýna þá og um leið meiri hlutanum á alþingi, sem nú er, að aðra eins óhæfu, eins og framin var á síðasta alþingi, vilja þeir eigi, að nokkrum manni sé þoluð. Vér efum því eigi, að kjósendurnir í Gullbr.- og Kjósarsýslu veiti nú sira Kr. Danielssyni sem allra eindregnast fyjgi sitt við kosninguna i vor, og gæti þess þá og jain framt sem vandlegast, að eng- j inn fylgismaður hans sitji heima kjör- fundardaginn.*) Mun þeim og þetta þeim muninum ljúfara, þar sem sira Ki istinn er eindreginn sjálfstæðismaður, og skjöldurinn hreinn, — þ. e. engu allra minnsta „bræðings"- sulli ataður. Hafa og Gullbr.- og Kjósarsýslu-búar jafnan stutt sjálfstæðisstefnuna mjög myndarlega, og gera það fráleitt siður nú, eptir dönsku háðungarboðin, semráð- herrann kom með úr siglingunm í vetur. Að því er hinn frambjóðandann, hr. Bjbin Bjarnaison í Grafarholti, snertir, þá er hann á hinn bóginn þekktur að því, að hafa lengi verið mjög æstur „heimastjórnar"maður, og þvi vitanleg* „til í allt", þeim til fylgdar og geðþekkni, hvort sem í boði er „bræðingur" eða „grútur", eða þá eitthvað annað. En illt verk, að fjölga slíku liði á þmginu, — ekki sízt eins og nú standa sakir. *) Leifar gamlasjálfstæðisrlokksins: Alþing- ismennirnir Ben. Sveinsson, Bjarni frá Vogi, og Sk Th. leiddu málið þó hjá sér, — hafa, sem lunnugt er, eigi átt saraleiðir við „ls»fold" um fcrlð. *) Eins og öfyrirlritnin er orðin afskapleg- við kosningar — af hálfu ýmsra úr „heimastjórn- ar"-liðinu —, ættu menn og að gera sér allt far um, að láta eigi blekkjast af kosninga-lygum. — Vér gerum eigi ráð fyrir neinu slíku af hálfu fylgismanna síra Kristins. — En símann má t. d. nota, til að breiða það út i kjöi-fundarbyrjun — eða þá að láta einhvern lygarann hlaupa með það —, að sá eða sá fraœbjóðándinn sé orðinn bráðkTaddur, eða því hkt. Þá ættu naenn og eigi siður að hafa það í huga, að það er orðinn fastur siður „heima- stjórnar"manua, að finna upp ýms „slagorð", sem bvo eru nefnd, orð, sem almenningi er hægt að festa í minni, og ætl»ð þá eingöngu að líta 4, og láta ráða sannfæringu, og atkvseði sinu, — sbr. t. d. „viðreÍ8nar"fiokkur. Ertu ekki einn þeirra, lagsmaður, sem vilt „viðreisn" lnndsins okkar? Þk kýstu nú með okkur! Sbr. og: „Nær að hugsa um atvinnuvegina hérna, en að vera einatt að þvaðra um stórmál- in!" Eins og þeir, sem um stórmálin tnla, liti sér síður annt um þá en hinir. Eða þá nú: „Björn er nú alþýðuunar maður!" — eða önnur slík lœvídeg hrekkjabrögð, sem upp verða fundin. Stjórnarskrármálið. Þ»ð er eitt þeirra málanna, er nú kalla mjög rikt að. Öllum er það óefað ljóst — eigi síður nii, en á undan þinginu 1911 —, hve afar-brýn nauðsyn, og sjálfsögð skylda það er, að draga kvennfólkið eigi leng- ur á réttindum þess (kosningar- og kjör- gengis-rétti til alþingis). Er það og Tslendingum ærin háðung, hve mjög það mál hefir þegar dregist, — og það svo, að helzt eru nú horfur á þvi, að enda Danir, jafn íhaldssamir, sem þeir eru þó, ætli að verða á undan oss. Sama er og hvað vinnuhjúa-stéttina, karla og konur snertir, að sjálfsögð skylda og brýn nauðsyn er það, að hún sé eigi lengur kosningar- og kjörgengis-réttind- um svipt, — körlum og konum á þann 1 átt refsað, ef þau stunda þá atvinnu- greinina, sem þjóðinni er jafn afar-ómiss- anali, sem vinnumennskan er. Sennilegt að vísu, hvað kjörgengið snertir, að vinnuhjúin hefðu sjaldnast, ef nokkuru sinni, tök eða vilja á að hag- nýta sér það. En réttindin bera þeim þó engu að síður, enda þjóðinni ærinn skaði, ef eigi mætti kjósa þann eða þann, er annars teldist þó öðrum hæfari, af því að hann væri vinnubjúastéttar, er kosningin færi fram. Öllum er það og vitanlegt — bera það allir í sér —, að eigi ber kvenntólk- ið, eða karlmennirnir, þótt í vinnuhjúa- stétt sé, síður ábyrgð á því en aðrir, sem afiaga fer í þjóðfélagi voru, enda verða og að sínu leyti, eða á sinn hattinn — að svara gjöldum til almennra þarf*, sem aðrir. Og þar sem ábyrgðin á því, sem af- laga fer í þjóðfélagi voru. hvílir að sjálf- sögðu á ölhim, sem fulltíða eru orðnir,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.