Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 2
50 ÞJÓÐVILJINN. XJWIL, 13.-14. Kvaðst hann mundu gera þeim grein fyrir gjörðum sínum, en öðrum ekki. Mælt er, að alls eigi hali sézt á hon- um nein iðrunar-merki. Stórveldin eru nú farin að hlaupa að mun hvert í kapp við arinað, að koma eér upp loptförum, er nota megi á ófrið- artímum. Loptförin verða þá eigi að eins notuð til að njósna um hagi óvinanna, heldur og engu síður til hins, að geta þá og látið sprengi-efnum o. fi. rigna úr lopti, — ofan yfir borgir, eða býli, sem og yfir óvinaherinn. Styrjaldirnar verða þá, ef unnt er, enn svívirdilegri og ægilegri en eru. Þingmemisku-framboðin. Auk þingmannaelnanna tveggja, sem getið hefir áður verið í blaði voru (sbr. 8.—9. nr. þ. á.), að í kjöri verði í vor í Gullbringu- og Kjósar-sýslu, þá býður sig þar og fram þriðja þingmannsefnið, Þótdur J. Thoroddsen læknir. í Barðastrandarsýslu eru tvö þing- mannsefni þegar til nefnd. Annar frambjóðandinn er Hdkon bóndi Kristófer sson í Haga á Barðaströnd. Hinn, sem í kjöri verður, er Jnæhjöt n hreppstjóri Kristjánsson í Hergilsey. Um pólitiskar skoðanir þingmanna- efnanna er blaði voru eigi full kunnugt. Að því er til Suður-Múlasýslu kemur, mun enn eigi fullráðið, hverir keppa um það þingmanns-sætið, sem þar er autt. Tveir eru þó þegar til nefndir, og er annar þeirra Gudrn. sýslumaður Eggerz á Eskifirði, sem var „heimastjórnar“mað- ur síðast, er blað vort hafði spurnir af pólitiskum skoðunum hans, þ. e. meðan er hann dvaldist í Snæfellsnessýslu. Það verða því fráleitt aðrir en þeir, er sig telja til „heimastjórnar“flokksins í Suður-Múlasýslu, er kosningu hans styðja. Hinn, sem í kjöri verður, er hr. Sveinn Ólafsson í Firði, og er hann eindreginn ■jálfstæðismaður. Vonandi, að Sunn-Mýlingar veiti Sveini því sem allra bezt fylgi, er til kosning- arinnar kemur. Þingmenuska liigrt niður. Konungkjörinn þingmaður, hr. Aug. Þlygenring, kaupmaður í Hafnarfirði, hefir nýlega afsalað sér þingmennsku. Það er annriki hans við verzlunar- störf o. fl., sem valdið hefir. Alóvíst enn, hvaða „heimastjórnar“- mann vér fáum í staðinn, enda ikiptir nafnið og engu. Myrtir ríkja-höfðingjar og konunginenni. Lát Georgs, Grikkja konungs, er myrt- ur var í Salonikí 18. marz þ. á. — sbr. síðasta nr. blaðs vors —, leiðir huga manna að hættunni, sem konungum og konungmennum, sem og öðrum ríkja- höfðmgjum, öðrum fremur æ er búin. Sé litið á rúm þrjátíu árin síðustu, verður skráin yfir þá, er myrtir hafa verið, á þessa leið: 1°, Alexander III., Rússa keisari, var myrtur af níhilistum í Pétursborg 13. marz 1881. 2°, James Garíield, forseti Bandamanna, var skotinn af Guiteau, fyrverandi málfærslumanni, 2. júlí 1881, og and- aðist nokkru síðar af sárum, er hann hlaut. 3°, Carnot, forseti frakkneska lýðveld- isins, myrtur í Lyon 24. júní 1894. Verkið vann stjórnleysingi nokkur, Gesaiio Santo að nafni. 4° Persa-keisarinn Nasr-ed-din skotinn til bana 1. maí 1896. 5", Elísabet, keisarafrú í Austurríki, myrt í Genf 10. sept. 1898. — Verkið vann Luccheni stjórnleysingi. 6°, 29. júlí 1900 var Umberto, konung- ur ítala, myrtur í borginni Monza í Lombardiinu. — Verkið vann Bresci stjórnleysingi. 7°, Mac Kinley, forseti Bandamanna, skotinn í borginm Buffalo 6. sept. 1901, og andaðist fám dögum síðar af sárum. 8°, 11. júní 1903 myrtu serbneskir liðs- foringjar Alexander, Serba kongung, og DrÖgU, drottningu hans. 9°, 1. febrúar 1908 var Carlos, Portu- gals konungur, og Louis krónprins, drepnir á ökuför í Lissabon, en Manu- el, er þá tók við konungdómi, særður. Þetta er eigi all-lítil runa á eigi meiri árafjölda, auk þess er myrtir hafa — í ýmsum löndum — verið eigi all-fáir æðstu stjórnmála- eða embættis-menn, eigi hvað •ízt í Rússlandi. ,Sameinaða gufuskijiafélagið* danska borgaði hlnthöfum sínum 8°/0 í arð fyrir árið, sem leið. Agóði félagsins varð alls, að öllum kostnaði frádregnum, freklega 6’/2 millj. króna, og var honum að öðru leyti ráð- stafað bvo: ad félagið grymnkaði á skuldum sínum um 2 millj. 563 þús. króna. (Arið áður hafði það og lækkað þær um 2 millj.) ad félagið lagði l’/2 millj. króna í vara- sjóð sinn (jafn mikia upphæð, sem árið næst. á undan), og ad í þessa árs reikmng voru færðar 189 þús. króna (eða 80 þús. krónum liærri upphæð, en árið áðurj. Yfirleitt var árið 1912, eins og framan ritað bendir til, mjög gott ár, að því er eimskipaútgerðina snertir. ÞJÓÐVIL.TINN. Verð árgangsin* (minn«t 80 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. og i Ameriku doll.: 1,50. Borgist fjrir jnnimánaðarlok. Uppsögn ekrifteg égild nerna komin sá til útgefandft fyrir 30. dag júnímánaðftr og kaupftndi Bamhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. Þing Finna sendi Síicolaj, Rússa- keisara, ávarp 16. marz þ. á., og kvartar þar, meðal annars, yfir því: a, að finnskir embsettismann, or dóma baS upp kvaðið, er i samræmi voru við finnsk lög, hafi verið settir i varðbald, sendir til Pétursborgar, og daemdir þar til hegningar, b, að lögum flnnaka þingsins hafi verið stað- festingar synjað, og gagnlog nýmæli þann- ig hept, en i þess stað séu skipaðar nefndir i Pótursborg, og menn — högum og þörf- um flnnsku þjóðarinnar gagnókunnugir — látnir semja vms lög Finnlandi til handa. Hætt er þó — þvi miður — við því, að ávarp finnska þingsins beri lítinn ár- angur, þar sem rússneska stjórnin hefir nú um hríð látið sér afar-annt um það, að smeygja inn rússneskri lagasetningu og rússneskum venjum á Finnlandi í æ ríkari og ríkari mæli. Stjórnarskrá Finnlands, sem hver keis- arinn eptir annan hefir þó lofað að halda, á hinn bóginn æ vettugi virt, er svo býður við að horfa. „Þrjú ár á austurströnd Græn- lands“ (eða „tre Aar paa Grönlands Öst- kyst“) er nafnið á bókinni, sem hr. Einar Mikkelsen, Grænlandsfari, hefir ntað um Grænlandsför sína. Bókin kemur i senn út á eigi all-fáum tungumálum. Að því er stærðina snertir, kvað bók- in vera um 300 blaðsíður. U 1 I ö II d. — o— Spánn. Dáinn er ný skeð stjórnmálamaðurinn. Mor et, er var ráðaneytisforseti Spánverja, er Algeeiras-fundurinn, um Marocco-mál- in. var haldinn. — Hauitið 1909, er í- haldsstjórnin, er þá sat að völdum, hafði látið taka fræðslumálamanninn ferrer af lífi, varð hann og forsætisráðherra Spán- verja að nýju, en þá þó að eins um skamma hríð, eða unz Canalejas tók við völdunum af honurn. ítalía. Vopnaðir ræningjar réðu ný skeð á járnbrautarlest, í grennd við borgina Trapani á Sikiley, og létu greipar sópa um fjármuni tvö hundruð ferðamanna, er í eimreiðinni (járnbrautarlestinni) voru. Talið er víst, að ræningjar þessir hafi. verið frá bófafélaginu „Maffia“, er kvað hafa aðal-beykistöð sína í grennd við borgina Trapani.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.