Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 2
58 ÞJÓÐVILJINN. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgan<;sins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., ©rlendis 4 kr. 50 a. og í Ameríku doll.: 1,50, Borgist fyrir jútiimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi sambliða uppsögniívni borgi skuid sína yrir blaðið. Til islenzku þjóðarinnar. Eptir að Hjálpræðisherinn hefir starfað um 20 ár hér á Islandi með trúmennsku og sjálfsafneitun, höfum vér, eins og mörgum er kunnugt, mikla þörf á nýju húsi í höfuðstað landsins, sem rúmað gæti: aðalstöð, gistihæli, vinnustofu og sam- komusal o. m. fi. Oss hefir lengi verið ljóst, að gamli kastalinn hafi endað þjón- ustu sína, en samt höfum vér komist af, með því að setja bót á bót ofan. — En það getur ekki gengið lengur á þennan hátt. — Það er brýn nauðsyn á að byggja nýjan kastala, sem getur nokkurn veginn hæft miðhluta borgannnar. Þess vegna skrifum vér þessar línur, sem hvöt og bæn til Islendinga um stuðiung. 11. maí 1915 eru 20 ár liðin síðan Hjálpræðisherinn byrjaði starfsemi sína hér á Islandi, og dirfumst vór að segja, að þessi ár höfum vér haft það takmark fyrir augum að vinna þjóðina og landið fyrir Krist, undir margbreyttum kring- umstæðum í heiðri og vanvirðu, vondu og góðu umtali — að vísu tátækir, en höfum þó gert marga ríka, ætíð höfum vér ieitast við að mýkja og draga úr sorg, neyð og söknuði af öllum tegundum. Það mundi vera oss íagnaðarefni, ef unnt væri að hafa lokið byggingunni og geta vigt hana á fyrnefndum hátíðisdegi, en til þess verðum vér að mim ista kosti að fá 5000 krónur að gjöf frá landsbúum, auk þeirrar fjárhæðar, sem von er á frá öðrum hjálparlindum. Ymsar áætlanir höfum vér gert um þessar 5000 krónur, sem vér munum gera almenningi kunnar þegar fram líða stundir, og treystum vér hluttekningu og hjálpsemi landsstjórnar- innar, lögreglunnar og annara leiðandi valdhafa, og vonum vér þá að geta gert ráð fyrir styrk, samvinnu og áhuga manna af öllum stéttum og á öllum aldri. Fyrir hönd Hjálpræðishersins. Reykjavík í apríl 1918. N. Edelbo, leiðtogi Hjálpræðishersins á Islandi. * * * Framanritað ávarp væntum vér að njóti stuðnings almennings í kauptúnum og sveitum. Ólafu) Björmson, Þónh. Bjmnarson, ritstjóri „ísafoldar": biskup. Kt istján Jónxson, Knstján Þorgrimsson, húyfirdómaii. Svensk v. Konsul. Bjötn Kristjánsson, Þorsteinn Gislason, bankastjóri. ritstjóri. Sighvatur Bjarnason, Asgeir tíigurdsson, banknstjóri. kaupiuaður. Magnús Blöndahl, T'ryggm Gunnarsson, kauprriaður. fv. bankastjóri. ,/. Havsteen, Jóhann Þorkelsson, fv. amtna. dómkirkjuprestur. Jón Jónsson, Jes Zimsen,] docent. kaupmaður.g Oddur Gislason, Magnús Stephensen, yfirdúoMlögm. f. landshöfðingi. Bríet Bjarnhédinsdóttir, 01. Olafsson, ritstjóri. prestur. Morten Hansen, Ludmg Kaaher, skólastjóri. konsúll. Jón Jensson, Gudmundur Helgason, yfirdóœnri. Búnaðarfél. foru;. A. Tulinius, 01. Johnson. yfirdómslögm. konsúll. A. Openhaupt, Ft. Fridriksson, urnboðssali. form. K. F. U. M. Borgþót Jósepsson, Magnús Jónsson btejargjaldkori. sýslumaður. Hannes Hafiidason, Jón Hj. Sigurdsson, skipstjóri. hérnðsiæknir Sveinn Björnsson, Benedikt Sveinsson, yfirdómslögm. ritstjóri. Jóh. Jóhannesson, Magnús Helgason, kaupmaður. skólastjóri. Einar Þorgilsson, Aug. Flygenring, kaupmaður. kaupmaður. S. Bergmann, kaupmaður. Bandamenn ráðgera um þessar mund- ir að skipa nefnd, til að íhuga, hvort óframkvæmanlegt sé að byggja afar-stór- an brimbrjót, eða varnargarð, á New- Foundlaod’s grynningunum, tii þess að hamla því, að hafísjakar berist suður eptir öllu Atlantshatinu, og geri skipagöngurn- ar hættulegar. Brimbrjótinum er þá ætlað, að neyða Labrador- og (xolf-strauminn (norðan- og sunnan-strauminn) til að mætast, og er þá búist við. að hafísjakarnir bráðni, áður en þá b( r svo langt suður eptir, að á siglingaleiðinni verði. Talið er, að veðurlagið á sunnan- verðu Grænlandi yrði þá og hlýrra en nú er. Tillaga þessi stafar frá ameriskum verkfræðingi, er telja mun fyrirtækið framkvæmanlegt. Verzlunar- eða kaupmanna-ráðið í New- York hetir og talið sig tillögunni hlynnt, sem og ýms ensk, þýzk og amerísk eim- skipafélög, er skip hafa í förum milli Evrópu og Ameriku. 1 borginni Perugia (les: Perudsja) á Ítalíu hafa nýlega fundist þrjú málverk, eptir fræga, ítalska listmálarann, Rafael. Mönnum var áður alókunnugt um það, að málverk þessi væru til, og þykir sérstakiega^ kveða mikið að einu þeirra. Rafael var fæddur í borginui Urbino 6. apríl 1488, og andaðist 6. apríi 1520. Málverk hans eru alls um 1200 að töiu, þó að hann væri að eins réttra 37 ára að aldri, er hann andaðist, og er hann sem kunnugf er, einn í tölu frægustu málara heimsins. XXVII., 15.—16. Yestan um haf. (Úr bréfi 7. des. 1912). Árið er nú bráðum á enda, það hefir: á ýmsan hátt verið viðburðaríkt hér vestra, eins og hjá ykkur i Norðurálfunni. I Bandaríkjunum sigruðu Demokratar i haust við forsetakosningar. Hinn ný kosni forseti, Wodrow Wilson, er hámenntaður maður, af ýmsum talinn lærðasti stjórn- fræðingur Bandaríkjanna. Nær öllum ber saman um að liann sé mannkosta-maður og hyggja auðvalds-andstæðingar gott til stjórnar hans. Hann hefir lýst yfir því. að hann ætli að stofna til aukaþings, þegar er hann hefir tekið við stjórnar- taumunum, til að ræða um breytingu á tolllögum Bandaríkjanna. Flestum mun bera saman um það, að þjóðarauður Banda- ríkjanna hafi aukizt við verndartollana. En sá auður hefir safnast á svo fáar hend- ur, að talið er, að 17 mestu auðkýfingar ríkisins hafi í hendi sinni allan peninga- markað þjóðarmnar, og geti því haft ailt viðskiptalíf í þeim skorðum, er þeir vilja vera láta. Allur kostnaður til lífsviðhalds einstaklinga, er orðmn svo geysi-hár, að I ekki þykir viðunandi, þvi kaupmenn, hin- ir stærri, mynda „hringi“ (truzts) um hveija vörutegund, svo þeir eru einráðir um verð þeirra. Þetta gjöra þeir í skjóli verndartoilanna. 011 hin þýðingarmesta starfsemi ríkisþings Bandaríkjanna næst- liðin 10 ár hefir að mestu verið falin í því að rannsaka starlsemi auðfélaganna, og reyna að semja iaga-ákvæði er heim- ilaði stjórn landsins, að taka í taumana við félög þessi, svo þau kúguðu ei alþýðu, og heptu framfarir einstaklinga, til að auka auð sinn og áhrif. Þetta hefir stjórn Bandaríkjanna ekki enn tekizt, og er þess nú beðið með óþreyju, hvort hinum ný kosna iorseta verði sigurs auðið í þessu mikla nauðsynjamáli. Hér í Canada er sami leikur í aðsigi og þegar byrjaður. I Híkisstjórnin er rm síðan í fyrra haust í liöndum þess flokks, er telur verndar- tolla-stefnuna landi og lýð til hagsældar. Ríkisþing Canada er nú wý sett og verður aðal-málið á því þingi hervarnarmálið. Hin ráðandi stjórn vill að Canadabúar ieggi til lrermála Englands, að sögn. 35 milljónir þetta ár, og byrji þar að auki á því að koma upp sjóher til strandvarna heima fyrir. Stjórnin sem á undan var (Liberalar) vildu að eins koma upp sjó- her til strandvarna. Annað mikilvægt mál er um endurskoðun bankalaganna. Eru margar raddir framkomnar um það, að bankarnir lárii járnbrautar- og verk- smiðjufélögum stórfé fyrir 3—4°/0, en bændum ekki fyrir minna en 8—9%. — i Fyrir þessu máli og afnámi á tollum af bændavörum o. fl. berst stórt bændafélag hér í norð-vestur-landinu, er nefnir srg Grain Grower Company (kornyrkjumanna- félagið). Eflist það stórum árlega, og er skipað atkvæðamönnum úr báðum stjórn- málaflokkurn, telur það félag báða stjórn—

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.