Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1913, Blaðsíða 4
40 ÞJOÐViLJINN. XXVII., 10.-11. Taliö er Hklegt, að þar verði rekin saensk kimbarverKlun. Kona bjargar barni sinu úr eldsvoða. Deyr sjálf af brunaxárum. Annan dag jóla (26. des. síðastl.) vildi það »lys til að Efri-Steinsmýri í Meðallandi i Vest- ur-Skaptafellssýslu, að þar kviknaði i baðstof- unni, — barst eldur frá feiti, sem verið var að brseða í steinoliuvel. Hjónin, sem þar bjuggu, voru tvö ein í bað- stofunni, og tvö börn, er þau áttu, bæði korn- ung. Konan, Gíslína Sigurbergsdóttir að nafni, þreif þá í ofboði yngra barnið, sem lá þar í vöggu, að eins fárra vikna gamalt, — þreif það til að forða því ót undan eldinum. Tókst honni og að koma barninu óskemmdu út, en skaðbrenndi sjálfa sig svo háskalega, að hán andaðist fám dögum síðar, á nýársdaginn, eptir all miklar kvalir. Bóndanum tókst og að bjarga eldra ba"ninu, •em og að slökkva eldinn litlu síðar. Gíslína sáluga var að eins frekra 25 ára að aldri, fædd 21. júuí 1887, og hafði hún gipzt eptirlifandi eiginmanni sínum, Einari Sigurfinng- syni, fyrir frekum tveim árum. Fiskiveiðafélagið. Ný deild stofnuð. Fiskiveiðafólagsdeild var nýlega stofnuð á Stokkse.yri. Fálagsmenn eru þar 20 að tölu. Heyrnai'- og inállausir. Hve raargir blindir. „Nýtt Kirkjublað11 telur heyrnar ogmálleys- ingja hér á landi hafa i árslokin 1911 verið alls 71, þ. e. 38 korlmenn og 33 kvennmenn. Blindir voru á hinn bóginn alls 316, þ. e. 187 karlmenn -j- 127 kvennmenn. Fjöldinn af blinda fólkinu (nær 4/s) kominn um eða yfir sjötugt. Frá Siglutirði. Barnaskólahús er ráðgert, að byggt verði á Siglufirði, úr steinsteypu, á komanda sumri. Slysfarir. Tveir menn /ótbrotna. Tveir menn fótbrotnuðu ný skeð nyrðra. — Annar þeirra var Davíð Eggertsson, bónda Da- viðssonar, — Hann datt ofan af húsinu á Möðru- völlum, og slasaðist þá, sem fyr segir. Hínn maðurinn, Stefán barnakennari Mars- son, datt af hestsbaki og fótbrotnaði. Laust prestakall. Siútuxt'lðir: Skútustaða, Iteykjahlíðar og Dund- arbrekkusóknir. Heímatekjur eru: 1. Eptirgjald eptir prestssetrið . kr. 225,00 2. Prestsmata..............................— 182,00 Samtals kr. 407,00 Erfiðieikauppbót er 200 kr., sem hættir þar, ef Lundarbrekkusókn sameinast Þóroddsstað. Yrði komandi preatur því að taka, ef til kemur, og færðist þá líka prestsmatan frá Lundarbrekku i heimatekjur Þóroddsstaðar. Prestakallið veitist frá fardögum 1913. Dmsóknarfrestur er til 11. apríl næstkomandi. Frá ísafirði. Sjónleikir hafa verið leiknir þar í febrúar þ. á,: „Einfeldningurinn”, eptir Erik Bögh, og „Öskudagurinn“, eptir Þorsteín sáluga Egilsson i Hafnarfirði. Maður hrapar til bana. 24. febrúar þ. á. vildi það slys til, »ð bónd- inn í Hvammsdal í Dalasýslu, Bogi Thorarensen að nafni, hrapaði af harðfenni ofan í ár-gljúfur, og boið bana. Hafði hann gengið að heiman til rjúpnaveiða. Bogi sálugi var sonur síra Jóns sáluga Thor- arensen’s og Jakobínu, fcúar hans; en síra Jón var siðast prestur að Staðarhólsþingum. Hann var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Felli í Kollafirði, og oiga þau hjónin fjögaa börn á lifi, öll í æsku. Sandfell i Öræfum. Um Sandfellsprestakall i Öræfum i Austur- Skaptafell sýslu, sem nú er laust, hefir að ein» gefið sig fram einn umsækjandi: Sira Gísli Kjartansson, sem um hrið eigi hefir gegnt prests- embætti, — hafði latið af prestskap, sakir heilsn- bilunar. Maður biður bana. (Dettur af hestsbaki.) Magnús bóndi Magnússon á Lykkju á Kjal- j arnesi datt ný skeð af hestsbaki, skammt frá I túngarðinum á Alafossi, og beið bana, — stein- i-otaðist. Af „Isafold" er svo að sjá, sem einhveri ■ hafi verið á ferð með honum, og að þeim segist svo frá, sem þeir hafi brugðið sór i itthvað frá. ef til vill þá riðið á undan, og hitt hann örendan, er þeir komu aptur, eða fóru að svipast eptir Uonum. Botnverpingur strandar. Skipverjar drukkna allir. Enskur botnverpingur, „Admiral Togo“, frá Hull, rakst ný skeð á grynningar við Stafnes- tanga i Gullbringusýslu, og mun hafa brotnað í spón. Skipverjar drukknuðu allir. Þríburar. Þríbura eiguaðist ný skeð kona nokkur f Álptafirði í Norður ísafjarðarsýslu, —- þrjú svein- börn, og lifa tvö þeirra, en eitt er dáið. Kona þessi, sem er gipt Jóni trésmið Bjarna- syni á Langeyri, hefir eignast alls sex börn á að eins þrem árum. Lyíjabúð i Vestmannaeyjum. Mælt er, að Sigurður skáld Sigurðsson í j»rn- arholti. sonur Sigurðar heitins skólakennara Sig- ttcðssouar (ý 1884), hafi áformað, að setja á stofn lyfjasölu í Vestmannaeyjum. 142 XIV. Hngo bafði brátt orðið þess áskyoja, að Patrick bafði eigi horft á alla leikina, Hann hafðí, sem fyr segir, gengið út í hægðum sinum, og furðaði alla á því, hve brattur hann var orðinn. Hann gekk út í garðinn, og skirnaði þar i allar átt- ir, til að vita, hvort harin kæmi hvergi auga á Mary. SíðaD er hann um morguninn hafði ásett sér, að segja Mary allan huga sinn, bafði bann verið iikastur ðlvuðum manoi. Hann hlakkaði til þess, að tala við Mary í einrúmi, og kveið þó jafnanfram fyrir bvi Það var, sem óraði hann fyrir því, að bónorðið gengi eígi alveg þegjandi og hljóðalaust. ÁDgraði það hann og, hve stuttur i spuna, og knlda- legur, hann bafði einatt verið við Mary. Var það trúlegt, að hún myndi nú trúa því sem hann segði? Sserði það eigi metnaðar-tiifinningu hennar? Þessar hugsanir gerðu hann leiðari, en jafnframt vökouðu þó og bjartar, og glæsilegar vonir i huga hans, — vonir, eem vöktu honum iífsgleði, og lífs þrá, sem honum var nýtt. En er haDn var kominn út á gras pallinn, og litaðist þar í krÍDgum sig, íann hann, hve innilega gleði það vakti sér að vera eigandi jafn fagurrar landareigDar, sem herragarðurinn var. í huga baDS vöknuðu nú og fegurstu framtíðarvon- ir, og í allri dýrðinDÍ, var Mary þá æ fegursta perlau. 151 Harcourt. „Jeg veit hvar það er! Jeg drakk þar te einu sinni!“ „Frú Harcourt gekk hratt brott, er hún hafði talað við son sian, en hann hvarf aptur til Lolu, er nú stóð alein, og virtist all-áhyggjufull. Patrick lávarður hafði gengið brott, er þau voru orðín tvö ein. Hafði hann kallað á þjón sinn, og þjónDÍnn stutt hann upp stigann. áður en Lola fengi áttað sig. Fór því nú svo fjarri, að hún teldi kvöldið hata reynnt sér happadrjúgt, að henni fannst jafn vel, sem hún stæði nú enn ver að vigi, en áður. „Spyrjið mig einskis!u mælti hún, og var í all-illu skapi, er hún sá Filippus koma. „Jeg er reyðari, en svo að við mig sé mælandi!“ Filippus lét þetta þó aigi á sig bíta. „Kæra Hugo“, mælti hann. „Yður gatur þó ómögu- lega komið til hugar, að Mary Stirling geti á nokkurn hátt, hafa verið viðriðin gimsteina hvarfið?u Lola gaut hornauga til hans, — vildi auðsjáanlega rannsaka sem ýtarlegast, hvað honum væri i skapi, og fór mjög fjarri, að henDÍ geðjaðist að því, hvernig hann hafði tekið i málið. „En hvað þetta er líkt karlmönnunum!“ mælti hún háðslega. „Þér virðist ímynda yður, að stúlkan hljótt endilega, að vera einhver engill, af því að hún er þýðleg, og snoppufrið;“ „Engill dettur mér nú að vísu alls eigi í hug, ad

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.