Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN ■ 10.-11. tbl. Reykjavík 22. marz 1913. XXVII. árg. Georg Grikkjakoimngur myrtur. London 18. marz 8I0 o. h. Giíski sendihei uxrm hefir létt í þessu fengid einkasimskeyti, sem segit, ad Georg Grikkjakonungur hafi ve/tid myrtw. Central Neivs. Geotg /., Grikkja konungur, er ofan akráð símfregn segir myrtan, var fæddur 24. des- 1845, og því orðinn frekra 67 ára að aldri. Hann var, sem kunnugt er, sonur Chtistians IX. Dana konungs, en var kjörinn konungur Grikkja 30. marz 1863. — Grikkir höfðu þá árið áður rekið Otto konung af höndum sér —, og kom Geotg til Grikklands 30. okt. 1863, og tók þar við konungdómi, — hefði því getað minnzt 50 ára konungsafmælis sins, hefði hann lifað til haustsins. Árið 1898 var honum veitt banatil- ræði, en sakaði þá eigi. Hvar hann hefur verið staddur, eða hver atvikin hafa verið að því, að hann var myrtur, hefur enn eigi spurzt. Georg konungur var kvæmtur rúss- neskri stórfurstadóttir, Olgu að nafni, er lifir mann sinn. Alls hefur þeim hjónum orðið sjö barna auðið, og heitir elzti sonurinn er nú tekur við konungdómi Konstantin, — kvæntur Soffíu, systur Vilhjálms, Þýzka- lands keisara. Gjaldkeramálið. Að því er snertir gjaldkeramálið, hefir það gjörzt sögulegt, siðan er blað vort var síðast á ferðinni, að málinu er nú ■kotið til yfirdómsins. Bankagjaldkerinn, hr. Halldót Jóns- *on, bafði, er honum var birtur héraðs- dómurinn, beiðst umhugsunartíma, þ. e. enga ákvörðun tekið um það að svo stöddu, hvort hann vildi una við dóm- inn, eða áfrýja honum, en hefir svo síðar lýst yfir áfrýjun málsins af sinni hálfu. Eins og almennt mun hafa vænzt verið, hefir nú stjórnarráðið einnig áfrýj- að, fyrir hönd réttvísinnar, sem svo er kallað. „Eimskipaíélag; Islancis4*. (Stofmin innlends hlutaíélags.) Ýmsir kaupmanna vorra—og nokkr- ir menn aðrir — haia í yfirstandandi marzmánuði sent út boðsbréf, þar sem skorað er á íslendinga, að skrifa sig fyrir hlutum, til þess að koma. á fót innlendu eimskipatélagi. I boðsbréfinu, sem — rúmleysis vegna — eigi kemst að í blaði voru, eða þá eigi að þessu sinni*), geta þeir þess, að það sem nú veldur helzt óánægju lands- manna, sé í aðal-atriðunum: 1. Ferðirnar óheppilegar. a) íœreyja- ferdir. Þrátt fvrir margar ítrekaðar óskir fæst ekki að bætt sé viðkomum í Færeyjum. Þetta lengir ferðirnar. Yér höfum hins vegar engin eða nær engin viðskipti við Færeyjar ogþurf- um því eigi á viðkomum þar að halda. b) Vidkoma i ödrum löndum en Dan- mörku. Fyrst í stað (fyrir 1874) gekk ílla að fá viðkomur í Bretlandi. Siðan fengust þær, en óhagkvæmar fyrst í stað (sumpart í Leirvík á Hjaltlandi!) Fargjaldi og flutningsgjaldi haldið ó- eðlilega háu í samanburði við flutn- ingsgjaldið frá Kaupmannahöfn. Og nú þetta ár gert enn betur: gjaldið frá Bretlandi hækkað úr því sem áður var. 1909 neitaði Samein .féiagið að gera samning um viðkomur i Hamborg. Nú neitar það enn. Þvertekur fyrir að láta skipin koma við í Þýzkalandi og hækka því um leið flutningsgjöld á vörum, sem þaðan koma (yfir Kaup- mannahöfn) um 26°/0. 2. Áliöíh skipanna útlend. Yfirmenn og hásetar skilja eigi mál vort, en af því leiðir örðugleik og misskilning. Þessu fæst eigi breytt. 3. Félagið á varnarþing i öðru landi, og því órðugt að ná rétti sinum, opt nær ógjörningur. 4. Ferðunum stjórnað frá Kaupmanna- höfn, frá fjarlægu landi, af mönnum, sem ókunnir eru islenzkum staðhátt- um og íslenzku viðskiptalífi og eiga þvi örðugt með að fullnægja viðskipta- kröfum vorum. — Og fleira mætti telja. Ekki er gert ráð fyrir því, að félagið verði þess megnugt, að geta þó sinnt strandferðunum, eða að það geti þegar annast allar samgöngur við útlönd. A hinn bógmn vilja forgöngumenn- irnir þó, að byrjað sé, ef nnnt. er, með tveim ný byggðum skipum. Öðru skipinu er þá „ætlað að halda uppi stöðugum ferðum milli Kaupmanna- hafnar, Hamborgar og / Leith eða ein- hverrai' hafnar á Englandi annarsvegar, og sérstaklega Reykjavikur og Yestfjarða að nokkru leyti hms vegar; en binu skip- inu stöðugum, reglulegum ferðum milli sömu erlendra hafna, og aðallega Norður- ogAusturlandsins meðviðkomumíReykja- vík og Yestfjörðum eptir því sem hent- ast þykir“. Tvær kostnaðar-áætlanir hafa verið gjörðar, og lýtur önnur þeirra að kaupum og reksturskostnaði tvegg;,a eimskipa, en önnur að aðeins einu. Forgöngumennirnir telja það ákjós- anlegast, að skipin geti orðið tvö, og er þá kostnaðar-áætlunin sem hér segir**): Skip A. Milli útlanda og Reykjavíkur—Vestfjarða. Skipið sé að sfærð hér um hil 1200 snoáJeetir (Dödvægt) og geti fermt urn 700 smálestir af útlendum vörum, en um 900 smálestir af islenzhum vöium, Þaó sé með nýtizku vélum með vfir- bitunar gufuútbúnaði. Þetta atriði verður að álítast mjög þýðingarmikið, með því að kolaeyðslan verður mun minni, en hún er aðahitgiaJdaliöurinn i starti ækslunni. Hroðinn sé 12 milur á vöku. Farrými 1 flokks fyrir 45 farþega og 2. flokks fyrir 80— 35. Kælirúm nægilega stórt fyrir kjöt og fisk. Allt sroíði 4 skipinu af vönduðustu gerð. Slíkt. skip kostar hér um hil 475000 krónur. Eeksturskostnaðurinn á því 12000 krónur á mánuði, þar i talin öll útgjöld skipsins, hainargjöld, afgreiðslugjöld, ábyrgðargjöld o. s. frv. Skip B. Milli útlanda og kring um Iand. Hér um hil 1000 sinál. (Dödvægt), fermi 550 smálestir af útlöndum vöium. en um 700 smá- lestir at islenzkum íörum, hraði 11 mílur, farþegarúm nokkuð minna en á skipi A. Að öðru ieyti eins hyggt og útbúið að öllu. Það kostar kér um hil 350000 krónur. Reksturskostnaður 4 mánuði 11000 krónur. Gjöld (árlega). ReksturBkostnaður: Skip A.........................................................kr. 144.000 ---- Skip B.........................................................— 182.000 Til afgieiðslumanna utan lands og innan...........................................— 20.000 Framkvæmdaistjórn, skrifstofukostnaður, skattar, símagjö'd, hurðargjöld o. s. frv. . — 15.0 0 Vextir af Jáni að upphæð 495.000 krónur gegn 1. veðiétti i skipunum, í hyrjun . . — 27.225 Viðhald............................................................................— 9.000 Gert fyrir óvissum útgjöldum.......................................................— 6.000 Alls kr. 353.225. *) Blaðið nær full sett, er boðshréfið harst oss i hendnr. RITSTJ. **) Koatnaðar-áætlunin, er lýtur að einu skipi að eins, hirtist þá næsta nr. hlaðs vors. RITSTJ.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.