Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1913, Blaðsíða 6
54 ÞJOÐVILJINN. XXVII., 13.—41. Tveir húnvetnskir bændur önduðust á öndverðu yfirstandandi ári. Annar þeirra, Jónas bóndi Gudmunds- son á Eyjólfsstöðum í Vatnsdai, bróðir Jóbannesar Nordal íshússtjóra í Reykja- vík, andaðist 17. janúar þ. á., en hinn, — Siguidu> bóndi Jónsson á Lækjamóti, andaðist 1. febrúar þ. á. Þá er og nýlega látin í tsafjarðar- kaupstað ekkjufrú Maria Einarsdóitir. — Hún var em hinna svo nefndu Brekku- bæjarsystra i Reykjavík, systir frú Sig- ríðar Magnússon í Cambridge, og frú Soffíu heitinnar, konu síra Sig. Gunn- arssonar i Stykkishólmi. Maður hennar, er dáinn var 4—5 tug- um ára á undan henni, var Einar Guð- mundsson, verzlunarmaður, og áttu þau tvö börn: Eirík, sem dó ungur, og Caró- línu, sem gipt var Þorvarði lækni Kjerulf. Dvaldi hún síðustu árin hjá dóttur- syni sínum, Eiríki lækni Kjerulf á ísa- firði, en áður lengi í „Vinaminni“ í Reykjavík. María sáluga var mesta dugnaðar- og myndnrkona. 18. marz þ. á. andaðist enn fremur að Einarsstöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu Jón bóndi Olafsson, há- aldraður maður, fæddur 1832. Hafði hann dvalið þar nú síðast, hjá Katrínu, dóttur sinni og manni hennar, Sigurjóni skáldi Eriðjónssyni. Meðal barna hans er og Björn prent- ari Jónsson, útgefandi „Norðra“. Reykjavík. —o— 10. aprll 1915. Hlika sð mun »ð undanförnu og jörðin því hvívetna orðin nlauð hér syðra, og hagar négir. •f 29. marz þ. á. andaðist & Akranesi, að heimili sinu, svo nefndu Hoft'minnshúsi, piesta- ekkjan Sigríður Snsebjarnardóttir. Hún var fædd i Reykjavík 2. sept. 1823, og komin því á nitugasta aldursárið, er hún andaðist. Foreldrar hennar voru: Sira Smebjörn Björns- son, og kona hans, Ingibjörg Jakobsdóttir. 10. júli 1846 giptist hún sira Þorvaldi Böðvars- •yni, er lengi var prestur að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd (f 1896). Alls varð þeim hjónum tólf barna auðið, og •ru þessi fimm á lifi: 1. Böðvar, kaupmaður á Akraneai. 2. Láretta Sigriður. 3. Vilhjálmur, kanpmaður á Akranesi. 4. Snæbjörn, nú í Reykjavik, fyr kaupmaður. 5. Jón, cand. phil., tungumálakennari i Reykia- vik. Jarðarför Sigriðar heitinnar fór fram 7. þ. m. (april). „Bergenhus" kom bingað frá útlöndum, norð- an og vestan um land, 27. f. m. Meðal farþega, er hingað komu, voru: Stefán verzlunarstjóri Guðjohnsen á Húsavik, Helgi kaupmaður Hafliðason á Siglufirði, og frá ísafirði: Árni kaupmaður Sveinsson, ólafur Jónsson og P. M. Bjarnaison, verksmiðjueigandi, o. fl. Skipið lagði af stað héðan daginn eptir (28. f. m.) til útlanda. Meðal fp.rþega héðan voru: Möller agent, og Richard Thors, útgerðarmaður (soaur ThorJen- »en’s kaupmanns). Stúlka nokkur hér í bænum varð nýlega upp- vis að því, að hafa tekið peningabuddu úr vasa kvennmanns i „Bió“-myndsýningahúsinu. Mælt, að hún hafi og áður brallað eitthvað svipað. 1 ...." ■ . ■ ----------------------- 1 . Vafi þykir á því, að atúlkan sé með ráttu ráði, og hefir henni því verið komið á geðveikra- hselið á Kleppi, svo að hún verði ransökuðþar, — gengið úr akugga um það, hrort veiklun k geðsmununum muni eigi valdið hafa tiltæki hennar. Botnverpingarnir, sem héðan ganga til fiskjar hafa að undanförnu flestir aflað í góðu lagi. Afli á þilskipum einnig öllu Hflegri, en áður. f Aðfaranóttina 2. þ. m. andaðist hér i baen- um, að beimili tengdasonar sfns, síra Magnúsar Helgasonar, læknisekkjan Ragnheiður Thoraren- ■en. Hún var á 80. aldursári. Foreldrar hennar voru: Þorsteinn' prestur Helgason í Reykholti, og kona hans, Þórunn Pálsdóttir frá Krossavik. Hún var gipt Skúla lækni Thorarensen á Móeiðarhvoli, sem dáinn var löngu á undarx henni. Frakkneskt spítalaskip, „La France“ að nafni, kom hingað frá Frakklandi 3. þ. m. (aprii). Skipið hafði á hingað-leiðinni komið við ( Vestmannaeyjum. Kappglima ura silfurskjöld „glímufélagsin* Ármann“ átti að fara fram hér i hænum 1. þ. m., en fórst þá fyrir, — hluttakan eigi viðunan- lega mikil. f Látinn er eigi alls fyrir löngu Bjarni verzl- unarmaður Þorleifsson, póstafgreiðslumanns Jóns- sonar. Bjarni heitinn var að eins rúmlega 19 ára að aldri, og var verzlunarmaður á Bildudal. Hann var elzti sonur þeirra hjónanna. 6. þ. m. flutti hr. A. Courmont, frakkneski háskólakennarinn, alþýðufyrirlestur hér í bænum, í „Iðnó“. Fyrirlesturinn var um „Guðrúnu Ósvífsdótt- ur*, og um enska skáldið „William Morria“ (f 1896) 160 Áður en dsgnr rynni, vsrð hún að vera komin langt bnrt frá höllinni, — eitthvað þangað, þar sem enginn þekkti hana. Tárin streymdu niður kinnarnar á henni, er hún yfirgaf nú eina staðinn á jörðinni, þar sem hún hafði þó getað talið sig eiga heima. Hún vissi eigi, hvert hún atti að fara, — eitthvað út í heíminn, Þótt eigi væri aldnrinn enn hár, hafði hún þó þeg- ar reynt sorgir, og beiskjn lifsins, — taldi og vist, að sama biði sin enn. Engu að eiður ásetti hún sér þó, að taka nú hverju því, er að höndum bæri, með hugrekki. „Eigi getur það þó verra orðið, en lífið, sem eg hefi orðið að lifa hérna siðustu vikurnar!“ hugsaði hún, og var það henni þá hughreysting i örvæntingunni. En er hún hafði lokið upp hliðinu á trjá- og blóm- garðinmn, og var komin út á þjóðveginn, nam hún stað- ar í svip, og studdi böndunum á brjóst sér. Kvöldveðrið var mjög fagurt, — himininn heiður, og stjörnur á lopti, en tunglbirta þó alls engin. Unga stúlkan vildi eigi snúa sér til neins af kunn- ingjum sínum í þorpinu, — vildi eigi vera í nánd við herragarðinum. Henni hugfevæmdist því, að ganga alla leiðtilLang- ton, og biða þar, unz fyrsta járnbrautarlestin leggur af stað til Lundúna. Hún kveið nú að eins einu, og það var, nð hún kynni að mæta manninum, sem brotiat hafði inn í her- bergi Lolu um kvöldið. Það fór hrollur um hana alla, er hún renndi hug- 166 urinn, „og vil eg þvi roælast til þess, meðan þér eruð stödd hér, að þér látið mig fá skrá yfir dýrgripina, sem yður hafa horfið“. „Annars hefi eg gert lögreglu-embættismanninum boð um, að finna mig“, mælti hann enn fremur. „Gott, að mér laðist eigi, að skýra yður frá þvi“. Lola rak upp kynlegan, óþægilegan hlátur. „ Jeg hrædd um, að þér hafið þá orðið heldur seinn á yðnr! Eða vitið pér eigi, að Mary Stirling er flúin? Mér hefur verið sagt, að hún hsfi klifraat út um gluggann, og líklega á eg það ekki eptir, að sjá aptur dýrgripina mina“. Patrick varð snjóhvitur í framan. „Sleppum heldur, að nefna Mary Stirling í þessu sambandi“, mælti hann mjög kuldalega. Lola starði á hann. „Hægra sagt, en gertL, mælti hún, „þar sem enginn annar sýnist að geta verið þar við riðinn!“ Patriok studdist enn víð stólinn, og greip nú enn fastar í stólbakið, en áður, eins og hann þyrfti nú enn frekar alls stuðnings. „Mér þykir leitfc, að verða að kannast, við það“; mælti hann, „að jeg var of fljótur á mér i gærkveldi.— Það, sem herbergisstúlkan yðar sagði, kom svo alóvænt, og flatt upp á mig!“ Lola fór að hlægja. „Eigið þér þá við það, að þér teljið ungfrú Stirling vera saklausa?w „Jeg á við það“, svaraði Patriek, „að hvernig sem hvarfi skartgripa yðar er varið, þá veit jeg, að Mary Stirling er saklaus“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.