Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1913, Blaðsíða 3
59 XXVII., 15.—Í6. ÞJOÐVTLJLNN. málaflokkana á auðvaldsbandi. — Hinir gömlu flokkar töldu þenna félags.skap í fyrstunni að eins „reyk og bólu“, en svo hefir hann þroskast, að flokkarnir hafa séð, að þeir urðu að taka fullt tillit til hans. Og má sem dæmi þess nefna, að fylkisstjórn Manitobafylkis (conservativ) seldi félaginu í hendur kornforðabiír, og umsjón með kornsölu, er stjórnin hafði byggt og starfrækt á fylkiskostnað, og mistekizt gífurlega. Hér er því sami leikurinn háður og í Norðurálfu. Lægri -stéttirnar eru hér farnar að hrista hlekk- ina. Þar ræður konungsvald og aðals- réttur. Hér hefir „hinn almáttugi dollar“ hafið sig til valda, og hálf-kæft frelsi og rétt. þann, er Bandamenn úthelltu blóði sínu fyrir, undir stjórn T\ ashington’s. Þetta, er nú lítið og lauslegt sýnis- horn af skýjafarinu á okkar „pólitiska himni“. Smarið var hér rosasamt, og víða urðu rigningar, óvenjumiklar, að tjóni. Þó telja nýjustu skýrslur rikisins að korn- uppskera Canada verði verðmeiri en nokk- uru sinni áður. Vesturlandið byggist óð- *m, stórborgir þjóta upp eins og gor- kúlur á vordegi, þar sem áður voru eyði- lönd. Járnbrautum hraðfjölgar, nýjar námur koma í ljós, og hvernig sem járn- brautafélögin hamast við að byggja braut- ir og fjölga vögnum, hafa þau ekki við að flytja afurðirnar nógu fljótt til mark- aðar. Stjórnirnar eru því að ráðgera að gera skipgengar ár og grafa skurði gegn- sm eiðin milli ýmsra vatna hér, til að koma á vöru- og mann-flutningum eptir ám og vötnum. Eitt er hér samt í aptur- för; það er griparæktin. Aður höfðu hjarðmenn í Vesturlandinu stórsvæðitil afnota, | þar sem þeir ólu upp svo þús- undum skipti nauta og sauðfjár. Nú er það allt, eða að mestu, mælt sundur í heimilisréttarlönd, þar sem bændur eetjast að til að stunda. kornyrkju. Gripum hrað- fækkar því og kjötskortur fyrir dyrum og ógnarvorð að komast á gripi. Sem dæmi þess má nefna, að í Calyary (Al- berta) var selt vagnhlass af gripum ný- lega, voru i því 25 gripir tveggja vetra, og voru gefnir 55 dollara fyrir hvern grip, og sagði þó fréttin 3 gripina einskis- nýta. Vanaverð undanfarin ár á slíkum gripum mun hafa verið 25-—30 dollara. — í Chicago í Bandarikjunnm var verð á góðum uxnm fullorðnum 10 sent pundið (lifandi víst). Ekki voru mikil likindi til að úr gripa- skorti þessum rættist mjög bráðlega, kunna Ameríkumenn því samt illa að kjöt skorti, því þeir eru kjötvinir miklir all-flestir. Þegar Hudsonsflóa-brautin er komin á, sem mun verða að 1—2 árum hér frá og bemar samgöngur takast þaðan til Norðurálfu, þá væri það athugamál fyrir Islendinga, hvort ekki mætti með hagn- aði fá hér markað fyrir islenzkt kjöt. — Annað atriði iyrir ykkur tslendinga í því sambandi væri það, að rannsaka hvort hér mætti ei fá arðberandi markað fyrir islenzka hesta. Sá atburður varð í Winni- peg síðastliðið sumar, að Canadiskur mað- ur flutti hingað 2 vagnhlöss (að mig minnir) af islenzkum hestum. Seldust þeir frá 75 doll. og upp í 110, eptir því sem jeg heíifheyrt. Greindinogglöggir íslendingar, sem sáu hestana, álitu að það væri að mestu úrkast úr íslenzku „stóði“, sem selt hefði verið í Englandi. Það voru nær allt hryssur, og töldu þeir íslendingar, er hrossin sáu, það tæplega miðlungshross. Þetta var afar-óheppilegt. í byrjun hefði þurft að senda hingað 1 eða 2 vagnhlöss af völdum hestum. En þrátt fyrir það, að svona fór, var hestum þeim, er í sumar komu veitt talsverð at- hygli, og þeir er keyptu þá, hafa þá nú á boðstólum fyrir mjög hátt verð, eptir að - hafa alið þá um tíma. Mál þetts, væri þess vert, að þið heima veittuð því nána athygli. 23. janúar þ. á. (1913) voru hundrað ár liðin síðan norska skáldkonan Camilla Collet.t fæddist. Hún var systir Himiks H eigeland'* skálds, og hefir samið eigi all-fáar skáld- sögui, er mikið þykir kveða að, þar á meðal „Amtmandensl)öttre“, sem margir íslendingar kannast við. Talin er hún og fyrsta konan, er rögg- samlega fylgdi fram jafnréttismáli karla og kvenna á Norðurlöndum, og hnígur rit hennar: „Fra de Stummes Lejr“ eigi hvað sizt i þá áttina, og vakti að mun eptirtekt og umræður, er það kom út. Bit hennar voru og í heild sinn gefin út í 8 bindum á árunum 1892—1894. Hún andaðist 7. marz 1895. 180 að standa á hleri, en málin mjög mikilvarðandi, er um þarf að )æða“. XVIII. Frú BsrmÍDster gazt siður en pkki vel að, er hún heyrði, eð Patrick og Lols væru trúlofuð að nýju. Þ*ð vsr Lola sjálf. sen» færði henni fréttirnar. Eptir það, er hún hafði taiað við Patrisk, hafði hún gengið i hægðum sínum út í garðinn, og var þá í meira lagi brosleit, þó að hún þættist að vísu hafa orðið að gera að mun rninna úr sér en hr'm vildi. Frú Barminster var þar þá á gsngi, og þóttist Lola sjá á henni, að hún væri í meira lagi áhyggjtifull, út af því er Mary var horfin. Loiu þótti þetta þó kynlegt, þar eem henDÍ hafði einstt virBt frúnni vera lftið um Mary gefið „Þér vitið, gizka eg á, að ungfrú Stirling er flúin?u mælti hún. „Það var hyggilega gert af henni, að skjóta sér þannig UDdan öllum óþægindunnm!“ Frú Barminster svaraði engu, — bjóst við að Lola léti dæiuna ganga áfram. „Ef efeki stæði alveg íérstaklega áu, mælti Lola, „myndi eg eigi horfa í það, að láta réttvísina festa hend- ur í bári heDnar, en þar sem hún hefir dvalið hér svona lengi, i yðar húsum, höfum við Patrick orðið ásátt um, að láta fuglinn fljúga, þó að við eigi getum annað en haít megDUstu fyrirlitningu á henni, og athæfi heDnar“. 169 „Og kannist eg nú við það, að þér segið satt?u mælti húu. „Hvað þá?u Lávarðurinn kímdi ögD. „Eigi veldur það mikilli breytingu“, mælti hann. „Þér óskið eins, og jeg annars! Þér viljið verða konan mín, — viljið sýna heiminum, hve auðvelt yður hafi veitt það, að vinna aptur ást mína, heimskingjans, sem lét mér þykja vænt um yður! Þér viljið ná í peningana mína, stöðuna. sem þeir geta veitt yður!u „Gott og vel“ mælti bann ennfremur. „Peningarn- ir skulu verða yðar eign, ef þér viljið, tali eg eigi svo ljóst, að þér skiljið mig, þá að spyr eg yður, hvoit þér viljið veita mér þann heiður, að verða konan min?u Lola fór nú að verða sll-órótt. „Þér óskið þessa“, mælti húo, „til þess að geta bjargað stúlkunni? Er það eigi rétt skilið?u Patrick samsinnti þvi. „Einmitt'" svaraði uann. „Hreinskilnin er affara- sælust! Hverju sverið þér, Lola?“ Lola þagði stundarfeorn, — horfði i augun á honum, og mælti þá að lokum, mjög stillilega. „Svarið er: Já! jeg skal verða konan yðar!“ XVII. Enda þótt Mary væri ein i járnbrautarvagnimim, og fáir væru ferðamennirnir, hafði maður nokkur, er sat í næsta vagninum, þó veitt henni eptirtekt. Það var Jobn Leítb.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.