Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 5
XXVIL, 13.-14. I> JOÐ VIL JINN. B3 andaðist Kjaitan prófastur Einaisson að Holti undir Eyjafjöllum, — hafði verið * meira eða minna veikur síðan um hátíðar. Síra Kjartan var fæddur að Ytri- Skógum í Rangárvallasýslu 2. febr. 18B5. — Foreldrar hansvoru: Einar Kjartans- son, prssts Jónssonar, og kona hans Helga Hjörleifsdóttir frá Drangshlíð. Hann lauk stúdentsprófi 1878, og tveim árum síðar (1880) embættisprófi á presta- skólanum, og vígðist þá um haustið sem prestur að Húsavík í Suður-Þingeyjar- sýslu prófastsdæmi, en fékk síðan veit- ingu fyrir Holtsprestakalli undir Eyja- fjöllum árið 1885, og gegndi þar síðan prestsembætti til dánardægurs. Prófastur í Rangárvallasýslu prófasts- dæmi varð hann árið 1890. Síra Kjartan var tvíkvæntur. — Var fyrri kona hans Guðbjörg Sveinbjarnar- dóttir, prests í Holti Guðmundssonar, en seinni kona hans Kristín Sveinbjarnar- dóttir, ritstjóra og prests Hallgrímssonar, og lifir hún mann sinn. Hann var námsmaður mikill á skóla- árum sínum, og mun hafa verið i röð fremri klerka hór á landi. Maiinalát. —O— Eins og getið var um í 24.-25. nr. blaðs vors f. á., andaðist húsfreyjan Þmíd- ut Gudmundsdóttii að heimili sínu Meiri- Hattardal í Súðavíkurhreppi í Norður- ísafjarðarsýsln 13. marz f. á. (1912). Hún var fædd 2. okt. 1852, og voru foreldrar hennar: Guðmundur Jónsson, Eggertssonar prests, Snæbjörnssonar, og Halldóra Ásgeirsdóttir, Jónssonar prófasts í Holti i Önundarfirði. Þuríður sáluga ólst upp hjá foreldr- um sínum að TJppsölum í Súðavíkur- hreppi, og dvaldi hjá þeim unz hún fluttist sem vinnukona að Ögri, til Þuríð- ar Ólafsdóttur, er þar býr enn, og þá var ekkja. I Ögri kynntist hún eptirlifandi eigin- manni sínum, Ólafi hreppstjóra Jenssyni í Meiri-Hattardal, og giptust þau 9. ágúst 1877. Dvöldu þau hjónin fyrst tvö ár i hús- mennsku í Vigur, en fengu jörðina síðan til ábúðar, eptir lát Önnu Kristinar Eb- enezersdóttur, fyrri konu Sigmundar heit- ins Erlingssonar í Vigur, og bjuggu þau síðan góðu búi í Vigur í fimm ár. Ur Vigur fluttu þau síðan að Meiri- Hattardal i Súðavikurhreppi, og bjuggu þar jafnan síðan, unz þau brugðu búi, fyrir tveim árum. A]ls lifðu þau í farsælu hjónabandi í 35 ár, og varð alls tíu barna auðið. — Dóu fjögur barnanna í æsku, og tvær dætur, uppkomnar og mannvænlegar, misstu þau á sama árinu, fyr fám árum. Á lífi eru nú fjórar dætur þeirra, og eru þær þessar: 1. Anna María, gipt Asgeiri D. Bjarna- syni, hreppstjóra Jónssonar í Tröð í Alptafirði. 2. Þuríður, gipt Gunnlögi Torfasyni í Hattardal. 3. Victoria Júlía, gipt Sveim bakara Sigurðssyni á Flateyri í Önundar- firði. 4. Halldóra Rannveig, ógipt í föður- húsum. Þuríður sáluga var kona fríð sýnum, vel greind, og gædd góðu minni, eins og hún átti ætt til. — Hún var og forstands kona, reglusöm og myndarleg í sér, um- hyggjusöm og góð móðir barna sinna, ástrík eiginkona og stjórnsöm og dug- andi húsmóðir, en frásneidd allri léttúð, bæði í andlegu og verklegu tilliti. Börnum sínum lét Þuríður sáluga sór annt um að veita sem bezt uppeldi, svo að þau yrðu eigi jafnöldrum sínum síð- ari, en öllu heldur fremri, að því er snerti siðprúða hegðun, kunnáttu í handavinnu o. fl. Hið þunga mótlæti, er henni mætti, er hún varð, á sama árinu, að sjá á bak tveim uppkomnum og efnilegum dætrum sínum, bar hún með dæmafáu þreki og hugprýði, en brátt tók þó heilsu hennar, eptir það, að hnigna. Banaleguna, er varð henni bæði lang- vinn og þungbær, bar hún og með hug- prýði, og þráði þá að lokum heitt hvild- ina, eptir þreytu og örðugleika lífsins, Þuríðar sálugu er sárt saknað af öldr- uðum eiginmanni, börnum, vinum og vandamönnum. Friður sé með henni. S. 2. 165 að lítast vel á sig, og yrði þvi, að tnka hann öðru vísi. Hún gekk nú út úr herbergi sínu, og niður gang- inn, un* hún kom að dyrnnum á herbergi Patrisk’s. Júlía hafði sagt henni, að hRnn væri kominn á fæt,- ur, og sæti i skrifstofu sinni Hfm barði því þegar eð dyrum, og gekk rakleiðis inn, er hún heyrði Patrisk segja: „Kom inn!“ Hann sat við skrifborðið sitt, og komu hrukkur í ennið á honum, er hann leit upp, og sá, hver komin var. Lola tók eptir því, og styggðist að mun. ,Mér þykir leitt, að verða að gera yður ón»ði!“ mælti hún, og gerði sig fremur drembilega í málrómnum. „En nauðsyn brýtur lög!“ mælti hún síðan. Petrisk stóð upp, og studdi annari höudinni á borðið, en hinni hélt hann um stólbrikina. „Sem yður þókriast!“ mælti hann mjög þurlegs. Lolu varð litið é hann. En hve henni sýndist hann breyttur! Daginn áður bafði henni, þótt veiklulegur væri hann, vir*t iiann vera allra manna friðastur sýnum, en nú virtist henni hann gamellegur, og kinnfiskasoginn, og orðinn allur af manni genginn. Henni þótti því réttast, að vikja fyrst talinu að sjálf- um honum, og tyllti sér því á stól, sem stóð rétthjá skrif- borðinu. „Eins og eg sagði, þykir mér mjög leitt, að verða að ónáða yður“, mælti hún, „ og er eg hrædd um, að þetta leiðinda mál — jeg á við atburðinn, sem gerðist hérna í gærkvöldi — hafi því miður haft eigi góð áhrif á yður“. „Það er nú komið, sem komið er“, svaraði lávarð- 159 Engu að síður gazt henni þó be*t »ð honum, eins og á stóð, enda fleygði hún þá og öðru svartleitu fati yfir herðarnar á sér, lét á sig hattinn, sem einnig var mjög blátt áfram, og hirtþ eigi, að láta á sig glófa, eð* vetiinga. Fyrir utan gluggann hennsr var dálltið útskot, og tækÍBt hanni að ktöngrast eptir því, unz komið væri að glugganum í næsta herberginu, virtist henni hægra, að komast þaðan ofan á jörðina. Þetta var ekki bættulaust, en í þvi skapi, sem Mary var, kunni hún ekki að hræðast. Hún hinkraði nú ögn við, — lypt' sér eigi þegar út um gluggann, en beið þess, að allt yrði að lokum alveg kyrrt og hljótt i húsinu. Loks skreið hún síðan út um glugann, og fikraði sig nú, með sem mestri varkárni, fet og fet eptir glugga- útskotinu. Hún hafði ákafan hjartslátt, og skalf ö)l, og nötraði. Loks nam hún staðár, er hún var komin að hinum glugganum, og saup nú í sig veðrið. Glugginn virtist hvíla á nokkurs konar súlu, og sá Mary að á henni myndi hún geta fest fæfcur hér eða þar, un* húa kæmist alla leið til jarðar. Loks komst hún klakklaust til jarðar, og varð henni það þá fyrst ljóst til fulls, hvílíka glæfraför hún hafði farið. Hún hafði rifíð sig til blóðs á höndunum, — líkam- inn var henni allur sar-aumur, og skjilfti í henni, eptir alla áreynzluna. Mary varð því að hvíla sig ögn, og reyna að safna kröptum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.