Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN 15.-16. tbl. Reykjavík 23. april 1913. XXVII. árg. „Næstu harðindin". (Hugvekja Guðm. landlæknis.) Landlæknir Gudrn. Björnsson hefir ný- lega látið sérprenta grein, er hann birti í vetur í „Lögréttu", og sem hann nefnir: „Næstu harðindin". I grem þessari minnir hann á það, að árið 1913 megi nefna „aJdarafmæli sult- arins", með því að árið 1813 hafi sultur, er stafaði af matvælaskorti, amað mjög að þjóðinni, enda kaupför þá komið nauða- fá til landsins, og verðið á aJlri útlendri vöru verið geypi hátt, svo að tvö skpd. af' fiski varð að gefa fyrir eina tunnu af kornmat, í stað þess er hún hafði áður vanalega fengist fyrir að eins '/., skpd. Kvað svo rammt að bjargarvandræð- unum, að „eptir skipun yfirvaldsins, var tugthúslimum ijllum sleppt, og hverjum visað til siiinar sveitar". Bendir hann og á það, að í 25 árin síðustu hafi aldrei komið iJJæri, er orð sé á gerandi, og geti hallæri því vel verið á næstu grösum, en þjóðin allt annað en vel undir það búin, að mæta hallærinu, ef að dyrum berði. Hann minnir og á, að í rili Hannesar biskups Linnssonar: „Um mannfækkun af hallærum á íslandi", telji hann, að í 918 ár, þ. e. frá byggingu íslands til ársirs 1792, hafi alJs komið 90harðinda- ár, og helmingur þeirra þó að visu engu mannfalli valdið. Eptir reikningi Hannesar biskups ætti því að mega búast við 10 hörðum árum að meðaltali á hverri öld. Landlaiknir minnir og á „Hvíta-vet- ur", er svo var nefndur (veturinn 1632— 1633); en honum lýsir Espólin, í Árbók- unum, á þessa leið: ^Vetutinn gerdist hardur mjög um allt land og dóu þegar hross ájólum (1632); voru sp'ittingarblotar ogjard- bönn. Hrid ógutleg rar áÞrettánda; is vard mikill á midjum vetri, og allt f'ram á mitt sumar; en hafisar komu á Þorra og lágu veturinn attanfram ad Jónsmessu. Ekki mrd vitjad kirkna fyrir ófmdum,hvorki afpresti né sóknarmönnum; traudlega vard kornist milli fjárhúsa og bœja; f'ennti fjárhúsin svo fundust eigi, og svopen- ing úti. 100 hesta fennti á Kjalarnesi, en 158 fœrleikar féllu undir Eyja- fjöttum, 7 fifdu epiir i Skálholti; vida hröktust hestar i sjó og roru fjár- skadar um allar sveitir, en he.yin þrutu; i annari viku Þona kaffenti hesta á sléttum velli í einni snjókomu. Fenti þá bœ á Strðndum vestur, svo ad aldrei fannst fyr en um vorid,og þar i attt f'ólk andvana. Var svo hart vorid, ad ffest dó, þad er af' lifdi veturhn, og var vida nœr saudlaust og hesta eptir; kýr lifdu helzt, en þó var skorid eda f'ettt af 12tí0 kúa frá Borgarfirdi austur ad Ilangá. Eng- inn afii var á isum; gerdiþá örbirgd mikla-í. ~Þ& drepur h&nn og á ýms önnur harð- inda- og fellis-ár, er yfir Jandið hafa geng- ið á umliðnnrr. öldum, og siðast á harð- indakafiann 1F81—1888, er fóJkinu hér á Jandi fækkaði abs nm 3229. En fækkui.iu stafað þá að vísu að miklnm mun af þvi, að fjöldi manna, um 2000. flýðu þá undan óáraninni til Vesturheims. Eina bjargrcedid gegn hallærisvoðan- um, telur Jandlaknir i því i'ólgið, að til sé á hverju hausti, í hverju héraði, svo niikill koniniatarforoi, að mönn- um og búpeningi sé borgið, þó að yfir dynji voða-vefur, á við þá, sem hér á landi h»fa verstir veiið. 1 þessu skyni vill hann, að komið sé á lögskorðuðu 1 (íinvörukaupfélagi í'yr- ír alla þjóðina, og sé á hverju hausti fluttar öruggar vetrarbirgðir, á aJlar þær hafnir, er lokast geta af is á vetrum. M vill Lann og, að komið sé á fót lögskipuðum tryggingar- eða hallæris- sjóði, er veitti kaupfélaginu Ján, til eins árs í senn. svo að keyptar yrðu nægar vetrarbirgðir af kornmat. Yfirleitt er hugvek]a hr. Gudm. Björns- sonar hin röggsamJegasta, og óskandi, að hún leiði til þess, að einhver þau ráð verði tekin, er að gagni koma. Ullön d. — o— Helztu tíðindin, er borist hafa ný skeð frá útlöndum, eru: Danmörk. 13. febr. þ. á. brá Christian konung- ur X., og drottning hans, sér til Noregs, og voru þar fagnaðarviðtökur miklar, sem venjan er, þegar konungmenni heim- sækja hverir aðra. Seint í febrúar var ferðinni siðan heit- ið til Berlínar á fund Vilhjálms keisara, og mun þeirri heimsókninni því mí einn- ig lokið. Mælt er, að þau hjónin bregði sér síðan í vor til Englands, Rússlands, Frakk- ands, — og ef til vill einnig til Belgiu og HolJands. Hér ræðir eigi um annað, en það, að fullnægja tizkunni, þ. e. þeiiri, að þeir, sem ný teknir eru við konungdómi heim- sæki staJlbræður sína. BæjarfulJtnáakosningar áttu að fara fram i marzmánuði þ. á.. og hefir nú tölu bæiarfullfrijanna verið fjölgað að mun, — verða eptirleiðis alls 55, en hafa að eins verið 42 ti] þessa. Af dönskum blöðum, frá mánaðamót- unum febr. —marz, þá er svo að sjá. sem þær muni sóttar verða með afskaplegu kapjii. — hægrimenn. sem núeru í minni hluta. leggja mjög sfund á, að koma sin- um mönnum að. 1 næstk. desembermánuði heldur bær- inn Kerteminde á Fjóni 500 ára afmæli sitt. | Kaupstaðurinn er við Kerteminde- ijörðinn, er skerst inn i lír Stóra-Belti (íbúar um 21/.-, þús.) og er þar meðal ann- árs, gömul kirkja, frá byrjun fimmtándu áTdar. kennd við helgan Lautentius, og útsýni mun og vera þar fagurt. Lönsk-amerísk kona, frú Augusta Pio, kom ný skeð til Kaupmannahafnar, og hélt þar noikra fyrirlestra. Hún er ekkja Louis\l'io's, sem var í'aðir, eða fyrsti frumkvöðull jafnaðar- mannastefnunnar i Danmörku. Pio var fæddur 1841, en fór til Amer- íku 1877, og dvaldi siðan í Chicago, og andaðist þar 1894. Fórst Dönum smánarlega við hann, — komu honum, meðal annars i betrun- arhúsiö, aí því að hann vildi eigi, að gegnt væri lögregluskipan, er bannaði verka- mönnum fundarhald, er Pio hafðiboðað, og halda átti undir berum himni (á „Fel- Jeden", sem svo er nefndur). — En ekki rekur „Þjóðv." það mál hér frekar. Frú Augusta Pio kom að eins snöggva ferð, til að heimsækja íornai' stöðvar, — dvelur^ella í Chicago. Maðurinn, sem talinn er verið hafa verið fyrsti frumkvöðuJl bindmdishieif- ingarinnar í Danmörku á öldinni, sem leið, var Syversen kennari (f 1847), og til þess að LaJda minningu hans enn betur á Jopti, átti ný skeð að reisa líkneski hans í Kaupmannahöfn, en borgarstjórar vildu þá eigi, er til kom, leyfa, að það yrði reist þar, sem samskotanefndin fór fram á, að það yrði Játið standa. Vildu og jafn vel helzt alls eigi þiggja likneskið, að tví er oss skilst, — töldu Syversen kennara eigi hafa verið svo alþekktan, eða þjóðkunnan merkismann, að slíkt ætti við, þ. e. að reisa líkneski hans í höfuðborginni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.